Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1995, Qupperneq 14
ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 14 tHveran I I Gesturinn: Sendu blómin „Þegar þú kemur í matarboð og vilt færa gestgjafanum blóm skaltu senda þau á undan þér svo hann hafi tíma til að setja þau í vatn og koma þeim fyrir. Stundum vaknar fólk upp við það klukkutíma eftir að gestur- inn kom aö blómin hafa gleymst frammi á eldhúsborði. Sendu endilega kort með kveðju með blómunum. Vitaskuld má gefa annað en blóm og gaman getur verið að gefa tvö kerti,“ segir Marentza Poulsen. Ekki inn í eldhús „Gestur sem kemur í veislu ætti ekki að æða inn í elhdhús á eftir gestgjafanum. Hann get- ur verið að leggja lokahönd á undirbúninginn við matinn og kærir sig kannski ekkert um að gestirnir sjái hvernig hann ber sig að, hvemig uppskriftin lítur út o.s.frv. -sv Holl ráð Aðspurð hvers beri að gæta í sambandi viö veisluna nethir Marentza nokkur atriði: Látta á stemningu Gaman getur verið að hafa vísur við hvem disk. Hver gest- ur les sína upphátt til þess að létta á stemningunni. Eins get- ur verið gaman að fólk taki lag- ið þótt enginn undirleikur sé. Hnífur og gaffall Fólk á að leika sér þegar það dekkar borð. Aðalmálið er að gaffall sé vinstra megin og hníf- ur og skeið hægra megin. Taka á gaffal með vinstri hendi og skeið með hægri hendi. Glasið á síðan að vera fyrir ofan disk hægra megin. Hægra megin IÞegar verið er að taka af borðinu eða hella vini í glös gestanna er alltaf farið hægra megin við þá. Áríðandi er að flaska snerti aldrei glasið. Augu gestsins beinast að því þegar verið er að hella í glas hans og því þarf það að gerast með ákveðinni fágun. Dúkar og skraut Dúkar eiga að vera jafnsiðir að framan og á hliöum. Skraut á borði má aldrei fara yfír sjón- hæð því það truflar gestina. Þess vegna getur verið mikU- vægt að dekka borðið með góð- um fyrirvara og máta á borðið það sem þar á að vera. Kjötið á endann Þegar kjötið er sett á borðið er rétt að setja það á endann. Einn sker og betra er að gera þaö við enda borðsins. Sósa kemur síðast á borðið og hún verður að vera heit. Gott er ennfremur að hafa diskana heita. Setja má þá í heitt vatn og taka þá upp þegar allt er til- Veislan heima þarf ekki að verða þér erfið: Dekkaðu borðið daginn áður - segir Marentza Poulsen „Fyrst er að ákveða hvernig boð þú ætlar að hafa, eftirmiðdagsboð eða matarboð, og síðan þarf að ákveða hvað á að vera í matinn. Ég legg síðan til að fólk dekki borðið daginn áður svo það sé ekki gert i stressi um leið og verið er að hafa sig til og búa til matinn. Fólk þarf í tíma að huga .að því hvað það eigi og hvað það geti notað á borðið. Hjón ættu að skipta fyrir- fram með sér verkum svo allt gangi vel fyrir sig og ekki líti út sem annað stjórni hinu með harðri hendi,“ segir Marentza Poulsen, veitingastjóri á Hótel Borg. Sýnikennsla Marentza hefur haft sýnikennslu fyrir félagasamtök og fyrirtæki um það hvernig best sé að undirbúa veislu og gera sér þaö svo auðvelt að fólk geti virkilega notið þess að vera gestgjafar, Það sé mjög slæmt þeg- ar veislan hvíli svo þungt á viökomandi að hann verði þeirri stundi fegnastur þegar hún er loks yf- irstaðin. Hafðu stofuna klára „Það hefur mikið að segja að allt það sem sést sé tilbúið þegar gest- irnir koma. Gestgjafinn þarf að vera búinn að taka sjálfan sig til og gera stofuna klára. Ef þú ert að gera allt á síðustu stundu, ert að taka þig til þegar gestimir koma og átt eftir að hagræða einhverju í stofunni, þá koma gestimir inn í stressað um- hverfi og líður ekki eins vel fyrir vikið. Þeim þarf að finnast þeir vera að koma inn i eitthvað tilbúið. Betra er að láta eitthvað í eldhúsinu mæta afgangi því allir skilja að þú þarft að fara fram í eldhús til að huga að matnum. Kertin skipta mestu Marentza segir mikilvægt að nota tónlist til þess að skapa rétta and- rúmsloftið. Þá eigi fólk bara að nota það á borðið sem til er á heimilinu. Það sé t.d. allt eins gott að nota fallega styttu á borðið eins og blóm. Ekki skipti máli þótt glös- in séu ekki öll eins og ekkert sé at- hugavert við það að nota ein hnífa- pör í forréttinn t.d. og önnur í aðal- réttinn. „Eitt er það þó sem aldrei má vanta og það eru kertin. Af þeim stafar mikil hlýja. Það er þó ekki nóg að kveikja á þeim um leið og gestirnir koma, heldur 15-20 mín. áður. Það er liður í því að sýna að allt sé tilbúið þegar þeir koma.“ á ykkur sjálf Marentza varar gestgjafann við því að vera fínni en gest- irnir svo þeir þurfí ekki að byrja á því að afsaka sig. Það sé ekki síður mikilvægt að gestgjafinn falli ekki í þá gryíju að fara að afsaka fyrirfram að hann hafi verið að prófa eitthvað nýtt og viti því ekki nákvæmlega hvernig það komi til með að bragð- ast. Hún segir það bara gefa gestun- um tilefni til þess að vera enn gagn- rýnni á matinni. „Ef þú færð hrós fyrir hvað mat- urinn bragðaðist vel geturðu sagt að þér þyki gaman ef vel hafi til tekist því þú hafir verið að prófa nýjan rétt. Það er algert lykilatriði að við höfum trú á því að við séum að gera rétt og gera vel,“ segir Marentza. Poulsen. -sv IJúlaundirbúningurinn: Gottað byrja snemma Marentza Poulsen ráðleggur fólki að byrja tímanlega að und- irbúa jólin. Fjöldinn allur fari á bólakaf í vinnu í desember og ■ þá sé eins gott að undirbúa jól- in í nóvember. Hún segir skyn- ; samlegt að haga þessu eins og Danir gera, byrja að baka í smákökurnar í kringum 20. nóvember og borða þær í des- Konfekt með fjölskyldunni „Þegar jólin koma hefur mað- ur kannski ekki eins mikla lyst á smákökum því þá er svo margt annað á borðum. Þá get- ur líka verið mun skemmtilegra að búa kannski til gott konfekt eða eitthvað slíkt með fíölskyld- unni. Við höfum ríka þörf fyrir huggulegheitin í desember, í öllu amstrinu, og þá getur verið gott að maula á smákökunum,“ segir Marentza. Baka eftir jól „Við erum að baka jafnmikið og ömmur okkar og langömmur gerðu og eigum oft mjög mikið af kökum þegar jólin eru búin. Ég lít svo á að vilji fólk eiga kökur fram í janúar eða febrúar eigi það bara að baka þær eftir jólin. Þá hefur það miklu betri tíma til þess arna. Fólk á að mínu mati ekki að vera eyða tíma í hlutina sem skipta minna máli. Fólk á að njóta jól- anna og það gerir það áreiðan- lega enn frekar ef það er byrjað að undirbúa þau í tíma.“ Börnin fara að hlakka til þá segi ég að það sé áreiðanlega ekki betra að bíða með allt til 10. desember og geta svo ekki einu sinni leyft sér að fara í jólahlaðborð með vinnufélögun- um eða eitthvað slíkt vegna þess að það er svo mikið sem á eftir að gera heima. Börnin verða líka oft útundan vegna þess að við erum svo upptekin. IEf við byrjum að undirbúa jólin fyrr finna börnin að jólin eru að koma og þau byrja að hlakka til. Við eigum aö njóta þess að vera með vinum og vanda- mönnum í desember í stað þess að vera í stressi yfir heimilis- verkum og bakstri," segir Mar- entza Poulsen. -sv „Sumir segja við mig að þeir geti ekki hugsað sér að byrja að undirbúa jólin í nóvember. Við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.