Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
5
Fréttir
Strætisvagn ók inn i hús við Sundstræti á ísaflrði:
Flugum á sófanum
inn á mitt gólfið
- segir Friðgeröur Hallgrímsdóttir sem var að skoða myndir með manni sínum og dóttur
„Þetta var eins og sprenging. Við
flugum með sófanum inn á mitt gólf
og ultum út úr honum. Ég er dálítið
aum í baki en annars verð ég að
segja að við höfum sloppið vel,“ seg-
ir Friðgerður Hallgrímsdóttir, íbúi í
húsinu númer 15 vð Sundstræti á
ísafirði.
Rétt fyrir hádegið í gær var stræt-
isvagni ekið á húsið og hafnaði
hann á stofuglugganum með fyrr-
greindum afleiðingum. Hálku er
kennt um hvernig fór en húsið
stendur nokkuð út í götuna.
Friðgerður, Magnús Arnórsson
maður hennar og Kristjana dóttir
þeirra voru að skoða myndir þegar
strætisvagninn skall á húsinu af
miklu afli.
„Við vorum rétt sestar þegar
sprengingin varð. Sófinn er hér
lappalaus inni á miðju gólfi en það
var lán í óláni að það voru rimlag-
ardínur fyrir glugganum. Annars
hefðum við fengið glerið úr honum
yfir okkur,“ segir Friðgerður.
Magnúsi líst svo á sem húsið sé
ónýtt eftir komu strætisvagnsins.
Hann segir að það hafi skekkst á
grunninum og stórt gat komið á
vegginn þar sem vagninn lenti.
„Þetta verður metið af trygging-
unum en ég sé ekki að það svari
kostnaði að gera við húsið. Það er
mikil eftirsjá í því enda vorum við
búin að gera það upp og fáum það
Húsið skemmdist illa við áreksturinn. Útveggur brotnaði og milliveggir
sprungu auk þess sem húsið færðist til og skekktist á grunninum.
Meðaleinkunn lægri í læknisfræðinámi Háskólans:
Sex nemendur bættust
við numerus clausus
„Það hefur alltaf verið regla að ef
útlendingur er í „numerus clausus-
hópnum" í læknisfræðinni, þá verði
engir íslendingar látnir gjalda fyrir
það. Það var bandarísk stúlka sem
var í 5. sæti og vegna þess urðum
við að hækka töluna úr 30 í 31.
Fimm nemar voru að auki með
sömu einkunn í síðustu sætunum.
Samkvæmt reglum sem við höfum
sett okkur, þá gerum við ekki upp á
milli þeirra. Endanlega tala nem-
enda sem sluppu í gegn á fyrsta ári
var því 36 í stað 30,“ sagði Anna
Harðardóttir, skrifstofustjóri hjá
læknadeild Háskóla Islands.
„Þegar talan í numerus clausus
er ákveðin er miðað við að ekki sé
hægt að kenna fleirum í verklegu
námi á sjúkrahúsunum. Miðað var
við 36 nemendur fyrir fjórum árum,
en minnkaði niður í 30 þegar Landa-
koti var lokað og hefur verið þannig
þrjú síðustu ár. En þetta ætti ekki
að vera óleysanlegt vandamál þó tal-
an hafi farið upp í 36 að þessu sinni.
Meðaleinkunnin er lægri í ár en í
fyrra. Þeir sem sluppu í gegn núna
með lægstu einkunn voru með 7,83 i
meðaleinkunn en samsvarandi tala
í fyrra var 8,33. Ég held að ástæðan
felist meðal annars í því að nýr
kennari byrjaði hjá deildinni og
áherslur eru aðrar hjá honum,“
sagði Anna.
-ÍS
Þjófnaðir á Héraði
Lögreglan á Egilsstöðum hefur
til rannsóknar nokkur þjófnaðamál.
Síðustu daga hefur útvarpstækjum
verið síolið úr fjórum bifreiðum á
Egilsstöðum og tveimur sumarbú-
stöðum við Eiðavatn auk þess sem 2
sjónvarpstækjum var stolið úr sum-
arbústöðunum.
Lögreglan óskar eftir upplýsing-
um sem leitt gætu til uppljóstrunar
málanna, ekki síst um grunsamleg-
ar mannaferðir við sumarbústaðina
síðustu vikurnar.
-bjb
Magnús Arnórsson, húsráðandi að Sundstræti 15 á ísafirði, virðir fyrir sér skemmdir sem stræltisvagninn olli á
stofunni. Magnús stendur þarna við sófa sem kona hans og dóttir sátu í við útvegginn þegar 17 tonna strætisvagn
skall á húsinu. Mæðgurnar þeyttust fram á gólf við áreksturinn, en sakaði ekki utan þess sem konan kvartaði um
eymsli í baki. Mæðgurnar voru nýsestar niður þegar atburðurinn átti sér stað og voru að skoða myndir.
aldrei bætt að fullu,“ sagði Magnús.
Húsið er gamalt timburhús en í
góðu standi.
Mæðgurnar Friðgerður og Kristj-
ana sátu tvær í sófanum en Magnús
sat í sófa til hliðar. Hann haggaðist
ekki. Kristjana lýsir atvikum einnig
eins og sprengingu áður en hún
kastaðist með sófanum inn á gólfið.
Kallað var á lækni vegna bak-
meiðsla Friðgerðar en hún þurfti
ekki að fara á sjúkrahús.
Þegar DV talaði við heimilisfólk-
ið var verið að loka gatinu á veggn-
um og var fjölskyldan að velta fyrir
sér möguleikunum á að halda til í
húsinu fyrst um sinn þrátt fyrir
verulegar skemmdir.
„Þau eru svona, slysin, gera ekki
boð á undan sér. Það er bara að taka
því,“ sagði Friðgerður með ró þrátt
fyrir áfall dagsins.
Myndir og texti: Hörður
Kristjánsson.
-GK
■
, M
Somsung SF-2800 er óvenju-fallegt faxfœki. Það
hefur innbyggðan stafrœnan sfmsvara,
kirstolsskjá, 80 númera minni, 10 númera
beinvalsminni, 16 gráskala hágœðaupplausn á
móftöku, Ijósritunarmöguleika, 10 blaosíðna
fínu verði!
SAAðSUNG SF-40 faxtœki
er meðsíma, hágœða-
upplausn, 10 númera
minni, tengjanlegt við
símsvara, Tjósritunar-
möguleikum o.ml.
TILALLT AÐ36 MANAÐA
1
V/SA
RAÐGREIOSL UR
TILAUT AO 24 MANAOA
Hraðþjónusta við Iandsbygg8ina:
(Kostar innanbasjarsímtal og
vörarnor eru sendar samdaagurs)
G rensásvi
Sími:5886886 Fax:5í