Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
7
Fréttir
Reykjavík:
Fimmtungi
fleiri
útköll
Útköllum Slökkviliðsins í
Reykajvík fjölgaði um 20% á ár-
inu 1995 miðað við árið 1994.
Alls urðu útköllin 1471 en voru
1222 árið 1994.
Um eld var að ræða í 527 til-
vikum á liðnu ári en eldsvoðar
voru 457 árið 1994. Af þessum út-
köllum voru 120 vegna sinu-
bruna og er það líkt og verið hef-
ur.
Sjúkraflutningar voru 11.766 á
árinu en 10.829 árið áður. Er það
um 9% aukning. Starfssvæði
slökkviliðsins er í Reykjavík,
Kópavogi, Seltjarnarnesi og
Mosfellsbæ. -GK
Fjárhagur Kjalarneshrepps:
Seljum land
og húsnæði og
úthlutum lóðum
HafnarQörður:
Brunum
fjölgar
Slökkviliðið í Hafhartlrði
þurfti að sinna meira helmingi
fleiri útköllum vegna elds á ár-
inu 1995 en var árið áður. Á síð-
asta ári voru útköll vegna elds
165 en 78 árið 1994.
Fiest voru útköllin vegna
sinubruna og elds í rusli. Þó
varö 21 sinnum að slökkva í
íbúðarhúsum og varð mikið tjón
í fimm þeirra. Þá varð einnig
mikið tjón þegar verkstæöishús
brann. Alls voru útköll slökkvi-
liðsins 258 á liðnu ári.
Sjúkraflutningabifreiðar voru
kallaðar út 1639 sinnum á árinu.
En það nokkru meira en árið
áður. -GK
Sláturhús KÞ:
ESB-leyfi
til útflutn-
ingsá
kindakjöti
Sláturhús Kaupfélags Þingey-
inga á Húsavík hefur fengið
leyfl til útflutnings á kindakjöti
til landa Evrópusambandsins
eftir ítarlega skoðun eftirlits-
manns ESB síðastliðið haust.
Opinber yfirlýsing frá embætti
yfirdýralæknis þess efnis barst
forráðamönnum KÞ í gær.
Sláturhús KVH á Hvamms-
tanga og sláturhús KASK á
Hornafirði höfðu ESB-leyfi fyrir.
Miklu hefur verið kostaö til við
að ná þessari viðurkenningu,
sem er KÞ mikilvæg sem og út-
flutningi kindakjöts í heild. Slát-
urhús KÞ hafði fyrir leyfi til
slátrunar og vinnslu fyrir
Bandaríkjamarkað.
- segir sveitarstjórinn
„Við höfum verið að velta fyrir
okkur sölu eigna og höfum aðeins
verið að þreifa fyrir okkur en erum
ekki komin með nein áþreifanleg
tilboð ennþá. Þetta var bara sett í
gang rétt fyrir áramótin og gæti tek-
ið tíma alveg til febrúarloka. Þá ætti
það að skýrast hvort þetta tekst,“
segir Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri
á Kjalarnesi. Hann vill ekki segja
nákvæmlega hvaða eignir sé til um-
ræðu að selja en segir þó að þar sé
um samning að ræða sem geti
numið 70-100 milljónum króna
verði honum breytt í peninga.
Kjalarneshreppur komst í frétt-
imar síðasta haust þegar í ljós kom
að sveitarfélagið var skuldugast
allra sveitarfélaga á landinu miðað
við höfðatölu. Heildarskuldir sveit-
arfélagsins nema nú 210-220 millj-
ónum króna en námu 207 milljónum
í fyrra. Skatttekjur Kjalnesinga
nema 60 milljónum króna á þessu
ári en útsvarið er 9,2%.
„Við fórum örugglega út í að taka
fyrir nokkra rekstrarþætti og höf-
um verið á fullu í því að skoða út-
boð og hagræðingu. Það sem við
höfum byrjað á hefur komið það vel
út að við höldum áfram að skoða
alla þætti út frá því að bjóða út
þjónustu eða stokka hana upp. Það
getur greinilega skilað töluverðum
aurum,“ segir Jón Pétur.
DV greindi frá því nýlega að bæj-
aryfirvöld i Hafnarfirði hefðu ákveð-
ið að selja húseignir og tæki samtals
fyrir um 140 milljónir króna til að
hafa upp í skuldir sveitarfélagsins.
„Við erum ekki með mikið af tækj-
um til að selja en kannski eitthvað
pínulítið af húsnæði og svo eigum
við eitthvað af landi. Mér sýnist
frekar stefna í að menn vilji úthluta
byggingarlóðum og byggja hraðar
upp og fá þannig fleiri skattgreiðend-
ur,“ segir Jón Pétur. -GHS
Skagfirðingar dug-
DV, Sauöárkróki:
DV-mynd Þórhallur
Á fæðingardeildinni á Sauðár-
króki fæddust mun fleiri böm á síð-
asta ári en 1994 en þá voru fæðing-
ar reyndar með minnsta móti. Árið
1995 fæddust 69 börn á Króknum en
voru aðeins 42 áriö áður. Á Blöndu-
ósi fæddust 23 börn 1995 en voru 24
árið á undan. Á Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar fæddust 17 börn 1995. Það
eru heldur færri fæðingar en í með-
alári.
Það þurfti ekki að bíða lengi eftir
fyrsta bami ársins á fæðingardeild-
inni á Sauðárkróki. Það kom í
heiminn kl. 10.40 þriðjudaginn 2.
janúar. Þá fæddist þeim Ingitíjörgu
Sigurðardóttur og Páli Jóhann-
essyni sonur sem mældist 55 sm og
vó rúmar 15 merkur. Þetta er fyrst
barn þeirra en þau búa á Sauðár-
króki. Ingibjörg er frá Víðinesi í
Hjaltadal en Páll frá Akureyri.
Hann á einnig ættir að rekja austur
fyrir Héraðsvötn. Ingibjörg sagði að
fæðingin hefði gengið vel. „Þetta
var allt samkvæmt áætlun," sagöi
hún. ÞÁ
Ingibjörg og Páll með litla drenginn.
legri að fjölga sér
GR 1400
• H: 85 B:51 D:56 cm
• kælir: 140 I.
Ver& kr. 29.350,-
GR 1860
• H: 117 B:50 Ð:60 cm
• Kælir: 140 Itr.
• Frystir 45 Itr.
Ver&kr. 41.939,-
GR 2260
• H:140 B:50 D:60 cm
• Kælir:180 Itr.
• Frystir 45 Itr.
Verb kr. 47.280,-
GR 2600
• H:152 B:55 D:60 cm
• Kælir 187 Itr.
• Frystir: 67 Itr.
Verð kr.49.664,-
GR 3300
• H:170 B: 60 D:60 cm
• Kælir:225 Itr.
• Frystir 75 Itr.
Verð kr. 58.350,-
#índesít
...í stöðugri sókn!
BRÆÐURNIR
=)] ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 553 8820
Umbo&smenn um land allt