Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Útlönd Stuttar fréttir :dv Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir og gíslar þeirra enn í Pervomajskaja: Rússar héldu árásum sínum áfram í morgun Óbreyttir borgarar í þorpinu Pervomajskaja í Dagestan reyna að hugga konu sem á son meðal gíslanna sem upp- reisnarmenn Tsjetsjena hafa haldið þar í nokkra daga. Rússneskar hersveitir réðust til atlögu gegn mannræningjun- um í gær og héldu bardagar áfram í morgun. Símamynd Reuter Rússneskar hersveitir hófu linnu- lausa skothríð á þorpið Pervoma- jskaja í Dagestan að nýju i morgun, sólarhring eftir að þeir hófu árás sína í gær, til að reyna að sigrast á uppreisnarmönnum Tsjetsjena sem hafa tugi gísla á valdi sínu. Skothríðin, sem beindist einkum að suðvesturhluta þorjjisins, var svo mikil að jörðin nötraði og skalf við varðstöð hersins í fimm kílómetra fjarlægð. Þungvopnuð rússnesk þyrla skaut að minnsta kosti einu flugskeyti að þorpinu. Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir svöruðu skot- hríð Rússanna og ein sprengja sprakk nærri varðstöðinni. Mikill fjöldi Mi-24 þungvopnaðra þyrlna, sem ganga undir n'afnihu „krókódílarnir" vegna framljóss nefsins, komu fljúgandi að þorpinu. Skothríð rússnesku hermann- anna þykir benda til þess að þeir ætli sér að ljúka ætlunarverki sínu sem fyrst. Borís Jeltsín Rússlands- forseti sagði í gær að verkinu yrði lokið á einum degi. Foringinn heill á húfi Talsmaður aðskilnaðarsinna í Tsjetsjeníu sagði í samtali við Reut- ers fréttastofuna að Salman Radú- jev, leiðtogi uppreisnarmannanna í Pervomajskaja, væri heill á húfi eft- ir sjö tilraunir rússneskra her- manna til að ná bækistöðvum hans í þorpinu á sitt vald. Hann sagði að skömmu fyrir klukkan fimm að íslenskum tíma í morgun hefði hópur rússneskra hermanna komist í gegnum varnir uppreisnarmanna og náð nokkrum húsum undir sig. Barist var hús úr húsi langt fram á nótt. Fréttamenn í grennd við Pervom- ajskaja sáu hvar hópur særðra rúss- neskra hermanna var fluttur um borð í þyrlu sem flaug með þá i burtu. Ekki var ljóst í morgun hver hefðu orðið örlög flestra gíslanna, sem taldir eru vera milli 70 og 116, og tölum deiluaðila um særða og faflna bar ekki saman. Rússneskir embættismenn sögðu í morgun að hersveitir þeirra hefðu frelsað þrjá gísla til viðbótar við þá ellefu sem var bjargað i gær eftir Nær 20 pró- senta atvinnu- leysi í Finnlandi Atvinnuleysi í Finnlandi mældist 19,6 prósent í desember og er líklega meira þar en nokk- urs staðar í Evrópu. f nóvember höfðu 18,4 prósent atvinnufærra verið án vinnu. Þessi aukning er að hluta til vegna árstíða- bundinnar sveiflu á vinnumark- aði. í desember í fyrra mældist atvinnuleysið 20,2 prósent. Serbar og Bosn- íumenn deila um fangaskipti Stjórn Bosníu neitaði í gær að sleppa serbneskum stríðsfong- um nema Serbar létu lausa fjög- ur þúsund múslíma. Serbar hafa boöist til að sleppa tvö hundruð múslímum. Samkvæmt friðar- samningunum eiga fangaskiptin að hafa farið fram á fóstudag. Leiðtogar Bosníuserba héldu fund í gærkvöldi til að ræða hvort Serbar ættu að halda áfram flótta sínum eða dvelja um kyrrt í úthverfum Sarajevo til þess að þrýsta á að Dayton- friðarsamkomulaginu verði breytt. Reuter daglanga bardaga við uppreisnar- menn. Ekki var þó ljóst hvort umræddir þrír gíslar væru þeir sömu og tsjet- sjensku uppreisnarmennirnir sjálfir sögðust hafa leyst úr haldi til að þeir gætu „sagt sannleikann" um at- burðina. Rússneskur liðsforingi sagði fréttamönnum nærri þorpinu í morgun að hermennirnir væru að reyna að hraða aðgerðum sínum þar sem þeir óttuðust árás annarra tsjetsjenskra uppreisnarmanna aft- an frá. í nótt mátti stöku sinnum heyra skothríð og sprengjudrunur í Per- vomajskaja. Þá skutu rússnesku hermennirnir upp blysum yfir þorp- inu svo ljóst varð sem um hábjartan dag. Hermennirnir hættu þó þegar gránaði af degi um sjöleytið að stað- artíma í morgun. Jeltsín forseti var harðlega gagn- rýndur fyrir árásina í gær en hann sagði hana hafa verið nauðsynlega til að bjarga lífi gíslanna eftir að uppreisnarmennirnir höfðu skotið nokkra þeirra og samningaviðræð- urnar runnu út í sandinn. Reuter Sendinefnd til íraks Bandaríkin og Bretland hcifa samþykkt tillögu Frakklands um að senda nefnd frá SÞ til íraks til að kanna áhrif við- skiptabannsins. Betlehem lokað ísraelsmenn hindruðu umferð til og frá Betlehem eftir að ísra- elskur maður var skotinn þar og særður í gær. Papandreou segir af sér Andreas Papandreou, forsætisráð- herra Grikk- lands, sagði af sér emb- ætti í gær vegna van- heilsu. Eftir- maður hans verður valinn síðar í vikunni. Eiginkona Papandreous, Dimitra, sagði í tímaritsviðtali, sem birtist í gær, að fjölskylda Papandreous reyndi að koma í veg fyrir að hún tæki við emb- ættinu. Aftur til Nígeríu Bretar hafa sent sendiherra sinn aftur til Nígeríu 2 mánuð- um eftir að hann var kallaður heim vegna aftöku rithöfundar- ins Kens Saro-Wiwas. Konungur Lesotho ferst Moshoeshoe II, konungur Lesotho, fórst i bílslysi um helg- ina. Búist er við að sonur hans taki við völdum eftir lát foður síns. Könnunarviðræður Oscar Luigi Scalfaro, for- seti Ítalíu, hefur í dag viðræður við formenn stjórnmála- flokkanna vegna stjóm- málakreppunnar og myndunar nýrrar stjórnar. Möguleiki er á myndun fjölflokkastjórnar eða kosningum ári fyrr en til stóð. Flýja skæruliða Herskip hafa flutt yfir 100 óbreytta borgara frá hafnarborg í suðvesturhluta Líberíu vegna árása skæruliða. Engin eftirgjöf Utanríkisráðherra Sýrlands, Ehud Barak, segir Sýrlendinga gera sér grein fyrir aö ísraelar vilji ekki semja um vatn sem þeir fá frá Golanhæðum. Ný ímynd W. de Klerk, að- stoðarforseti Afríku, segir að flokkur sinn sé að leita að nýrri ímynd og að starf hans kunni að vera í hættu. Á fréttamanna- fundi í Höfðaborg staðfesti de Klerk fregnir, sem lekið hafa til blaða, um að flokkur hans kunni, í leit sinni að nýrri ímynd, að endurmeta stefnuna. Óhjákvæmilegur dauði Kínverskur félagsfræðingur sagði í gær aö dauði barna á munaðarleysingjahælum væri óhjákvæmilegur þar sem mörg barnanna væru veik þegar þau kæmu á heimilin. Endurskoða meðferð Bresk fangelsismálayfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að hlekkja kvenfanga á sjúkrahúsum, jafnvel á meðan þeir fæða. Alvarlega eyðnisjúk kona hefur kært meðferðina á kvenfóngum. Reuter Alræmdur eiturkóngur á bak við lás og slá í Texas Alræmdur eiturlyfjaforingi, Juan Garcia Abrego, dúsir nú í fangelsi í Houston í Texas þangað sem hann var færður í járn- um í gær eftir að mexíkósk yfirvöld fram- seldu hann til Bandaríkjanna. Abrego, sem stjórnaði eiturlyfjahring með 140 milljarða króna veltu á ári, var á lista bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI yfir þá menn sem hún vildi helst hafa tal af. Abrego var greinilega mjög taugaóstyrk- ur þegar hann var skráður inn í fangelsið í gærkvöldi, umkringdur mönnum úr vík- ingasveit lögreglunnar. Hann veröur leidd- ur fyrir dómara í dag og ákærður fyrir eit- urlyfjasmygl og morð, að sögn embættis- manna. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi, verði hann fundinn sekur. Garcia Abrego var handsamaður í borg- inni Monerrey í noröurhluta Mexíkós á sunnudag og fluttur til Mexíkóborgar þaðan sem flogið var með hann til Houston. Hann er sakaður um að flytja inn þriðjung kóka- ínsins sem er á markaði í Bandaríkjunum. „Hann sá um flutningana fyrir Caíi-eitur- lyfjahringinn, hann var pakkaflutninga- maðurinn þeirra," sagði embættismaður innan löggæslunnar. Ekki hefur verið skýrt frá því í smáatriö- um hvernig handtakan gekk fyrir sig en Abrego hafði verið eftirlýstur um allan Eiturlyfjakóngurinn Juan Garcia Abrego er umkringdur útsendurum alríkislögreglunnar FBi í Houston sem fluttu hann í fangelsi í gær- kvöldi. Símamynd Reuter heim í þrjú ár og í fyrra var hann settur á lista yfir tíu eftir- lýstustu glæpamenn í Bandaríkj- unum. Auk eiturlyfjasmygls og pen- ingaþvættis er Abrego sakaður um aðild að morðum á tveimur mexíkóskum stjórnmálamönn- um árið 1994 en þau tengsl hafa þó aldrei verið sönnuð. Bandarísk stjórnvöld lýstu yfir ánægju sinni með handtöku Abregos og sögðu hana sýna eit- urlyfjasmyglurum að lítið stoð- aði fyrir þá að ætla að fela sig í Mexíkó. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.