Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Side 16
tilveran ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1996 Undirbúningur þorra í fullum gangi: Þorramaturinn: Fátækramatur þá mjög vinsæll nú Eitt besta viöskiptabragð í sögu íslenskra matsöluhúsa segir Árni Björnsson í Sögu daganna vera þeg- ar Naustið auglýsti þorrablót árið 1958. Þar yrði boðið upp á íslenskan mat með gömlum hætti, nefnilega þorramat í trogum. Sögðu menn þar á bæ að fólk hefði kvartaö yfir því að það ætti ekki kost á að fá slíkan mat nema með því að sækja þorra- blót einhverra félaga eöa helst að vera meðlimur í einhverju átthaga- félagi. Hér eftir (5. febrúar 1958) gætu menn nú fengið þennan mat fram- borinn á Nausti, þó ekki færri en þrír saman. Sjálfskeiðungur og handlaug Trogin voru smíðuö eftir fyrir- mynd úr Þjóðminjasafninu og í þeim voru m.a. súr svið, lundabagg- ar, hangikjöt, súrsaðir hrútspungar, hákarl, bringukollar, glóðarbakaðar flatkökur, rúgbrauð með smjöri, allt óskammtað. Með hverjum diski fylgdi sjálfskeiðungur og handlaug. Þetta stórjók aðsókn að fyrirtæk- inu þótt lítið væri auglýst. Ein blaðaauglýsing var látin nægja árið eftir og hana má sjá hér til hliðar. -sv Bráðhollur matur „Ég er ekki í nokkrum vafa að þetta er bráðhollur matur. Hann er vitaskuld nokkuð feit- ur en ef fólk hreyfir sig vel er þetta meinhollt,“ segir Stein- unn Ingimundardóttir, hjá Leiðbeiningarstöð heimil- annna, um þorramatinn. Stein- unn segir súrinn einnig vera sérlega góðan, hann geri okkur gott, því það sé hennar reynsla að súrt slátur sé til dæmis miklu auð meltara en nýtt slát- ur. Hjá Leiðbein- ingarstöð heimil- anna leitar fólk oft að- stoðar í sam- bandi við allt er snýr að heimil- ishaldinu. Súrsunarmysan afbragð Steinunn Ingimundardóttir segir fólk mikið hafa samband í sláturtíðinni til þess að fá upp- lýsingar um meðhöndlun á þessum mat. Hún segir að þeg- ar líði síðan að þorra þá sé fólk fyrst og fremst að forvitnast um hversu mikið það þurfi að kaupa inn ef það ætlar sér að kaupa allan matinn. Góð súrílát „Fólk þarf fyrst og fremst að verða sér úti um góð súrílát og matinn þarf að geyma á köldum stað. Eftir að þessi aíbragðs súrsunarmysa komst á markað getur fólk á skömmum tíma sýrt slátrið sitt. Ef ég sker það .niður í bita og set soðið slátur í súr þá tekur það ekki nema 7 til 14 daga að verða súrt,“ segir Steinunn. Hræra vel í súrnum „Ef fólk er að geyma mat í súr hjá sér er mjög mikilvægt að hrista vel í súmum því ef hann stendur of mikið kemur mygluskán á hann,“ segir Steinunn. Hún segir, aðspurð hvort ódýrara sé að búa þetta til, að það fari allt eftir því hversu mikið fólk borði af þessu. Ef fólk láti sér duga að hafa þetta einu sinni í matinn t.d. þá svari það varla kostnaði og betra sé að kaupa hann til- búinn. • m) ? > f Í Pökkunin skiptir miklu máli í samtali við Jóhannes Stef- ánsson í Múlakaffi kemur fram að gríðarlega mikilvægt sé að vel sé hugað að því hvernig þorramatnum er pakkað iim. Hann segir að súrmaturinn verði að vera sér og hinu pakk- að í dollur eða í loftþéttar um- búðir. „Þetta er ekki bara bragð- sterkur matur heldur einnig mjög viðkvæmur," segir Jó- hannes. -sv te—m——bím í Sögu daganna eftir Áma Bjöms- son segir að ævinlega hafi verið munur á venjum manna eftir efna- hag. Það kemur vitanlega ekki á óvart og heldur ekki það að vel stæð heimili gátu leyft sér meiri útaf- breytni í mat og drykk. Sjaldgæft er að nokkra lýsingu sé að finna á veislukosti fátæklinga. Það er al- kunna víða um heim að oftlega þyk- ir fátækramatur síöar meir lostæti vegna þeirrar natni sem beita þurfti við gerð hans. Sem íslensk dæmi af þessum toga er þorramaturinn nefndur til sögunnar, skatan, laufa- brauð og kútmagar. -sv Þorrablótið hafið „Guð gæfi, að ég væri kominn í rúmið, háttaður, sofhaður, vaknaður aftur og farinn að éta.“ „Við byrjum strax að undirbúa okkur um mánaðamótin ágúst, sept- ember og strax um miðjan sept- ember leggjum við lundabaggana og bringukollana í súr. Síðan um leið og búið er að slátra fyrstu sauðkind- inni fórum við á fullt." Aðspurður segist Jóhannes almennt gera ráð fyrir því að fólk viti hvaðan af skeppnunni hver hlutur á þorra- matseðlinum komi. Þetta væri nátt- úrulega allt af sauðkindinni, frá haus og niður í fætur. Pitsa eða þorramatur Múlakaffi hefur á imdanförnum árum boðiö upp á trétrog með þorramat i heimsendingu. „Þetta er stemmningarmatur og mér finnst bæði sjálfsagt og eðlilegt að fólk noti tækifærið á þorra og panti sér frekar þorramat á bakka en pitsu. Ég væri sjálfsagt ekki skynsamur ef ég reyndi aö telja sjálfum mér og öðrum trú um að allt væri þetta meinhollt en gegnum- sneitt held ég að þetta sé hollur og góður matur. Þar miða ég vitanlega við það að fólk er að borða þetta stuttan tíma á hverju ári og það er ekki eins og fólk sé að borða þetta í öll mál,“ segir Jóhannes Stefánsson. -sv Þórarinn Guðmundsson hjá Múlakaffi heldur hér á þorrabakka að hætti hússins. Þorrinn gengur í garð annan föstudag og menn eru í óðaönn að undirbúa kræsingarnar. DV-mynd GVA. Viðskiptabragð sögunnar segir Jóhannes Stefánsson í Múlakaffi „Við höfum haft það fyrir sið hér í Múlakaffi i þessi 33 ár sem við höf- um verið með þorramat að byrja aldrei að selja hann fyrr en á bónda- dag, á fyrsta degi þorra. Mér finnst það satt að segja alveg óþolandi að menn séu að þjófstarta þorranum, Þorláksmessuskötunni eða hverju sem er. Þorrinn er afskaplega skemmtilegur tími og hann er gríð- arleg vertíð,“ segir Jóhannes Stef- ánsson í Múlakaffi. Hann segir fólk þegar vera farið að hringja og spyrja hvenær það komist í þorramatinn. Mikill missir að hvalnum „Þorrabakkinn hefur í sjálfu sér ekki breyst mikið öll þessi ár. Það var reyndar mikill missir að hvaln- um og við höfum reynt að bæta okk- ur hann upp með því að bjóða tvo til þrjá síldarrétti," segir Jóhannes. Hann segir Múlakaffi ekki hafa far- ið þá leið að bjóða súra hrefnu, lúðu eða eitthvað slíkt. Aðspurður hvað sé vinsælast segir Jóhannes að af hinum eiginlega þorramat, því súra, séu hrútspungarnir og sviðasultan vinsælust. „Á þorrablótum er það vitaskuld hangikjötið sem mest er borðað af og síðan er hákarlinn svínvinsæll." Aldursbilið breikkar Jóhannes segir að það skemmti- lega við þorramatinn sé að fólk á öllum aldri sé farið að borða hann og að honum finnist sem aldursbilið sé alltaf að breikka. Það sé orðið merkilega mikið af unglingum sem þyki þetta herramannsmatur. Eldra fólkið segir hann venjulega vera orðið friðlaust um miðjan janúar. Nú sé þorrinn seinna á ferðinni en oft áður og því sé fólk óþolinmóðara fyrir vikið. gríðarleg vertíð Þorrinn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.