Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
2^
Fréttir
Ríkisreikningur 1994:
Óvissa um lífeyris-
skuldbindingar
- að mati Ríkisendurskoðunar
Borgarfjarðarsýsla:
Brotist inn
í sumar-
bústaði
Nokkuö er alltaf um það aö
brotist sé inn í sumarbústaði í
umdæmi lögreglunnar í Borgar-
nesi. Um helgina var brotist inn
í nokkra slíka og eins og venju-
lega eru menn á höttunum eftir
sjónvörpum og öðru verðmæti.
Litlar skemmdir voru unnar á
þeim stöðum sem farið var inn í
að þessu sinni. -sv
Hékk í bíl
Maður slasaðist lítillega eftir
að hafa hangið í bíl á Hverfis-
götu aðfaranótt sunnudags.
Ökumaðurinn reyndist drukk-
inn og tókst lögreglu að hafa
hendur í hári hans. -sv
Samkvæmt skýrslu Ríkisendur-
skoðunar um rikisreikninga 1994
hækkuðu bókfærðar lífeyrisskuld-
bindingar A-hluta ríkissjóðs um 3,6
milljarða og námu 64 milljörðum í
árslok. Ófærðar skuldbindingar
vegna B-hlutans námu 12 milljörð-
um og 3 milljörðum vegna A-hlut-
ans.
Til grundvallar mati á ofan-
greindum skuldbindingum liggur
tryggingafræðileg úttekt á stöðu
þeirra lífeyrissjóða sem starfsmenn
ríkisins eiga aðild að. Ríkisendur-
skoðun segir matið óhjákvæmilega
byggjast að nokkru leyti á óvissum
forsendum, t.d. hvað varðar ávöxt-
un á eignum sjóðanna.
„Þannig hefur verið reiknað með
að næstu áratugina verði árleg
ávöxtun eigna 2% umfram launa-
hækkanir. Ávöxtun umfram launa-
hækkanir skiptir hér máli þar sem
lífeyrisgreiðslur hækka hjá ríkis-
starfsmönnum sem komnir eru á
eftirlaun ef hækkun verður á laun-
um þeirra sem gegna samsvarandi
starfi hjá ríkinu og viðkomandi líf-
eyrisþegar gegndu áður. Ef raun-
veruleg ávöxtun verður hærri en
2% eru lífeyrisskuldbindingar eins
og þær birtast í ríkisreikningi 1994
ofmetnar. Þar sem lífeyrisskuld-
bindingar eru meðal veigamestu
skuldaliða í efnahagsreikningi rík-
issjóðs vill Rikisendurskoðun und-
irstrika þá óvissu sem ríkir um for-
sendur útreiknings á þeim,“ segir
m.a. í skýrslunni. -bjb
Norðurárdalur:
Bíllinn
ónýtur
Tveir ökumenn voru fluttir á
sjúkrahús eftir að bíll þeirra
valt við Valgilsá í Norðurárdal á
sunnudagskvöld. Bíllinn er gjör-
ónýtur. -sv
Grindavíkurvegur:
Beltin
björguðu
Bilbelti og bamastóll forðuðu
því að ekki fór illa þegar jeppa-
bifreið fór eina og hálfa veltu út
fyrir veg á Grindavíkurvegi á
sunnudag. Bíllinn er mikið
skemmdur en 5 farþegar sluppu
með skrekkinn. Stakur hálku-
blettur mun hafa komið bilstjór-
anum í opna skjöldu. -sv
Akranes:
Góð að-
sókn að
listasetri
DV, Akranesi:
„Gestafjöldi hjá okkur hefur
farið fram úr björtustu vonum
okkar, mun fleiri hafa komið en
við gerðum ráð fyrir. Við getum
ekki verið annað en bjartsýn
með framhaldið í ár,“ sagði Jó-
hanna Jónsdóttir, forstöðumað-
ur Listasetursins Kirkjuhvols á
Akranesi, í samtali við DV.
Alls sóttu 3.803 gestir lista-
salhið á síðasta ári en 28. janúar
nk. verður það eins árs. Afmæl-
ishátíðin byijar 27. janúar með
málverkasýningu Sigríðar
Björnsdóttur - Sossu. DÓ
Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á slysadeild eftir aftanákeyrslu á Suðurlandsvegi við Geitháls á föstudagskvöld. Eins og sést á myndinni er a.m.k.
önnur bifreiðin mikið skemmd. Báðar bifreiðarnar voru dregnar af staðnum með kranabíl. Kvörtuðu mennirnir um eymsli í baki og hálsi. Nokkrir aðrir árekstr-
ar urðu í borginni um helgina, hvort sem lúmskum hálkublettum er um að kenna eða öðru. DV-mynd S
Skoöanakönnun Hagvangs:
Ánægja með rekstur
og þjónustu apóteka
Rúmlega átta af hverjum 10 eru
mjög ánægðir með þá þjónustu sem
apótekin í þeirra byggðarlögum
veita. Aðeins 1,5 prósent eru óá-
nægð með þjónustuna. Þetta er nið-
urstaða skoðanakönnunar Hag-
vangs meðal íslendinga á afstöðu
þeirra til þjónustu og fjölda apóteka
á íslandi. Úrtakið var 1200 manns af
fólki á aldrinum 15-75 ára og var
tekin dagana 6.-15. desember.
Einnig var spurt spurningarinnar
„Finnst þér nægflega mörg apótek á
því svæði þar sem þú býrð?“ Nálægt
9 af hverjum tíu svöruðu þeirri
spumingu játandi.
Geðsjuk kona
slapp frá Borg-
arspítala
Óskað var eftir liðsinnis lög-
reglu þegar geðsjúk kona slapp
frá Borgarspítala á fóstudags-
morgun. Þyrla lögreglunnar var
í viðbragðsstöðu en hennar var
ekki þörf þar sem konan kom
fljótlega í leitirnar. Starfsmenn
kirkjugarðanna í Fossvogi sáu
til konunnar og létu vita af ferð-
um hennar áður en hún hafði
orðið sér eða öðmm til voða.
-bjb
4
„Heimsþekkt myndbandaleigukeöja“:
Vill hérlendar
myndbandaleigur
„Við erum ekki kátir en það er
svo sem engin örvænting heldur í
gangi. Auðvitað er slæmt að fá er-
lent stórfyrirtæki inn á markaðinn
en við komum bara til með að mæta
aukinni samkeppni,“ segir Þórodd-
ur Stefánsson, formaður Mynd-
marks, samtaka myndbandaleigna
og rétthafa myridbanda á íslandi.
Um helgina auglýsti Kristján Öm
Elíasson markaðsfræðingur fyrir
hönd „heimsþekktrar myndbanda-
leigukeðju“ eftir tiu myndbanda-
leigum til kaups á höfuðborgar-
svæðinu. í auglýsingunni segir að
„fjársterkur erlendur aðili“ muni
staðgreiða leigumar.
„Það eru sérstæðar markaðsað-
stæður á Islandi þannig að við töld-
um að við værum nokkuð öruggir
með að erlendir aðflar hefðu ekki
áhuga á aö koma hingað en enginn
virðist lengur öruggur," segir hann.
Þegar DV hafði samband við
Kristján Öm í gær vOdi hann ekk-
ert segja til um hvaða keðju væri
um að ræða. Getgátur em um að
bandaríska keðjan Blockbuster
standi á bak við auglýsinguna. Það
hefur ekki fengist staðfest. -GHS
Þegar iðnaðarráðherra var á dögunum í Borgarnesi ásamt fylgdarliði heim-
sótti hann nýtt fyrirtæki þar, Engjaás ehf., sem er til húsa þar sem áður var
Mjólkursamlag Borgfirðinga. Meðal starfsemi þar nú er átöppun allra sterkra
víntegunda sem framleiddar eru á landinu. Á myndinni, sem tekin var í húsa-
kynnum Engjaáss, eru frá vinstri: Árni Magnússon, aðstoðarmaður ráð-
herra, Indriði Albertsson, framkvæmdastjóri Engjaáss, Jón Guðmundsson
aðstoðarframkvæmdastjóri, Finnur Ingólfsson ráðherra og Magnús Stefáns-
son þingmaður. DV-mynd Olgeir, Borgarnesi