Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Qupperneq 32
36
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
Krókaveiðimenn gerðu þjóðina
ríka.
Síðustu frjálsu
fiskimennirnir
„Krókaveiöimenn eru síðustu
frjálsu fiskimennirnir við ís-
landsstrendur - leifarnar af því
fyrirkomulagi sem gerðu þjóðina
ríka.“
Sighvatur Björgvinsson í DV.
Sjómenn höfðu rétt fyrir sér
„Það er mjög ánægjulegt aö
fiskifræðingarnir skyldu koma á
svæðið og sjá að sjómenn hafa
rétt fyrir sér.“
Guðjón A. Kristjánsson i DV.
Ummæli
Innan eða utan kirkjunnar
„Það er ekkert sem getur kom-
ið í veg fyrir að kórinn starfi
áfram. Það er bara spurning um
hvort við verðum áfram innan
kirkjunnar eða utan.“
Jón Stefánsson kórstjóri í Tim-
anum.
Meira af því sama
„Samkeppni í sjónvarpi leiðir
sjaldnast til aukinnar fjölbreytni
heldur til þess að sýnt er meira
af því sama.“
Árni Bergmann í DV.
Stórir jarðskjálftar hafa orðið í
Kína. Mynd þessi er frá Peking
eftir stóran jarðskjálfta sem varð
í grennd við borgina.
Hálf milljón jarð-
skjálftar á ári
Talið er að á jörðinni verði ár-
lega um hálf milljón jarðhrær-
ingar sem greinast á mælum. Af
þeim eru 100.000 skjálftar það
stórir að menn finna fyrir þeim
og um 1.000 sem valda skemmd-
um. Dýpstu skjálftaupptök hafa
mælst 720 km í Indónesíu 1933,
1934 og 1943. Jarðskjálftar eru
mældir með svokallaðri Guten-
berg-Richter skjálftakvarða sem
fyrst var tekinn í notkun 1954.
Hann hefur þann veikleika að
hann þykir ekki öruggur þegar
sterkustu skjálftarnir, sem eru
skjálftar á mælikvarðanum yfir
8, eru mældir.
Blessuð veröldin
Mannskæðustu skjálftarnir
Mesta manntjón, sem heimild-
ir greina frá, varð í jarðskjálfta
þeim sem skók hverja einustu
borg í Austurlöndum nær og við
austanvert Miðjarðarhaf í júlí
árið 1201. Samtímaheimildir
telja að 1,1 milljón manns hafi
látið lífið. Öllu traustari heimild-
ir eru fyrir þvi að 830.000 manns
hafi farist í jarðskjálfta í Shensi
í Kína 1556. Mannskæöasti jarð-
skjálfti á síðari tímum var
Tangshan skjálftinn í Kína 1976
sem var að styrkleika 8,2. Tölum
um fjölda látinna hefur ekki
borðið saman og hafa Kínverjar
birt tölur allt frá 242.000 í 750.000
manns sem eiga að hafa farist.
Vaxandi sunnanátt
Skammt norður af Hvarfi er vax-
andi 980 millíbara lægð sem hreyfíst
norður. í dag verður vaxandi sunn-
anátt á landinu - allhvöss um vest-
anvert landið og þar verður farið að
Veðrið í dag
rigna um hádegi. Það verður síðan
rigning norðvestan til á landinu en
skúrir suðvestan til. Um landið
austanvert verður vindur heldur
hægari, þykknar upp í dag en úr-
komulaust. í nótt verða skúrir vest-
anlands en skýjað með köflum aust-
an til. Hiti á bilinu 2 til 6 stig. Á höf-
uðborgarsvæðinu verður vaxandi
sunnanátt. Stinningskaldi eða all-
hvasst og rigning í kringum hádegi.
Sunnankaldi eða sinningskaldi og
skúrir síðdegis. Hiti á bilinu 2 til 6
stig.
Sólarlag í Reykjavík: 16.22
Sólarupprás á morgun: 10.51.
Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.32.
Árdegisflóð á morgun: 3.19.
Heimild: Almanak Háskólans.
Veórió kl. 6 í morgun:
Akureyri skýjaó 3
Akurnes léttskýjaö 1
Bolungarvík léttskýjaö 1
Egilsstaöir skýjaó 1
Keflavíkurflugv. skýjaó 2
Kirkjubkl. léttskýjaö 0
Raufarhöfn léttskýjaö -1
Reykjavík úrkoma í grennd 2
Stórhöfði úrkoma i grennd 3
Helsinki þokumóóa 0
Kaupmannah. þokumóöa -1
Ósló snjókoma -1
Stokkhólmur þokumóöa -1
Þórshöfn léttskýjaó 6
Amsterdam þokumóóa 1
Barcelona þokumóöa 13
Chicago skýjað -6
Frankfurt þokumóða 1
Glasgotv þokumóöa 6
Hamborg þokumóóa 1
London þoka 5
Los Angeles skýjaö 14
Madrid skýjaö 7
París lágþokublettir 3
Róm léttskýjaö 4
Mallorca léttskýjaö 9
Neui York heiöskírt -6
Nice skýjaö 10
Nuuk snjókoma -13
Orlando léttskýjaö 10
Valencia skýjaö 12
Vín hrímþoka -3
Winnipeg snjókoma -17
Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur:
Hef getað sameinað starf og áhugamál
„Það er langur aðdragandi aö
gerð þessara bóka en ég-fór að
vinna að fullu í verkinu haustið
1985 og má segja að ég hafi unnið
nær eingöngu við þessar bækur
síðan,“ segir Guðmundur Páll
Ólafsson sem í síðustu viku var
veitt viðurkenning Hagþenkis fyr-
ir þrjár bækur sínar; Fuglar í nátt-
úru íslands, Perlur í náttúru ís-
lands og Ströndin í náttúru ís-
lands. Hagþenkir, sem er félag höf-
unda fræðirita og kennslugagna,
veitir árlega viðurkenningu fyrir
framúrskarandi fræðistörf og
samningu fræðirita og námsefnis
og var Guðmundur aðnjótandi við-
Maður dagsins
urkenningarinnar í ár.
Bækur Guðmundar hafa vakið
mikla athygli og fengið góðar við-
tökur, enda ekkert til sparað við
að gera þær sem bestar úr garði.
Er það Mál og menning sem hefur
gefið bækurnar út og prentverkið
hefur verið unnið í Odda. Guð-
mundur, sem á að baki nám í
dýrafræði og haflíffræði, skrifar
bæði texta og tekur flestar ljós-
Guðmundur Páll Ólafsson.
myndimar sem prýða bækurnar
en gott samspil er á milli texta og
mynda í bókunum: „Ljósmyndun,
teikning og margt fleira hefur
fylgt mér í gegnum tíðina og við
gerð þessara bóka gat ég loks sam-
einað starf og áhugamál."
Við gerð bókanna hefur Guð-
mundur verið mikið á ferðalögum
um landið: „Ég hef yfirleitt haft
það þannig að ég sit við ritstörf á
veturna en nota sumur og haust til
að ferðast og taka myndir og er þá
oft á stanslausum þeytingi um
landið. Ég man að eitt sumarið
reiknaðist mér til að ég hefði farið
akandi þrjátíu sinnum kringum
landið."
Þrjár bækur era komnar út í
bókaröðinni. Er von á meiru? „Ég
vona það. Það er ýmislegt eftir en
það fer eftir efnum og ástæðum
hvort verður framhald á. Þetta er
mjög dýrt í framkvæmd. Ég hef
kostað miklu til sjálfur, það er að
segja öll ferðalög mín og rekstur í
kringum mig. Þetta er mjög um-
fangsmikið verk og stanslaus bar-
átta að koma þessu saman og þótt
ég viti nokkurn veginn hvað ég vil
hafa í bókinni og sé búinn að
skipuleggja allt áður en lagt er af
stað þá er meira en að segja það að
koma texta og myndum í eina
heild svo að vel sé.
Guðmundur býr í Stykkishólmi:
„Ég er Húsvíkingur en hef búið
víða erlendis og hér heima. Eftir
að ég kom frá námi árið 1966 hef
ég haldið mig á ýmsum stöðum úti
á landi, hef átt heima á Blönduósi,
Akureyri, Flatey á Breiðafirði,
Stokkseyri og Stykkishólmi. Guð-
mundur á þrjár dætur og kona
hans er Ingunn Kristín Jakobs-
dóttir kennari.
-HK
Verslanakeðja
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki
Suðurnesja-
slagur í
kvennakörf-
unni
Það er frekar rólegt í íþróttum
í kvöld og meistarflokksmenn í
körfubolta og handbolta eru að
búa sig undir átök sem eru fram
undan. Einn leikur er þó á dag-
skrá í 1. deild kvenna í körfu-
íþróttir
boltanum i kvöld. Það er viður-
eign Suðurnesjaliðanna í
Grindavík og Keflavík. Keflvísku
stúlkurnar hafa verið íslands-
meistarar undanfarin ár en þær
grindvísku leika á heimavelli i
kvöld og gætu veitt nágrönnum
sínum harða keppni. Leikurinn
hefst kl. 20.00.
Einn leikur er í handboltanum
í kvöld, viðureign Gróttu og
Hauka í 1. flokki karla. Leikur-
inn fer fram á Seltjamarnesi og
hefst kl. 21.45. Fyrir þá sem
heima sitja er vert að benda á
hinn ágæta íþróttaþátt á Stöð 2,
Visa-sport sem er kærkomin til-
breyting frá öllu því efni sem
sýnt er frá keppnisíþróttum.
Listakona á
tíræðisaldri
í húsakynnum Félags eldri
borgara að Hverfisgötu 105 hefur
verið sett upp sýning á verkum
eftir Maríu M. Ásmundsdóttur,
myndlistarkonu frá Krossum í
Sýningar
Staðarsveit. María er nú á 97. ald-
ursári. Hefur hún fengist við
margvíslega listavinnu lengst af
ævinni. Hún sýndi fyrst verk sín
í útstillingargluggum hjá Mart-
eini Einarssyni árið 1930. Auk
þess sem María hefur málað á
hefðbundin hátt þá hefur hún
málað á gler og á sýningunni er
einnig sýndur útsaumur eftir
hana. Sýningin á verkum Maríu
stendur til 21. janúar.
Bridge
Jón Þorvarðarson og Sverrir Krist-
insson, sem nú eru búsettir i Dan-
mörku um stundarsakir, hafa samein-
að krafta sína við spilaborðið og
standa sig vel í Danaveldi. Á sunnu-
daginn urðu þeir félagarnir Sjálands-
meistarar í tvímenningi og hafa unnið
sér rétt til að spila í úrslitum Dan-
merkurmótsins í tvímenningi þar sem
40 pör spila um titilinn (Esbjerg 3.-4.
* 987
543
* K6
* K5432
febrúar). Úr því verið er að segja frá
atburðum í Danmörku þá flýtur hér
með spil úr nýjasta hefti tímaritsins
Dansk Bridge. Kanadíski landsliðsspil-
arinn Fred Gitelman hefur hannað
bridgeforrit sem Danir eru mjög hrifn-
ir af. Þar geta spilarar æft sig í úrspil-
inu. Forritið er þannig uppsett aö ef
spilarinn finnur ekki bestu leiðina í
úrspilinu gerir forritiö sjálfkrafa ráð
fyrir verstu legu - aðeins besta úrspil
tryggir vinning i spilinu. Hér er ein
úrspilsþraut frá Gitelman. Hver er
besta spilaáætlun vesturs í 6 spöðum í
þessu spili með hjartakóng út frá
norðri?
Rétta spilamennskan felst í því að
gera ráð fyrir vondri tígullegu. Drepa
útspilið á hjartaás, taka laufásinn,
spila tígli á kóng og henda hjarta í
laufkónginn. Síðan verður að gefa
einn slag á tígul! annars fer spilið nið-
ur. Suður kemst inn, spilar trompi,
tígull trompaður í blindum, hjarta
trompað heim, tígull trompaður,
hjarta aftur trompað og trompin tekin
í botn. Tígulásinn er tólfti slagurinn.
Ef þú velur einhverja aöra spilaleið
(án þess að sjá spil NS) þá ferðu niður
á spilinu, en forritið gefur þér ein-
kunnina „í sama spilaklassa og Paul
Soloway" ef þú valdir áðurgreinda
leið. fsak Örn Sigurðsson
4 432
* KDG1
* 7
* DG10
* AKDG10
* Á2
+ Á5432
* Á
* 876