Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1996, Síða 36
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í
síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er
notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
■í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt.
Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
550 5555
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
550 5000
MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER
Frjalst ohað dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996
Strand í Sandgerði:
Sex sverar
land-
- festar
slitnuðu
„Þeir voru héma fimm um borð
og áttu sér einskis ills von. Hreyf-
ingin í höfninni á flóðinu í nótt var
hins vegar svo mikil að sex sverir
endar slitnuðu en það var lán í
óláni að báturinn strandaði á leir-
botni þegar hann átti eftir 10 metra
upp í grjótgarðinn,“ segir Oddur
Sæmundsson, skipsfjóri á Sandgerð-
isbátnum Stafnesi KE.
Báturinn strandaði í höfninni í
Sandgerði á fjórða tímanum í nótt,
skömmu áður en halda átti í róður.
— -í’imm voru um borð og vakti skip-
stjórinn þá í strandinu þegar hann
kom að ræsa menn i róður. Þrisvar
áður munu bátar hafa slitnað upp á
þessum stað í höfninni.
Björgunarbáturinn Hannes Haf-
stein var notaður við að draga Staf-
nes á flot og sá lítið sem ekki á botni
bátsins og var haldið í róður eftir
tveggja tíma töf. Oddur skipstjóri
sagði í samtali við DV í morgun að
góður afli hefði verið á miðum Suð-
urnesjabáta síðustu daga.
-GK
Ók á Ijósa-
staur í Ár-
túnsbrekku
Flytja varð ökumann bifreiðar á
slysadeild í gærmorgun eftir að
hann hafði ekið á ljósastaur í Árt-
únsbrekkunni.
Þetta er sami staurinn og ekið
var á skömmu fyrir jól en þá lét far-
þegi í bifreið lífið.
-GK
Dreginn af
brunahana
Lögreglan á ísaflrði varð í gær að
draga lausan bíl sem ekið hafði ver-
ið á brunahana. Sat bíllinn þar fast-
ur en brunahaninn bognaði mikið.
Mikil hálka var í bænun og varð
það orsök margra óhappa í umferð-
inni. Strætisvagn hafnaði á húsi og
bíll aftan á vagninum. Engin slys
urðu þó á fólki en dagurinn var
annasamur hjá lögreglu. Frostrign-
ing var og götur bæjarins glerjaðar
L O K I
Jafn auðvelt fyrir unglinga að panta flkniefni og pitsu:
Hefur heyrst að
E-pillan sé fram-
leidd hérlendis
- sagði Björn Halldórsson hjá fíkniefnadéild á borgarafundi í gærkvöld
„Ég á fallega 16 ára dóttur,
skemmtilega, hæfileikaríka og vel
gerða á allan hátttoppstelpu í
alla staði og dóttur eins og allir
foreldrar vilja eiga. Hún kom til
mín fyrir viku síðan og sagði:
„Mamma, ég er farin í meðferð á
Vog.“ Stelpan mín hafði ánetjast
flkniefnum án þess að nokkur
vissi af því. Þetta er dugleg og
kröftug stelpa og ég er viss um að
henni á eftir að ganga vel í með-
ferðinni á Vogi. Hún á ábyggilega
einhvern tima eftir að verða borg-
arstjóri," sagði móðir á Seltjarnar-
nesi.
Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt
I gærkvöld almennan fund um
fíkniefnamál með Birni Halldórs-
syni, lögreglufulltrúa í fikniefna-
deild Lögreglunnar í Reykjavík,
Einari Gylfa Jónssyni, sálfræðingi
hjá SÁÁ, og Jóni Friðriki Sigurðs-
syni, sálfræðingi hjá Fangelsis-
málastofnun. Fjölmenni var á
fundinum og var greinilegt að
fundarmenn höfðu miklar áhyggj-
ur af fikniefhaneyslu unglinga.
Áhyggjur foreldra á fundinum
beindust að því að jafn auðvelt
væri fyrir unglinga að panta landa
og fikniefni og að panta pitsu.
Kona sagði frá því að um síðustu
helgi hefði hún farið ásamt eigin-
manni sinum á skemmtistað í
Reykjavík. Þar hefði sér verið sagt
að vatnið væri selt því að ekkert
áfengi væri keypt á barnum. Þá
bar önnur móðir fram þá fyrir-
spurn hvort farið væri að fram-
leiða E-pillur hér.
í svari sínu sagði Björn að lög-
reglan vissi til þess að amfetamín,
sem væri fremur flókið í fram-
leiðslu, hefði verið framleitt hér á
landi. „Við höfum heyrt að menn
séu að kokka þetta héma,“ sagði
hann um E-pilluna og taldi fullvíst
að innflutningur á öðrum eitur-
lyfjum, svo sem heróíni og krakki,
ætti eftir að hefjast hér á landi
eins og erlendis. Spurningin væri
bara hvenær.
„Við höfum orðið varir við að
útlendingar eru farnir að vera
pínulítið fyrirferðarmeiri í þessari
starfsemi. Þetta er rosalega við-
kvæmt því að við erum ekki að
tala um tælenskar eða filippseysk-
ar konur eins og fjallað hefur ver-
ið um i fjölmiðlum en við hljótum
að fá þetta vandamál eins og ná-
grannalönd okkar," sagði hann og
vildi ekki greina frá því hvaðan
þessir menn kæmu.
„Það er ekki hægt að nefna neitt
þjóðerni. Þetta em bara menn sem
hafa komið hingað og sest hér að.
Þeir stunda starfsemina hér með
þeim samböndum sem þeir hafa
erlendis,“ sagði Björn í samtali við
blaðamann DV.
Sjálfstæðisfélag Seltirninga hélt í gærkvöld almennan fund um fíkniefnamál. Á fundinum kom meðal annars fram að
útlendingar eru farnir að vera fyrirferðarmeiri á fíkniefnamarkaðinum en áður hérlendis eins og erlendis. Þeir flyttu
búferlum hingað og stunduðu starfsemi sína hér með þeim samböndum sem þeir hefðu erlendis. Hér má sjá Björn
Halldórsson yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar sem hafði framsögu á fundinum. DV-mynd ÞÖK
-GHS
Sauðárkrókur:
500 lítrar
af áfengi
teknir
Lögreglan á Sauðárkróki fann í
gærkvöld um 500 lítra af áfengi og
töluvert af sigarettum í togaranum
Hegranesi SK. Nokkrir skipverjar
hafa viðurkennt að eiga smyglið en
togarinn var að koma úr söluferð til
Þýskalands. Telst málið upplýst.
Alls voru teknir 276 lítrar af
sterku víni, 141 af bjór og 15 lítrar af
léttvíni. Þá reyndust sígaretturnar
vera 1000. Grunur hefur undanfarið
leikið á að smygl bærist úr Hegra-
nesinu á markað í Reykjavík. Hefur
áður verið leitað þar án árangurs.
Smyglið var falið á ýmsum stöð-
um í skipinu, í tönkum og víðar.
Tók marga klukkutíma að finna all-
an farminn.
-GK
Veðrið á morgun:
Súld eða
rigning
Á morgun verður sunnan- og
suðaustanátt, hvöss allra vest-
ast en annars allhvasst víðast
hvar. Um landið sunnan- og
vestanvert verður súld eða
rigning en skýjað að mestu og
úrkomulítið norðaustanlands.
Hiti 3 til 7 stig, hlýjast suð-
vestan til.
Veðrið í dag
er á bls. 36
brothec
tölvu
iímmiða
prentari
Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443
v i K I N G
LéTTé
alltaf á
Miövikudögxun