Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1996, Side 24
32
MIÐVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1996
Sviðsljós
Charlie Sheen
í skilnaði
Leikarinn Charlie Sheen er
nú fjarri hlýju hjónasængurinn-
ar því hann og eiginkona hans
til fimm mánaða eru skilin.
„Hjónabandinu er lokið. Það fór
ekki eins og ég ráðgerði,“ sagði
Charlie karlinn sem fannst
hann vera aö því kominn að
kafna í ástríkum faðmlögum
Donnu Peele.
Kærustupar á
Breiðvangi
Þegar leikarinn Matthew
Broderick snýr aftur á Breið-
vang í New York í næsta mán-
uði til að leika í leikritinu
Hvemig maður gerir það gott í
viðskiptum án þess að hafa fyrir
því, mun hann kannast við
stúlkuna sem leikur kærustu
hans í stykkinu. Það verður eng-
in önnur en Sarah Jessica Park-
er, kærastan hans í alvörunni.
Matthew var í fríi frá leikritinu
við upptökur á mynd með Jim
Carrey.
Það var heitt í Ríó þegar sambaskólarnir fóru fylktu liði um götur borgarinnar í
vikunni, með tilheyrandi mjaðmahnykkjum og eggjandi atferli, en þær göngur
eru hátindur kjötkveðjuhátíðarinnar sem er engu lík. Símamynd Reuter
Aukablað um ULJOMTÆKI
Mibvihudaginn 28. fehrúar mun aukablað um hljómtæki fylgja DV.
Hákon Noregsprins er
hættur með Cathrine
Þungu fargi er nú létt af þeim
konungshjónum í Noregi, Haraldi
og Sonju. Þau þurfa ekki lengur að
glíma við að svara hinni áleitnu
spurningu um hvort ung stúlka sem
á fortíð sem nærfatasýningarstúlka
geti átt framtíð fyrir sér sem drottn-
ing.
Sýningarstúlkan Cathrine Knudsen.
Hákon, ríkisarfi Noregs, er sem
sé búinn að segja kærustunni upp,
hinni 21 árs gömlu sýningarstúlku
Cathrine Knudsen. Þau höfðu verið
saman í tvö ár.
Unga parið var saman yfir jól og
áramót í skíðakofa og því komu
fréttirnar um skilnaðinn eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Hákon
bauð stúlkunni þó i piparsveinaí-
búð sína í Bergen þar sem þau
ræddu málin og ákváðu að skilja
sem góðir vinir.
Krónprinsinn heldur til Banda-
ríkjanna í haust til að nema samfé-
lagsfræði en nú hefur Cathrine hætt
við fyrri áform sín um að fara vest-
ur um haf líka til að afla sér frekari
menntunar.
Haraldur og Sonja skiptu sér
aldrei af ástarmálum barna sinna
en fréttir herma að Marta Lovísa
prinsessa sé líka hætt með kærast-
anum, hinum hollenska Leon de
Rooy.
Miðvikudaginn 28. febrííar mun auka-
blað um hljómtækiDV.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.
Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en
í því verður fjallað um flest það er við-
kemur hljómtækjum.
Þeim sem vilja koma á framfæri efni í
blaðið er bent á að hafa samband við
Hauk Lárus Hauksson á ritstjórn DV, í
síma 550-5843 fyrir 20. febrúar.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að
auglýsa í þessu aukablaði um hljómtæki,
vinsamlega hafi samband við Arnar
Ottesen, auglýsingadeild DV, hið fyrsta
ísíma 550-5723.
Nýjar uppljóstranir um fyrsta ástarfund Játvardar prins á Englandi:
Glataði sveindóminum
í faðmi herbergisþernu
„Eg sagði: Er það satt sem sagt er
um karlmenn í Skotapilsi? Eruð þið
í einhverju undir því? Þá sagði
hann: Það er þitt að komast að því.
Það var merkið sem hann gaf mér.“
Sú sem svona segir frá er
Michelle Riles, fyrrum herbergis-
þerna bresku konungsfjölskyldunn-
ar, og maðurinn sem hún er aö tala
um er enginn annar en Játvarður
prins, yngsti sonur Elísabetar Eng-
landsdrottningar. Þetta ýar kvöldið
sem prinsinn glataði sveindóminum
í hlýjum faðmi þjónustustúlkunnar.
Og Michelle heldur á fram:
„Við kysstumst heitt og innilega
og ég þreifaði undir pilsið og kom
Herbergisþernan lostafulla, Mich-
elle Riles, forfærði prinsinn unga.
við bossann á honum. Hann var ber
og ég færði höndina hægt og bítandi
fram á við. Hann hætti að kyssa mig
og sagði: Við ættum ekki að vera að
þessu, er það? Ég sagði: Nei, í raun-
inni ekki en við ættum samt að
koma okkur úr spjörunum. Ég hélt
að hann mundi segja nei en hann
fór úr öllu og ég gerði það líka.“
Og það var ekki að sökum að
spyrja. Unga fólkið, hann aðeins átj-
án ára gamall en hún 22 ára, hrað-
aði sér í rúmið og átti í ástríðufull-
um ástarleik skamma stund.
„Þessu lauk nú fremur fljótlega.
Þetta var nú ekki það besta sem ég
hef lent í,“ segir Michelle og bætir
við að það sé nú samt ákaflega
spennandi að hafa gert það með
prinsi.
Forfæringin átti sér stað í
Balmoralkastala og sváfu drottning
og eiginmaður hennar í herbergi á
sama gangi og prinsinn. Sem betur
fer heyrðist ekki hátt í stráksa.
En Játvarður prins var ekki eini
maðurinn í Buckinghamhöll sem
Michelle lokkaði upp í rúm til sín.
Hún hafði áður tælt hestasveina
drottningar en að sögn hennar
komst ekkert í hálfkvisti við ástar-
ævintýrið með Játvarði. Húsbænd-
ur og hjú í æðra veldi.
I Mongóltu er það nýjasta tíska meðal glæsikvenna að klæðast pelsum úr
hundaskinni, eins og þessum sem sjást hér. Að sönnu glæsilegar flíkur og
hlýjar á köldum vetrardögum. Símamynd Reuter