Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1996, Síða 27
MÁNUDAGUR 11. MARS 1996
39
Fréttir
Bílaviðgerðir
Bfólks-
ÍLALAND ehf.
<S*567 3990
íslandsmeistaramót í 10 dönsum:
Flestir bestu samkvæmis-
dansararnir kepptu
BHdshStOa 20-112 Revklavlk - Slml 587 1410
Laugardaginn 9. mars voru
flestir bestu samkvæmisdansarar
íslands saman komnir til að keppa
um hinn eftirsótta íslandsmeist-
aratitil í 10 dönsum. Þegar keppt
er í 10 dönsum eru dansaðir 5 suð-
uramerískir og 5 standarddansar
og stig allra þessara dansa síðan
lögð saman. Það par sem hefur
bestu heUdarútkomuna sigrar.
5 erlendir dómarar dæmdu
keppnina.
Hér á eftir fara nokkrar um-
sagnir um þau pör sem vöktu at-
hygli mína.
Dans
Þröstur R. Jéhannsson
12-13 ára
Hafsteinn Jónasson, Laufey
Karitas Einarssdóttir (1. sæti):
Herrann einstaklega hæfUeikarík-
ur og hefur góða tilfinningu fyrir
suðuramerísku dönsunum. Hann
verður sífellt öruggari í framkomu
og gefur þar af leiðandi mun
meira af sér á dansgólfmu en hann
gerði áður. Daman þyrfti að leggja
meiri áherslu á fótaburð og þá sér-
staklega að íhuga beitingu á ökkl-
um og hnjám, tU að bæta frammi-
stöðu sína enn frekar. Haraldur
Anton Skúlason, Sigrún Ýr Magn-
úsdóttir (3. sæti): Áttu góðan dag
og fannst mér þau dansa vel, sér-
staklega í standarddönsum. Her-
rann er oftast með líkamsþungann
of aftarlaga í suðuramerísku döns-
unum sem heftir hann töluvert í
þeim. Sigurður Hjaltason, Kristín
María Tómasdóttir (5. sæti): Komu
svo sannarlega á óvart á þessu
móti. Dönsuðu bæði þokkalega vel
og þá sérstaklega suðuramerísku
dansana. Þurfa nú að leggja meiri
áherslu á standarddansana til að
eiga möguleika á enn betri árangri
í 8 dansa mótum.
14-15 ára
Eyþór Gunnarsson, Berglind
Petersen (1. sæti): Eru eingöngu
búin að dansa saman í rúmt ár en
ná þó að sigra í þessum gífurlega
sterka riðli. Höfuðstaða hjá Eyþóri
hafði fyrr í vetur ekki verið nógu
góð, sem hafði slæm áhrif á dans-
stöðuna hjá þeim báðum, en nú
virðist hann vera búinn að ná tök-
um á því og voru standarddans-
amir hjá þeim sannarlega glæsi-
legir. Frábær árangur hjá þessu
efnilega pari. Benedikt Einarsson,
Gerum við flestar gerðir fólksbíla
BREMSUUIÐGERÐIR
STILLINGAR
PÚSTKERFI
HÖGGDEYFAR
KÚPLINGAR
næ
sérfræðingar ástaðnum!
Matarstell
og borðbúnaður
í miklu úrvali á hreint
frábæru verði.
Verðdæmi: Atelier matarstell frá
Ancher Iversen í Danmörku.
Matardiskur kr. 230,- súpud.kr.230,-
kafftbolli m/undirskál kr. 230,-
kökudiskur kr. 230,- Allir aðrir
fylgihlutir til. Má setja í uppþv.vél.
Danslínurnar voru í góðu lagi hjá Dóris Ósk Guðjónsdóttur og Snorra Eng-
ilbertssyni sem urðu í fjórða sæti í aldursflokknum 12-13 ára á íslandsmót-
inu í 10 dönsum sem fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
DV-mynd Teitur
Berglind Ingvarsdóttir (2. sæti):
Einnig mjög góður árangur hjá
þessu unga og efnilega pari. Sýndu
góða takta í suðuramerísku döns-
unum og voru að mínu mati best í
þeim í þessum aldiirsflokki. Sigur-
steinn Stefánsson, Elísabet Sif
Haraldsdóttir (3. sæti): Það þarf
enginn að efast um þá hæfni og
hæfíleika sem þetta par býr yfir í
suðuramerísku dönsunum en þó
var eins og einhvern neista vant-
aði hjá þeim sem þau venjulega
hafa.
16-18 ára
Þorvaldur S. Gunnarsson, Jó-
hanna Ella Jónsdóttir (1. sæti):
Sigruðu auðveldlega í þessum
riðli. kepptu einnig í aldursflokkn-
um 16 ára og eldri og ekki þætti
mér ólíklegt að þau hefðu tekið
nokkur stig frá sigurvegurunum
þar, í .standarddönsunum, einkum
vegna góðrar klassískrar dans-
stöðu.
16 ára og eldri
Árni Þór Eyþórsson, Erla Sóley
Eyþórsdóttir (1. sæti): Eru bæði
mjög miklar keppnismanneskjur
og nálgast það sem þau eru að
gera eftir því, þ.e.a.s. af miklum
aga og eljusemi. Ég tel samt sem
áður ólíklegt að þau hafi sigrað í
öllum 10 dönsunum en þar sem
þau voru jöfnust yfir heildina
fannst mér þau hafa unnið mjög
verðskuldugan sigur. Eggert Thor-
berg Guðmundsson, Karen Björk
Björgvinsdótir (3. sæti): Dönsuðu
mjög góða suðurameríska dansa.
Daman er einstaklega kröftugur
og sterkur dansari og býr yfir
miklum hraða í öllum snúningum-
sem hún framkvæmir. í stand-
arddönsunum þykir mér herrann
helst til stífur í dansstöðunni.
Óopinber heimsmeistara-
keppni.
í byrjun apríl munu flest af
sterkustu pörum íslands ásamt
foreldrum og þjálfurum halda til
Blackpool í Englandi til að taka
þátt i einu stærsta og sterkasta
dansmóti sem haldið er fyrir dans-
ara undir 16 ára aldri. Þar koma
saman sterkustu dansarar
hvaðanæva úr heiminum til að
leiða saman hesta sína. Dansar-
arnir skipta hundruðum og stend-
ur keppnin því yfir í heila 5 daga.
Þrátt fyrir að við íslendingar
séum tiltölulega nýbyrjaðir að
taka þátt í slíkum keppnum hefur
unga fólkið okkar náð feiknalega
góðum árangri á undanfornum
árum og höfum við átt dansara
sem náð hafa úrslitasætum og
jafnvel sigrað í þessari keppni.
Keppnina dæma margir þekkt-
ustu þjálfarar og dómarar í heim-
inum í dag. í haust átti ég stutt
samtal við einn af þeim dómurum
sem dæmdu keppnina í fyrra.
Hann gat ekki orða bundist yfir
áhuga og einbeitingu íslensku
dansaranna og fannst ótrúlegt
hversu vel þeim hefur gengið mið-
að við það hversu stutt er síðan ís-
lendingar hófu að taka þátt í slík-
um keppnum.
Það verður mjög spennandi að
fylgjast með árangri íslensku dan-
sparanna og óska ég öllum þeim
sem ætla að taka þátt i keppninni
í ár góðs gengis.
Aukablað um
Miðvikudaginn 27. mars mun
aukablað um mat og kökur
fylgja DV.
Séra Ragnar Fjalar víkur sæti:
Fannst ég
búinn að taka
afstöðu
„Ég vík sæti af fúsum og frjálsum
vilja í máli Sigrúnar Pálínu og Stef-
aníu vegna þess að þeim fannst ég
búinn að taka afstöðu," segir séra
Ragnar Fjalar Lárusson í samtali
við DV.
Ragnar Fjalar vék sæti á meðan
Siðanefnd Prestafélagsins fjallar um
mál kvennanna tveggja.
„Ályktun okkar prófastanna var
harðorð og ég staðfesti í þætti að ég
áliti að yfirlýsing biskups um sak-
leysi sitt væri sönn. Konurnar
kvörtuðu yfir þessu og mér fannst
sjálfsagt að víkja. Ég gat ekki neitað
því að ég hefði tekið afstöðu með
biskupi en það þýðir ekki endilega
að konurnar ljúgi. Það gætu verið
einhverjar aðrar ástæður sem valda
því að þær bera þetta fram þó þær
séu ekki beinlínis að ljúga,“ segir
Ragnar Fjalar.
-em
Fjallað verður um matartilbúning
fyrir páskana.
Uppskriftir að kökum, brauðréttum og ostaréttum
verða birtar. Sagt verður frá páska-
siðum o.fl,
Þeir sem áhuga hafa á að koma efni í blaðið
hafi samband við Ingibjörgu Oðinsdóttir,
ritstjórn DV, í síma 567 6993.
Auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í
þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við
Selmu Rut Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV,
hið fyrsta í síma 550 5720.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagur 21. mars.
Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550-5727.