Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1996, Page 5
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996
5
Fréttir
Borgarráð Reykjavíkur
Viðhorfskönnun Samtaka iðnaðarins:
Fleiri velja ís-
lenskar vörur
sökum gæða
- niðurstöðurnar kynntar á Iðnþingi í dag
Rúmlega 9 Islendingar af hverjum
10 telja íslenskar vörur sambærileg-
ar eða betri að gæðum en erlendar.
Þetta eru meðal niðurstaðna í ný-
legri viðhorfskönnun sem Samtök
iðnaðarins létu gera í tengslum við
átakið „íslenskt, já takk“ og kynnt
er á Iðnþingi sem hefst í dag í Húsi
iðnaðarins.
ÍM-Gallup framkvæmdi viðhorfs-
könnunina . í úrtakinu voru 1.200
manns og svarhlutfallið varð 71,8%.
Þegar aðspurðir voru beðnir um að
bera saman verð og gæði komu í
ljós greinilegir yfirburðir íslensku
framleiðslunnar hvað gæðin varðar.
I 95% tilvika þóttu gæði íslenskra
vara betri eða álíka og erlendra.
Verðið þykir hins vegar lakara í
63% tilvika en álíka í 31% tilvika.
Hér er um töluverðan mun að ræða
frá fyrri könnunum en þeim lands-
mönnum sem telja íslenskar vörur
dýrari en innfluttar hefur fækkað
verulega eða um 9%. Þá telja tæp
8% fleiri að verð á íslenskum vör-
um sé álíka miðað við frá fyrra ári.
Þeir sem sögðust frekar velja ís-
lenskar vörur voru spurðir af
hverju. Tæplega helmingur svar-
enda sögðust velja íslenskt af því að
það skapaði atvinnu, um þriðjungur
vegna átaksins og rúm 10% sögðust
vilja styðja íslenska framleiðslu.
Frá síðustu könnun hefur þeim
fjölgað sem vísa til átaksins. -bjb
Sveitarstjóri Suðureyr-
ar verður sparisjóðs-
stjóri á Þórshöfn
„Eg held að Norðurlandskjör-
dæmi eystra, sem ég er að fara í
núna, sé eina kjördæmið sem ég hef
aldrei unnið í svo það var kannski
tími til kominn," segir Halldór Karl
Hermannsson, sveitarstjóri á Suður-
eyri, sem hefur verið ráðinn spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Þórshafnar og
nágrennis.
Halldór hefur verið sveitarstjóri á
Suðureyri í rúm 4 ár en starf hans
leggst niður vegna sameiningar
sveitarfélaga. „Samhliða því gefst
tækifæri á að fara í starf sem virð-
ist mjög lofandi og spennandi og þar
af leiðandi ákváðum við að táka
þeirri áskorun. Það er með pólítík
eins og annað að hún er mjög
spennandi og gaman að takast á við
þau verkefni sem þar eru. En það er
til lítils að sinna almannamálum
nema maður sé með traustan at-
vinnugrundvöll á bak við sig,“ segir
Halldór. -IBS
Miðbæjarskól-
anum breytt í
skrifstofur
Borgarráð Reykjavíkur hefur
samþykkt að hýsa fræðslumiðstöð
Reykjavíkur í Miðbæjarskólanum.
Samtímis verður Miðskólanum,
sem leigt hefur í Miðbæjarskólan-
um, sagt upp húsnæðinu til að rýma
til fyrir hinni nýju stofnun.
Sjálfstæðismenn í borgarráði
mótmæltu því að gera skrifstofu-
húsnæði úr hinni öldnu og sögu-
frægu skólabyggingu. Þá þýddi
breytingin það að Miðskólinn verð-
ur í húsnæðishraki og starfsemi
Tjarnarskóla raskast. Verulegur
kostnaður sé auk þess fyrirsjáanleg-
ur, bæði vegna innréttinga og breyt-
inga yfir í skrifstofuhúsnæði og
breytinga í kjallara vegna þarfa
Námsflokka Reykjavíkur sem áfram
verða í húsinu. Jafnframt verði að
gera breytingar á húsnæði Náms-
flokkanna í Mjódd. Heildarkostnað-
ur vegna þessa verði því minnst 175
milljónir króna í stað 70 milljóna
eins og R-listinn heldur fram. Málið
á eftir að hljóta lokaafgreiðslu borg-
arstjórnar.
-SÁ
MEGA DRIVE
LEIKJATÖLVA
M/STÝRIPINNA
01
kró nu r
fyrir þá sem vilja mikið fyrir lítið!
28" LITASJÓNVARP
Kolster litasjónvarp með Black Line
myndlampa, fjarstýringu, 2x20 W Nicam
Stereo með Surround hát. tengimögul.,
aðgerðir á skjá, textavarp með ísl.
stöfum, 2x Scart tengi, Pal möttaka.
ALLT ÞETTA FYRIR AÐEINS
#.900
STGR.
o o
SIÐUMULA 2 • SIMI 568 9090 • OPIÐ LAUGARDAGA
Miðbæjarskólinn í Reykjavík. Fræðslumiðstöð fíeykjavíkur flytur inn, Miðskólinn víkur.
Fræðslumiöstöð í hús Miðbæjarskólans:
Liggur Ijóst lyrir að
Miðskólinn hættir
- segir Bragi Jósepsson, formaður skólanefndar
„Það liggur ljóst fyrir að Miðskól-
inn neyðist til að hætta starfsemi
sinni þegar hann missir húsnæðið í
Miðbæjarskólanum. Reykjavíkur-
borg getur ekki staðið við fyrirheit
um að tryggja honum húsnæði.
Annað húsnæði fyrir grunnskóla er
einfaldlega ekki til í borginni," seg-
ir Bragi Jósepsson, formaður skól-
anefndar Miðskólans. Hann segir að
Reykjavíkurborg verði krafin um
svör við því hvort hún ætli að
standa við staðfestingu borgarstjóra
frá 8. ágúst 1989 á að 'borgin léti
Miðskólanum í té húsnæði sem upp-
fyllti lagakröfur um grunnskólahús-
næði. Því verði varla trúað að
óreyndu að ganga eigi milli bols og
höfuðs á eina heilsdagsskólanum í
borginni sem auk þess sér nemend-
um fyrir fullu fæði. Hann segir að
gengið verði fast eftir því við borg-
ina að hún standi við það áfram. Ef
annað dugar ekki kemur fyllilega til
greina að sögn Braga að setja lög-
bann á brottvísun Miðskólans úr
Miðbæjarskólanum.
Ekki náðist í Sigrúnu Magnús-
dóttur, forseta borgarstjórnar,
vegna þessa máls. -SÁ