Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 15
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
15
Ovart í æðiskasti
„Við skulum aðeins skjótast í
pósthúsið. Ég þarf að senda bréf-
ið,“ sagði konan þegar hún sótti
mig í vinnuna dag einn í vikunni.
Mér fannst skreppitúrinn í póst-
húsið í hæsta máta eðlilegur. Ég
vissi að minn betri helmingur
hafði kvöldið áður skrifað bréf til
ungrar frænku sinnar sem nú
dvelur í vist í Ástralíu.
Konan ók og ég sat prúður
frammí og i sakleysi mínu gerði
ég engar athugasemdir þótt hún
segðist ætla í pósthúsið í Kringl-
unni. „Á ég'ekki bara að bíða í
bílnum?" spurði ég enda taldi ég
víst að það tæki ekki nokkra
stund að skutla bréfinu í póstkass-
ann. Kringlan er mjög merkilegt
fyrirbrigði og þar fæst allt milli
himins og jarðar. Það verður þó
að játast að i þeirri höll, eða öðr-
um svipuðum, á ég tæpast mínar
sælustu stundir.
Grunlaus með öllu
„Komdu bara með,“ sagði kon-
an og setti upp sinn elskulegasta
svip. Ég taldi víst að þar réði ekk-
ert nema umhyggjan. Hún teldi,
með réttu, að ég hefði gott af
hreyfingunni eftir skrifstofusetu
ailan daginn. Ég tölti því á eftir
henni. Svo var ég grunlaus að ég
taldi sjáifsagt að hún legði heimil-
isbílnum við nyrðri inngang
verslunarkeðjunnar þótt póstur-
inn væri sannanlega rétt við syðri
innganginn.
Það rann hins vegar upp fyrir
mér ljós strax og við stigum inn i
verslanahöllina. Gulir fánar og
borðar voru um allt. Merkingar á
veggjum, hangandi úr lofti og í
verslunargluggum. Kringlukast í
Qóra daga, svokaiiaður stóri af-
sláttur, nýjar vörur á útsöluverði,
gerðu ævintýralega góð kaup. Allt
æpti þetta á mig þegar inn var
komið.
Ég reyndi veikan varnarleik og
bauðst til að skjótast með bréfið í
pósthúsið og síðan beint í bílinn.
Konan hafnaði þessu og sagðist
rétt þurfa að bregða sér í kven-
fataverslun. Ég fylgdi í humátt-
ina. Frúin sá strax drapplitaðar
dragtir og mátaði. „Hvað finnst
þér um þessa?“ spurði hún og
sneri sér í hring fyrir framan mig.
„Hún er svona beis,“ sagði ég og
sletti útlensku. Mér sýndist á
svipnum á konunni að lítið væri á
þessu svari mínu að græða.
Ekki undankomu auðið
Ung afgreiðslukona kom til
okkar og var áköf í að selja kon-
unni dragtina. Frúin sá einhvern
gróinn nískusvip á mér og var því
í vafa. Hún sagðist því ætla að
skoða málið betur. „Á ég að taka
dragtina frá? Þau fara svo fljótt
þessi algengu númer. Hvert er
nafnið?“ Ég heyrði konuna gefa
upp nafn sitt án þess að láta föð-
urnafn fylgja. Það var bót í máli
án þess þó að ég legðist beinlínis
gegn því að þessi elska fengi sér
dragtina. Það var frekar að ég
vildi ekki láta afgreiðslukonuna
vinna þetta svona auðveldiega.
Við fórum í fleiri tískubúðir og
ég beið meðan frúin mátaði jakka
og buxur og smellti sér að lokum
á einar án þess að spyrja mig
álits. Það likaði mér vel. Ég hef
raúnar lengi verið þeirrar skoð-
unar að best sé að hún fari og
kaupi sitt af hverju og segi mér
það eftir á. Þá er ég ábyrgðarlaus
með öllu.
Þegar leið á búðarápið tók ég
þann kost að bíða fyrir utan og
skoða mannlífið. Það var fjöl-
skrúðugt en konur þó í mikium
meirihluta. Talsvert var þó um
hjón eða pör á ferð og leiddu kon-
ur menn sína nokkuð þétt. Þeim
varð ekki undankomu auðið.
Lyf gegn minnisleysi
Kringlukastið var í algleym-
ingi og stöðugt glumdi konurödd i
hátalarakerfi verslanakeðjunnar.
„Einstaklega falleg og vönduð
hnífapör og tuttugu prósenta af-
sláttur. Þrjátíu prósenta afsláttur
af náttfötum og sokkabuxum.
Myndböndin Bjargfast bamalán
og Stjörnuvitlaus saman í pakka.
Kryddlegnir, sólþurrkaðir tómat-
ar, stórlækkað verð. Fimmtíu pró-
senta afsláttur af fondupottum."
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
Mér þótti þetta frekar líkjast
æðiskasti en kringlukasti. Allt
átti að seljast á fjórum dögum og
ég tók óvart þátt í öllu saman, vit-
andi af Ástralíubréfinu í veski
konunnar.
Enn glumdi konuröddin í hátal-
arakerfinu: „Þegar þú kaupir þér
glas af Gingo bioba færðu annað
ókeypis með, alls 60 töflur. Verðið
er aðeins 1792 krónur." „Hvað er
Gingo bioba?“ spuröi ég konuna
þar sem við stikuðum eftir versl-
unargötunni. Konan var með það
á tæru. Hún hafði fylgst betur
með auglýsingunum í hátalara-
kerfinu og ekki síður í blaðaaug-
lýsingum fyrir æðiskastið. „Gingo
bioba er akkúrat eitthvað fyrir
þig. Þú gleymir öllu og öllum og
manst varla hvort þú ert að koma
eða fara. Gingo bioba er gegn
minnisleysi. Það eykur blóð-
streymið í finustu æðarnar og þar
með til heilans."
Myndavál á hálfvirði
Konan skýrði þetta ekki frekar
en lét mér eftir að hugsa málið.
Gat það verið að blóðstreymið til
heilans væri ekki nægilegt? Eru
finu æðarnar ekki nógu fínar? Er
lausnin fólgin í Gingo bioba? Ég
komst þó ekki lengra með heila-
búið á sjálfum mér því nú sagði
hátalarakonan: „Dregið verður í
stóra afslættinum eftir hálftíma.
Náið ykkur í myndavél á hálf-
virði.“
Konan var komin með annan
handlegginn í svarta jakkaermi í
mátunarklefa og greip þegar tæki-
færið. „Farðu og taktu þátt í
myndavélarleiknum. Skrifaðu
nöfnin okkar og kannaðu hvort
heppnin er með. Vantar okkur
ekki nýja myndavél?" „Gamla vél-
in okkar stendur nú fyrir sínu,“
sagði ég. „Ég kann auk þess ekk-
ert á þessar tölvumyndavélar."
„Prófaðu," sagði konan og benti
mér á myndavélabúðina handan
götunnar. Dráttur átti ekki að
fara fram fyrr en eftir hálftíma
svo ég sá í hendi mér að hún ætl-
aði að draga það um sinn að fara
með Ástralíubréfið í póst.
Rithandarfölsun
Ég gerði eins og mér var sagt
og lenti í biðröð í myndavélabúð-
inni. Það ætluðu greinilega fleiri
að fá þessa myndavél á hálfvirði
en við hjónin. Þegar að kassanum
kom skráði ég fyrst nafn mitt og
aldur. Mér fannst að vísu óþarfi
að tilgreina aldurinn en lét mig
hafa það. Ekki ætlaði ég mér að
eyðileggja möguleika mína með
því að klikka á smátatriðum. Ég
undirritaði þetta skjal samvisku-
samlega. Næst skráði ég konuna
og með sama hætti aldur hennar.
Svolítið vafðist fyrir mér að und-
irrita en gerði það þó. Ég gat
ómögulega farið úr röðinni til
þess að leita konuna uppi til þess
að skrifa nafnið sitt.
Ég breytti því rithöndinni og
skrifaði eins kvenlega og ég gat
neðst á blaðið hennar. Ég sá þó
fyrir mér að hún gæti lent í vanda
vegna þéssa þegar hún fengi
myndavélina og rithandarsér-
fræðingar kæmust að hinu sanna.
Póstkassi í hverfinu
Konan var komin úr svarta
jakkanum þegar ég hitti hana á
ný. Aðrir litir heilluðu nú meira.
Pósthúsið og Ástralía voru
gleymd. Hún sá stórar búðir og
smáar, gamlar og nýjar. Hún
rankaði fyrst við sér þegar hátal-
arakonan tilkynnti úrslit í
myndavélarleiknum. Ég sá menn
í Kringlunni teygja á sér eyrun í
þeirri von að fá myndavél af nýj-
ustu gerð á hálfvirði.
Við unnum ekki. Innra með
mér var ég frekar feginn. í fyrsta
lagi átti ég ekki fyrir myndavél-
inni þótt ég hefði fengið hana á
hálfvirði. í öðru lagi sá ég fyrir
mér réttarhöldin vegna rithandar-
fölsunar minnar. Þetta sagði ég þó
ekki upphátt heldur nefndi þessa
venjulegu happdrættisóheppni
okkar hjóna. Hún samsinnti því.
Við sluppum út úr verslunar-
miðstöðinni rétt fyrir kvöldmat.
Ég gat ekki á mér setið þegar við
fórum fram hjá póstkassanum í
hverfinu okkar að stinga þvi að
konunni hvort ekki væri rétt að
setja Ástralíubréfið í kassann.
Hún snarstoppaði og afgreiddi
málið á augabragði.
I stöðunni taldi ég ekki rétt að
mæla með glasi af Gingo bioba.
Hún segir samt að það sé afbragð
gegn minnisleysi.