Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 JjV Dagur í lífi Theódóru Þórarinsdóttur, starfskonu Stígamóta: Setið á fundum og svarað í síma Eins og hjá flestum öðrum byrjaði dagurinn við það að vekjaraklukkan hringdi. Fyrsta hugs- un mín var sú hvort einhver möguleiki væri á því að klukkan væri að misskflja eitthvað, það væri kannski laugardagur og ég mætti sofa í nokkra klukkutíma í viðbót. Svo var ekki og ég ákvað því að takast á við daginn með því að fara í sturtu og hressa mig við. Þrátt fyrir góðan ásetning sleppti ég undir- stöðu dagsins, það er morgunmatunum og hélt af stað gangandi í vinnuna. Ég er það heppin að búa í húsi því sem amma mín og afi byggðu og bjuggu í nokkra áratugi að það tekur mig ekki nema um 5 mínútur að ganga í vinnuna. Auk þess sem það er næsta vonlaust að fara í bíl til vinnu vegna bílastæðisleysis við Vesturgötuna þar sem Stígamót, vinnustaður minn, ■ eru til húsa. Hellt upp á könnuna Fyrsta verk á Stígamótum er að hlusta eftir skilaboðum á símsvaranum. Við erum með vakt til Klukkan sjö á kvöldin, eftir það tekur sím- svarinn við skilaboðum þar til klukkan níu á morgnana. Næsta verk er að hella upp á kaffi- könnuna, þá fyrstu þann daginn en þær eiga ef- laust eftir að vera margar þar til líður að kvöldi. Meðan kaffið silast í kaffikönnuna lít ég í við- talabókina og sé fram á að það eru viðtöl á nærri klukkutímafresti. Yfirleitt er fyrsta viðtal ekki fyrr en kl. 9.30 en við nýtum þann tíma í að fá okkur kaffi og spjalla örlítið saman um við- fangsefni dagsins. Þess má geta að fólk á öllum aldri leitar til Stígamóta, konur, karlar, ungling- ar og böm, sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þegar fólk leitar fyrst til Stígamóta er því boðið upp á einkaviðtöl. Einstaklingsbund- inn stuðningur við að ræða ofbeldið, rifja það upp og setja það í orð eru fyrstu skrefin í þá átt að ná tökum á afleiðingum ofbeldisins á sjálfs- mynd og sjálfsvirðingu þolenda. Undanfarnar vikur hefur verið mikið að gera á Stígamótum og þá ekki síst vegna „biskups- málsins" svokallaða. Öll sú umræða bæði í fjöl- miðlum og utan þeirra eykur allt álag á okkar starf. En það er reynsla okkar að öll fjöl- miðlaumfjöllun, sérstaklega vönduð og yfirveg- uð um kynferðisofbeldi, auðveldar þolendum mjög að leita sér aðstoðar. Theódóra Þórarinsdóttir, starfskona Stígamóta. Sýning á sex ára afmæli Þann 8. mars siðastliðinn héldum við einnig upp á 6 ára starfsafmæli okkar með sýningu á verkum sem unnin eru af konum sem leit- að hafa til Stígamóta. Sýningin, sem verður opin til 24. mars, heitir „Þvottur á snúru" og er hún ætluð til þess að gefa innsýn í tilfinn- ingcdegar afleiðingar kynferðislegs ofbeldis. Jafnframt er brugðið upp mynd af viðhorfum réttarkerfisins til þessara mála. Miili viðtala þennan dag svarði ég símanum. En umfangsmikið ráðgjafarstarf fer einnig fram í gegnum síma og þá oft við einstak- linga sem búa úti á landi. Að jafnaði er tekið á móti 20-30 símtölum á dag alla virka daga ársins. En rétt fyrir hádegiö fékk ég fax frá vinkonu minni sem býr i Danmörku og var það mjög svo ánægjulegt. Alltaf gott að vera tengd við umheiminn, sérstaklega þegar svona mikið álag er í vinnunni. Ég ætlaði að senda henni svarbréf í hádeginu en til þess vannst enginn tími. Dagurinn hélt síðan áfram sinn vanagang en eftir síðasta viðtalið kl. 19.00 vorum ég og önnur starfskona búnar að ákveöa undirbún- ingsfund. Við erum nýbúnar að ljúka sjáifs- hjálparhóp hér hjá Stígamótum þar sem unn- nið er með ákveðið þema og ætlum að fara setja annan af stað. Við munum eflaust byrja þann hóp næstkomandi þriðjudagskvöld. En meðan við spjölluðum saman voru komnar hingað nokkuð margar konur til að taka þátt í öðrum sjálfshjálparhópum. Þegar ég gekk út um kvöldið var klukkan langt gengin í níu en ekki öll nótt úti enn hjá Stígamótum því hús- inu verður eflaust ekki lokað fyrr en undir miðnætti. Meðan ég gekk heim hugsaði ég um það hvað ég ætti fljótlegt til í ísskápnum. Seinna um kvöldið var ég búin að ákveða að hitta vin minn á kaffihúsi sem ég og gerði, alltaf gott að geta slakað örlítið á eftir langan dag í vinnu. Ég hef nú samt oft velt því fyrir mér hvað ég gerði við tímann á kvöldin áður en kaffihúsamenningin varð allsráðandi. Þegar ég lagðist loks á koddann var klukkan öfugu megin við miðnættið þrátt fyrir góðan vilja að fara að sofa á skikkanlegum tíma. Finnur þú fimm breytingar? 350 Nafn:. Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð fertugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Pálmi Jónsson Hólavegi 27 550 Sauðárkrókur 2. Ámý Lára Sigurðardóttir Grenigrund 1 300 Akranes Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg- ar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: ELTA útvarpsvekjari að verðmæti kr. 4.275, frá Bræðmnum Ormsson, Lág- múla 8, Reykjavík. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1.790. Vinningarnir verða sendir heim. Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 350 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.