Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
25
17. Reykjavíkurskákmótið:
Erlendu gestirnir
voru sigursælir
Látid
Hef opnað
Aðstaða til að
Tilval.
Tilboð fyrir
Norski stórmeistarinn og knatt-
spyrnukappinn Simen Agdestein
stóð uppi sem sigurvegari á 17.
Reykjavíkurskákmótinu, sem jafn-
framt var fyrsta mótið í norrænu
VISA-bikarkeppninni. Agdestein
hlaut 7 vinninga af 9 mögulegum,
jafnmarga og landi hans Jonathan
Tisdall og Bosniumaðurinn Predrag
Nikolic. Agdestein mætti öflugri
mótherjum og af þeim sökum
hreppti hann fyrsta sætið.
Fjölmargir áhorfendur lögðu leið
sína í Faxafen, enda buðu skák-
meistararnir upp á hina bestu
skemmtan. Þátttakendur voru jafn-
margir og reitirnir á skákborðinu,
en raunar varð Guðmundur Gísla-
son að hætta keppni þegar aflaskip-
ið Guðbjörgin lét fyrr úr höfn en
hann hafði búist við.
íslensku stórmeistararnir blönd-
uðu sér í baráttuna um efstu sætin
en undir lokin seig á ógæfuhliðina.
Hannes Hlífar, sem byrjaði mjög
vel, féll í nokkurs konar dá - gerði
jafntefli í fimm síðustu skákunum
og Helgi Ólafsson fór að dæmi hans.
Aðrir voru mistækir. Jóhann Hjart-
arson átti bestan möguleika landans
en tapaði síðustu skákinni gegn Tis-
dall, eftir miklar sviptingar.
geir með 11, Hector með 9, Helgi Áss
með 8, Jóhann með 7, Djurhuus með
6, Helgi Ólafsson með 5 og Þröstur
Þórhallsson með 4 stig. Skákmeist-
ararnir fá bónusstig ef þeir tefla við
Elo-digra mótherja. Hannes Hlífar
hefur því fleiri stig en útkoma hans
úr mótinu gefur tilefni til en ein-
ungis Agdestein og Tisdall náðu
betri árangri en hann, mælt í Elo-
stigum. Þeir sem flest hafa stigin í
þremur mótum samanlagt vinria sér
sæti i úrslitakeppninni, sem fyrir-
hugað er að verði í Reykjavík haust-
ið 1997.
Stysta vinningsskák mótsins var
aðeins níu leikir:
Hvltt: Jonny Hector
Svart: Jón G. Viðarsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 a6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7.
Rb3 Re7??
reitaröðina kemur HfB mát og ef
riddarinn víkur verður hróksmát á
h7. Hvítur arkar einfaldlega fram á
borðið með kónginn og vinnings-
leiðin er að eigin vali. -JLÁ
STOPP
kkur ekki leiðast
eramik stúdíó að
Arnarbakka 2-4
nála ykkar eigin
listmuni
ar fermingar- og
1 tækifærisgjafir
saumaklúbba og
félagasamtök
KERAMIK STÚDÍÓ
Skák
JónLÁmason
bX 4Afú I
7 6 Á Á Á Á Á A Á Á
5 -v:.
4 A
3 I|1 2 A A igf m A A A S
Er á tali ?
fær staöfestingu,
Villi karlinn veit ekki að hann þarf aðeins að nýta sér
Hann ýtir bara á ©
leggur á og notar timann til annars.
Þegar hitt simtaliö er búið, hringir
siminn hjá Villa og brátt er hann
kominn i samband. Simtalspöntun
Aðeins tveir íslendingar urðu
meðal tíu efstu - Hannes Hlífar og
Margeir Pétursson, sem vann Sví-
ann Lyrberg skemmtilega í lokaum-
ferðinni. Heimavarnarliðið brást
því að þessu sinni en á milli voru þó
góðir sprettir. Benedikt Jónasson
lagði t.d. gömlu kempuna David
Bronstein, Björn Freyr Björnsson
gerði jafntefli við stórmeistarann
Curt Hansen, sem slapp fyrir horn,
og fleira mætti nefna.
Þessir skákmenn fengu 50% vinn-
ingshlutfall eða meira:
I. -3. Simen Agdestein, Jonathan
Tisdall (báðir Noregi) og Predrag
Nikolic (Bosníu) 7 v. af 9 möguleg-
um.
4.-5. Nikolaj Borge (Danmörku)
og Paul van der Sterren (Hollandi)
6,5 v.
6.-10. Hannes Hlífar Stefánsson,
Margeir Pétursson, Curt Hansen
(Danmörku), Jonny Hector (Sví-
þjóð) og Eduard Rozentalis (Lit-
háen) 6 v.
II. -18. Helgi Áss Grétarsson, Helgi
Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Þröst-
ur Þórhallsson, David Bronstein
(Rússlandi), Stuart Conquest (Eng-
landi), Rune Djurhuus (Noregi) og
Boris Gulko (Bandaríkjunum) 5,5 v.
19.-25. Bragi Halldórsson, Magn-
ús Örn Úlfarsson, Einar Gausel
(Noregi), Patrik Lyrberg (Svíþjóð),
Mark van der Werf (Hollandi), Álex-
ander Raetsky (Rússlandi) og John
Yoos (Bandarikjunum) 5 v.
26.-39. Andri Áss Grétarsson,
Arinbjörn Gunnarsson, Jón Viktor
Gunnarsson, Benedikt Jónasson,
Áskell Örn Kárason, Páll Agnar
Þórarinsson, Ólafur B. Þórsson, Jón
G. Viðarsson, Per Andreasen (Dan-
mörku), Esther de Kleuver
(Hollandi), Anna Gulko (Bandaríkj-
unum), Heini Olsen (Færeyjum),
Bernd-Michael Werner og Lutz
Pinkus (báðir Þýskalandi) 4,5 v.
o.s.frv.
í norrænu bikarkeppninni hefur
Agdestein tekið gott forskot en sig-
ur hans færir honum 28 stig. Tisdall
kemur næstur með 23 stig, síðan
Hannes Hlífar með 18 stig, Borge
með 17, Curt Hansen með 13, Mar-
8. Ra4! Rbc6?
Sér við hótuninni 9. Rb6 og vinna
hrókinn en fer úr öskunni í eldinn.
9. Bb6
- Drottningin fallin fyrir biskup
og svartur gafst upp.
Jón missti þarna einbeitinguna
um stundarsakir en náði þó að rétta
hlut sinn á mótinu. Að loknum sjö
umferðum hafði hann 4,5 vinninga
en varð þá að bíta í það súra epli að
tapa tveimur síðustu skákunum. Á
alþjóðlega móti Guðmundar Ara-
sonar i Hafnarfirði i lok síðasta árs
náði hann hins vegar mjög góðum
árangri.
Skoðum að endingu auðveldan
sigur Margeirs í síðustu umferð
gegn sænskum alþjóðameistara.
Lokastaðan er bráðfyndin.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Patrik Lyrberg
1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4.
e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 c5 7. dxc5
Da5 8. Bd2 Dxc5 9. Rf3 Bg4 10.
0-0 Rc6 11. Be3 Da5 12. Rd2 Bxe2
13. Dxe2 Hfc8 14. Hfcl Rd7 15.
Habl a6 16. Khl e6 17. Rb3 Dd8
18. f4 Hab8 19. Hdl Bf8 20. Hd2
Dc7 21. Hbdl Rd8 22. c5!
Með laglegri peðsfórn brýst hvít-
ur fram og leiðir í ljós álappalega
stöðu svörtu mannanna. Nú á svart-
ur sér vart viðreisnar von.
22. - Rxc5 23. Rxc5 dxc5 24.
Hd7 Db6 25. f5 exf5 26. exf5 Df6
27. Bf4 Ha8 28. Rd5 Dxf5 29. Bh6!
De6 30. Dxe6 Rxe6 31. Rf6+ Kh8
32. Hxf7 Bg7 33. Bxg7+ Rxg7 34.
Hdd7 Hf8 35. Hxb7 Hxf7 36. Hxf7
8
7
6
5
4
3
2
1
- Svartur kaus að gefast upp í .
stöðunni, enda má hann sig hvergi
hræra. Ef hrókurinn yfirgefur 8.