Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Síða 30
3» .1 fréttir LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 DV Baráttu innan Leikfélags Reykjavíkur lauk með brottrekstri Viðars Eggertssonar: Leikhús fáránleikans Leikfélag Reykjavíkur, LR, hefur verið á hvers manns vörum eftir að Viðari Eggertssyni var sagt upp störfum leikhússtjóra síðastliðinn þriðjudag af meirihluta leikhúsráðs félagsins. Uppsögnin kom í kjölfar samþykktar félagsfundar LR kvöld- ið áður þar sem á kurteisan hátt var krafist uppsagnar. Fulltrúar stjórn- ar LR, Sigurður Karlsson, Þorsteinn Gunnarsson og Kristján Franklín Magnús, samþykktu uppsögnina en fulltrúi borgarinnar í ráðinu, Örn- ólfur Thorsson, var henni andvígur og skilaði sérbókun. Viðar tók sam- an föggur sínar samdægurs. Eftir þessa uppákomu gengu yfirlýsing- arnar á víxl. Viðar sagði í DV að óþarfi væri að ráða nýjan leikhús- stjóra því þeir væru 70 í LR, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri varð orðlaus yfir uppsögn- inni, Þorsteinn og Sigurður sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem uppsögnin var að einhverju leyti rökstudd og ummælum Viðars mótmælt og loks kom yfirlýsing frá Kristjáni Franklín þar sem hann rökstuddi af hverju hann samþykkti uppsögn gegn vilja sínum. Þar varð Kristján að beygja sig undir vilja fé- lagsmanna og fara að lögum, að hans sögn. Næst kom leikhúsráð saman á fimmtudaginn. Búist var við ein- hverjum ákvörðunum um framhald- ið en ekkert kom út úr fundinum nema hvað Örnólfur lýsti því yfir Photoshop-mynd Steini eða lýðræðisins? - nýr leikhússtjóri líklega ekki ráðinn fyrr en eftir aðalfund LR í maí opinberlega að hann ætlaði ekki að taka þátt í vali á nýjum leikhús- stjóra með núverandi stjórn LR. Þetta styrkir þá trú manna að nýr leikhússtjóri verði ekki ráðinn í stað Viðars fyrr en að loknum aðal- fundi LR í maí og ný stjórn og jafn- framt leikhúsráð hefur tekið við völdum. Á meðan er Sigurður Hró- arsson enn leikhússtjóri en samn- ingur hans gildir til 1. september í haust. Hann tilkynnti leikhúsráði það á fimmtudag að hann hefði ekki áhuga á að starfa áfram eftir 1. sept- ember. Hér var stiklað á stóru um at- burði vikunnar. Þegar þetta var rit- að í gær stóð stjórnarfundur LR enn yfir. Þaðan var jafnvel búist við ákvörðun um hvernig ráðningu nýs leikhússtjóra yrði háttað. Af hverju var hann rekinn? En af hverju var Viðar rekinn? Meirihluti leikhúsráðs hefur ekki rakið þær ástæður opinberlega í smáatriðum nema hvað í yfirlýs- ingu Þorsteins og Sigurðar var vís- að til tilboðs um starfslokasamn- inga sem Viðar gerði þremur leikur- um af eldri kynslóðinni, þeim Jóni Hjartarsyni, Soffiu Jakobsdóttur og Valgerði Dan, konu Þorsteins. Þeir töldu Viðar hafa farið langt út fyrir umboð sitt og steypt LR í fjárskuld- bindingar fram á næstu öld eða yfir þrefaldan ráöningartíma leikhús- stjórans. Þessu hefur Viðar mót- mælt og talið veik rök fyrir upp- sögn. Hann segist ekki hafa gert neinum tilboð, þetta hefði verið hugmynd að umræðugrundveili. Skyldi þetta vera meginástæða uppsagnarinnar? Nei, segja flestir af þeim sem DV hefur rætt við, innan og utan Leikfélags Reykjavíkur. Ástæðan hafi fyrst og fremst verið almenn óánægja með starfshætti Viðars og verkefnaval fyrir næsta leikár. Hann hafi, þegar á reyndi, haft takmarkaðan stuðning innan LR fyrir hugmyndum sínum. Til marks um það sögðu tveir leikhús- ráðsmenn sig úr ráðinu sem réðu Viðar upphaflega, þau Kjartan Ragnarsson, sem jafnframt sagði af sér sem formaður LR, og Sigrún Edda Björnsdóttir. Töluvert bar á samstarfsörðugleikum og kvartar Viðar m.a. undan því í bókun á leik- húsráðsfundi að loknum brott- rekstri. Aðstæður hafa breyst Þar sem Leikfélag Reykjavíkur verður 100 ára á næsta ári voru menn komnir í afmælisstellingar þegar Viðar birtist, fullur hug- mynda um nýtt og breytt leikhús. Aðstæður hafa töluvert breyst frá því Sigurður Hróarsson sagði upp í fyrra, einkum fjárhagslega. Þá var afstaðinn erfiður vetur þar sem lítið kom í kassann. En í vetur hefur ver- ið dúndrandi aðsókn á langflestar uppfærslur og brvddað upp á mörg- um nýjungum í starfi Borgarleik- hússins sem flestar hafa komið vel út. Vegna þessa, og ekki síst eftir brottrekstur Viðars, hefur þeim Fréttaljós á laugardegi Björn Jóhann Björnsson fjölgað innan LR sem telja rétt að fá Sigurð Hróarsson til að gegna áfram stööu leikhússtjóra, að minnsta kosti fram yfir afmælisárið 1997. Þannig takist að skapa vinnufrið eftir ólgu undanfarinna mánaða sem var orðin slík að hún var farin að bitna verulega á listrænu starfi innan veggja Borgarleikhússins. En Sigurður vill hætta þannig að leit þarf að hefjast að nýjum leikhús- stjóra. Gárungar hafa haft á orði að rétt væri að fá Vigdísi Finnboga- dóttur aftur til Leikfélags Reykja- víkur en hún var sem kunnugt er leikhússtjóri í Iðnó áður en hún fór til Bessastaða. Hróflað við „klíkunni" Fylgismenn Viðars sem DV ræddi við sögðu brottrekstur hans sanna að vonlaust væri að hrófla við starf- semi Leikfélags Reykjavíkur við nú- verandi stjórnskipulag. Viðar hefði gerst „svo djarfur" að bjóða eldri leikurum starfslokasamninga, leik- urum sem tilheyrt hefðu „heiðurs- mannaklíkunni" svokölluðu innan LR sem unnið hefði baki brotnu við uppbyggingu leikfélagsins. „Eftir þessa uppsögn verður ekki öfunds- vert hlutskipti að vera leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur," sagði einn viðmælenda blaðsins. Af samtölum við leikara í Borgar- leikhúsinu er að heyra sem verk- efnaval Viðars næsta vetur hafi mætt takmörkuðum skilningi. Leik- ritin hafi flest þótt of þung og lítil von um góða afkomu. Þetta sé hin raunverulega ástæða brottrekstrar- ins. Meðal annars hafi Viðar ráð- gert nokkurra klukkutíma sýningu með grískum harmleikjum. í sam- tali við DV sagði Viðar að gagnrýni á verkefnaval sitt einkenndist af upplýsingaskorti viðkomandi. Hann hefði sett saman fjölbreytt efnisval með gamni og alvöru I bland. Áherslan hefði verið lögð á vandað og metnaðarfullt leikhús. r Ovissa um samstarf við borgina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur sagt að með brottrekstri Viöars hafi fótunum verið kippt undan þeirri vinnu sem fram hefði farið við end- urskipulagningu leikfélagsins. Vitn- aði hún til þeirrar skýrslu sem unn- in var í fyrra af tveimur fulltrúum LR og tveimur fulltrúum borgarinn- ar. Þar hefði m.a. verið kveðið á um aukna listræna ábyrgð og sjálfstæði leikhússtjóra. Með þessum orðum hefur borgar- stjóri gefið f skyn að áratuga löngu samstarfi LR og borgarinnar hafi verið stefnt í voða. Of seint er þó að breyta 140 milljóna króna framlagi borgarinnar til LR á þessu ári en óvissa gæti ríkt um framlög næstu ára. í þessu sambandi skal bent á að Reykjavík verður ein menningar- borga Evrópu árið 2000 og því ljóst að koma þarf skikki á samstarf þessara aðila fyrir þann tíma. Svo aðeins sé vikið að stjórn- skipulagi LR þá fer aðalfundur með æðsta vald í málum félagsins. Aðal- fundur kýs þriggja manna stjórn sem fer með æðsta vald á milli aðal- funda. Síðan er leikhúsráð skipað stjórn LR, leikhússtjóra og fulltrúa Reykjavíkurborgar. Leikhúsráðið hefur eftirlit með leikhúsrekstri og rekstri Borgarleikhúsbyggingarinn- ar. Eftir breytingar á lögum LR í fyrra var Viðar fyrsti leikhússtjór- inn ráðinn af leikhúsráði en áður hafði stjórn LR verið ráðningaraðili að fenginni umsögn félagsfundar. Uppbygging LR gengur með öðr- um orðum út á það að stjóma félag- inu með lýðræðislegum hætti. Nú var það í raun félagsfundur LR sem réði brottrekstri Viðars, stjórnin var bundin af meirihlutasamþykkt fundarins samkvæmt lögum. Kristj- án Franklín velti þeim spurningum upp í yfirlýsingu sinni hvort verkn- aðurinn hafi verið siðferðilega verj- anlegur og „hvort hið margrómaða lýðræði Leikfélags Reykjavíkur hafi þarna snúist upp í andstæðu sína“. Yfirlýsing Kristjáns ýtir undir þá „kenningu" eins viðmælenda blaðs- ins að Borgarleikhúsið sé ekki leng- ur leikhús lýðræðisins heldur leik- hús fáránleikans! Eflaust umdeilt að leggja dæmið upp með þeim hætti en kannski ekki svo fjarri lagi eftir að hafa kannað málið nánar. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.