Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Side 35
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996 iþróttir Hvaða lið veriur meistari? Þorbergur Aðalsteinsson. KA verður meistari „Það er mín tilflnning að KA nái að verja titilinn sinn. Við verðum að hafa í huga að heima- völlur KA er engum líkur og lið- ið fær þar alltaf oddaleik ef til hans kemur. KA-liðið mætir Val í úrslitaleikjum og ekki kæmi mér á óvart að leikimir yrðu alls fimm eins og í fyrra,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, fyrr- verandi landsliðsþjáifari og nú- verandi þjálfari 1. deildar liðs ÍBV. „Þetta er auðvitað með þeim fyrirvara að engin alvarleg meiðsli koma upp. í undanúrslit fara KA, FH, Valur og Stjarnan. Leikirnir í 8-liða úrslitunum hafa verið frábærir en keyrslan á eftir að verða mikii og það kemur niður á gæðum leikj- anna,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson. Jóhann Ingi Gunnarsson. Veðja á Valsmenn „Ég veðja á Valsmenn þótt þeir hafi ekki virkað neitt sann- færandi. Valsmenn hafa hvOd- ina núna og fá því tækifæri til að slappa af og hugsa sitt ráð. Svo er það alltaf að Guðmundur Hrafnkelsson verður aldrei betri en þegar nær dregur úrslit- unum,“ sagði Jóhann Ingi Gunn- arsson handboltasérfræðingur. „Ég spái því að þaö verða KA, Stjaman og Haukar vonandi sem fara með Valsmönnum í undan- úrslit. Úrslitakeppnin er búin að vera rosalega spennandi en þá verður viljinn meiri og menn bæta sig til muna. Dómgæslan hefur lika verið góð aö minu viti, kannski betri en oft áður. Menn eiga að hætta þessu nöldri og gefa dómurum frið,“ sagði Jóhann Ingi Gunnárson. -JKS Tilboóin gilda til mióvikud. 20. mars „Ég kann mjög vel mig í alla staði hér í Bergen. Hér eru allt aðrar að- stæður en maður hefur átt að venj- ast heima á íslandi enda eru leik- menn flestir hreinir atvinnumenn og gera þar af leiðandi ekkert annað en að leika knattspyrnu. Þetta gerir umhverfið skemmtilegt og sam- keppnin um stöður er miklu meiri. Um markvarðarstöðuna berjast þrír markmenn en þannig baráttu hef ég aldrei kynnst áður. Ég fór hingað til að hafa fyrir hlutunum og vonandi tekst mér að verða aðal- markvörður liðsins,“ sagði Birkir Kristinsson, landsliðsmarkvörður hjá norska liðinu Brann, en fyrr í vetur gerði hann tveggja ára samn- ing við liðiö. Brann er íslenskum knattspyrnu- mönnum að góðu kunnugt en með því hafa leikið nokkrir leikmenn héðan. "Má þar nefna Bjarna Sig- urðsson, Ólaf Þórðarson en fyrir hjá liðinu er Ágúst Gylfason sem lék vel með því á síðasta tímabili. Það segja margir að áhugi á knattspyrnu í Noregi sé hvergi meiri en í Bergen. Á heimaleiki liðsins koma að jafnaði í kringum tíu þúsund áhorfendur og stundum fara þeir uppi í 15 þúsund. í Bergen bíða menn með eftirvæntingu eftir tímabilinu sem hefst 10. apríl. Það er mikill hugur að gera vel í sumar og hafa verið keyptir sex leikmenn til að þau markmið nái að ganga eft- ir. - Hvað hefur komið þér einna helst á óvart síðan að þú fórst utan? „Það er hvað við notum mikið bolta á æfingum. Ég átti kannski von á mun meiri þrekæfingum og lyftingum en raunin hefur orðið á. Það liggur við á hverri einustu æf- ingu sé eingöngu spilað. Við höfum verið á mölinni eingöngu tvisvar á dag. Að vísu er gert ráð fyrir að leikmenn vinni sjálfir í því að lyfta. Fimmtudagurinn er frjáls dagur og er hann tilvalinn til þessa þáttar ásamt öðru.“ - Hvernig hefur undirbúnings- tímabilið gengið hjá liðinu? „Það hefur verið stígandi í þessu. Við erum nýkomnir frá Kýpur en núna um helgina verður farið í tíu daga æfinga- og keppnisferð til Möltu. Við stóðum okkur vel á Kýp- ur og unnu þar alla leikina okkur. Við lékum þar gegn Helsingborg, Silkeborg og loks gegn Rosenborg í úrslitaleiknum. Þjálfarinn ætlaði að skipa þessum leikjum á milli okkar markvarðanna en það þróaðist þannig að ég lék þá alla og spiluðu þar inn í meiðsli hjá hinum mark- vörðunum. Það var gott að fá þessa leiki til að sýna sig. Maður finnur það greinilega að það er að byggjast upp pressa. Dagblöð fylgja okkur eftir og voru fjölmargir með í för á æfingamótið á Kýpur. Áhuginn hér er engu líkur en í fyrsta æfinga- leiknum 20. janúar gegn neðri deild- arliði mættu á þriðja þúsund áhorf- Drekalilja, 40 cm, kr. 295 - kaktusar frá kr. 124 - hypocyrta, kr. 490 króton, kr. 390 - bergflétttubróðir, kr. 490 - alparós (stór) kr. 490 einir frá kr. 295 90 cm kr. 990 Nílarsef 60 cm kr. 440 Drekatré 40 cm kr. 295 Fíkus 50 cm kr. 195 Fíkus endur,“ sagði Birkir. Birkir sagði að menn væru þess fullvissir að deildinni yrði jafnari í ár en oft áður. Rosenborg hefur sýnt nokkra yfirburði fjögur undan- farin ár. Við getum líkt þeim við Skagaliðið. Einokun Rosenborg væri sennilega liðin ef spá manna næði fram að ganga. Mörg lið væru búin að styrkja sig það mikið og byggja sig vel upp. Við erum að gæla við það að Brann verði þar of- arlega á blaði. Ég hef að vísu ekki spilað nema gegn nokkrum liðum úr 1. deildinni og get því ekki dæmt um þetta sjálfur. Af 14 liðum í deild- inni hafnaði Brann í 9. sæti í fyrra en alltaf mæta borgarbúar á völlinn. Þeir snúa aldrei við bakinu á liðinu þótt i móti blási. Birkir sagði að marga dreymdi um að leika með Brann vegna umgjörðar og stemn- ingu sem ríkti í kringum liðið. - Er atvinnumennska allsráð- andi hjá leikmönnum Brann? „Sumir stunda aðra vinnu með en flestir væru á atvinnumanna- samningi. Ég geri ekkert annað eins og er. Þetta er allt annað líf að geta einbeitt sér eingöngu að fótboltan- um. „Miklu meiri tími með fjölskyldunm? Þetta er ekki heldur sama stress- ið og heima þegar maður vann frá 8 til 5 og mætti með vinnuna á æfing- ar. Þessu er ekki saman að jafna, að- Blómatilboð Bergflétta kr. 295 v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500 Opið alla daga 10-22 BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI Áralía 40 cm kr. 295 Friðarlilja 50 cm kr. 440 Birkir Kristinsson geröi tveggja ára samning við norska félagið Brann. stæðurnar eru allt aðrar hér. Hjá Brann er síðari æfing dagsins lokið um hálfsex og því hægt að njóta kvöldsins með fiölskyldunni. Menn snæða hér snemma til að geta átt meiri tíma með fiölskyldunni." - Nú hefur þú kynnst yfir- byggðum völlum í Noregi. Er ekki kominn tími til að byggja eina slika á Islandi? „Það er engin spurning að yfir- byggður knattspyrnuvöllur yrði fót- boltanúm heima til framdráttar. Hér í Noregi hef ég kynnst slíkum húsum og það sem þau bjóða upp á er engu líkt. Bygging á svona húsi getur ekki dregist öllu lengur. í febrúar lentum við í Tromsö í snjó- byl en þegar upp í höllina var kom- ið biðu þar toppaðstæður fyrir full- skipuð fótboltalið. Fótboltamenn hér um slóðir búa einfaldlega við allt aðrar aðstæður en félagar þeirra heima á íslandi. Ég ætla að vona að menn sjái þetta sem fyrst á íslandi að yfirbyggður völlur er það sem koma skal,“ sagði Birkir Krist- insson. -JKS Panasonic Ferðatæki RX DS25 Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, útvarpi m/stöðvaminni og fjarstýringu. Nýkomiö vorlaukar, rósir og fræ »Ekki sama stressid og heima á Islandi" - segir Birkir Kristinsson hjá Brann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.