Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.1996, Qupperneq 56
Föstudagur I j
15.3/96
TvoJáUtur
i. wmmmgwr
Vertu viðbúin(n) vinningi
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
LAUGARDAGUR 16. MARS 1996
Akureyri:
Klipptur út
úr bílnum
Harður árekstur varð á Drottn-
ingarbraut á Akureyri síðla dags i
gær. Ökumaður Ladajeppa missti
bíl sinn yfir á rangan vegarhelming
með þeim afleiðingum að hann lenti
framan á litlum Daihatsu sem kom
á móti. Klippa þurfti ökumann
þeirrar bifreiðar út úr bílnum og
var hann fluttur á slysadeild. Hann
var ekki í lífshættu en brotinn á fót-
um og fór í aðgerð í gærkvöldi.
-sv
Fulltrúar Sierra Leone
Komu til
_ landsins en
létu ekki
vitaafsér
- og héldu heim á ný
Eins og Þorsteinn Pálsson sjávar-
útvegsráðherra staðfesti í samtali
við DV í vikunni óskuðu fulltrúar
ríkisstjórnar Sierra Leone tvisvar
eftir þvi að koma til íslands og
skoða hér sjávarútveg og fisk-
yinnslu en komu ekki.
íslendingur sem þekkir vel til í
Sierra Leone kannaði þetta mál og
sagði DV að fulltrúar frá landinu
hefðu komið hingað síðastliðinn
sunnudag. Þeir skráðu sig inn á
Hótel Sögu, gistu eina nótt en
skráðu sig síðan út af hótelinu um
miðjan dag á mánudag. Af einhverj-
um ástæðum höfðu þeir ekki sam-
band við íslensk yfirvöld.
Og það sem meira er: Einn af
þeim sem komu heitir Kamara og er
einn æðsti maður sjávarútvegsmála
í landinu.
-S.dór
| _Brook | (rompton |
RAFMÓTORAR Pouketa
Suðurlandsbraut 10. S. 568 6499
Sími 533 2000
Ókeypis heimsending
L O K I
Fjórar stúlkur dæmdar í 20 og 12 mánaða fangelsi fyrir Akranesárásina:
Tóku án vafa allar
fullan bátt í árásinni
„Við ákvörðun refsingar ber
sérstaklega að hafa í huga, að
þrátt fyrir að I (Ingunn) hafi nú
nánast náð sér að fullu, þá var
árásin lífshættuleg, líf hennar
hékk á bláþræði og afleiðingarnar
miklar meðan þær vörðu. Árás
ákærðu var hrottafengin og tilfefn-
islaus. Létu ákærðu sér ekki segj-
ast þrátt fyrir afskipti fólks, en
snerust öndverðar gegn því og eltu
I um götur Akraness 'og héldu
árásinni áfram og stóð hún því
yfir í nokkra stund.“
Þetta var niðurstaða refsimats
Héraðsdóms Vesturlands í gær í
máli fjögurra 16-18 ára stúlkna
sem réðust með spörkum og högg-
um að Ingunni Pétursdóttur, 16
ára, á Akranesi aðfaranótt 20. jan-
úar síðastliðins. Sú elsta var
dæmd í 20 mánaða fangelsi en hin-
ar þrjár fengu 12 mánaða fangelsi
hver.
Dómurinn taldi engan vafa
leika á að allar stúlkumar fjórar
hefðu tekið fullan þátt í árásinni.
Hins vegar var ekki talið hægt að
fullyrða hvort „hnéspark" þeirrar
elstu hefði verið það sem olli
áverkum sem leiddu til lífshættu-
legrar heilablæðingar Ingunnar
með þeim afleiðingum að hún lá á
milli heims og helju í langan tíma
á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Þegar yflrheyrslur fóru fram
fyrir dómi breyttust framburðir
allra stúlknanna, að þeirri elstu
undanskilinni, frá því sem þær
báru fyrst hjá lögreglu. Fyrir dómi
drógu stúlkurnar þrjár úr fyrri
frásögnum sínum og kváðu högg
sín hafa frekar verið með flötum
lófúm og spörk ekki komið í höfuð
fómarlambsins.
í einum framburðinum kom
fram að Ingunn hefði legið saman-
kreppt á hlið með fætur fyrir
kviðnum við Kirkjubraut 8. Ein
stúlknanna kvaðst þá ekkert hafa
hugsað út í hvar spörk hennar
hefðu komið í stúlkuna. Aðspurð
hvort þau hefðu komið í höfuö
fórnarlambsins sagði hún: „Það er
kallað Mac Fly, það er rétt að
strjúka, en það þarf ekki að vera
að það hafl farið í hausinn á
henni, hún kveinkaði sér ekki og
sýndi ekki nein viðbrögð."
Hervör Þorvaldsdóttir kvað upp
dóminn.
Sjá opnuviðtöl við Ingunni og
foreldra hennar á bls. 28 og 37.
-Ótt
Þjóðhátíðardagur íra er á morgun, öðru nafni dagur heilags Patreks. Af því tiiefni hafa eigendur kráarinnar Dubliner
í Hafnarstræti fengið þjóðþekkta listamenn frá írlandi til að skapa hina einu sönnu stemmningu sem einkennir land-
ið græna. Dagskráin nefnist Helgi heilags Patreks. Þetta er danshópurinn The Booley House Set Dancers, sem er
margfaldur meistari í írskum þjóðdönsum, og hljómsveitin Butterfly Band. Þau brugðu sér á leik fyrir utan Dubliner
í gær en verða á fullu í dag og á morgun. íslendingar geta fengið kennslu í írskum þjóðdönsum í hádeginu í dag og
á morgun auk þess sem þau verða með uppákomur á Dubliner. Einnig verður sýning á Ingólfstorgi á morgun kl. 14.
DV-mynd GS
Langholtskirkjudeilan:
Úrskurður í
fyrsta lagi á
þriðjudag
„Úrskurðar í Langholtskirkjudeil-
unni er að vænta í fyrsta lagi á þriðju-
dag. Ég vil ljúka þessu máli sem allra
fyrst en ég tel það ekki ábyrga afstöðu
að flýta sér um of,“ segir sr. Bolli
Gústafsson vígslubiskup.
Bolli segist munu taka þann tíma
sem hann telji nauðsynlegan til að
finna lausn í málinu og aðspurður
um undirskriftasöfnun í sókninni
undir áskorun til hans um að setja
sr. Flóka Kristinsson af, segir sr.
Bolli að hún geri sér ekki léttara
fyrir í málinu. „Það hefur ekki ver-
ið rætt neitt við mig um þetta mál
og ég hef ekkert fengið í hendurnar,
enda finnst mér varla eðlilegt eða
rétt að ég taki við því.“
Aðspurður hvort Langholtskirkju-
deilan endurspegli að valdsvið presta
og annarra starfsmanna kirkjunnar
væru illa skilgreind: „Það er margt
starfsfólk við kirkjuna, ekki síst í
stórum söfnuðum, og það verða auð-
vitað að vera skýrar og afmarkaðar
reglur um það hverjir ráða hverju
sinni, hvort það er alfarið presturinn
sem öllu ræður eða ekki.“ -SÁ
Veðriö á sunnudag og mánudag:
Súld og hægviðri
Á sunnudag verður hæg austan- og norðaustanátt. Smásúld eða rigning við suðaustur- og austurströndina.
Annars staðar verður úrkomulaust en skýjað.
Á mánudag verður hægviðri um allt land. Víðast skýjað en úrkomulaust.
Mánudagur
Veðrið í dag er á bls. 61