Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Fréttir Samband dýraverndunarfélaga íslands: Klofið i herðar niður - fulltrúar Dýraverndarfélags Reykjavíkur og Hundavinafélagsins leita aðstoðar umhverfisráðuneytis Fyrsti aðalfundur Sambands dýra- verndunarfélaga íslands, SDÍ, í ára- tug, sem haldinn var I fyrradag, end- aði með þvi að sambandið klofnaði í herðar niður. Fulltrúar Dýravernd- arfélags Reykjavíkur, DR, gengu af fundi ásamt fulltrúum Hundavinafé- lags íslands. Þegar boðað var til fundarins var Hundaræktarfélag Islands boðað fyr- ir hönd Hundavinafélags Islands sem fundarboðendur töldu að hetði verið lagt niður og sameinað Hunda- ræktarfélaginu. Svo reyndist hins vegar ekki vera þegar fundurinn hófst. Fulltrúar beggja félaga mættu því á aðalfundinn og í ljós kom að Hundavinafélagið var á lífi og við ágæta heilsu og fullgildur meðlimur í Sambandi dýraverndunarfélaga síðan 1972. Engin gögn fundust hins vegar um veru Hundaræktarfélags- ins í sambandinu. I upphafi aðalfundarins í fyrradag kom í ljós að tvær fylkingar höfðu myndast; annars vegar var fylking DR undir forystu Sigríðar Ásgeirs- dóttur og Hundavinafélags íslands undir forystu Gunnars Borg. I hinni fylkingunni voru Dýravemdarfélag Hafnarfjarðar, DH, undir forystu Jóns Kr. Gunnarssonar og Hunda- ræktarfélag íslands undir forystu Guðmundar H. Guðmundssonar. Þegar Sigríður Ásgeirsdóttir, for- maður SDÍ, gekk í pontu til að bjóða fundarmenn velkomna og skýra fyr- ir þeim hinn óvenjulega aðdraganda fundarins var að hennar sögn gerður aðsúgur að henni og hún hrakin úr ræðustólnum og í hennar stað kom sér þangað Hörður Zophaníasson, stjórnarmaður í Dýraverndarfélagi Hafnarfjarðar, sem Jón Kr. Gunnars- son skipaði umsvifalaust fundar- stjóra. Eftir að fylking Hundaræktarfé- lagsins og DH hcfðu þannig tekið öll völd á fúndinum gengu fulltrúar hinnar fylkingarinnar á dyr. Þeir hafa nú lýst því yfir að allar ákvarð- anir sem teknar voru á fundinum séu marklausar og ólögmætar og ekki bindandi fyrir SDÍ, DR og Hundavinafélagið. Þá hafa þeir farið þess á leit við umhverfisráðuneytið, sem æðsta yfirvald dýravemdunar- mála í landinu, að það taki í sína vörslu sjóði og allar eignir SDÍ hið fyrsta. -SÁ Anna Mjöll Ólafsdóttir: Geri allt til að vinna vega að gera allt sem ég get til þess að vinna. Ég verð ánægð með lagið þegar búið er að laga það til svolít- ið,“ segir Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona og lagasmiður, sem er ný- komin til landsins. Lag hennar og fóður hennar, Ólafs Gauks, verður framlag okkar íslendinga til Evró- vision í Ósló 18. maí. Anna Mjöll er tU í slaginn og keppnin leggst mjög vel í hana. Byrjað er að slípa til lagið fyrir keppnina og á fimmtudag verður ráðist í myndbandsgerð. Anna MjöU býr í Los Angeles óg segir að tU þess þurfi fólk að vera léttgeggjað. Hún er nýbyrjuð í hljómsveit sem nefnist Blizz. I henni leikur sami hljóm- borðsleikari og lék með Amy Grant. Verið er að leita að hentugu útgáfu- fýrirtæki sem getur gefíð út geisla- plötu með sveitinni. „Ég hlakka mikið tU að heyra hin lögin. Ég beið og vonaði að við myndum komast inn og þegar ég frétti það fékk ég magapínu. Ég hugsaði reyndar strax um aUa vinn- una sem fylgdi þessu en var þegar búin að panta far heim. -em „Ef ég tek þátt í keppni þá geri ég það til þess að vinna. Ég veit ekkert um hvernig keppnin fer og það get- ur vel verið að fólk hafi einhvern annan smekk á laginu. Ég ætla aUa- Anna Mjöll Ólafsdóttir segir að ein- ungis léttgeggjað fólk geti búið í LA. DV-mynd GS BitruQörður: Kindur í kletta- belti í allan vetur DV, Hólmavík: Vitað er um fimm kindur sem gengið hafa úti í vetur í svonefnd- um BrúngUsdal sem er fyrir botni Bitrufjarðar. Að sögn Ingvars E. Kjartanssonar, bónda á Sandhól- um, er stutt síðan tU þeirra sást. Tilraun var gerð fyrri hluta vetrar til að handsama þær en sú tilraun mistókst. Þar sem þær hafast aðallega við er brattlendi mikið og klettabelti hið efra. Fé hefur þar jafnan betur í viðureign við smalamenn eftir að vetur hef- ur lagst að. Besta hjálpin er þá gjarnan í góðum hundi. „Þetta eru mjög styggar kindur og varar um sig eins og aUt fé sem sloppið hefur frá smalamönnum einu sinni,“ sagöi Ingvar. Vel hefur farið um fé í veður- blíðu undanfarinna vika og nokk- ur áhætta getur fylgt þvi að taka það inn eftir að orðið er áliðið vetrar. Þær skepnur þola Ula fóður ræktunarheyskapar okkar tíma. I hópnum er ein ær og 4 lömb - aUt hrútar. Hætt er því við aö þar fæð- ist lömb í aprUmánuði. -GF Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kynnti nýtt samkomulag um fram- kvæmd varnarsamstarfs á grundvelli tvíhliða varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. DV-mynd GS Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra: Einkaréttur ís- lenskra aðalverk- taka og Kefla- víkurverktaka afnuminn 2004 - rekstrarkostnaður varnarstöðvarinnar lækkaður „Kostnaðarnefnd hefur hafið störf og leitar leiða tU að lækka rekstrar- kostnað varnarstöðvarinnar í Kefla- vík. Hugmyndir þeirra eru að vara- flugvöUur gæti verið á Austm-landi í stað Skotlands. Uppi eru hug- myndir um nánara samstarf á veg- um heUsugæslunnar. Ýmis verkefni hafa þegar verið boðin út og reynt hefur verið að ná fram lægri kostn- aði við sambærilega þjónustu,“ sagði HaUdór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra á blaðamannafundi í utan- ríkisráðuneytinu í gær. Skipuö hef- ur verið nefnd sem vinnur að því að gera tiUögur um leiðir tU þess að draga úr kostnaði vegna reksturs varnarstöðvarinnar í Keflavík. TU umræðu var nýtt samkomulag um framkvæmd varnarsamstarfs á grundvelli tvíhliða varnarsamnings íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. Búist er við formlegri staðfest- ingu varnarmálaráðuneytisins á samkomulaginu á næstu dögum. Samkomulagið gerir ráð fyrir að eitt verkefni verði boðið út á al- mennum markaði og tvö verkefni árið 2000. Að því loknu er gert ráð fyrir að verktaka á þessu sviði verði boðin út á almennum markaði í áfóngum tU ársins 2004. Einkaréttur íslenskra aðalverktaka og Keflavík- urverktaka verður afnuminn að öUu leyti í janúar 2004. Samkvæmt hinum nýja samningi eru skuldbindingar beggja ríkjanna ítrekaðar og áframhaldandi vera vamarliðs Bandaríkjanna staðfest. Aldrei verða færri en fjórar orrustu- þotur staðsettar á íslandi. Jafnframt er staðfest að rekstur þyrlubjörgun- arsveitar varnarliðsins verður óbreyttur og mun hún veita sömu þjónustu og áður. Viðræður um yfirtöku tslendinga á þyrlustarfsem- inni halda áfram en niðurstaða er ekki fengin. „Gert er ráð fyrir fjórum orrustu- þotum en með mjög litlum fyrirvara er að sjálfsögðu hægt að auka varn- arviðbúnað hér á landi ef eitthvað gerist skyndilega í austri. Þotumar voru á sínum tíma mest átján,“ sagði Halldór. Gildistimi samkomu- lagsins er til fimm ára. -em Stuttar fréttir Aldrei sýkt dýr Alls eru framleidd 400 tonn af feiti og kjötmjöli úr húsdýraaf- urðum í Borgarnesi. Samkvæmt RÚV segja forráðamenn verk- smiðjunnar aö þar sé aldrei unn- ið fóður úr sýktum dýrum eins og t.d. riðuveiku sauðfé. Stjórnvöld gagnrýnd Samtök iðnaðarins gagnrýna stjórnvöld harðlega fyrir að ætla að lækka endurgreiöslu á virðis- aukaskatti vegna byggingar- vinnu til að mæta tekjutapi af vörugjöldum. Umboð til Skffunnar Skifan hefur tekið við umboði 21th Century Fox á íslandi af Áma Samúelssyni á dreifingu myndbanda og kvikmynda. RÚV greindi frá þessu. Guðlaugur látinn Guðlaugur Þorvaldsson, fyiT- um háskólaréktor og ríkissátta- semjari, lést á Landsspítalanum í gær, 71 árs að aldri. Banamein hans var krabbamein. Eftirlif- andi eiginkona Guðlaugs er Kristín Kristinsdóttir en þau eignuðust íjóra syni. Samningi sagt upp Verkalýðsfélögin í Eyjafirði hafa sagt upp samningi við Neyt- endafélag Akureyrar sem gerður var vegna verðkannana. Sam- kvæmt RÚV tefja félögin að ekki hafi verið staðið við samninginn. 10 þúsund á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn náði inn um helgina tíuþúsundasta áskrif- andanum en áskriftarsala hófst fyrir þremur vikiun. Til saman- burðar tók það Stöð 2 fjóra mán- uði að ná sama áskrifendafjölda. Ekki með óskarinn Pétur Hlíðdal hljóðmaður, ís- lendingur í aðra ættina, hlaut ekki óskarsverðlaun í nótt en eins og DV hefur greint frá var hann tilnefndur fyrir bestu hljóð- vinnslu í kvikmyndinni Batman Forever. Brotið á listamönnum Rússnesku listamennirnir Melamid og Komar, sem máluðu eftirsóttasta málverk íslendinga, telja Kjarvalsstaði hafa brotið samkomulag með því að greiða ekki fyrir málverkin eða sýning- ima. Þetta kom fram í Alþýðu- blaðinu. Eins dauöi er... Vegna kúariðunnar á Bret- landi er talið að fiskneysla muni aukast verulega á næstunni. Samkvæmt Mbl. hugsa íslensku fisksölufyrirtækin sér gott til glóðarinnar. KÞ eykur veltu Kaupfélag Þingeyinga, KÞ, velti 1,8 milljörðum á síðasta ári sem er 4% aukning frá árinu áöur. Hagnaður nam hins vegar aðeins 7 milljónum króna. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.