Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
Spurningin
Hvenær ferðu í háttinn á
kvöldin?
Ragna Ágústsdóttir afgreiðslu-
maður: Svona um miðnætti.
Sandra Hauksdóttir afgreiðslu-
maður: Alltaf of seint.
Guðný Nanna Þórsdóttir kenn-
ari: Það er misjafnt, svona klukkan
eitt eða tvö. Það fer eftir því hvenær
sonur minn sofnar.
Berglind Ósk Kristjónsdóttir
nemi: Milli klukkan tíu og tólf.
Amheiður Ámadóttir skrifstofu-
stjóri: Svona ellefu til hálftólf.
Gestur Kristjánsson, vinnur hjá
Morgunblaðinu: Klukkan ellefu.
Lesendur
BSRB sprungið og líf-
eyrissjóðir gjaldþrota
Fé lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna hefur brunnið upp. - Eru ekki fulltrúar
BSRB þar í stjórn? er m.a. spurt í bréfinu.
Öm Guðmundsson skrifar:
Afturhaldið hjá forystuliði opin-
berra starfsmanna ríður ekki við
einteyming. Upphlaupið hjá BSRB-
foringjanum vegna frumvarpsins
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna og um lífeyrissjóðinn
er með ólíkindum. - Þar talar
málsvari svartnættis og stöðnunar.
Þetta kerfi á eftir að springa innan
frá með miklum látum fyrr en var-
ir. - Sú gerjun er löngu byrjuð.
Kennarar, leikskólakennarar,
slökkviliðsmenn, símvirkjar og
fleiri og fleiri eru famir. Aðrir eru
á leiðinni burt. Opinberir starfs-
menn hafa uppgötvað að þeim er
mun betur borgið annars staöar en
undir handarjaðri BSRB og for-
manns þess. Hvert félagið af öðru
hefur sagt sig úr lögum við BSRB á
síðustu árum og menn hafa fengið
launahækkanir og betri aðild að líf-
eyrissjóðum hjá öðrum launþega-
hreyfingum.
Rafeindavirkjar hjá ríkinu hafa
t.d. langflestir farið yfir í Rafiðnað-
arsambandið og eru þar með mun
hærri umsamin laun en þeir sem
sitja eftir í BSRB. Þannig hafa stór-
ar starfsstéttir séð hag sínum best
borgið með því að slíta sig frá
BSRB. - Svo er ,jafnlaunastefnu“
BSRB- formannsins fyrir að þakka,
en hún er reiknuð út frá kaupi op-
inberra matráðskvenna og lyftu-
varða.
Og lífeyrissjóðsmálin eru svo sér-
stakur kapítuli. - Lífeyrissjóðir rík-
is og sveitarfélaga eru gjaldþrota.
Aðrir sjóðir hafa ávaxtað sitt pund
og í þá greiða menn af öllum laun-
um sínum, líka yfirvinnu, og at-
vinnurekandinn sitt hlutfall, á móti
heildarlaunum. En ekki hjá
BSRB. Eftir hverju er að slægjast?
Og hver ber ábyrgðina á því að fé
lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna hefur
brunnið upp?
Eru ekki fulltrúar BSRB þar í
stjórn? Hafa þeir látið það viðgang-
ast mótmælalaust að framlög skjól-
stæðinga þeirra til framfærslu elli-
áranna hafa legið vaxtalaus i hús-
næðiskerfinu og annars staðar í rík-
ishítinni? - Nú er komið að skulda-
dögum. Ríkið getur ekki með neinu
móti borgað upp þessa verðtrygg-
ingu fyrir margra áratuga van-
rækslu fulltrúa ríkisvaldsins og
BSRB.
Enn streitast menn á móti. „Verka-
lýðsrekendum" hjá stéttarfélögum
opinberra starfsmanna mun óhjá-
kvæmilega fækka. Og þar stendur
hnífurinn í kúnni.
Stéttarfélög og vinnudeilur:
- lög eru löngu tímabær
Björn Björnsson skrifar:
Það hefur dregist úr hömlu að rík-
isstjórn hér á landi legði fram frum-
varp á Alþingi um stéttarfélög og
vinnudeilur. Umræður hafa endað í
ógöngvun og ef eitthvað hefur verið
eins og tifandi tímasprengja, þá eru
það vinnudeilurnar sem'hér hafa sett
flest úr skorðum. Það þarf ekki nema
yfirlýsingar frá forkólfum launþega-
samtakanna til að minna okkur á að
lögin eru bráðnauðsynleg. Félags-
málaráðherra á þakkir skildar fyrir
að taka á sig rögg varðandi þetta
frumvarp.
Reglur um vinnumarkaðinn hafa
ekki verið til í raun. Umferðin á
þeim markaði hefur verið stjórnlaus.
Og hver hefði lagt fram frumvarp um
málið ef félagsmálaráðherra hefði
ekki gert það? Það er búið að ræða
þetta fram og til baka i áraraðir, án
þess að nokkur niðurstaða hafi feng-
ist. Nú er þó hægt að ræða málið í
þingsölum - hafa eitthvað fast í
hendi. Nýmæli um stofnun vinnu-
staðafélaga og um sáttastörf í vinnu-
deilum er hvort tveggja vel þegið.
Lýðræðið verður mun virkara í
stéttarfélögunum náist að samþykkja
frumvarpið. Fleiri þarf tU að sam-
þykkja verkfóU eða vinnustöðvun og
svipar því tU þeirra laga sem tíðkast
t.d. á Norðurlöndunum og víðar. Það
er þvi ekkert nema gott um frumvarp
félagsmálaráðherra að segja. Með
breytingum á vinnulöggjöfinni er
ákvörðunarvaldið fært til félags-
manna sjálfra í stað þess sem nú er,
að forusta launþegafélaganna hefur
meira og minna alræðisvald á sinni
hendi.
En ef Selfoss hefði unnið ...?
Alfreð Almarsson, stjórnarmað-
ur í Handknattleiksdeild KA,
skrifar:
Vegna skrifa Sigurbjargar Grétars-
dóttur, formanns stuðningsmanna-
klúbbs Selfossliðsins, í DV 20.3. sl.
skal eftirfarandi tekið fram:
Samkvæmt okkar bókum seldu
Selfyssingar tæplega 30 miða á leik-
inn 15. mars. Þeir komu í tveimur
19 manna vélum. Flugvélin fór tvær
ferðir og kom seinni vélin rétt fyrir
kl. 20.00 (leikurinn byrjaði þá), sem
er í seinna lagi á leik sem uppselt
var á, en yfirleitt er KA-heimilið
orðið troðfuUt klukkustund fyrir
leik. - Um 40 sæti voru frátekin fyr-
ir Selfoss, ekki 25 eins og Sigurbjörg
heldur fram.
þjónusta
allan sólarhringinn^
sima
5000
lilli kl. 14 og 16
Yfirleitt er KA-heimilið orðið troðfullt klukkutíma fyrir leik.
Hvað varðar framkomu KA-manna
vegna vísunar út í horn í KA-heimU-
inu má benda á að stuðningsmönn-
um KA er ævinlega ætlað pláss í
horni íþróttahússins á Selfossi.
Þegar útilið fær miða tU sölu má
skUa miðum einni klukkustund fyr-
ir leik, samkvæmt reglum HSÍ, sem
gert var í bikarleiknum, og því ekk-
ert athugavert við það. Og þá að
leiknum miðvikud. 13. mars. Þá ski-
luðu KA-menn 160 miðum og vissi
formaður HandknattleiksdeUdar
Selfoss að aðeins var búið að selja
um 50 miða og að mismuninum yrði
skilað og var því hæglega hægt að
bæta við miðum f sölu á Selfossi. En
á þetta reyndi aldrei þvi nóg var tU
af miðum á Selfossi þar sem ekki
seldist upp.
Þá að hinni furðulegu frásögn Sig-
urbjargar af tveimur konum frá Sel-
fossi sem haldnar voru innUokunar-
kennd. Varla er hægt að kenna KA-
mönnum um þann lasleika.
Sigurbjörg tekur fram að hennar
skrif séu ekki vegna taps Selfoss. Sá
grunur sækir þó að mér að hún
hefði ekki stungið niður penna
hefði Selfoss unnið leikinn.
DV
Gegn kvóta-
aukningu
Skúli Skúlason hringdi:
Nú er hinu árlega togararalli
Hafró lokið. Ekki þarf að kvíða
því að sjómenn krefjist ekki um-
svifalausrar aukningar á þorsk-
kvótanum. Verður Hafró ásamt
ráðamönnum í sjávarútvegi að
standa fast á þeirri stefhu sem
mörkuð hefúr verið, að vernda
þorskstofninn sem lengst og mest
fyrir ágangi og græðgi sjómanna,
því þeirra samvisku myndi ekki
raskað þótt þeir veiddu ótak-
markað. Hér verða stjórnvöld og
vísindamenn einfaldlega að ráða
ferð - ekki friðlausir og gírugir
sjómenn.
Dregur Davíð
allt til baka?
Gísli Sigurðsson skrifar:
Á maður að trúa þvi að loks
þegar ein ríkisstjórn mannar sig
upp í það að leggja fram á Al-
þingi tvö frumvörp, hvort á eftir
öðru, og sem bæði stuðla að bætt-
um kjörum og félagslegu frelsi,
að ekki sé nú minnst á stórspam-
að fyrir ríkið - að þá verði frum-
vörpin dregin til baka! Ég á hér
að sjálfsögðu við frumvarpið um
opinberu lífeyrissjóðina og svo
frumvarpið um stéttarfélög og
vinnudeilur. Forsætisráðherra
hefur nú dregið það fyrra til
baka og menn bíða með öndina í
hálsinum eftir því hvort hann
neyðist til að draga frumvarp fé-
lagsmálaráðherra einnig til
baka. Fari svo verður ekki ris-
mikill forsætisráðherra eftir í
embætti.
Einn lífeyris-
sjóð fyrir
landsmenn
Ragnar skrifar:
í umræðunni um lífeyrissjóða-
málin hefur illa gleymst tillögu-
flutningur Guðmundar H. Garð-
arssonar meðan hann sat á Al-
þingi. Hann mælti þráfaldlega
meö einum lífeyrissjóði fyrir alla
laiidsmenn. Hans frumvarp eða
tillaga náði ekki eyrum ráða-
manna þá. Hefði hans tillaga náö
fram að ganga væru lífeyrissjóð-
irnir ekki í þeim ógöngum sem
nú er raunin. Er ekki tímabært
að kanna frekar þessar tillögur
Guðmundar H. Garðarssonar?
Ekki fleiri
búllur
K. Sigurðsson skrifar:
Mér finnst furðulegt ef veita á
leyfi fyrir enn einni búllunni i
miðborginni, og þaö við hliðina á
enn annarri, þar sem mikill og
vafasamur söfnuður heldur sig.
Ég spái því að þetta muni hefna
sín fyrr en síðar á einn eða ann-
an hátt. Lögreglan í borginni er
líka alltof fámenn og á mjög erfltt
með að halda hlutunum í skefj-
um þegar óróaliðið þeysir um
göturnar. Lögreglustjórans er aö
bæta úr ástandinu nú þegar.
Hekla umbunar
Brunavörnum
Æ.M.K. skrifar:
Stjórn Brunavarna Suðurnesja
er ánægð með bifreiðaumboð
Heklu hf. Umboðið tók til sín
bakvaktarbU BS, sem hefúr verið
dæmdur ónýtur tU notkunar, en
þar sem um ábyrgðartjón er aö
ræða lét umboö Heklu BS hafa
nýjan bU. BS greiöir miUigjöf að
upphæð 250 þús. sem Hekla mun
lána þeim í eitt ár, eða fram í
febrúar 1997. Stjórn BS taldi
þennan kost góðan með það í
huga að endumýjunar þurfti viö
á næsta ári og segja stjórnar-
menn að BS hefði þá þurft að
greiða aUt að 600 þús. kr. í mUli-
gjöf fyrir sambærUegan bU.