Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Salmonellan úr bakaríi Samsöl- unnar er enn í umræðunni. Engar barnapíur „Við höfum eftirlit með þessu fyrirtæki, en við erum engar barnapíur." Oddur Rúnar Hjartarson hjá Heilbrigð- iseftirlitinu um Samsölubakaríið, i DV. Enn þá spældur „Er Ámi Sigfússon enn þá spældur út af gömlum áramóta- skaupum?" Edda Björgvlnsdóttlr, í DV. Ummæli Leikari sem veit og leik- ari sem þykist „Það er grundvallarmunur á leikara sem veit hvað hann er að gera og leikara sem þykist vita hvað hann er að gera.“ Óskar Jónasson kvlkmyndalelkstjórl, í Morgunblaðinu. Er ein kona nóg? „Ég held að það sé ekki í takt við nútímalega hugsun að hugsa sem svo að ein kona sé nóg, aðr- ar til óþurftar.“ Guðrún Agnarsdóttir forsetaframbjóð- andi, í DV. Ekkert grínfélag „Þetta er ekkert grínfélag, þeim í stjórninni er alveg óhætt að reikna með því.“ Kristján Árnason Dagsbrúnarmaður, í DV. Luciano Pavarotti fék klapp í eina klukkustund og sjö mínútur. Sitthvað um óperusöngvara Yngsti óperusöngvari heims mun hafa verið Ginetta Gloria La Bianca, sem var tæplega sext- án ára þegar hún söng hlutverk Gildu í óperunni Rigoletto í Velletri á Ítalíu 24. mars 1950 og skömmu síðar hlutverk Rosinu í Rakaranum frá Sevilla í Róm. Blessuð veröldin Endurtekið efni Óperusöngvarar þurfa oft að endurflytja aríur þegar hrifning- in er mikil en aðeins einu sinni svo vitað sé hefur þurft að end- urflytja óperu í heild. Það gerð- ist á frumsýningu á Leynda brúðkaupinu eftir Cimarosa árið 1792. Meðal áhorfenda var Leop- old II Austurríkiskeisari og skip- aði hann endurflutning á óper- unni. Luciano Pavarotti er vanur því að þurfa að endurtaka aríur og fá mikið klapp, en 28. febrúar 1988 gleymist honum seint. Þá var hann kallaður fram 165 sinn- um og lófatakið dundi í eina klukkustund og sjö mínútur eftir að hann hafði sungið hlutverk Nemorino í L’elisir d’amore eftir Donizetti í þýsku óperunni í Berlín. Hlýnandi veður Yfir íslandi er 1036 millíbara hæð sem hreyfist suður á bóginn. Yfir Austur-Grænlandi er að myndast lægð sem mun þokast austur fyrir norðan land í nótt. Veðrið í dag I dag verður vestan- og suðvestan- átt, allhvöss norðvestan til á land- inu síðdegis en hægari annars stað- ar. Bjartviðri á austanverðu land- inu en skýjað að mestu en úrkomu- lítið vestan til. Hlýnandi veður, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Á Reykjavíkur- svæðinu verður vestan- og suðvest- angola og síðar kaldi og skýjað en úrkomulítið í dag en stinningskaldi og súld öðru hverju í kvöld og nótt. Hiti 0 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.02. Sólarupprás á morgun: 7.02. Síðdegisflóð í Reykjavík: 23.39. Árdegisflóð á morgun: 12.15. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaóir Keflavíkurflugv. Kirkjubkl. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Helsinki Kaupmannah. Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg París Róm Mallorca New York Nice Nuuk Orlando Vín Washington Winnipeg léttskýjaó skýjaó alskýjaö alskýjaö alskýjað skýjaó léttskýjaó alskýjaö alskýjað léttskýjaó skýjað þokumóöa léttskýjaö þokumóóa sjókoma þokumóóa þokumóöa léttskýjaö rign. á síö.klst. léttskýjaö þokumóða rigning skýjaö rigning þokumóóa þokumóöa þokumóöa léttskýjaö alskýjaó sjókoma skýjaó þokumóöa hálfskýjaö heióskírt 2 -7 -5 -1 -5 0 -2 -6 -1 -2 -3 -2 0 -1 0 3 13 -9 6 3 2 5 14 7 10 12 14 9 13 -6 19 0 18 -28 Gabríela Sigurðardóttir atferlisfræðingur: Rannsóknir nýttar til að breyta umferðarhegðun Fyrir stuttu hélt Garbíela Sig- urðardóttir atferlisfræðingur er- indi á málþingi um umferðarmál þar sem hún gerði aö umræðuefni umferðarofbeldi en með umferða- rofbeldi er hún að tala um hegðún bflstjóra sem hefur ákveðnar af- leiðingar eins og slys og árekstra. í stuttu spjalli var Gabríela fýrst spurð hvort umferðarofbeldi væri hluti af hennar starfi sem atferlis- fræðingur: „Ekki beint, en eitt af því sem atferlisfræðingar hafa gert er að hagnýta sér þekkinguna úr grunnrannsóknum i atferlis- Maður dagsins fræði. Má þar nefna allt of hraðan akstur og rétta notkun akbrauta. Ég hef í raun ekki fengist við þetta mál en það eru tU fræðimenn hér á landi sem hafa fengist við þetta. Má nefna Þorlák Karlsson, lektor í atferlisfræðum, og Ragnar Ragn- arsson, sálfræðing á Selfossi.” Gabríela sagði aðspurð að hún gæti ekki sagt tU um hvemig ís- lendingar stæðu sig í umferðinni Gabríela Sigurðardóttir. miðað við aðra þjóðir: „Ég bjó í Boston í þrjú ár og þar var um- ferðin mjög hættuleg en Boston er þekkt fyrir að vera með há trygg- ingagjöld af bílum enda mikið af af árekstrum þar.“ Gabríela vinnur hjá Svæðis- skrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavik og er búin að vera þar í nær fjögur ár. „Ég hef haft að aukavinnu að fást við heimilisof- beldi en það er eitt að því sem ég fékk sérstaka þjálfun í þegar ég var í mastersnámi í atferlisfræð- um og hef ég þá bæði verið með tU meðferðar fómarlömb ofbeldis og þá sem beita ofbeldi. Þegar um fórnarlömb er að ræða þá hef ég aðallega verið með börn en ef um gerendur er að ræða þá hef ég að- aUega verið með tU meðferðar þá sem beita ofbeldi heima, ekki svo mikið unglinga sem eru að lenda í slagsmálum.” Gabríela Sigurðardóttir tók BA- próf í sálfræði 1985, fór í masters- nám í atferlisgreiningu og atferlis- meðferð í IUinois í Bandaríkjun- um ag fór þaðan tU Boston þar sem hún lauk doktorsnámi í til- raimasálfræði. Maki Gabríelu er Jón Gíslason og eiga þau saman eitt barn, eUefu mánaða dóttur. Fyrir á Gabriela fimmtán ára son. Þegar Gabríela var spurð um áhugamál, nefndi hún barnaupp- eldi, tónlist, gönguferðir og ferða- lög. -HK Myndgátan Eldur í beinum Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Handbolti og blak Kvenfólk verður í baráttunni i íþróttum í kvöld en þá verður leikið í úrslitakeppninni í hand- bolta og blaki. í handboltanum leika annan leik sinn Haukar og Fram. Fyrsta leiknum, sem fram fór í Framhúsinu, lauk með sigri Hauka sem í kvöld eru á heima- veUi. Það lið sem fyrr vinnur tvisvar keppir annaðhvort við íþróttir Stjömuna eða ÍBV um íslands- meistaratitilinn. í blaki er nú háð úrslitaviður- eignin hjá kvenfólkinu og eru það HK og Þróttur, Neskaupstað, sem berjast um Islandsmeistara- titflinn. Þegar hefúr hvort liðið innbyrt einn sigur, en leikurinn í kvöld fer fram á heimaveUi HK. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. Kristbergur sýnir olíuverk unnin í Finnlandi. Kristbergur á Sólon Kristbergur Ó. Pétursson opn- aði um helgina málverkasýningu á Sólon íslandus. Þar sýnir hann Sýningar 15 olíumálverk sem unnin voru í listamiðstöðinni í Sveaborg í Finnlandi á síðasta ári. Þá má geta þess að einnig eru myndir eftir Kristberg tU sýnis á Café Oli- ver og í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Bridge í þessu spili koma margir samn- ingar til greina á hendur n-s. Slemma er vænlegur samningur á spUin, en hvaða slemma er best? Á að spUa 6 spaða, 7 spaða eða 6 tígla? Þegar spilið er grandskoðað virðist sem 7 spaðar sé sennilega besta spil- ið. Sá samningur er eilítið betri en 50%. Hann stendur þegar tíglarnir liggja 3-2 og spaðarnir verða einnig að skiptast 3-2. Staðreyndin er sú að 6 spaðar eru engu betri samningur en 7 spaðar, því báðir byggjast á því að litirnir tveir falli 3-2, ef gert er ráð fyrir því að hjartakóngur komi út. Sex tíglar er betri samningur en 6 spaðar, vegna þess að hann getur staðið þó að spaðinn liggi 4-1, eins og í þessari legu. Til þess að lenda í þeim samningi, geta sagnir gengið þannig, norður gjafari: * G986 * 972 4 D93 * D94 Norður Austur Suður Vestur 1« pass 2f 2* 2* pass 34 pass 4-f pass 44 pass 5* pass 5* pass 5* pass 64 p/h Vestur spUar út hjartakóng gegn sex tíglum suðurs. Sagnhafi drepur á ásinn, tekur tvo hæstu í tígli og spUar síðan spöðum. Samningurinn stendur, vegna þess að sá andstæð- inganna sem á þriðja trompið er einnig með lengd í spaðalitnum. Sagnhafi getur því hent tapslag sín- um í hjarta og síðar tapslag sínum í laufi í fríspaða. ísak Örn Sigurðsson 4 AKD1 qp G6 ♦ KG * K62 * 5 * KD10853 4 105 * G1073

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.