Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 17
 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 _________________________Miveran X7 Saman með yfir áttatíu ára starfsreynslu í viðgerðum: Pétur Þorleifsson að störfum. Hann segir krakkana ekki bera nógu mikla virðingu fyrir hjólunum. Reglur hjól- reiðamannsins: Hjálmur í bæklingi sem Hjólreíöafélag Reykjavíkur, Islenski fjalla- hjólaklúbburinn og íþrótta- og tómstundaráð gáfu út eru ti- undaðar reglur hjólreiða- mannsins. Fyrsta reglan er hvatning tO hjólreiðamanna um að nota hjálm. Engum dylst það öryggi sem hann veitir, ungum hjólreiðamönnum sem detta og eldri hjólreiðamönnum sem lenda í óhappi úti i umferð- inni. Ljós og bremsur í öðru lagi er hvatt til þess aö hjólreiðamenn séu sýnilegir. Hér á landi er fólk farið að hjóla allan ársins hring og ljós og glit á hjóli og líkama auka öryggi. í þriðja lagi er mjög mikdvægt að hafa hjólið í full- komnu lagi. Algerlega ónauð- synlegt ætti að vera að segja fólki að bilaðar bremsur geta verið lífshættulegar. Forðast bflana í fjórða lagi er fólk hvatt til þess að nota stígana og forðast bílana. Ef aðstaðan er ekki fyr- ir hendi ber alltaf að hafa í huga að í nánd við bUa er hjól- reiðamaðurinn ailtaf í hættu. Því ber aldrei að treysta öðru en eigin dómgreind í umferð- inni. Gerið kröfu um úrbætur ef þess þarf. Stefnumerki Notið stefnumerki, útrétt hönd til hægri eða vinstri gefur öðrum vegfarendum til kynna hver stefnubreyting okkar er og upprétt hönd merkir að við ætl- um að stöðva. Gefum stefhu- merkin tímanlega.« lil hægri Víkið til hægri fyrir hjólandi og gangandi. Sýnið öðrum þá virðingu sem þið viljið að ykk- ur verði sýnd. Umferðarreglur Hjólreiðamenn verða að fara eftir umferðarreglum. Ef þið neyöist til þess að nota akveg- ina þá gilda sömu lög fyrir hjól og bíla. Hjóla meira Hjólið meira og keyrið minna. Þannig minnkar umferð bíla og öryggi annarra vegfar- enda eykst til muna. Um þetta leyti á hverju ári eru pabbarnir sendir niður í geymslu til þess að sækja reiðhjólin og koma þeim í stand. Vorhugur er kominn í mannfólkið og vorinu fylgir að fara út að hjóla. Tilverunni fannst tilval- ið að taka hús á viðgerðarmönnum til þess að kanna hvað algengast er að gera þurfi við hjólin á þessum árstíma. Á Gamla verkstæðinu - reiðhjólaverkstæði hitti Tilveran tvo hressa viðgerðarmenn sem ættu að vita sínu viti, Pétur Þorleifsson og Jón Sigurðsson, samanlagt með yfir áttatíu ára starfsreynslu í reið- hjólaviðgerðum. Gírar og dekk „Þetta eru fyrst og fremst gírarn- ir sem eru að bila og hitt er bara al- mennt viðhald, í dekkjum og slíku. Þetta hefur breyst svo mikið eftir að þessi fjölgírahjól komu til sögunnar. Meðferðin er ekki rétt og því bilar þetta mjög mikið. Fólk verður að stíga hjólið um leið og skipt er,“ seg- ir Jón Sigurðsson. Hann segir að fólk verði að huga vel að bremsum og öðrum öryggisatriðum því mörg slæm slys haíi orðið þegar gleymst hafi að herða rær og skrúfur og dekk jafnvel dottið undan reiðhjól- unum. „Oft er fólk að kaupa ódýrt drasl sem kann að virðast hagkvæmt við fyrstu skoðun. Síðan kemur oftar en ekki á daginn að svo er ekki.“ III meðferð Pétur segist mest undrandi á því hversu litla virðingu bömin beri fyrir hjólum sínum í dag. „Það þýðir ekkert að göslast svona á þessu og henda hingað og þangað. Hjólin þola ekki svo slæma meðferð. Krakkarnir vita t.d. ekkert að nauðsynlegt er að smyrja keðju og annað og þeir hugsa stundum Sigurður Helgason hjá Umferðarráði: Ung börn hjóli ekki á götunni „Okkur er ekki vel við áð setja mikið af reglum en við mælumst til þess að ung börn, allt að 11-12 ára, séu ekki að hjóla á götunni. Þótt lög- in segi að það sé í lagi eru þau bara ekki komin með þroska til þess að átta sig á hvoru tveggja í senn, þungri og flókinni umferð og að stýra hjólinu og kannski sjálfum sér,“ segir Sigurður Helga- son hjá Umferðarráði, en Tilveran spurði hvort Umferðarráð legði hjólreiðamönnum einhverjar sér- stakar línur varðandi umferðina. Sigurður hvatti til þess að hug- að væri að öllum öryggismálum, hjálmum og slíku og að tekið væri tillit til gangandi vegfarenda þegar hjólað væri á gangstéttum. „Við fáum réttmætar kvartanir frá fólki á hjóli um að ekki sé tekið nægilegt tilllit til þess í um- ferðinni og síðan fáum við kvartanir, örugglega réttmætar líka, frá gangandi veg- farendum um að hjól- reiðamenn taki ekki nægilegt tillit til þeirra," segir Sig- urður. -sv Jón Sigurðsson segir hjól á borð við það sem hann vinnur hér við, gamla góða DBS, vera algerlega ódrepandi. Þetta hjól er 15 ára gamalt og það ber aldurinn Ijómandi vel. DV-myndir BG Bera litla virðingu fyrir reiðhjólunum - segja Pétur og Jón á Gamla verkstæðinu ekkert um hversu illa það fer með hjólin ef þau standa úti yflr vetur- inn.“ Jón og Pétur segjast starfa við þetta allt árið en heldur sé rólegra yfir því þessi síðustu ár. Þeir segjast ánægðir með starfið. „Maður hefur þurft að læra margt nýtt og til að byrja með var enginn til þess að kenna manni. Maður verður að fikra sig áfram og þegar ekkert er til af varahlutum þurfum við oft að mixa eitthvað í staðinn," segir Pétur og er rokinn til þess að sinna viðskiptavinum. -sv ur, fm: Krafla. þ. Uppl. í afma 896 487b. títefdrt. Reiðhjól Be«lh|óto»«peielt. Oonlm tM og lae- frerum allar gerðir rciðþjóla. Full- komið verkalœði, vanir menn. Opið mðn.-fba. kl. 9-18. Brieðumir Olnfs- son, Auðbrekku 3, Kóp., 8. 664 4489. Mótorhjól Vlllu blrta mynd af hjóllnu þfmi eða bflnum þlnum? Ef bú œtlar að setia myndaaugtysingu I l)V stendur bé^iL boða að koma með Hjólið eða Lptnðinn oe við tökum DWnaii| 'Ððarlau8u (mcðan birtai V! Vara' % Kar Hverjir gera við? „Það er ómögulegt að gefa ein- hverjar verðhugmyndir. Klukku- tíminn kostar 1.700 kr. og dekk og slanga á venjulegt hjól gæti kost- að frá 1.500 tU 2.000 kr. Síðan gæti bretti verið laust, bremsur og gír- ar í ólagi og svona getur þetta hlaðið utan á sig,“ sagði viðgerð- armaður hjá Markinu aðspurður um kostnaðinn við að koma hjól- inu á götuna ef eitthvað væri að. „Núna er sá tími að fara hönd sem allt verður hjólvitlaust í þess- um bransa. AUir koma á sama tima og stundum myndast biðlist- ar.“ Tilveran hafði sambandi við nokkra aðila sem annast viðgerð- ir á reiðhjólum. Ekki er víst að listinn sé tæmandi fyrir höfuð- borgarsvæðið en staðirnir eru: Hvellur, Smiðjuvegi 4c, Hjólið, Eiðistorgi 13, Gamla verkstæöið, Suðurlandsbraut 8, Bræðumir Ólafsson, Auðbrekku 3, Þarfa- þing, Síðumúla 34, Markið, Ár- múla 40, Öminn, Skeifunni 11, Borgarhjólið, Hverfisgötu 50, og G Á P Faxafeni. -sv Smáauglýsingar DV: Geysistór hjólamarkaður „Hjóladálkamir í Smáauglýsing- unum eru geysivinsælir og nú í apr- U og maí er aUtaf mest að gera. Síð- an er gott að gera fram á haust. Fólk tekur hjólin úr geymslunum, viU selja og kaupa nýtt eða annað notað. Þá emm við yfirleitt besti og ódýr- asti kosturinn," segir Ingibjörg L. HaUdórsdóttir, deildarstjóri á Smá- auglýsingadeUd DV. Aðspurð um verð sagði Ingibjörg það fara eftir því hvort um áskrif- endur er að ræða og hvort fólk stað- greiði. Miðað við staðgreiðsluverð kosta fjórar linur 1.302 kr. og 1.171 fyrir áskrifendur. -sv Panasonic Ferðatæki RX DS15 Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, og útvarpi. JAPISS BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.