Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
27
x>v___________________________________________________________________________________Fréttir
Ríkið frestar framkvæmdum í Ártúnsbrekku:
Blekið varla þornað
þegar þessu var rift
- segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Fyrir rúmu ári skrifaði sam-
gönguráðherra blaðagrein þar sem
hann lagði áherslu á nauðsyn þess
að taka fastar á vega- og gatnamál-
um á höfuðborgarsvæðinu. Nefndi
hann sérstaklega umferðarþungann
og slysahættuna í Ártúnsbrekku.
Núna hefur Alþingi dregið úr vega-
framkvæmdum. Borgarstjóri segir
ekki vitað hvenær hægt verði að
ljúka framkvæmdum við tvöfóldun
akbrauta í Ártúnsbrekku. Á meðan
verður flöskuháls neðst í
brekkunni.
Smíði brúar Vesturlandsvegar
yfir Sæbraut hefur ekki verið tíma-
sett. Þangað til verður þriðja akrein
á vestari hluta nýbyggingu Vestur-
landsvegar höfð lokuð og myndast
því flöskuháls á þessari leið.
„Ríkisstjórnin ákvað í fyrra að
beita sér fyrir sérstöku fram-
kvæmdaátaki í vegamálum. Það var
áætlað að framkvæma fyrir 3.500
milljónir á 4 árum. Þetta átaksfé átti
að skiptast eftir fólksfjölda á milli
landsvæða. Þar af leiðandi átti höf-
uðborgarsvæðið að fá mest í sinn
hlut enda viðurkennt af öllum aðil-
um að það væri brýnast. Það var
víðtæk samstaða um framkvæmdir
í Ártúnsbrekku út af slysahættunni
og umferðarmagninu. Tæpu ári
seinna var ákveðið að skerða þetta
um 35 prósent. Blekið var varla
þornað þegar þessu var rift,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Hún bendir á að almennu fram-
lögin á vegaáætlun hafi verið skert
um 18 til 19 prósent. Stærsti hlutinn
af því sem er á vegaáætlun fari því
ekki á höfuðborgarsvæðið heldur út
á land. „Nú vitum við ekkert hvert
framhaldið verður," segir borgar-
stjóri.
„Hér var ekki um niðurskurö að
ræða heldur frestun á framkvæmd-
um. Þessari aðgerð var ekki beint
gegn höfuðborginni sem er augljóst
af því að mitt kjördæmi, Norður-
land eystra, fer verst út úr því af
landsbyggðarkjördæmunum," segir
Halldór Blöndal samgönguráðherra.
Hann bendir á að dauðaslysum
hafi fiölgað úti á landi en ekki á höf-
uðborgarsvæðinu. „Það er feiknaleg
slysahætta við einbreiðu brýrnar,"
tekur samgönguráðherra fram.
Forsvarsmenn sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu hafa skorað á
ríkisstjórnina að standa við fyrri
áætlanir um tímasetningu fram-
kvæmda. Samgönguráðherra segir
það skoðun sína að framkvæmdir
við Ártúnsbrekku frestist ekki
nema um nokkra mánuði.
-IBS
ygámimég'jBgim í lís^lpiiit
Flóögátt
Bíldshötöi
Framlenging á
undirgöngum
Straumur
3ygging næstá
áfanga, þ.e. brúai
Jir Sæbraut, hefu
snn ekki veriö
Jmasett.
BM-Vallá
Bon- og
þvottastöö
Bilahollin
Greiðabilar
Brimborg
Ny brú yfir Elliöaár
Nesti
svegur
Nestí
í Nýbygging
i Eldri hluti Vesturlandsvegar
Annaö gatnakerfi
Nýbygging en ekki tekin í notkun
Næsti áfangi
Þriöja akreinin verður byggö nú en
ekki tekin í notkun fyrr en næsti
áfangi hefur verið byggður, þ.e. ný
brú Vesturlandsvegar yfir Sæbraut.
100
200m
i
Bæklingur um fíkniefni inn á hvert heimili
DV, Suðunesjum:
„Þetta er ekki bæklingur sem þú
skoðar og hendir síðan, heldur er
þetta bæklingur sem þú geymir og
skoðar aftur og aftur. Viðtökur hafa
verið alveg meiriháttar. og bækling-
urinn þarf að komast inn á öll heim-
ili landsins,“ sagði Elías Kristjáns-
son um bæklingin sem heitir Fíkni-
efni þú og barnið þitt.
Elias, sem starfar sem tollfulltrúi
IKNÍÉFN*
OG BABNKl
Elías Kristjánsson með bæklinginn.
við fíkniefnaeftirlit á Keílavíkur-
flugvelli, hefur unnið í frítíma sín-
um ásamt Svavari Sigurðssyni að
þjóðarátaki gegn fíkniefnum. Bæk-
lingurinn sem er glæsilegur hefur
hlotið mjög góðcir viðtökur. Búið er
að prenta 40 þúsund eintök og fæst
ekki fjármagn til að prenta meira í
bili.
Elías segir að til standi að prenta
95 þúsund eintök svo hann komist
inn á hvert heimili landsins. Frum-
myndin og hugmyndin að bækling-
unum er bresk og var fengið leyfi
hjá breska heilbrigðisráðuneytinu
um að gefa hann út hér á landi.
Hann var síðan endurunnin miðað
við íslenskar aðstæður.
Margir stuðningsaðilar víða um
land komu við sögu við útgáfu bækl-
ingsins og að öðrum ólöstuðum vóg
þáttur Lionshreyfingarinnar þar
mest m.a. við að dreifa honum á
heimilin. Það er von þeirra sem
standa að þessu að meiri stuðningur
fáist svo hægt sé að prenta hann
áfram. Hann kostar um 2.3 milljón-
ir og er prentaður í 16 síðum í lit.
-ÆMK
Tvö sýslumanns-
embætti laus
til umsóknar
Embætti sýslumannsins á Hólma-
vík hefur verið auglýst laus til um-
sóknar. Umsækjendur eru sjö, Guð-
jón Bragason, fulltrúi sýslumanns-
ins á Hvolsvelli, Jón Sigfús Sigur-
jónsson, héraösdómslögmaður í
Reykjavík, Júlíus Kristinn Magnús-
son, fulltrúi sýslumannsins í Hafn-
arfirði, Óskar Thorarensen, héraðs-
dómslögmaður í Reykjavík, Runólf-
ur Ágústsson, fulltrúi sýslumanns-
ins í Borgarnesi, og Þorsteinn Pét-
ursson, héraðsdómslögmaður í
Reykjavík.
Embætti sýslumannsins á Akur-
eyri hefur einnig verið auglýst laust
til umsóknar. Umsækjendur eru ell-
efu, Bjarni Stefánsson, sýslumaður í
Neskaupstað, Björn Jósef Arnviðar-
son, héraðsdómslögmaður á Akur-
eyri, Björn Rögnvaldsson, sýslu-
maður í Ólafsfirði, Georg Kr. Lárus-
son, sýslumaður í Vestmannaeyj-
um, Guðgeir Eyjólfsson, sýslumað-
ur á Siglufirði, Guðjón J. Björnsson,
fulltrúi sýslumannsins á Akureyri,
Guðmundur Kristjánsson, hæsta-
réttarlögmaður í Hafnarfirði, Leó E.
Löve, héraðsdómslögmaður i
Reykjavík, Magnús Guðlaugsson,
hæstaréttarlögmaður í Reykjavík,
Páll Björnsson, sýslumaður á Höfn í
Hornafiröi og Örlygur Hnefill Jóns-
son, héraðsdómslögmaður á Húsa-
vík.
-em
Panasonic
HiFi myndbandstæki HD600
BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI
Nicam HiFi sterao, 4 hausa Long Play, Super Drive,
Clear view control, fjarstýringu, 2x Scart tengi ásamt
þvi að sýna allar aðgerðir á skjá. HD600 fékk 10 fyrir
myndgæði, og var valið besta fjölskyldu- og
heimabiómyndbandstækið
Tækið endurgreitt!
Einn heppinn viðsklptavinur fær tæklð endurgreittl
10 leigumyndir frá
Vldeohöllinni fylgja Panasonic
myndbandstækjunum!
krónur
gt!_____ . » ----------
JO íiWti jJSJ U LÍLSt&vflfaKEmíicU'
OWfTFM
vinningshafar
AKAI karokee hliómtœki
að verðmœti 34.900
krónur hlaut:
Evert A. Ellertsson
Btúnalandi 10
108 Reykjavík
s: 588 1578
Aukaverðlaun, útvarps-
vekjaraklukka, hlutu:
Jón Birgir Ragnarsson
Irabakka 30
Reykjavík
s. 587 0792
Óskar Árnason
Skarðshlíð 14 G
603 Akureyri
s. 462 5148
Ásgrímur Benjamínsson
Grenivöllum 18
600 Akureyri
s: 461 1233
Tryggvi Aðalbjörnsson
Lónabraut41
690 Vopnafjörður
s. 473 1108
Jón Jónsson
Hósteinsvegi 24
825 Stokkseyri
s. 483 1225
Unnur A. Halldórsdóttir
Hóholti 12
220 Hafnarfjörður
s. 565 0505
Við þökkum þótttökuna
og óskum vinningshöfum
til hamingju.