Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Útlönd Breski nautgripaiðnaðurinn stendur á öndinni vegna riðuveikinnar: Gæti þurft að fella þriðjung stofnsins Breski nautgripaiðnaðurinn stendur á öndinni og bíður eftir ákvörðun breskra yfirvalda og Evr- ópusambandsins um aðgerðir til að stemma stigu við riðuveikinni sem greinst hefur í breska nautgripa- stofninum. Líklegt er talið að hluti stofnsins verði felldur til að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu veik- innar. Breski nautgripastofninn er um 11 milljónir gripa og talað hefur verið um að fella 4 milijónir þeirra. Þó er talið að aðallega þurfi að fella eldri nautgripi, því yngri nautgripir eru síður taldir sýktir af veikinni. Bretar hafa látið það skýrt í ljós að þeir muni leita til Evrópusambands- ins um íjárhagslega hjálp til að bæta skaðann. Ef Bretar þyrftu að fella allan nautgripastofn sinn er talið að það muni kosta þá yfir 2.000 milljarða punda. Breski Verkamannaflokkurinn hefur haldið uppi harðri gagnrýni á stjómarflokk íhaldsmanna fyrir allt of litlar og seinvirkar aðferðir til lausnar vandamálinu. „Vandamálið er ekki aðeins sýkt nautakjöt, held- ur einnig sýkt stjómvöld og arfleifð þeirra af lygum og vantrausti," sagði Harriet Harman, talsmaður Verkamannaflokksins í heilbrigðis- málum. Síðan ljóst var að neysla á sýktu kjöti getur valdið hinni banvænu Creutzfeldt-Jakob veiki í mönnum hafa verslunareigendur skipt út nautakjöti fyrir aðrar kjöttegundir og verðlag á nautakjöti hefur fallið um meira en fjórðung af hundraði. Meðal þeirra sem gripið hafa til að- gerða er McDonalds skyndibitastað- urinn í Bretlandi sem flytur nú inn nautakjöt frá öðrum löndum í ham- borgara sína. Fjölmargar þjóðir, sem hafa keypt nautakjötsafurðir frá Bretum, hafa stöðvað innflutning á kjötinu. Evr- ópusambandið fundar nú stíft um aðgerðir til að hefta hugsanlega út- breiðslu veikinnar og breskir nauta- kjötsframleiðendur bíða ákvörðun- ar með eftirvæntingu. Ljóst er að minnkandi sala nauta- kjöts mun auka söluna á öðrum kjötafurðum, eins og lamba-, svína- og kjúklingakjöti. Einnig er talið að fiskneysla eigi eftir að aukast vegna þess. Reuter Fjöldagifting samkynhneigðra: Stuðningur við réttlæti Um 175 hommar og lesbíur gengu í „táknrænt" hjónaband í San Francisco í gær í fyrsta sinn sem slík athöfn var leyfð í Bandaríkjun- um. Þessi fjöldagifting er söguleg, því San Franciscoborg er sú fyrsta í landinu sem viðurkennir hjónabönd samkynhneigðra. Þó öllum hefðum sé fylgt við þessi hjónabönd, hefur athöfnin ekkert lagalegt gildi. „San Francisco er að sýna um- heiminum að íbúar hennar vilji styðja við bakið á réttlæti og sann- girni,“ sagði lesbían Carole Migden við athöfnina. Áður höfðu 3.000 hommar og lesbíur í borginni til- kynnt um sambúð sína á síðustu fimm árum í borginni, sambúð sem nú fæst viðurkennd. Hinn íhaldssami repúblikaia, Pat Buchanan, hefur lýst vanþóknun sinni á athöfninni. „Þessi athöfn gerir gys að hefðbundnum giftingar- athöfnum og ég er sannfærður um að hún sé staðfesting þess að sið- ferðisgildum í þjóðfélaginu fer hnignandi." Reuter Lesbíurnar Maxine Cincora og Jan Stafford voru ánægðar þegar þær voru gefnar saman á fjöldavígslu samkyn- hneigðra í San Francisco f gær. DV-mynd Reuter Jeltsín er hér mjög alvörugefinn á svip á fundi sínum með Haraldi Noregs- konungi en Rússlandsforseti er nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Nor- egi. DV-mynd Reuter Jeltsín leitar stuðn- ings Norðmanna Boris Jeltsín Rússlandsforseti leitar nú eftir stuðningi Norðmanna í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir útbreiðslu Nato í austurátt. Boris Jeltsín er nú í tveggja daga opinberri heimsókn í Noregi og hitt- ir Gro Harlem Brundtland til við- ræðna í dag. Landamæri Noregs og Rússlands eru einu landamæri þeirra síðarnefndu við Nato-ríki. Jeltsín kom nokkuð á óvart þegar hann lýsti því yfir að hann væri ekki á móti því að ríki í Austur-Evr- ópu gengju 1 Nato. Jeltsín lét síðar í ljós að hann teldi að slíkt væri í lagi, svo fremi sem ríkin tækju ekki að sér hernaðarskuldbindingar. Áður hafði komið upp hugmynd meðal franskra embættismanna Atl- antshafsbandalagsins að ný ríki, sem gengju í Nato, gætu gert það á pólitískum grunni án nokkurra hernaðarskuldbindinga. Jeltsín sagði að ef þjóðir Austur-Evrópu gengju í Nato með fullum skuld- bindingum myndi það geta skipt veröldinni enn einu sinni upp í tvær andstæðar hernaðarblokkir. Reuter Kínverjar vara Bandaríkin við afskiptum: Hota þeim verri útreið en í Víetnamstríðinu - segjast geta ráðist á Taívan á 5 mínútum Wen Wei Po, eitt af málgögnum stjórnvalda i Kína, varaði Banda- ríkjamenn við því í dag að það yrði þeim afar dýrkeypt reyndu þeir að beita valdi til að koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans. Yrði sú lexía dýrkeyptari en bæði Kóreu- stríðið og Víetnamstríðið. Blaðið undirstrikaði að þó Kínverjar hefðu hætt heræfingum á Taívansundi þýddi það ekki að Alþýðuherinn gæti ekki gripið til frekari aðgerða ef hann neyddist til þess. „Alþýðuherinn útilokar ekki möguleikann á frekari hernaðarað- gerðum ef forseti Taívans fer í að- gerðir sem miða að því að skilja Taívan frá móðurlandinu," hafði blaðið eftir hernaðarsérfræðingum. Heræfingum Kínverja á Taívan- sundi var ætlað að kúga Taívan, sem Kínverjar líta á sem óróahérað í Kína, til að hætta við öll áform um sjálfstæði. Stjórnvöld á Taívan segj- ast ekki leita sjálfstæðis fyrr en Kín- verjar hefji lýðræðislegar umbætur. Blaðið hæddist að hernaðarmætti Bandarikjanna en stór herskipafloti á vegum þeirra var staddur nærri Taívan dagana fyrir forsetakosning- arnar um helgina. „Það er fyrirsjá- anlegt að ef Bandaríkjamenn beittu valdi til að hindra sameiningu Kína og Taívan þá yrði þeim kennd lexía sem yrði mun alvarlegri en bæði Kóreu- og Víetnamstríöið,“ sagði blaðið og bætti við að þó herskipa- floti Bandaríkjamanna væri tækni- lega betur búinn en floti Kínverja gæti hann ekki várið Taívan vegna nálægðar eyjunnar við Kína. „Það er ekki hægt að treysta á Bandaríkin, þau hugsa einungis um eigin hagsmuni þegar á reynir,“ sagði blaðið í viðvörunarorðum beindum að stjórnvöldum á Taívan. Blaðið vísaði á bug efasemdum um að Kínverjar gætu ráðist á Taívan og fullyrti að kínverskar hersveitir gætu náð hvaða takmarki sem er á eynni á fimm mínútum. Reuter Stuttar fréttir i>v Kjarnorkubann undirritaö Frakkland, Bretland og Banda- ríkin undirrituðu 11 ára gamlan sáttmála um bann kjarnorku- vopna á Suður-Kyrrahafi. Kohl sterkari Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, kom sterkur út úr auka- kosningum í þremur sam- bandslöndum. Virðast Þjóð- verjar þó sjá fram á aö þurfa að herða mittisólarnar. Friðarsinni efstur Uzi Baram, ferðamálaráðherra og friðarsinni, var efstur í for- kosningum ísraelska verka- mannaflokksins í gær en Ehud Barak utanríkisráðherra var annar. Úrslitin þykja vísbending um hver verði eftirmaður Simon- ar Peresar. Tóbaksiðnaður berst Meðan pólitísk og lagaleg staöa bandaríska tóbaksiðnaðarins vernsar eyðir hann milljónum dollara í áróðursherferð þar sem lögð er áhersla á verndun banda- rískra starfa. Minnast valdaráns Tugþúsund- ir Argentínu- manna söfnuð- ust saman fyr- ir framan for- setahöllina í Buenos Aires til að minnast þess að 20 ár voru liðin frá síðasta valdarán- inu. Menem forseti lýsti því sem degi hryllings og dauða. Löggumorðingi aflífaður Stjórnarandstæðingur, sem fundinn var sekur um að myrða lögregluþjón í Bahrain, var tek- inn af lífi. Reykhugsanir slæmar Áströlsk rannsókn sýnir að það eitt að hugsa um að reykja getur skaðað fóstur. Mikil heróínframleiðsla Mikil heróínframleiðsla á sér stað í Burma þrátt fyrir að helsti eiturlyfjabarón landsins hafi gef- ið sig fram í fyrravor. Heimsækir Póliand Elísabet Englands- drottning er í Póllandi og er það í fyrsta skipti sem breskur þjóð- höfðingi heim- sækir landið. Pólverjar líta á heimsóknina sem viðurkenningu á stöðu þeirra í Evrópu. Sex drepnir á bar Byssumenn ruddust inn á bar í Sao Paulo í Brasilíu og myrtu sex manns. Er það 15. morðiö í borg- inni á árinu sem tengist átökum glæpagengja. Ræðst viö í Kashmír Indverskir stjórnarerindrekar hittu Kashmíra að máli í tilraun til að koma á friðsamlegum sam- skiptum. Sony vinsælast Sony er vinsælasta merkið í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun en General Electric og Ford koma á eftir. Díana beðin afsökunar Ökumaðurinn sem varð valdur að árekstri sem Díana prinsessa lenti í hefur beðið hana afsökun- ar vegna glannalegs aksturs. Nýr 100 dollara seðill Nýr 100 dollara seðill hefur verið settur á markað til að koma í veg fyrir tilraun til fals- ana. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.