Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 tilveran - Skíðasvæði: Þrjú á vegum borgarinnar Reykjavíkurborg • hefur um- sjón með þremur skíðasvæðum, I Bláfjöllum, Skálafelli og á HengiJssvæðinu. Virka daga eru svæðin opin frá 10 til 22 en um helgar og á helgidögum frá 10. til 18. Um páskana verður opið frá 10 til 18 frá skírdegi og tÚ annars í páskum. Opnun skíðasvæðanna fer að sjálf- sögðu eftir veðri og þvi er fólki ráðlagt að hringja í símsvara áður en lagt er af stað. Siminn er 580-1111. Teitur Jónasson: Keyrir úr nágranna- byggðum Áætlun Teits Jónasson úr Kópavogi og Garðabæ mánu- daga til fostudaga er frá Menntaskólanum i Kópavogi Íkl. 16.40, aukaferð á miðviku- dögum kl. 14 og laugardaga og sunnudaga er farið kl. 9 og kl. 13. Frá M.K. er farið sem leið liggur upp á Arnarnes, að Shell í Garðabæ, Smára, Sæbóli og Engihjalla. i -sv Haukur Brandsson: Létt að skíða á litlum skíðum „Þetta er svona það nýjasta í þess- um skíðabransa, ásamt snjóbrettun- um, og þótt þetta virðist kannski vera erfiðara “en að vera á stórum skíðum þá er ég viss um að það er bara léttara. Þetta er í það minnsta mun skemmtilegra,“ sagði Haukur Brandsson, skíðamaður úr Réttar- holtsskóla. Tilveran rakst á Hauk þar sem hann brunaði niður brekk- urnar á að því er virtist stórum inniskóm. Þegar betur var að gáð kom i ljós að bindingarnar og kloss- amir voru hefðbundin en skíðin lík- lega um 150 sentímetrum styttri en við hefði mátt búast miðað við hæð Hauks. „Maður þarf ekkert að vera orð- inn góður á venjulegum skíðum til þess að skíða á þessum. Það er bara auðveldara að stýra þeim. Þetta er rosalega gaman og ég kem hingað nokkuð oft, þ.e. þegar einhver snjór er,“ sagði Haukur. Hann sagðist hafa komið með Réttarholtsskólan- um þennan dag og orðið eftir og sagðist vera að vonast eftir góðu veðri og nægum snjó um páskana svo hægt yrði að vera á skíðum. -sv Skíðaleiga Sportleigan selur notaðan búnað, skó frá 2.500 kr., skíði með bindingum frá 5.500 kr. og stafir fást mjög ódýrir. Þeir sem vilja leigja útbúnaðinn einn dag fá hann í Sportleig- unni á 1.700 kr. Skólakrakkar fá hann á 1.500 kr. Skíðaleigan í Bláfjöllun býður all- an útbúnaðinn á 1.800 kr. fyrir daginn, börn á grunnskólaaldri fá hann á 1.500 kr. og skólafólk fær hann á 1.200 kr. Hrafnhildur Heiða á brettinu sínu. Hún var hálffúl yfir að búið væri að loka lyftunum en sagði daginn hafa verið góðan. DV-myndir ÞÖK Skíðabrettakona: Miklu skemmtilegra „Ég fer reglulega á skíði en mér finnst snjóbrettið miklu skemmti- legra,“ sagði Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir, nemi í 8. bekk Réttarholtsskóla, þegar DV hitti hana í Bláfjöllum í síðustu viku. „Þetta er miklu auðveldara þegar maður er kominn upp á lagið með þetta. Dagurinn hefur verið mjög góður og það er fátt betra en að renna sér í snjónum í góðu veðri. Það er að vísu dálítið kalt í dag og hálffúlt að það skyldi þurfa að loka lyftunum vegna vindsins." Hrafnhildur Heiða segist vera ný- búin að fá brettið og því hafi hún ekki farið mikið á það fram að þessu. „Ég er ákveðin í því að nota tim- ann vel í páskafríinu og ætla að vera hér eins mikið og ég get, svo fremi að hér verði einhver snjór. Það er lítið gagn að því að hanga hér ef enginn er snjórinn," sagði Hrafnhildur Heiða. -sv Töluverður kostnaður Það er varla hægt að segja annað en talsverð útgjöld fylgi því einu að koma sér á skíða- svæðin og kaupa sér aðgang að lyftunum. Bifreiða- stöð ís- lands, BSÍ, sér um rútu- ferðirnar upp í Blá- fjöll og kostar ferðin fyr- irfull- orðna, 12 ára og eldri, 650 kr. fram og til baka. Börn yngri en 6 ára borga ekk- ert en 6-12 ára borga 500 krón- ur. Hálfur dagur í lyfturnar kostar 800 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir börn. Heill dag- ur kostar 1000 kr. fyrir full- orðna og 400 kr. fyrir börn. Hálfsdagskort gilda tO kl. 16 þá daga sem opið er til 22 en til kl. 14 þá daga sem opið er til 18. Guðmundur Jónasson: Ferðir frá BSÍ Rútan upp i Bláfjöll fer frá BSÍ kl. 10 og 13.30 laugardaga og sunnudaga, mánudaga og föstudaga kl. 14 og 17 og þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl. 14, 16 og 17. Bíllinn er u.þ.b. eina klukkustund í Blá- fjöll, frá B.S.Í., en hann fer Laugarnes-Breiðholt, kemur við í strætisvagnaskýlinu viö I Sundlaugarnar í Laugardal, Sunnutorgi, Olís Álfheimum, á gatnamótum Bústaðavegar og i Réttarholtsvegar, Mjódd, Fella- í skóla og í Árbæ. Leiðin vestur- bær- austurbær byrjar við Mýrarhúsaskóla, þaðan er farið í Melaskóla, BSÍ, Shell Miklu- braut, Nesti Ártúnshöfða, Olís Grafarvogi, að Hallsvegi og Gagnvegi, Shell í Árbæ og Kaupfélagi Mosfellsbæjar. Tvær úr Ljósavatnsskóla: Strákarnir eru svo montnir „Við erum búnar að vera á skíð- um í dag en tókum svo sleðann fram og skemmtum okkur vel hér í brekkunni. Við fengum frí í skólan- um í dag og fórum í skíðaferð í stað- inn,“ sögðu þær stöllur Ása Valdís Árnadóttir, 13 ára, og Bergdís Mjöll Rúnarsdóttir, 11 ára, báðar nemend- ur í Ljósavatnsskóla, rétt utan við Selfoss, en þær lágu í snjónum og sleiktu sólskinið þegar Tilveran var í Bláfjöllum í síðustu viku. Stúlkurnar sögðust ekki fara oft á skíði enda ættu þær engar slíkar græjur. Ása Valdís sagðist hafa fengið lánuð skíði til fararinnar en Bergdís Mjöll tók bara snjóþotuna með. „Þetta er búið að vera mjög gam- an og veðrið er gott þótt það sé svo- lítið kalt,“ sagði Ása og Bergdís tók undir að ferðin væri góö tilbreyting frá náminu en sagði að sér fyndist ekkert kalt. Galdurinn væri bara að klæða sig rétt. Aðspurðar hvort skíðaparadísin væri toppurinn á tilverunni sögðu þær svo ekki vera. En eru það þá strákarnir? „Nei, þeir eru svo montnir. Ætli það eigi ekki bara eft- ir að koma í ljós hvað það er sem er toppurinn á tilverunni," sögðu stúlkurnar. -sv Ása og Bergdís á sleðanum. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.