Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 22
26
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
Leikarar f Saumastofunni ásamt
undirleikaranum.
Mynd Björn Gíslason
Saumastof-
an á Melum
í Hörgárdal
- 8 sýningar að baki
Leikdeild Ungmennafélags
Skriöuhrepps sýnir um þessar
mundir leikritiö Saumastofuna
eftir Kjartan Ragnarsson í fé-
lagsheimilinu Melum í Hörgár-
dal. Viðtökur hafa verið feikna-
góöar á þeim átta sýningum sem
komnar eru, ætíð fyrir troöfullu
húsi á Melum.
Leikstjóri er Aðalsteinn Berg-
dal og honum til aðstoöar er
Sesselja Ingólfsdóttir. Níu leik-
arar fara með jafn mörg hlut-
verk, þau Dagný Kjartansdóttir,
Kristín Haraldsdóttir, Unnur
Amsteinsdóttir, Hilda Pálma-
dóttir, Fanney Valsdóttir, Guð-
björg Inga Guðmundsdóttir,
Gísli Pálsson, Þórður Steindórs-
son og Haukur Steinbergsson.
Úndirleikari er Birgir Arason og
lýsingu stjórnar öm Þórisson.
Fjölmargir aðrir sjálíboðaliðar
koma nálægt uppfærslunni. í til-
efni af sýningunni hefur leik-
deildin gert afar vandaða og
góða leikskrá.
Saumastofan er fyrsta verk
Kjartans Ragnarssonar og var
ffumsýnt í Iðnó af Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1975. Vinsæld-
imar þá urðu slíkar að sýningar
stóðu yfir í þrjú ár. -bjb
Menning
Þriðji bekkur Leiklistarskóla íslands sýnir um þessar mundir í Lindarbæ barnaleikritið Lfsu eftir Carsten Palmer i
þýðingu Péturs Einarssonar. Verkið sló nýlega í gegn í Svíþjóð en hefur ekki áður verið sýnt á íslandi. Söngtextar
eru í þýðingu Ólafs Hauks Símonarsonar og Máni Svavarsson sér um útsetningar á tónlist. Karl Aspulund hannar
leikmynd og búninga og lýsingu annast Egill Ingibergsson. Sýningar hafa staðið yfir frá 16. mars og standa til 31.
mars. Sýningartímar eru kl. 15 um helgar og kl. 17 á virkum dögum. DV-mynd ÞÖK
Þórhildur Þorleifsdóttir í stað Viðars í Borgarleikhúsinu:
Kemur vel til greina að
endurskoða uppsagnir
- segir Þórhildur sem ráðin var til aldamóta -
fulltrúi borgarinnar sat hjá
Spenna ríkti í lofti í matsal Borgar-
leikhússins í gærmorgun þegar starfs-
menn voru boðaðir á fund ásamt fjöl-
miðlafólki og stjórn Leikfélags
Reykjavíkur tilkynnti um nýjan leik-
hússtjóra eftir að Viðar Eggertsson
var látinn taka poka sinn á dögunum.
Sigurður Karlsson, formaður stjórnar
LR, fór í ræðustól og kynnti Þórhildi
Þorleifsdóttur sem nýjan leikhús-
stjóra. Ráðning hennar hafði skömmu
áður verið samþykkt í leikhúsráði
með öllum atkvæðum stjórnarmanna
LR en fulltrúi borgarinnar, Örnólfur
Thorsson, sat hjá. Stjórnin hafði verið
í viðræðum við Þórhildi síðustu daga
en hún var meðal umsækjenda um
stöðuna í haust þegar Viðar var ráð-
inn. Þórhildur var ráðin til aldamóta,
eða til 31. ágúst árið 2000, og hóf hún
störf strax í gær.
Ætla ekki að hreinsa borðið
Þórhildur Þorleifsdóttir sagði í
samtali við DV að það væri óskyn-
samlagt af sér að nýta ekki að ein-
hverju leyti þá undirbúningsvinnu
fyrir næsta leikár sem þegar hefði far-
ið fram. Hún gæti nýtt góð verk eða
hugmyndir, hvaðan sem það kæmi.
Þórhildur Þorleifsdóttir gengur til fundar með leikurum og starfsmönnum Leikfélags Reykjavíkur f Borgarleikhúsinu
í gær. Á eftir henni kemur Sigurður Karlsson, formaður stjórnar LR, en þess má geta að bæði áttu þau afmæli í gær,
Sigurður var 50 ára og Þórhildur 51. Sigurður fékk slíkan afmælissöng að hann tilkynnti kollegum sínum nýjan leik-
hússtjóra með tár á kinnum! DV-mynd GS
„Ég ætla ekki að hreinsa borðið
með afgerandi hætti. Ég þarf að
skyggnast vel ofan í þau mál er lúta
að ráðningum leikara. Það kemur
mjög vel til greina að endurskoða
þær uppsagnir sem þegar hafa farið
fram,“ sagði Þórhildur.
Aðspurð sagðist Þórhildur ekki
þekkja stjórnskipulag LR öðruvisi en
sem orð á pappír. Við þann lestur
hefði hún ekki hnotið um neitt
óvenjulegt.
„Að hafa samráð við aðra er aldrei
til að skerða sjálfstæði. Á því byggir
nú einu sinni lýðræðið. Ég hef aldrei
verið meðmælt einveldi, hvorki í
leikhúsi né annars staðar. Reglur eru
aldrei úrslitaorð um sjálfstæði hvers
einstaklings.
Leikhússtjóri vinnur sér það
traust að enginn efast um „vald“
hans, ef hann stendur undir því. Það
er ekki fyrr en starfsfólk fer að efast
um getu yfirmanns að hann fer að
hafa þörf fyrir lagaramma sem
verndar hann.“
Hagsmunir LR í fyrirrúmi
Sigurður Karlsson, formaður
stjórnar LR, sagði við DV að með
ráðningu Þórhildar hefði verið haft í
huga að tryggja sem best hagsmuni
LR og starfsemi þess í Borgarleikhús-
inu, ekki síst með tilliti til aldaraf-
mælis á næsta ári.
„Þórhildur er bundin af þeim ráðn-
ingum leikara sem samþykktar hafa
verið í leikhúsráði en hún er ekki
bundin af verkefnavali. Henni eru
gefnar frjálsar hendur hvað það varð-
ar. Það er ekki óþekkt fyrirbæri að
leikurum sé sagt upp og þeir síðan
endurráðnir. Slíkt gerðist í fyrravet-
ur,“ sagði Sigurður.
Um þátt borgarinnar sagði Sigurð-
ur að afstaðan til nýs leikhússtjóra
kæmi sér ekki á óvart.
„Það þarf að vinna áfram að sam-
komulagi milli LR og borgarinnar. Sú
vinna hefur legið niðri um skeið en
það er næsta verkefni okkar. Við
hörmum þann ágreining sem hefur
komið upp en munum vinna að því að
jafna hann og komast að samkomu-
lagi,“ sagði Sigurður.
Borgin vildi ráðningu í 1 ár
í bókun Örnólfs, sem hann lagði
fram í leikhúsráði í gærmorgun,
minnir hann á fyrri afstöðu sína að
hann muni ekki koma að ráðningu
nýs leikhússtjóra í stað Viðars. í bók-
uninni segir m.a:
„Ég lagði það til i leikhúsráði að
leikhússtjórinn yrði einungis ráðinn
til eins árs og taldi það ekki meiri frá-
vik frá lögum og venjum en að ráða
hann án auglýsingar. Á það féllst
stjórn LR ekki. Ég hlýt því að undir-
strika þann fyrirvara sem orðaður er
í starfslýsingu leikhússtjórans um
hugsanlegar breytingar í kjölfar nýs
samkomulags Reykjavíkurborgar og
LR um rekstur Borgarleikhúss. Ekki
er unnt að ábyrgjast að starfsvett-
vangur, umboð, valdsvið og ábyrgð
leikhússtjóra haldist óbreytt frá því
sem verið hefur.“
-bjb
DV
Guðni stjórnar
Sinfóníuhljóm-
sveitinni
Guðni A.
Emilsson mun
stjórna Sinfón-
iuhljómsveit
íslands í
fyrsta sinn
þegar tónleik-
ar fara fram í
Háskólabíói
nk. fimmtu-
dagskvöld. Guðni er starfandi i
Þýskalandi um þessar mundir
en hann hefur stjómað fjölda
hljómsveita undanfarin ár og
hlotiö ýmsar viðurkenningar
fyrir störf sín. Má þar nefna
styrk úr Minningarsjóði Lindar
hér á landi og heiðursverðlaun
frá Herbert von Karajan stofn-
uninni.
Á næstunni mun Guðni
stjóma flutningi á 9. sinfóníu
Beethovens með Fílharmoníu-
hljómsveit Stuttgarts og stjóma
við opnunartónleika á tónlistar-
hátíð i Lúxemborg í næsta mán-
uði.
Sigurður og
Ashkenazy til
Danmerkur
Sigurður Bragason baritón-
söngvari og Vovka Ashkenazy
píanóleikari eru á leið til Dan-
merkur að halda tvenna tón-
leika. Fyrri tónleikarnir verða í
Helsinore 14. apríl og þeir
seinni í Kaupmannahöfn 16.
apríl á vegum listaráðs Kaup-
mannahafnarborgar í tilefni
þess að borgin er Menningar-
borg Evrópu 1996.
Á efnisskránni verða verk eft-
ir m.a. Modest Mussorgsky,
Serge Rachmaninoff, Jón Leifs,
Pál ísólfsson, Sigvalda Kalda-
lóns og Atla Heimi Sveinsson.
Úthlutað úr
sagnfræði-
sjóði Björns
Úthlutað hefur verið úr Sagn-
fræðisjóði dr. Björns Þorsteins-
sonar til Sigrúnar Pálsdóttur og
Þórs Hjaltalín. Sigrún fær styrk-
inn til að vinna að doktorsrit-
gerð við háskólann í Oxford um
viðhorf til íslands á Viktoríu-
tímanum á Englandi og Þór til
að vinna að meistaraprófsrit-
gerð um hirð Noregskonunga á
íslandi á miðöldum. Þau fá 150
þúsund krónur hvort úr sjóðn-
um.
Skagaleik-
flokkurinn
með Spegilinn
Skagaleikflokkurinn á Akra-
nesi frumsýndi um helgina leik-
þáttinn Spegilinn eftir Fríðu Á.
Sigurðardóttur, i leikgerð Ás-
dísar Skúladóttur sem jafnframt
leikstýrir sýningunni.
Spegillinn er ærslafenginn
gamanþáttur fyrir alla fjölskyld-
una. Persónumar eru tveir
drengir sem ræða saman um llf-
ið og tilveruna. Með hlutverk
þeirra fara Valgeir Sigurðsson
og Þórir Bjöm Lúðvíksson. Sýnt
er í veitingahúsinu Barbró og
hefjast kl. 4 á daginn.
Valgeir Sigurðsson og Þórir
Björn Lúðviksson í hlutverk-
um sínum í Speglinum.