Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 14
u tilveran
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
Konur á mömmumorgni mála á keramik:
Listamaður
leynist í
hverjum manni
Konurnar njóta þess að fá útrás fyrir
listamannshæfileika sína sem
leynast greinilega í fleirum
en vita af því.
DV-myndir ÞÖK
þær til sln námskeiðshaldara og læra einhverja
list. Að sögn Helenu er þetta ofsalega skemmti-
legt. Hún leyfði DV að fylgjast með eitt kvöldið
þegar Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, sem vinn-
ur í Völusteini, aðstoðaði konurnar við postu-
línsmálun. Það skal tekið fram að Margrét hélt
ekki námskeið í Fjörgyn.
Málað og olíuborið
„Keramikhlutir eru málaðir með steinalitum
og síðan eru þeir þurrburstaðir og olía borin
yfir þá í lokin. Það verður til þess að þeir fá
gamaldags áferð. Það er mikilvægt að velja liti
sem passa saman eftir smekk hvers og eins.
Nokkrar kvennanna voru með klukkur sem
þær mála með antikáferð. Þetta er mjög gaman
og það er orðin mjög mikil aukning á því að
konur fóndri hitt og þetta. Ef þær byrja held ég
að það sé erfitt að stoppa. Ég myndi segja að all-
ir hafi einhverja listamannshæfileika 1 sér,“
segir Margrét Fjóla.
-em
Víða um bæinn eru haldin námskeið
í keramikmálun, trölladeigsvinnslu,
bútasaumi og kransagerð ásamt
fleiru. Konur í Reykjavík hafa kol-
fallið fyrir þessum námskeiðum
og sumar geta alls ekki hætt þeg-
ar þær byrja. Alls kyns kvennahópar,
saumaklúbbar og mömmumorgnar,
svo eitthvað sé nefnt, taka sig saman
og fá til sín kunnáttumenn í ein-
hverri af þeim listum sem nefndar
voru. Það nýjasta í keramikmálun er
að mála á hlutina þannig að þeir virð-
ast gamlir. Námskeið á vegum Völu-
steins eru haldin tvisvar í viku í postu-
línsmálum og ýmsu öðru og eru mjög vin-
sæl.
Þrjátíu konur
Helena Hóhn stendur fyrir
mömmumorgnum í Grafarvogi en þar hitt-
ast stundum í kringum þrjátíu konur. Oft fá
Föndurfíklar
Áhugi fyrir föndri virðist hafa
aukist meðcd íslenskra kvenna og
ógrynni föndumámskeiða eru hald-
in víða um bæinn. Mjög algengt er
að konur taki sig saman og fái til
sín fóndurkennara í saumaklúbba
og alls kyns félagsskap til þess að
kenna það sem áhugi er fyrir.
Einnig er alvanalegt að konur, því
þetta eru mestmegnis konur sem
sækja þessi námskeið, fari saman í
félagi við vinkonur og taki þátt í
einhverju þeirra námskeiða sem
boðið er upp á. Að sögn starfsmanns
í Völusteini er föndrið í mikilli upp-
sveiflu hjá konum.
Mackintoshdósir
Fönduræðið byrjaði allt saman
með skreyttum dósum utan af
Mackintoshkonfekti. Það eru nokk-
ur ár síðan fyrstu námskeiðin í því
að klæða Mackintoshdósir voru
haldin. Dósirnar eru klæddar og
bólstraðar með fallegu og litríku
bútasaumsefni og síðan má geyma í
dósunum skartgripi eða eitthvað
annað glingur. Sumir bólstra dós-
irnar líka að innan.
Bútasaumur
Bútasaumsnámskeið hafa verið
haldin víða um bæinn og hafa sum-
ir orðið svo bútasaumsveikir að
sambýlisfólk hefur flutt að heiman.
Blaðamanni Tilveru var sögð saga
af ungum dreng sem átti búta-
saumsveika móður. Hún fyllti íbúð-
ina af dúkkum, púðum, gardínum
og dinglumdangli. Þegar hún færði
sig inn í herbergi unga mannsins og
laumaði þangaö skrautlegum dúkk-
um og púðum flutti hann að heim-
an. Öllu má ofgera en bútasaums-
námskeið eru mjög skemmtileg fyr-
ir þá sem hafa stjórn á sér og sauma
mátulega mikið.
Grænlenskur
perlusaumur
Meðal námskeiða sem hægt er að
sækja til dæmis í Völusteini er í
grænlenskum perlusaumi. Einnig
er mjög sniðugt að læra að mála á
silki. Margir hafa séð afar skemmti-
lega klúta og slæður sem hafa verið
handmálaðar. Það er ekki
óskemmtilegt að ganga með silki-
slæðu sem maður hefur sjálfur mál-
að á. Ekki er síður gaman að gefa
gjafir sem maður hefur sjálfur búið
til.
Leirvinnsla
Ekki má gleyma leirnum en sum-
ir hafa þessa skapandi þörf til að
búa eitthvað til með höndunum. Þá
er leirinn mjög hentugur. Hægt er
að læra að vinna með leir sem þarf
að baka og einnig að búa sjálfur til
trölladeigslistaverk.
Moppudúkkur
Námskeið í að búa til moppu-
dúkkur, sem eru gamaldags fléttaö-
ar gólftuskur, eru afar vinsæl endar
dúkkurnar mjög sniðugar. Það eru
óþrjótandi hugmyndimar að föndri
sem koma fram á sjónarsviðið en í
haust verða örugglega ný námskeið
efst á óskalista þeirra kvenna sem
eru í vandræðum með að hemja
listamanninn í puttunum.
Einbeitingin leynir sér ekki þegar málað er á postulínið. enda eru námskeið í postulínsmálun vinsælust af öllum
námskeiðum þessa dagana. Gaman er að geta bent á fallega hluti og segja að maður hafi gert þetta sjálfur.
-em