Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
Fréttir
Heilsuspillandi einangrunarvistun á undanhaldi en fangelsislæknir er óánægður með aðstöðu fanga:
Reykjavikurfangelsin sam-
rýmast ekki nútímanum
- segir Sigurður Árnason - menn dæmdir í fangelsi en ekki til mannskemmdar
Hin mannskemmandi úrræði,
gæsluvarðhald og einangrun, hafa
verið á undanhaldi í íslenska saka-
kerfinu á síðustu árum og áratugum
hvað lengd varðar. Vandinn er hins
vegar sá að einangrunarfangelsið í
Síðumúla telst varla boðlegt ein-
Fréttaljós
Óttar Sveinsson
staklingum í siðmenntuðum heimi.
Vegna frelsissviptingarinnar og ein-
angrunarinnar, sem menn hafa ver-
ið úrskurðaðir i, lögum samkvæmt,
munu flestir, sem þangað fara,
aldrei gleyma vistinni þar og marg-
ir þurfa á hjálp að halda þegar frá
líður til að laga „mannskemmdirn-
ar“.
Sigurður Árnason fangelsislækn-
ir hefur þetta að segja um einangr-
unarfangelsið:
„Það er alveg ljóst að Síðumúla-
fangelsið með þá aðstöðu sem þar er
fyrir hvern fanga - klefa meö einn
steinbekk með lélegri dýnu á, borð á
járnstólpa, sem skrúfaður er í gólf-
ið, með ófæranlegan stól, þykkmúr-
aðan glugga upp í vegg, enga að-
stöðu til að horfa á afþreyingarefni
í sjónvarpi eða til að hlusta á útvarp
- er slæm einangrun og samræmist
ekki því sem gerist í nútímasamfé-
lagi. Menn eru dæmdir til fangelsis
en ekki mannskemmdar," Sigurður
í samtali við DV.
Ógnvekjandi afleiðingar
Samkvæmt upplýsingum Land-
læknisembættisins, sem byggðar
eru á nýlegum rannsóknum erlend-
is, einkennir fanga gjarnan svefn-
leysi, þunglyndi, einbeitingarskerð-
ing, kvíði og depurð. Föngum sem
Reykjavíkurfangelsin samrýmast ekki þeim kröfum sem gerðar eru til fang-
elsa nútímans, segir Sigurður Árnason fangelsislæknir. Myndin er tekin við
Síðumúlafangelsið. DV-mynd ÞÖK
m
- fjöldi daga á ári -
Gæsluvarðhald og einangrun
800
Einangrun vegna agabrots
400
1993 1994
1995
1993
1994 1995
ov
þjást af líkamlegum kvillum versn-
ar á meðan þeir eru í gæsluvarð-
haldi, samkvæmt rannsóknum á 63
fongum erlendis.
Rannsóknirnar hafa einnig sýnt
að einangrunarföngum er mun
hættara við vistun á geðsjúkrahús-
um síðar meir en öðrum föngum.
Sjálfsvígshætta eykst auk þess hjá
einangrunarfóngum.
7 af 14 einangrunarfóngum sem
sátu að meðaltali í einangrun í 14
vikur voru komnir með svo alvar-
legt þunglyndi að þunglyndislyf
dugðu ekki. Einn þjáðist af
kransæðasjúkdómi og versnaði hon-
um mjög. Hann sat inni í 12 vikur
og dó skömmu síðar.
Margir kvörtuðu yfir skynjunar-
truflunum og nokkrir urðu svo inn-
hverfir að þeir neituðu að hafa af-
skipti af þeim sem heimsóttu þá.
Niðurstaðan er sú að einangrun í
lengri tíma veldur heilsuvanda og
verulegum geðrænum erfiðleikum í
mörgum tilfellum. Lagt er til að ein-
angrun vari að öllu jöfnu ekki leng-
ur en í 3-4 vikur.
Mánaða einangrun
ekki úr sögunni?
En hvernig er þá raunveruleik-
inn hér á íslandi?
„Ég er búinn að vera fangelsis-
læknir í 12 ár,“ segir Sigurður fang-
elsislæknir.. „í dag er miklu óal-
gengara en áður var að menn séu í
lengri einangrun en 3-5 vikur. í
rauninni er sjaldgæft að fangar séu
í einangrun lengur en 14-30 daga,
langflestir styttra. Það eru alltaf
sumir sem eru vikum saman og enn
eru dæmi um að menn séu mánuð-
um saman, þó slíkt sé miklu sjald-
gæfara á síðustu árum. Það má
segja að það séu undantekningar ef
menn eru lengur en 4-6 vikur. En
frá læknisfræðilegu sjónarmiði get
ég sagt þetta:
Því lengri sem einangrun stendur
yfir því verri áhrif hefur hún á ein-
staklinginn í bráð og lengd. Maður
sem er í eingangrun verður miklu
fyrr verr staddur en aðrir. Hann
hefur engin tengsl, honum er neitað
um öll bréf og það sem hann lætur
frá sér er grandskoðað og ekki er
hægt að hringja í ástvini. Við slíkar
aðstæður breytast menn miklu
hraðar miðað við að vera lokaðir
inni með öðrum.
Það er ljóst að einangrun hefur
tilgang en hún skemmir einstak-
linginn. Einangrun brýtur niður
viðnámsþrek, enda er það markmið-
ið, að flýta fyrir að fá fram atriði
sem kæmu annars ekki eða síður.
Skapgerð einstaklingsins hefur
síðan áhrif á hvemig hann bregst
við og hver áhrifin verða í lengd. En
það er alveg ljóst að eins og við aðra
erfíða lífsreynslu og kreppu lífsins,
eins og skilnað, að missa barn,
maka eða annað, er fangelsi og ein-
angrun mjög slæm fyrir einstak-
linga.
Sparnaðar-Bonanza
Sigurður segir að Síðumúlafang-
elsið og Hegningarhúsið sæmi ekki
siðuðu samfélagi. Hins vegar megi
líta til þess að ný álma hefur verið
tekin í notkun á Litla-Hrauni og til
standi að byggja fangelsi á höfuð-
borgarsvæðinu.
En hver er þá ástæðan fyrir því
að Hegningarhúsið frá síðustu öld
og hið ómannúðlega Síðumúlafang-
elsi eru enn í umferð?
„Fangar eru neðstir í þjóðfélag-
inu, enginn hópur manna og
kvenna er eins lágt settur og fangar
eða fyrrverandi fangar - enginn
hópur á eins fáa málsvara. Þing-
menn og fjárveitingarvald bera
engu að síður ábyrgð á þeim sem
minnst mega sín,“ segir Sigurður.
„Þar með er að jafnaði alltaf skorið
niður á þeirra sviði.
í þessum sparnaðar-Bonansa í
dag, þar sem debet og kredit ræður
ríkjum, ræður samlagning og frá-
dráttur en ekki gæði og faglegt mat.
Það er debet- og kreditliðið sem gef-
ur fyrirmæli um hvaða aðstoð og
þjónusta skuli veitt í fangelsunum,"
sagði Sigurður Árnason.
Dagfari
Kristileg nidurstaða
Engum vafa er undirorpið að
salómonsdómur séra Bolla vígslu-
biskups í Langholtsdeflunni er í
samræmi við guðræknina og hið
kristilega bræðraþel sem kirkjan
reynir að innræta. Kirkjunnar
menn hafa reynt um aldir að setja
niður deilur og jafna ágreining
með fyrirgefningunni og kærleik-
anum. Fólki er gert að fallast í
faðma og snúa hægra vanganum að
þeim sem löðrungar þann vinstri.
Allir geta lifað saman í sátt og sam-
lyndi ef þeir temja sér kristilegt
hugarfar.
Þetta eru kenningar kirkjunnar
og kristninnar og þetta er boðskap-
urinn sem hljómað hefur frá altari
guðshússins. Til þess eru prestarn-
ir og þjónar Guðs að prédika fall-
völtum manneskjum og illgjörnum
einstaklingum að gleyma hatrinu
og tileinka sér góðvildina.
Munurinn er bara sá einn að í
staðinn fyrir að prédika þennan
boðskap gagnvart sóknarbörnum
og safnaðarmeðlimum hafa þeir í
Langholtssókn einbeitt sér að því
að presturinn og organistinn temji
sér fyrirgefninguna. Forystumenn
kirkjunnar hafa sem sagt ákveðið
að snúa sér að sínu eigin fólki enda
hafa þeir áttað sig á því að það þarf
ekki að kristna söfnuðinn heldur
klerkana og kórana.
Að vísu hafa sóknarbörnin sum
hver skrifað undir áskoranir um
hefndir og fordæmingar gagnvart
klerki og haldið blaðamannafundi
til að segja frá því hvað presturinn
sé vondur. En ekki náðist í öll
sóknarbörnin og enn eru einhverj-
ir eftir sem muna eftir boðskapn-
um um fyrirgefninguna og enn þá
gerir vígslubiskup sér vonir um að
þjónar kristninnar í kirkjunni geti
hagað sér í samræmi við guðspjöll-
in. Þess vegna kemst vígslubiskup
að þeirri niðurstöðu að engan skuli
reka og engan skuli hengja og
prestur eigi að vinna með organist-
anum og organistinn með prestin-
um meðan báðir eru á lífi. Vígslu-
biskup vill sem sagt fresta aftök-
um.
Formaður Prestafélagsins er
ósáttur við þessa niðurstöðu. Hann
segir að þetta sé andvana mála-
miðlun. Presturinn í Borgarfirði
vill sjá blóð og hann veit sem er að
það er kannski hægt að telja sum-
um sóknarbörnum trú um að fyrir-
gefningin sé réttlætanleg. En hann
þekkir sitt heimafólk; hann þekkir
prestana og fólkið sem starfar í
þágu kirkjunnar og formaður
Prestafélagsins veit að svona mála-
myndadómar hafa ekkert gildi. Það
tekur enginn mark á fyrirgefning-
unni sem á annað borð starfar inn-
an kirkjunnar. Prestafélagið hefur
reynslu af því að fyrirgefningin og
kærleikurinn eru úreltar aðferðir
til að leysa deilur. Þeir vita sem er,
prestarnir, að hér verður að ganga
hreint til verks, það verður að
höggva. Það er ekkert nema aftök-
ur sem duga þegar kirkjan og
kirkjunnar menn eru annars veg-
ar. Vígslubiskup skilur ekki þá
tíma sem við lifum á og skilur ekki
þá grundvallarforsendu að prestar
og organistar og kirkjukórar og
safnaðarstjórnir sjá í gegnum allt
þetta kjaftæði með kærleikann og
fyrirgefninguna.
Það hefur líka komið í ljós að
deiluaðilar taka salómonsdómi
vígslubiskupsins meö fyrirvara.
Hvor um sig efast um heilindi hins
enda er enga treystandi í kirkju-
starfinu á þessum siðustu og
verstu tímum.
Sóknarbörnin í Langholtssókn
munu síðan bregðast við, hvert
með sínum hætti, og messur verða
hlaðnar spennu eins og mikilvægir
kappleikir og spurning hvort ekki
megi selja inn í kirkjuna til að
leyfa fólki að fylgjast með því
hvernig til tekst hjá þjóðkirkjunni
að sætta þjóna sína við að breyta
samkvæmt guðspjöllunum.
í ísrael senda þeir hermenn inn
á Gasasvæðið til að stilla til friðar.
Má ekki hafa prestinn og organist-
ann í lögreglufylgd?
Dagfari