Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 9 Utlönd Mel Gibson hlaut loks náð fyrir augum óskarsakademíunnar: Braveheart hlaut 5 óskarsverðlaun - Susan Sarandon og Nicolas Cage valin bestu leikararnir „Þetta er sannarlega stórkostlegt kvöld fyrir mig,“ sagði leikarinn og leikstjórinn Mel Gibson en hann kom, sá og sigraði við afhendingu óskarsverðlaunanna í Hollywood í nótt. Mynd hans, Braveheart, sem fjallar um skoska uppreisnarhetju á miðöldum og Gisbon leikur sjáífur aðalhlutverkið í, fékk alls fimm ósk- arsverðlaun. Var Braveheart valin besta myndin og fékk Gibson óskar- inn fyrir leikstjórnina. Þá fékk myndin óskarsverðlaunin fyrir bestu kvikmyndatökuna, besta hljóðið og bestu fórðunina. Mel Gib- son, 40 ára, hefur verið tilnefndur til óskarsverðlauna áður en skipar sér nú á bekk með mörgum þekkt- um leikurum sem hljóta óskarsverð- laun sem leikstjórar. Nicolas Cage hreppti óskarsverð- launin sem besti karlleikari í aðal- hlutverki fyrir leik sinn í myndinni Leaving Las Vegas. Þar leikur hann drykkfelldan handritshöfund. Er þetta fyrsti óskar Cages. Susan Sarandon hlaut óskarinn sem besta leikkonan en hún leikur nunnu sem á í samskiptum við dauðadæmdan fanga í myndinni De- ad Man Walking. Er þetta í fyrsta skipti sem Sarandon fær óskarinn en hún hefur verið tilnefnd fimm sinnum. Kevin Spacey hlaut óskarinn fyr- ir leik í aukahlutverki í sakamála- myndinni The Usual Suspects en þar leikur hann fatlaðan svindlara. Mira Sorvino hreppti síðan óskar- inn fyrir aukahlutverk í mynd Woddy Allens, Mighty Aphrodite, en þar leikur hún símavændiskonu. Emma Thompson hampaði ósk- arsstyttu i lok hátíðarinnar en hana fékk hún fyrir gerð handrits eftir skáldsögu fyrir myndina Sense and Sensibility. Emma hlaut óskarinn fyrir besta leik 1992 og er fyrst í sögu óskarsverðlaunanna til að fá óskar fyrir bæði leik og handrits- gerð. Besta erlenda myndin var valin Antonia’s Line frá Hollandi. Leikarinn Christopher Reeve, sem lamaðist eftir slys á hestbaki í fyrra, kom hátíðargestum í opna skjöldu þegar hann birtist í hjóla- stólnum sínum og fjallaöi um ábyrgð kvikmyndaiðnaðarins gagn- vart gerð mynda um félagsleg mál- efni. Var varla auga þurrt í salnum eftir ræðu hans. Gamla brýnið Kirk Douglas, faðir Michaels, hlaut sérstök heið- ursverðlaun óskarsakademíunnar fyrir ævilangt starf sitt að kvik- myndum og reis allur salurinn úr sætum þegar hann veitti verðlaun- unum viðtöku. Leikkonan Whoopi Goldberg stýrði verðlaunaafhendingunni og þótti takast mun betur upp en spjallþáttastjórnandinn David Lett- erman í fyrra. Reuter Mel Gibson þakkar fyrir óskarsverðlaunin sem hann hlaut fyrir leikstjórn. Símamynd Reuter Biður Perot að fara ekki fram Bob Dole, sem hefur tryggt sér út- nefningu repúblikana sem forseta- frambjóðandi Qokksins í nóvember, bað Ross Perot, sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, um að bjóða sig ekki fram í komandi kosn- ingum. Sagði Dole að framboð Perots mundi einungis hjálpa Bill Clinton forseta til endurkjörs. Forkosningar repúblikana fara fram í Kalifomiu í dag. í gær sagði Dole að repúblikanar hefðu reynt að koma til móts við hugmyndir Perots en þær hefðu strandað á neitunar- valdi Clintons. „Clinton hefur verið hindrun. Við skulum ekki gera bar- áttuna erfiðari fyrir repúblikana. Látum það verða létt verk að senda Bill Clinton aftur heim til Little Rock.“ Perot tók ekki vel í beiðni Doles. í viðtali réðst hann bæði á repúblik- ana og demókrata fyrir að takast ekki að ná samkomulagi um fjárlaga- frumvarpið fyrir 1996. Perot er að safna fé tU eigin flokks sem hann kallar Reform Party eða Endurbótaflokkinn. Stefnir flokkur- inn á að bjóða fram í forsetakosning- unum í haust. Perot segist vilja fara fram velji flokkurinn hann. Perot fékk 19 prósent atkvæða í forseta- kosningunum 1992. Reuter pvl! IBRAVEHEARTI Réttað yfir fjöldamorðingja Ástralski fjöldamorðinginn, sem ákærður er fyrir hrottafengin morð á sjö bakpokaferðalöngum, hafði að öllum líkindum uppi áform um rán og morð á breskum ferðamanni. Breski ferðamaðurinn er aðalvitni ákæruvaldisns gegn meintum fjöldamoröingja, ástralska vega- vinnumanninum Ivan Milat. Hinn 51 árs gamli Milat er talinn hafa myrt sjö ferðamenn á árunum 1989-’92 og hent illa útleiknum lík- um þeirra í grafir sem hann útbjó í Belangloskógi, um 100 km suðvestur af Sydneyborg. Talið er að Milat hafi ætlað að ræna og myrða breska ferðamann- inn sjálfum sér til skemmtunar, en breska ferðamanninum tókst að flýja undan honum. Líkin sem fund- ist hafa af þeim myrtu eru öll mjög illa útleikin, hafa verið bútuð sund- ur og greinilega verið verr útileikin en nauðsynlegt var til að taka fólk- ið af lífi. Leitin aö fjöldamorðingjan- um hefur lengi staðið yfir og mikill ótti hefur hrjáð íbúa á athafnasvæði morðingjans en þeir varpa nú önd- inni léttar. Reuter Panasonic Ferðatæki RX DS25 Ferðatæki með geislaspilara, 40W magnara, kassettutæki, útvarpi m/stöðvaminni og fjarstýringu. BESTA IVIYND BESTI LEIKARI Nicolas Cage - Leaving Las Vegas BESTA LEIKKONA Susan Sarandon - Dead Man Walklng BESTI LEIKARI I AUKAHLUTVERKI Kevin Spacey - The Usual Suspects BESTA LEIKKONA I AUKAHLUTVERKI Mira Sorvino - Mlghty Aphrodlte BESTI LEIKSTJORI Mel Gibson - Braveheart BESTA ERLENDA KVIKMYND Antonia's Line - Holland BESTA FRUMSAMDA HANDRIT i The Usual Suspects - Christopher McQuarrie BESTA HANDRIT BYGGT A OÐRU EFNI Sense and Senslblllty - Emma Thompson MATUR 0G KOKUR /#///////////// 16 síðna aukablað um MAT OG KÖKUR fylgir DV á morgun Fjallað verður um matartilbúning fyrir páskana. Uppskriftir að kökum, brauðréttum og ostaréttum verða birtar. Sagt verður frá páskasiðum o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.