Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996
3
ig endurbættur Grand Cherokee Laredo
Fréttir
Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir
Ekki sama riðan
í nautgripum
OSL sauðfé
Aukabúnaður á mynd: Staerri dekk og upphaekkun.
Nýtt grill • Ný gerð af hliðarlistum • Loftpúði líka fyrir farþega frammí
Opnanleg afturrúða í hlera • Ný innrétting og sæti • Selec-Trac millikassi
Nýjar álfelgur • Þokuljós innfeld í stuðara • Stokkur í lofti með
aksturstölvu Dökkt gler • Glasabakki fyrir farþega afturí
„Sem betur fer er þetta ekki sama
veikin og er í íslenska sauðfénu en
hún er af líkum stofni," sagði
Brynjólfur Sandholt yfirdýralæknir
aðspurður um riðu í nautgripum á
Bretlandseyjum, sem mikið hefur
verið i fréttum undanfarið.
„Riða er búin að vera í sauðfé hér
í 110 ár og við höfum einungis tvö
tilfelli af þessari Creutzfelt-Jakob
veiki sem er í fólki. í Bretlandi er
hún talin vera afleiðing af kúariðu,
það er þó ekkert sannað í þeim efn-
um. Þau tilfelli þar sem þessi sjúk-
dómur hefur greinst hafa ekkert
frekar fundist á riðusvæðum en
annars staðar. Þetta er hrörnunar-
sjúkdómur sem ræðst á taugakerfið
og veldur dauða,“ sagði Brynjólfur.
Hann sagði að í Bretlandi væri
búið til mjöl úr dýraúrgangi og
blandað í dýrafóður. Þetta hefði ver-
ið bannað 1989 og síðan hefði veikin
rénað þar.. Hér hefði verið bannað
að nota slíkan úrgang árið 1978.
„Riðan hér hefur verið mikið á
niðurleið en reyndar hafa fundist
nokkur tilfelli á síðasta ári. Það eru
áraskipti að þessu en engin merki
um kúariðu," sagði Brynjólfur. -ÞK
Vagnhöfða 23 • 112 Reykjavík • Sími 587-0-587
TOSHIBA
Nýr Skútustaöahreppur:
Hreppa-
mörkin
óljós
Hágæða sjónvarpstæki
með tvisvar sinnum fleiri mögnurum
en í Hl Fl hljómtækjum
„Það er enn óafgreitt mál hvar
hugsanleg mörk nýs sveitarfélags
verða. Undirbúningsnefndin er
fyrst og fremst að vinna að tillögum
varðandi skiptinguna til að leggja
fyrir íbúana. Hvar mörkin við hinn
hluta Skútustaðahrepps verða er
eitt vandamálið og lausn á því verð-
ur helst að finnast fyrir páskana,"
segir Eyþór Pétursson, í undirbún-
ingsnefnd fyrir skiptingu Skútu-
staðahrepps.
Eyþór sagði að menn hugsuðu sér
að þeir sem ættu styttri skólaakstur
til Skútustaða en til Reykjahlíðar
myndu tilheyra nýju sveitarfélagi.
Þó væri eðlilegast að þeir sem búa á
mörkunum fái að velja.
Skólamálin í Skútustaðahreppi
eru helsta orsök þess að hluti
hreppsbúa hefur ákveðið að undir-
búa stofnun nýs sveitarfélags. Þetta
eru þeir í suðursveitinni sem nú
reka einkaskóla á Skútustöðum í
stað þess að senda börn sín til
Reykjahlíðar. -GK
Austflrskir útgerðarmenn:
Vara við
græðgi í síld-
veiðunum
DV; Eskifirði:
Austfirskir útvegsmenn komu
saman á fund á Egilsstöðum 23.
mars og þar kom fram sá ótti að
veiðar úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum fari of snemma af stað - verði
stundaðar af meira kappi en fyrir-
hyggju. SOdin er grindhoruð þegar
hún leggur af stað frá Noregsströnd-
um í vesturátt í ætisleit.
Austfirðingar telja skynsamlegt
að hefla veiðarnar ekki fyrr en í
maí eins og gert var í fyrra. En veið-
arnar eru frjálsar og frést hefur af
útgerðarmönum sem vilja hefja
veiðar strax í byrjun apríl til að
ávinna sér rétt til kvóta. Slíkri
græðgi vara Austfirðingar eindreg-
ið við og samþykktu eftirfarandi til-
lögu sem send var Þorsteini Páls-
syni sjávarútvegsráðherra og einnig
til sjávarútvegsnefndar Alþingis.
„Fundurinn beinir því til sjávar-
útvegsráðherra að hann sjái til þess
að síldarveiðar úr norsk-íslenska
stofninum byrji eigi fyrr en 1. maí
nk. Rökin eru þekkt. Síldin er mjög
lélegt hráefni og þar af leiðandi
verðlítil fram í maí.“ Reglna
Sjónvarpstækið á myndinni kostar kr. 160.110 stgr.
Hingað til hefur verið litið á Hi Fi hljómtæki sem það besta sem hægt er að fá í hljómtækjum fyrir heimili. Venjulega eru þau þannig
úr garði gerð að 2 magnarar keyra hvorn hátalara eða hátalarasett. Toshiba Home Cinema sjónvarpstækin eru búin miklu hærri gæða-
staðli. 5 magnarar keyra 6 hátalara. Sérstakir magnarar eru fyrir vinstri og hægri hátalarana til að gefa fullkomna stereo skiptingu.
Sérstakur magnari er fyrir hina nýju, stóru bakhátalara til að gefa einstakan umhverfishljómburð. Sérstakur magnari er fyrir nýju fram-
hátalarana sem gefa undraverðan kraft beint frá sjónvarpsmyndinni. Og síðast en ekki síst sérstakur magnari fyrir SUB- Wooferinn
til þess að ná fram enn dýpri og kraftmeiri bassahljóm. Allir magnararnir eru keyrðir upp með 55 vatta hljóðmögnun. Og það allra
nýjasta í sjónvarpstækinu eru 5 nýhannaðar stafrænar rásir sem gefa skarpari og tærari mynd en sést hefur áður í heimabíói. Þetta
tæki er algjör sprengja. Þú þarft ekki að leita lengra. ______
TOSHIBA
TOSHIBA
Margverðlaunuð
af þekktustu hljóm
tækjatímaritum
Fyrstir með PRO-LOGIC
Veldu tæki frá brautryðjanda á sviði
sjónvarps- og videotækja, þá ertu með
TOPP TÆKI í höndunum um langa framtíð
28" tækin kosta frá kr. 89.822 stgr.
Einar
Farestveit & Co.hf
Borgartúni 28 562 2901 og 562 2900