Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 36
K I N TT§ til milu/s að \ ■» KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendrngu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Togarinn Vydunas: Óháðir aðilar skeri úr „Óháðir aðilar verða að skera úr •>um hver skuldar hverjum. Ég kvíði ekki þeim úrskurði," segir Sigurður Grétarsson hjá Úhafsveiðum hf. í Fellabæ um ásakanir þess efnis að hann skuldi eigendum litháíska tog- arans Vydunas nær 50 milljónir króna. Eigandinn er banki í Litháen og lét hann kalla skipið heim um helg- ina vegna meintra vanhalda Út- hafsveiða hf. á að greiða fyrir leigu á skipinu. Sigurður segir að lit- háískt fyrirtæki hafi togarann á leigu en hann sjái einungis um út- gerð skipsins. Vydunas er nú komið inn á Eystrasalt og verður væntanlega í heimahöfn í Litháen í nótt eða á jnorgun. Fjórir íslendingar eru um borð og sendu þeir um helgina út neyðarkall þar sem þeim var ekki heimilað að hafa samband við lánd. íslenska utanríkisráðuneytið gekk í málið og i gær þótti upplýst að ekkert væri að um borð. Þá var farið fram á að ættingjar íslensku skipverjanna mættu hafa samband við þá. Af því hefur ekki orðið. „Ég hef ekkert heyrt og er eðli- lega orðin kvíðin vegna óvissunn- ar,“ sagði Þórdís Trampe, eiginkona Ara Albertssonar, stýrimanns á Vydunas, við DV í morgun. -GK Alþýðusambandið: Fundaherferð Alþýðusamband íslands ætlar að vera með fundi í verkalýðsfélögum um allt land á næstunni til að kynna frumvarp félagsmálaráðherra um stéttarfélög og vinnudeilur. Fundaherferðin er hafin. í gær- kvöld efndu verkalýðsfélögin í Suð- ur-Þingeyjarsýslu til sameiginlegs fundar á Húsavík. Þar var frum- varpinu hafnað og þess krafist að það verði dregið til baka. -S.dór Kærunefnd jafnréttismála: Lög brotin á Þórhildi Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp þann dóm að leikhúsráð hafi brotið jafnréttislög á Þórhildi Þorleifsdóttur þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu leik- hússtjóra Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu s.l. haust þegar Viðar Eggertsson var valinn úr hópi 10 umsækjenda. Þórhildur var sem kunnugt er ráðin leikhússtjóri í gær í stað Viðars. Athygli vekur að dómurinn var kveðinn upp sl. föstudag. Kærunefndin telur Þórhiidi hafa verið hæfari en Viðar. -bjb - sjá nánar bls. 26 Forstöðukona gæsluvallarins við Frostaskjól: Tveggja tonna steypu- stykki híft yfir börnin - engin hætta á ferð, segir undirverktakinn „Þetta var alveg hræðilegt gá- leysi. Það voru böm hér í sandkass- anum þegar þeir svifu hér yfir hann og húsið hér með á að giska 2 tonna steypustykki. Mér finnst aö svona eigi ekki að koma fyrir,“ segir Sig- ríður Kristjánsdóttir, forstöðukona á gæsluvellinum við Frostaskjól. Gæsluvöllurinn er við hlið Grandaskóla sem verið er að byggja 'við. Sigríður segir þá sem starfa við byggingarframkvæmd- irnar ekki hafa varað starfsfólkið við þegar steypustykkin voru hííð yfir lóðina á fimmtudaginn. „Manni finnst alveg ótrúlegt að verktakinn skyldi ekki bíða með þessar framkvæmdir þar til eftir lokun. Við tókum náttúrlega börn- in úr sandkassanum og foreldrar sem voru að koma með bömin sín hingað sneru með þau heim,“ greinir Sigríður frá. „Ég get fullyrt að það var aldrei nein hætta á ferðum. Við töldum ekki ástæðu tfi þess að rýma gæslu- völlinn vegna þessa verk. Verið var að hifa mjög lítil og létt stykki með mjög öflugum tækjum. Frágangur- inn á þessum stykkjum var svo ör- uggur að það er ekki möguleiki á að þau heíðu losnað," segir Pétur Jó- hannsson framkvæmdastjóri GP Krana sem eru undirverktakar hjá Einingaverksmiðjunni og unnu verkið. -IBS/-em Nicolas Cage og Susan Sarandon hrepptu hin eftirsóttu óskarsverðlaun sem bestu leikarar í aðalhlutverkum í nótt sem leið. Nicolas Cage fékk óskar sinn fyrir frammistöðuna í myndinni Leaving Las Vegas og Susan Sarandon fyr- ir leik sinn í myndinni Dead Man Walking. Sjá allt um óskarsverðlaunaafhendinguna á bis. 9. DV-mynd Reuter íslandsbanki: Vill kaupa Búnaöar- banka „Auðveldlega má sýna fram á að rekstrarleg sameining íslandsbanka og Búnaðarbanka skfiar mikilli hag- ræðingu. Því eigum við að leita leiða til að það geti gerst. Ég tel því að íslandsbanki eigi að lýsa sig fús- an til að kaupa Búnaðarbankann ásamt fleiri áhugasömum aðilum," sagði Kristján Ragnarsson, stjómar- formaður bankaráðs íslandsbanka, meðal annars á aðalfundi bankans í gær. Á fundinum var samþykkt að greiða 6,5% arð til hluthafa og bankaráð og varamenn voru endur- kjörnir._____________-bjb Hékk ölvaður á brún hengi- flugsins Ölvaður ökumaður var nærri far- inn í sjó fram með bíl sínum á Ós- hlíð um kvöldmatarleytið í gær- kvöldi. Missti hann stjórn á bílnum við ■ krossinn á hlíðinni og hékk þar á fremri vegbrúninni þegar vegfar- andi kom að og gat látið lögreglu á ísafirði vita. Ber þeim sem til sáu saman um að litlu hefði mátt muna að maður og bill færu fram af brúninni. -GK ÞARF ÞÁ EKKI AÐ ENDURRÁÐA ÞÓRHILDI? Veðrið á morgun: Léttskýjað suðaustan- lands Á morgun verður fremur hæg norðvestanátt á landinu. Smáél vestan- og norðanlands, léttskýjað suðaustanlands en annars staðar skýjað. Veðrið í dag er á bls. 36 2 pizzur fyrir I Þriðjudagar eru bíódagar QFenner REIMAR OG REIMSKÍFUR Ponben Suöurlandsbraut 10. S. 568 6499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.