Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 5 Fréttir Hafnkell A. Jónsson, formaöur Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifiröi: Hættir trúnaðarstörfum í Sjálfstæðisflokknum - segir ástæöuna grófar árásir ríkisstjórnarinnar á launafólk i landinu „Eg segi af mér formennsku i kjördæmisráði Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi og þá um leið úr miðstjórn flokksins, þar sem for- maður kjördæmisráðs á þar sæti sjálfkrafa. Það ætti enginn að fara í grafgötur um það hver ástæðan er. Ég lít svo á að formaður flokksins og forsætisráðherra, Davíð Oddsson, beri ábyrgð á þeim málum sem ráð- herrar ríkisstjórnarinnar bera fram. Þessar hugmyndir um breytingar á vinnulöggjöfinni séu með þeim hætti að ég get alls ekki þolað þær og alls ekki þolað þær aðferðir sem notaðar eru til að koma þeim á fram- færi,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Árvak- urs á Eskiflrði, í samtali við DV. Hrafnkell sagðist ekki vera að segja sig úr flokknum með þessu og að hann ætlaði áfram að sitja í stjóm kjördæmisráðsins. „Enda á ég ekkert sökótt við sjálf- stæðismenn á Austurlandi. Það er forysta flokksins sem ber alla ábyrgð á þessari árás á launafólk í landinu og þá sérstaklega formaður flokksins. Það er algerlega ósam- rýmanlegt að eiga sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins sem formaður kjördæmisráðsins á Austurlandi og eiga jafnframt að gæta hagsmuna launafólks, sem fulltrúi þess i mið- f Hrafnkell A. Jónsson. DV-mynd BG Pílagrímaflug Atlanta í Sádi-Arabíu og Nígeríu hafið: Á þriðja hundrað íslendingar utan Pilagrímaflug Flugfélagsins Atl- anta hófst í gær, mánudag. Flogið er með pílagríma milli Jeddah og Sádi- Arabíu annars vegar og hins vegar milli Jeddah og Nígeríu. Að sögn Ingólfs Einarssonar, deildarstjóra flugrekstrardeildar hjá Atlanta, verða fjórar flugvélar með aðsetur í Sádi-Arabíu og tvær í Nígeríu. Síðastliðinn laugardag fóru um 150 íslendingar héðan til Sádi- Arabíu en flugiö þar hófst í gær. Hátt í 200 íslendingar munu starfa við flutning pílagrímanna í Sádi-Ar- abíu og um 20 i Nígeríu. Nígeríufar- arnir fara á morgun, miðvikudag. Pflagrímaflugið sjálft stendur út maí en þá tekur við svokallað kenn- araflug frá Sádi-Arabíu fram i sept- ember. Þá er verið að flytja kennara þaðan i frí, mest til Egyptalands en einnig alla leið til Taflands. Þeir, sem hafa aðsetur í Nígeríu, verða aðeins meðan pílagrímaflugið stendur eða út maí. Ingólfur sagði að þetta væri fjórða árið sem Atlanta tæki þátt i pílagrímaflugi. -ÞK Loðnuaflinn orðinn 74% af kvótanum DV, Eskifirði: Að sögn Björns Jónssonar hjá Landssambandi íslenskra útvegs- manna var loðnuaflinn orðinn um 815 þúsund tonn 20. mars en alls var 1,1 milijón tonna úthlutað á yflr- standandi loðnuvertíð sem hófst 1. júlí 1995. Fyrir áramótin veiddust 175 þúsund tonn en 635 þús. tonn hafa náðst á yfirstandandi loðnuver- tíð. Samkvæmt því er búið að veiða um 74% kvótans en veiðar standa enn yfir. Ekki er þó sama mokið að undanfömu og í febrúar og framan af mars. Hraðfrystihús Eskifjarðar hefur tekið á móti rúmlega 80 þúsund tonnum frá því veiðarnar hófust í júlí. Það er um 10% af heildarveið- inni. í ár hafa borist að landi 68.500 tonn. í bræðslu hafa farið 65.000 tonn en fryst voru 3200 tonn. Það er mesta loðnufrysting hjá fyrirtækinu á vertíð frá upphafi. -Regína stjórn ASl,“ segir Hrafnkell. Og hann segist jafnframt skora á það launafólk sem stutt hefur Sjálf- stæðisflokkinn til að,mótmæla árás- um ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar á launafólk og verkalýðshreyfing- una, við ráðherra, þingmenn og annað forystulið Sjálfstæðisflokks- ins. -S.dór ÆfikÍas*»*t*ður ferdahljómf^. Denver Mini 30 Hljómtækjasamstæða með útvarpi, magnara, tvöföldu kassettutæki, jeislaspilara, stöðvaminni í útvarpi, ullkominni fjarstýringu. Verð kr. 29.900 stgr. 345 3ja diska geislaspilari, surround magnari, tvöfalt kassettutæki, útvarp, fullkomin fjarstýring. Verð aðeins kr. 39.900 stgr. ONWA Mini 3248 Hljómtækjasamstæða með útvarpi, magnara, tvöföldu kassettutæki, geislaspilara, stöóvaminni í útvarpi, fullkominni fjarstýringu og plötuspilara. JjhKr. 31.887 stgr. Lenco PPS 2033 , w'í1' * *. * *y*y, w Lenco PPS 2024 3ja diska geislaspilari, utvarp, j disks geislaspilari, útvarp með 20 segulband, fjarstýring, 200 W stöðva minni. seeulband. fiarstvrine pmpo. Ath. verð, aðeins kr. 27.900 stgr. .ónvarpftæki ^ndstæk i S'— Midi Denver MC88 1 disks geislaspilari, útvarp stöðva minni, segulband, fjarstýring með öllum aðgerðum, 200 W pmpo. °g segulband. Verð aðeins kr. 29.900 Verð Kr. 14.996 stgr. ORION Með fjarstýringu, allar aðgerðir á skjá. 14" litasjónvarp með fjarstýringu. Verð frá kr. 29.900 stgr. Verð kr. 27.900 stgr. Starlite CD-105 Ferðageislaspilari m/útvarpi og kassettutæki. Verðkr. 14.989 stgr. Þú vaknar þægilega með útvarpsvekjara frá okkur. Verð frá kr. 1.990 Yamakawa CD Stakur geislaspilari m/fullkominni fjarstýringu, 36 cm. Verð kr. 14.989 Stereoferðatæki með útvarpi og kassettu, góður hljómur. Verð kr. 4.850 Vasadisco í miklu úrvali m/útvarpi. Verð frá kr. 3.250 Ferðageislaspilari með heyrnartólum, straumbreyti o.fl. Verð kr. 13.900 stgr. Hárblásari, 1200W, 2 hraðar, 2 hitastig. Verð frá kr. 990 Verslið hjá traustu fyrirtæki H t X*ð6o'garsi& ORMSSON HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.