Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 21
ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 25 Menning Edda Þórarinsdóttir, Heiga Bachmann og Halla Margret Johannesdottir í hlutverkum sínum. Óræð er ævi manns Þrjár konur stórar - hvaða leik- rit er það nú? Jú. Verkið er eftir Edward Al- bee, Kjallaraleikhúsið sýnir það í Tjarnarbíói, leikstjóri er Helgi Skúlason og Hallgrímur H. Helga- son þýddi textann. Edward Albee er ef til vill þekktastur hér á landi fyrir leik- ritið Hver er hræddur við Virg- iniu Woolf? en líka hafa verið sýnd Saga úr dýragarðinum og Ótrygg er ögurstundin, svo ein- hver af verkum hans séu nefnd. Þrjár konur stórar var frum- sýnt í Vín 1991 en sjálfsagt hafa einhverjir séð það í London 1993-1994 eða á þessu leikári þar sem Dame Maggie Smith hefur vakið aðdáun leikhúsgesta fyrir frábæra túlkun sína í aðalhlut- verkinu. Þetta hlutverk er af slíkri stærð- argráðu að ein- ungis hinar mestu leikkonur geta tekist á við það svo vel fari. Og við eigum slíka leikkonu þar sem Helga Bachmann er. Verkið fjallar kannski einna helst um mannsævina, það hvern- ig við horfum bláeyg fram á veg- inn og sjáum framtíðina í hilling- um en reyndin verður allt önnur en við ímynduðum okkur. Albee er að skoða manneskjuna, persón- una, sem fæðist og þroskast, mót- ast af óvæntum atvikum, breytist svo óendanlega mikið en er þó alltaf söm. Hvernig hefðum við brugðist við rúmlega tvítug ef við hefðum séð okkur sjálf eftir 30-40 ár og vitað hvað beið? Hvaða tími æv- innar er bestur og hvaða viðhorf lita sjónarmið okkar þegar við lít- um til baka? Og skynjuðum við nokkuð að þetta var „besta“ ævi- skeiðið á meðan við upplifðum það? Fléttan í verkinu er þess eðlis að ekki er hægt að segja mikið frá söguþræðinum án þess að spilla ánægju væntanlegra leikhúsgesta. Albee kann sitt fag og helsti styrk- ur hans er persónulýsingin sem ber þetta verk uppi. Bygging leik- ritsins gefur honum færi á óvenjulegu sjónarhorni og ein- stakri innri skoðun. Helga Bachmann leikur aðal- persónuna sem komin er á tíræð- isaldur og ber aldurinn vel miðað við allt og allt. Að minnsta kosti er enginn bilbugur á henni þó lík- aminn sé hrörlegur og minnið far- ið að gefa sig. Hún ráðskast með þá sem í kringum hana eru, eitil- hörð innst inni, og í framvind- unni kemur í ljós hvernig hún meitlaðist af mótlæti og sælu- stundum langrar ævi. Helga var á frumsýningu búin að ná góðu sambandi við kjarna persónunnar. Þetta er við fyrstu sýn hundleiðinleg og frek kelling en áhorfandinn kynnist henni mætavel og getur þegar upp er staðið dæmt um það sjálfur hvort fyrstu viðbrögð við persónunni voru réttmæt. Allavega liggur ljóst fyrir að hún hefur sopið margan sjó þó að það sé alltaf spurning hvað fólk getur leyft sér að vera leiðinlegt út á slíkt. Og hún lumar þrátt fyr- ir allt á rikulegum leifum af göml- um kaldhæðnislegum húmor. Edda Þórarinsdóttir leikur að- stoðarkonu frú- arinnar og það er ástæða til að fagna sérstak- lega endurkomu hennar á svið þar sem hún hef- ur ekki sést um nokkurra ára bil. Edda sannar það hér að hún er fln leikkona og túlkun hennar er blæ- brigðarík en um leið afslöppuð, með hæfilegri blöndu af léttleika og tilfinningum. Halla Margrét Jóhannesdóttir leikur yngstu konuna og náði ekki nægum tengslum við hana. Hún var strengd og fann sig greinilega ekki í hlutverkinu. Leikstjórinn hefði að ósekju mátt leggja meiri rækt við mótun per- sónunnar því að þetta veldur vissu misvægi. Úlit og samhljómur þessara þriggja kvenna eru mikilvæg at- riði en mér býður í grun að eftir nokkrar sýningar verði rennslið orðið jafnara og brúnirnar enn þá slípaðri á þessari athyglisverðu sýningu. Elín Edda Árnadóttir á mikinn heiður skilinn fyrir frábæra leik- mynd og athyglisverða búninga. Það er sannarlega hægt að segja að Tjarnarbíó sé alvöruleikhús þessa dagana og óhætt að mæla með ágætu skáldverki Albees í meðförum Kjallaraleikhússins. Kjallaraleikhúsið sýnir í Tjarnar- bíói: Þrjár konur stórar Höfundur: Edward Albee Þýðing: Hallgrimur H. Helgason Leikmynd og búningar: Elín Edda Árnadóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guð- mundsson Leikstjórn: Helgi Skúlason Leiklist Auður Eydal Hringdu í síma 904 1750 og taktu þátt í skemmtilegum leik með Sparihefti heimilanna. 300 Jgffo heppnir þátltakendur sem svara rétt þremur spurningum úr sparihefti heimilanna fá gómsœtt páskaegg frá Nóa JL - Síríusi í verðlaun. Nöfn vinningshafa verða birt í DV miðvikudaginn 3. apríl. Páskaeggin verða afhent á 4. hœð í Perlunni laugardaginn 6. apríl, frá klukkan 14-17. Vinningshafar eru beðnir að hafa persónuskilríki meðferðis þegar eggin eru sótt. 8par!h@fti htimflanna Kuvending a linu Kristbergur Ó. Pétursson á Sóloni íslandusi og Kaffi Óliver Það vill brenna við að vopnin sriúist í höndunum á listamönnum sem hitta snemma á ferli sínum nagl- ann á höfuðið. Sumir finna einfaldlega fljótt sína línu, eru náttúrubörn í listinni sem þurfa lítið meira en tæknilega aðstoð við að koma list sinni á framfæri. Sjaldnast finna listamennirnir fyrir því í pyngjunni hvort þeir séu á réttri leið, a.m.k. ekki _____ í upphafi ferilsins, en oftast er um að ræða einhverja tiifinningu fyrir að hlutirnir gangi upp. Þegar litlar und- irtektir verða næstu árin fara lista- mennirnir að efast um þessa línu sem þeir hafa þróað með sér og er jafnvel kjarni listar þeirra. Þá hefjast ef til vill miklar vanga- veltur um tilgang listarinnar á hugmyndafræðilegum grunni eða kúvending í tækni og framsetningu. Kristbergur Ó. Pétursson, sem um helgina opnaði sýningu á Sóloni íslandusi, er tvímælalaust einn þeirra listamanna sem hafa farið að efast um að upp- hafslínan sé rétt. Nú sýnir Kristbergur fjórtán mál- verk frá síðasta ári sem eru í talsvert öðrum dúr en eldri verk hans sem hangið hafa uppi um nokkra hríð í Kaffl Óliver hinumegin götunnar. Átakalitlar skuggamyndanir Kristbergur dvaldi í norrænu listamiðstöðinni Sveaborg frá febrúarmánuði og til júníloka á síðasta ári og gerði þá þessi fjórtán málverk sem eru á sýn- ingunni á Sóloni íslandusi. Þau verk eru mun mýkri og átakaminni en eldri verk Kristbergs. Hinn kröftugi grafíski eiginleiki málverkanna hefur vikið fyrir mjúkum skuggamyndunum í rauðbrúnum skala. Um leið er eins og verkin verði suðrænni, fái á sig blæ heittempraðs og lítt breytilegs loftslags i stað nor- rænna og expressjónískra stormbylja eldri mynd- verka. Vera má að Kristbergur sé meðvitað að vinna sig frá norrænni myndhefð en þá ber að líta til þess hvort hann hefur suðrænuna á valdi sínu. Að mínu mati eru það helst verkin þrjú við stigann sem hafa til að bera viðlíka snerpu og eldri verkin en á allt öðr- um forsendum. Hér er það leikur með víddir og skuggaspil í áferð strigans sem vakir fyrir Kristbergi að tefla fram en áður var áherslan á persónulega og kröftuga tjáningu. Myndlist Olafur J. Engilbertsson Sterk og persónuleg eldri verk Eldri verkin á Kaffi Óliver eru flest frá 1987 til ’92 en ein lágmynd er frá ’94. Hér hefur áður verið fjall- að um flest þessi verk á sýningum en í samhengi við hin nýju verk á Sóloni íslandusi eru verkin á Kaffl Óliver athyglisverð innsýn í það hvemig stíll getur -------------- umbreyst á stuttum tíma. Sinkæting- ar Kristbergs frá ’87-’88 og blek- og kolateikningarnar frá ’88-’89 em t.d. órafjarri myndunum á Sóloni og minna jafnvel á verk Ragnheiðar Jónsdóttur á næstu hæð fyrir ofan, á Sjónarhóli, sem voru gerð um svipað leyti og síðar. Þessi elstu verk Kristbergs eru að mínu mati með hans sterkustu og per- sónulegustu verkum. Mál- verkin fjögur frá '89—’92, sem þarna eru, standa einnig vel fyrir sínu, en hér þrengir hús- næðið um of að þeim. Kristberg- ur mætti velta fyrir sér fleiri möguleikum til tæknilegrar út- færslu línunnar sem hann lagði upp með í stað þess að fara yfir bæjarlækinn að leita að afslapp- elsi í suðrænu og sól. Hin innri sól skín skærast í átökum við efnið. SONÝ hljómtækjasamstæða MHC 801 Glæsileg samstæða með geislaspilara, kassettutæki, 160W. surround magnara, Karaoke, tónjafnara, útvarpi, hátölurum og fjarstýringu. 54.900, stgr. BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI m im Verð 39,90 mínútan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.