Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 16
■Qlveran ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Afturhvarf til rómantískrar fortíðar Einföld hús breytast í höll - stæling á gipslistum og rósettum Upphleypt veggfóður á ganga og hol „Fólk er mjög heföbundiö í vegg- fóðursvali og ragara við aö fara út í sterka liti. Flestir halda sig viö þessi einföldu röndóttu veggfóður," segir Ágústa Lúðvíksdóttir í Kis- tunni sem verslar með Laura As- hley vörur. Lífsstill fór á stúfana og kannaði hvað vinsælast væri í vegg- fóðri. Undanfarin tvö ár hefur vegg- fóöursnotkun aukist jafnframt því að fólk leitar í meiri liti í stað hvíta litarins sem áður yar allsráðandi á heimilum fólks. í Kistunni fæst einnig upphleypt veggfóður með fal- legum mynstrum sem mála á yfir. „Upphleypta veggfóðrið er oft not- að á ganga og hol. Nokkrar stofur í breska sendiráðinu voru veggfóðr- aðar með því og anddyrið á Hótel Borg. Mér finnst þessi tegund vegg- fóðurs mjög falleg og klassísk. Margir nota mjóa trélista með upp- hleypta veggfóðrinu en upphleyptu borðarnir eru ekki endilega notaðir með veggfóðrinu því þeir falla oft inn í mynstrið. Algengara er að fólk kaupi annaðhvort upphleyptan borða eða upphleypt veggfóður," segir Ágústa. Að sögn Ágústu eru ekki margir sem þora að kaupa sér veggfóður í sterkum litum en þeir leynast þó inn á milli. Upphleypta veggfóðrið er oftast nær hvítt og ætlast er til að málað sé yfir það með vatnsmáln- ingu. Á þann hátt verður veggurinn einlitur en skemmtilega mynstrað- ur. Vörurnar frá Laura Ashley eru mjög sígildar og ekki er ráðlegt að tala um néina sérstaka tískubylgju á þeim bæ. -em Venjulega er málað yfir upphleypta veggfóðrið. DV-mynd BG Sigvaldi Einarsson í Veggfóðraranum sýnir valmöguleika í listum. DV-mynd BG „Listarnir ganga út á það að ná fram eldra útliti. Fólk leitar meira í sterkari liti og listarnir undirstrika þennan rómantíska gamla stU. Vör- urnar eru mjög meðfærUegar og fólk getur gert þetta sjálft. Ekkert þarf að negla heldur eru listarnir límdir á,“ segir Sigvaldi Einarsson í Veggfóöraranum. Algeng sjón hjá yngra fólki, sem gerir upp eldri húsnæði um þessar mundir, eru skrautlistar sem minna um margt á kverklista í loftum úr gipsi eins og sjá má í mörgum göml- um húsum. Fyrir einhverjum árum þótti þetta frekar óspennandi og fieiri en einn lögðu á sig ómælda vinnu til þess að fjarlægja þessa lista úr gömlum íbúðarhúsnæðum. Listarnir eru nú ekki lengur úr gipsi heldur úr viðráðanlegra og léttara gerviefni. Einnig er hægt að fá lista úr frauðplasti en þeir eru væntanlega ekki eins endingargóðir. Út úr marmarahöllinni „Ég held að breytt hugarfar valdi því að fólk skreytir heimili sín með skrautlistunum. Flestir vilja komast út úr þessu kalda marmarahallar- tímabili og inn í gamaldags hlýlegt umhverfi. Listarnir voru mjög al- gengir þangað til 1950-60 en þá duttu þeir alveg út. Mótin sem not- uð voru í gipsið eru nú notuð til þess að búa til nýju listana sem eru úr léttara gerviefni. Listarnir eru límdir upp ólíkt trélistum sem þarf að negla. Að því búnu þarf að mála i þeim lit sem hver og einn kýs,“ segir Sigvaldi. Veggfóðrað er í metrahæð og mál- að fyrir ofan. Listarnir eru oftast látnir tóna við veggfóðrið. Efst er oft settur borði eða kverklisti. Vin- sælustu litirnir eru ýmsir tónar af grænú og rústrauðu. Úr sama efni og listarnir er hægt að fá margs konar skraut eins og rósettur og skrauthringi fyrir ofan ljósin. Einnig er mögulegt að fá hillur til þess að setja á veggi, súlur og blómastanda auk þess að skipta um gerefti á hurðum. Ákveðnar línur eru hugsaðar utanhúss líka. Margir möguleikar bjóðast á þennan hátt til þess að breyta einfoldum húsum í höll. -em Einföld hús breytast í höll með listunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.