Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. MARS 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskrittarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasðluverð 150 kr. m. vsk., helgarbiaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Frá Ártúni til Héðinsfjarðar Forgangsröðun í vegagerð og nýting fjármagns fer stundum eftir undarlegum brautum. Stórvirki hafa verið unnin í jarðgangagerð, Múlagöng sem tengdu Ólafsfjörð og Dalvík og síðar Vestfjarðagöngin sem tengja byggðir á norðanverðum Vestfjörðum. Ekki er dregið í efa að göng þessi eru mikil samgöngubót fyrir þau byggðarlögin og um leið öryggisatriði. Framkvæmdir þessar voru hins vegar afar dýrar og snerta tiltölulega fáa. Vegna þessara framkvæmda, meðal annars, hafa nauð- synlegar stórframkvæmdir í mesta þéttbýlinu orðið að bíða. Þar er umferð miklu þyngri og flöskuhálsar fljótir að myndast. Vonir voru bundnar við að nú væri komið að höfuðborgarsvæðinu en frestun nauðsynlegra fram- kvæmda þar bendir til þess að enn verði menn að búa við núverandi ófremdarástand. Það þarf enga fræðinga til þess að sjá þá hættu sem fólgin er í því að skjótast yfir stærstu gatnamótin í þeirri von að lifa af. Þar dugir að nefna gatnamót Kringlumýr- arbrautar og Miklubrautar þar sem segja má að daglangt sé stunduð sé rússnesk rúlletta með heilu fjölskyldumar. Þröng Ártúnsbrekkan er ekki gæfuleg. Því var fagnað þegar framkvæmdir hófust við breikkun hennar fyrir stuttu. Það voru hins vegar vonbrigði þegar tilkynnt var nokkru síðar að flármagn til framkvæmdanna yrði tak- markað. Því næðist ekki að ljúka breikkun brekkunnar og enn yrði flöskuháls neðst í henni. Á meðan öngþveiti ríkir nánast í umferðarmálum á höfuðborgarsvæðinu og framkvæmdum frestað þar er vegagerð hafín við væntanleg Hvalfjarðargöng. Ganga- gerðin þar er milljarðaverk sem ríkið ábyrgist að hluta. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri framkvæmd. Einnig berast fréttir af því að enn ein jarðgöngin séu komin til umræðu og það á einum afskekktasta stað landsins, Héðinsfirði. Haft var eftir forseta bæjarstjómar á Siglufirði í DV í gær að ótalmargir þættir mæli með jarðgöngum milli Siglufiarðar og Ólafsfiarðar um Héð- insfiörð. Óskað hefur verið eftir því við Byggðastofnum á Akureyri og á Sauðárkróki að félagsfræðileg úttekt verði gerð á áhrifum vegtengingar Ólafsfiarðar og Siglu- fiarðar með göngum. Vegagerð ríkisins hefur ekki gert kostnaðaráætlun um þessi Héðinsfiarðargöng en telur þó að kostnaður við þau gæti numið um tveimur milljörðum króna. Þá ber að hafa í huga að kostnaðaráætlun vegna Vestfiarðaganga var í upphafi um 3 milljarðar króna. Kostnaður er hins vegar kominn um milljarð króna fram úr þeirri tölu. Menn geta látið sig dreyma um göng á Tröllaskaga. Raunveruleikinn á höfuðborgarsvæðinu er allur annar. Samgönguráðherra sagði sjálfur í blaðagrein fyrir rúmu ári að fastar bæri að taka á vega- og gatnagerðarmálum á höfuðborgarsvæðinu. Þar nefndi hann sérstaklega slysahættuna í Ártúnsbrekku. Þegar á reynir er hins vegar skorið á framkvæmdafé í þeirri sömu brekku. Forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa skorað á ríkisstjórnina að standa við fyrri áætlun um tímasetningu framkvæmda. Undir það skal tekið. Þörf aðgerða er stjómvöldum ljós eins og fram hefur komið hjá samgönguráðherra. Á höfðuðborgarsvæðinu býr þorri þessarar þjóðar. Þar er átak í vegagerð brýnast. Forgangsröðun verkefna og nýting þess fiármagns sem til skiptanna er hlýtur að fara eftir því. Jónas Haraldsson „Reynt er að fá fólk til að nota almenningsvagna og járnbrautir og færa vöruflutninga yfir á skip“ segir dr. Bjarki m.a. Skipulag, um- hverfi og félagsmál í slðustu grein minni rakti ég hlutverk skipulags í efnahagsupp- byggingu. Ekki er þó alltaf hægt að reikna ávinning af skipulagi í peningum. Á það m.a. við um fé- Íagslega þætti skipulagsins og um- hverfismál. Fráhrindandi umhverfi Heilsa og öryggi tengjast hinum félagslega þætti skipulagsins. Má þar fyrst nefna heilsuspillandi húsnæði og talið er að rekja megi afbrotatíðni til fátæktar og lélegs umhverfis. Víða um lönd voru þvi eldri hverfi rifin og endurbyggð á sjötta og sjöunda áratugnum. Oft- ast var litið á skipulag sem tækni- legt verkefni þar sem kostnaðará- ætlanir og reiknilíkön réðu ferð- inni. Afleiðingarnar urðu ekki þær sem við hafði verið búist og útkoman varð oft félagsleg „getto“ með snauðu og fráhrindandi um- hiverfi. Á íslandi má m.a. sjá dæmi þessa í efra Breiðholtinu. Félags- leg vandamál á höfuðborgarsvæð- inu eru minni en í ýmsum stór- borgum erlendis en við erum þó ekki laus við þau. Miðborgir urðu einnig fyrir barðinu á tækniskipulaginu og sagt er að skipulagsfólk hafi vald- iö meiri skaða í ýmsum þýskum miðborgum en bandamenn með loftárásum sínum í stríðinu. Svip- aðra viðhorfa gætti hérlendis og var m.a. lagt til að meginhluti miðborgar Reykjavíkur yröi rifinn og endurbyggður. Með niðurrifi miðborganna hurfu yfirleitt mann- leg samskipti og tengsl við sögu og menningu. Loks var horfið frá nið- urrifsstefnunni og í staðinn farið að gera gömul hverfi upp. Skip og járnbrautir Umhverfismál hafa í auknum mæli ofist inn í skipulag. Með náttúruvemd er stefnt að vemdun vistkerfis náttúrunnar og á það bæði við um jurta- og dýralíf. endurvinna. Gerðar hafa verið til- raunir með að leiða regnvatn til sjávar í opnum skurðum þar sem það hreinsast á náttúrulegan hátt. Óiík sjónarmið Við íslendingar stöndum ekki illa í umhverfismálum. Allmikil mengun er af bflaumferð en við búum við hreinar orkulindir sem vega þar á móti. Um 1980 hófst þétting byggðar á höfuðborgar- svæðinu. Með henni er m.a. dreg- ið úr umferð og um leið er ósnortnu umhverfi borgarinnar hlíft. Stundum rekast þó ólík sjón- armið á, t.d. umhverfis- og sam- göngusjónarmið,- eins og varðandi staðsetningu ReykjavíkurflugvaU- ar. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróuninni á alþjóðavettvangi. Oft er gagnlegt að fylgjast með „Oft er gagnlegt að fylgjast með hvernig aðrar þjóðir leysa mál sín. Evrópusam- bandsríkin hafa með sér víðtækt samstarf á sviði félagsmála og umhverfismála.“ Kjallarinn Bjarki Jóhannesson doktor í skipulagsfræði og starfar f Svíþjóð Áhersla er lögð á að hefta dreif- ingu byggðar og vernda óbyggð svæði í nágrenni borga en einnig á tengsl grænna svæða innan borg- anna, svonefndar vistleiðir. Einnig er tekið æ meira tillit til skynsamlegrar nýtingar náttúru- auðlinda. Mengunarvamir miða m.a. að því að takmarka bílaumferð og iðnaðarmengun. Reynt er að fá fólk til að nota almenningsvagna og járnbrautir og færa vöruflutn- inga yfir á skip. Verksmiðjueig- endur eru skyldaðir að setja hreinsitæki á útblástur og frá- rennsli. Sorp er flokkað og reynsl- an sýnir að mikinn hluta þess má hvemig aðrar þjóðir leysa mál sín. Evrópusambandsríkin hafa með sér víðtækt samstarf á sviði félags- mála og umhverfismála. Má þar nefna URBAN- áætlunina, sem miðar að úrbótum í fátækum borg- arhverfum, LIFE, sem ætlað er að fjármagna umhverfisvernd, og NATURA 2000, sem miðar að um- hverfisverndun sérstakra svæða. Reykjavík hefur nýlega hafið þátt- töku í samstarfi „vetrarborga". Evrópuríkin hafa einnig með sér allmörg samstarfsnet borga á ýms- um sviðum og hefði Reykjavík ef- laust gagn af þátttöku í einhverj- um þeirra. Bjarki Jóhannesson Skoðanir annarra Félagafrelsi „Það er hlutverk Alþingis að setja almennar sam- skiptareglur í þjóðfélaginu, en ekki einstakra hags- munasamtaka eða hópa. í því ljósi verður að skoða frumvarp Páls Pétm-ssonar, félagsmálaráðherra, um breytingar á vinnulöggjöfinni frá árinu 1938 ... í hefld sinni er frumvarp félagsmálaráðherra veruleg framfor, en þó er á þvi sá annmarki, að ekki er gert ráð fyrir, að launþegar geti ráðið því sjálfir, hvort þeir standa innan eða utan stéttarfélags. Fullt félaga- frelsi á að ríkja í landinu og ekki síður á vinnumark- aði en annars staðar." Úr forystugremum Mbl. 23. mars. „Sjúbbídúa“ „Stjarna Evrópusöngvakeppninnar á íslandi hefur oft skinið skærar en nú undanfarin ár. Má eflaust um kenna að aflagðar eru forkeppnir við val á fram- lagi fslands auk þess sem mesta nýjabrumið er farið af þátttöku okkar ... Nafn íslenska lagsins - á ís- lensku - segir allt sera segja þarf: „Sjúbbídúa“. Sann- leikurinn er sá að það er nánast ekkert íslenskt við framlag íslands annað en höfúndur og flytjandi ... Þetta er stefna undanhalds og jafnvel þótt lagið kunni að klára sig í keppninni þá er til þess stofhað á röngum forsendum." Úr forystugrein Tímans 23. mars. Seljum ekki sumar og sól „Ef þessi verðmunur væri ekki þá myndi markað- urinn breytast mikið. ísland er ekki með neina sér- stöðu lengur þegar fólk getur nú farið á alla mögu- lega staði í heiminum. Við verðum því að hætta að einblína á það að ferðamenn geti komið hérna ein- ungis í júní, júlí og ágúst, því það er hægt að koma hingað á hvaða árstíma sem er. Fólki finnst alveg jafn gaman að vera hér í brjáluðu veðri á vetuma eins og í rigningu á sumrin. Við erum nefnilega ekki að selja sumar og sól, það er alveg á hreinu." Þóra Bjarnadóttir í Mbl. 23. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.