Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Útlönd Undirritun um ríkjasamband: Mótmælabylgja rís í Hvíta-Rússlandi Mikil mótmælabylgja hefur ris- iö í Hvíta-Rússlandi vegna sam- komulags yfirvalda við Rússland um rikjasamband landanna. Tutt- ugu þúsund mótmælenda komu saman í miðborg Minsk og reyndu að komast að þinghúsi borgarinnar, en lögregla staðarins meinaði þeim innkomu. Mikil reiði meðal þjóðernis- og lýðræð- issinna ríkir í garö Alexanders Lukashenkos, forseta Hvíta-Rúss- lands, vegna málsins og þykir mörgum sem vegið sé að ný- fengnu sjálfstæði landsins. Kommúnistar í Hvíta-Rússlandi styðja hins vegar heilshugar rikjasamband landanna. Samningurinn er talinn vera stórt skref í átt til sameiningar Sovétlýöveldanna, en talið er að hann muni koma Borís Jeltsin vel í komandi kosningabaráttu í Rúss- landi um forsetaembættið. Reuter Einstök jörð til sölu í Borgarfirði Uppbygging og staðsetning frábær með tilliti til starfsemi tengdri hestamennsku og ferða- þjónustu ýmisskonar ss.: hestaleiga, skipulagðar hestaferðir, reiðkennsla, tamningar, þjálfun og sýning hrossa, sumar- búðir, sala á gistinóttum, söla eða leiga á sumarbústaðalöndum og margt fleira. Fallegt bæjarstæði - einstakt útsýni. Tvö íbúðarhús - 30 hesta hús - 900 m2 reiðskemma, 200 m hringvöllur - 200 ha. land - 24 ha. ræktað afgirt með rafmagnsgirðingu. ALLT í TOPPSTANDI! Einungis tekið við skrifiegum fyrirspurnum sem sendist til aug- lýsingadeildar DV fyrir 20. apríl, merkt „Fasteign 5466“. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Auðbrekku 10, Kópavogi, sem hér segir, á eftir- ________farandi eignum:_________ Álfhólsvegur 37, þingl. kaupsamn- ingshafi Agla Björk Róbertsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar ríkisins, miðvikudag- inn 10. aprfl 1996 kl. 10.00. Ásbraut 9, 1. hæð, þingl. eig. Garðar Guðjónsson, gerðarbeiðendur Búnað- arbanki íslands og Lífeyrissjóður verksmiðjufólks, miðvikudaginn 10. aprfl 1996 kl. 10.00.___________ Dimmuhvarf 14, þingl. eig. Ásgerður Ólafsdóttir og Sigurður R. Jónsson, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík, Iðnlánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 10. april 1996 kl. 10.00.___________ Engihjalli 1,1. hæð D, þingl. eig. Dað- ey Steinunn Daðadóttir, gerðarbeið- andi húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar ríkisins, miðvikudaginn 10. apr- fl 1996 kl. 10.00.______________ Engihjalli 9, 4. hæð D, þingl. eig. Að- alheiður Sveinbjömsdóttir og Geir Sigurðsson, gerðarbeiðandi Bygging- arsjóður ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.___________ Gmpuheiði 7, 02.01.01., þingl. eig. Victor J. Jacobsen og Þórhildur Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins og Vátryggingafélag íslands hf., mið- vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. Grófarsmári 16, þingl. eig. Sigurður Þór Sigurðsson og Sigrún Inga Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.__________________________ Hamraborg 26, 1. hæð B, þingl. eig. Gunnar Þorsteinn Sigurðsson, gerð- arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.__________________________ Hamraborg 28, 1. hæð A, þingl. eig. Fanney Sigurðardóttir, gerðarbeið- andi húsbréfadeild Húsnæðisstoín- unar ríkisins, miðvikudaginn 10. apr- fl 1996 kl. 10.00. Hamraborg 32, 1. hæð C, þingl. eig. Ninja Kristmannsdóttir, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn í Kópavogi, mið- vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. Hlíðarhjalli 55, íbúð 0103, þingl. eig. db. Ólafs Ólafssonar, gerðarbeiðend- ur Byggingarsjóður verkamanna og Húsfélagið Hlíðarhjalla 55, miðviku- daginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. Hh'ðarvegur 4, þingl. eig. Sigrún Sig- valdadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris- sjóður verslunarmanna, miðvikudag- inn 10. aprfl 1996 kl. 10.00. Hófgerði 9, þingl. kaupsamningshaf- ar Ingvar Oddgeir Magnússon og Jó- hanna Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 10. aprfl 1996 kl. 10.00.________________________ Huldubraut 13, efri hæð, þingl. eig. Jóhann S. Vilhjálmsson og Guð- munda Ingjaldsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður rfldsins, miðviku- daginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. Laufbrekka 22, 2. hæð og ris, þingl. eig. Ásdís Petra Kristinsdóttir, gerð- arbeiðandi sýslumaðurinn í Kópa- vogi, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.____________________________ Lindasmári 39, 0201, þingl. eig. Þor- steinn Sveinsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.________________________ Skeifa v/Nýbýlaveg, þingl. eig. Viggó Dýrfjörð, gerðarbeiðandi Bún- aðarbanki íslands, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00._______ Vesturvör 26, nr. 1 nyrst, þingl. eig. Klaki sf., gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Kópavogs, miðvikudaginn 10. aprfl 1996 kl. 10.00.__________________ Víðigrund 19, þingl. eig. Kristinn Breiðfjörð Guðlaugsson og Ema Svanhvít Jóhannesdóttir, gerðarbeið- endur Byggingarsjóður ríkisins og Innheimtustofnun sveitarfélaga, mið- vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. Þinghólsbraut 19,2. hæð C, þingl. eig. Gísli Björgvinsson og Nanna Hreins- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð- ur ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI _______________________________________PV Hrottafengin ofbeldisárás lögreglu í Los Angeles: Kylfuhöggin dundu á fórnarlömbunum Hrottafengnar barsmíðar tveggja lögreglumanna í Kaliforníuríki á tveimur mexíkóskum smyglurum, sem náðust á myndband sjónvarps- stöðvar, hafa orsakað harkaleg við- brögð víða. Mönnum er í fersku minni fárið sem varð þegar fjórir lögreglumenn gengu í skrokk á blökkumanninum Rodney King í Los Angeles árið 1991. Vaxandi áhyggjur og reiöibylgja hafa risið vegna ofbeldisaðgerða lögreglunnar í Bandaríkjunum. Málið hefur einnig verið tekið upp í Hvíta húsinu og BOl Clinton lét hafa eftir sér á blaðamannafundi vegna málsins að hann hefði áhyggjur vegna þessa máls. Mexíkósk yfir- völd hafa harðlega gagnrýnt banda- rísku löggæsluna og heimta að hin- ir seku veröi látnir sæta ábyrgð. Á myndbandinu sést þegar tveir ungir lögreglumenn, báðir á þrí- tugsáldri, ráðast á karlmann og konu með lögreglukylfum og draga konuna á hárinu. Atvikið gerðist á þjóövegi um 16 km austan Los Ang- eles. Haft var eftir konunni í viðtali við sjónvarpsstöð að hún hefði ótt- ast mjög um líf sitt. Bæði tvö eru illa marin á skrokki og andliti en hafa þó sloppið við stórvægileg meiðsl. Þeim hefur báðum verið sleppt úr haldi lögreglu og dvelja nú í Mexíkóska sendiráðinu í Kaliforn- íu, en lögreglumönnunum hefur verið vikið úr starfl meðan rann- sókn stendur yfir. Reuter ■ Zev Greenhut, ísraelskur fornleifafræðingur, stendur hér við nokkrar steinkistur sem talið er að kunni að hafa geymt bein Jesú frá Nasaret og fjölskyldu hans. Á kistuna í forgrunni er grafið nafnið Jesús, á kistuna til hægri nafnið Jósep og á kistuna í miðið nafnið María. Kisturnar eru meðal þúsunda fornleifa sem geymdar hafa verið í vörugeymslu frá 1980. Kisturnar fundust ásamt fleiri í fjölskyldugrafreit og voru þrjár kistur merktar Jesús, María og Jósep. Greenhut segir þessi nöfn hafa verið afar vinsæl á sínum tíma og auk þess hafi beinin verið grafin á ný, samkvæmt ísraelskum lögum, eftir að kisturnar fundust. Þau sé ómögulegt að finna í dag. ísraelskir fornleifafræð- ingar segja nær óhugsandi að beinin séu af Jesú og fjölskyldu en væri svo myndi kenning kristinna manna um upprisuna hrynja, svona rétt fyrir páskana. - Sjá ítarlega umfjöllun á bls. 62 Símamynd Reuter Lögsókn á hendur tóbaksframleiðendum: Stuttar fréttir Tóbaksrisarnir reyna að verjast með kænsku Yfirheyrslur vegna lögsóknar hundraða einstaklinga gegn tóbaks- framleiðendum eiga nú hug allrar bandarísku þjóðarinnar. Þeir sem lögsækja bandaríska tóbaksfram- leiðendur er fólk sem neytt hefur tó- baks og glímir nú við alvarlega kvilla vegna reykinganna, krabba- mein eða aðra alvarlega sjúkdóma. Tóbaksfyrirtækin reyna allt til að verjast ásökunum. Lögmenn sækj- enda segja að aðalbaráttuaðferðir þeirra sé að þvinga einstaklinga til að sækja hvert einstakt mál. Risa- fyrirtækin í tóbaksiðnaðinum eiga meiri möguleika á að verjast ein- staklingum en sameinuðum hópi, sem reynst gæti þeim skeinuhættur. Ásakanirnar á hendur framleið- endum tóbaks byggjast fyrst og fremst á því hvort þeir hafa allan tímann vitað af skaðsemi nikótíns og ávanabindandi áhrifum þess. Takist sækjendum að fá tóbaksfyrir- tækin til að viðurkenna þá stað- reynd blasir við að milljónir reyk- ingamanna geta lögsótt fyrirtækin fyrir heilsutjón með fjárkröfum upp á tugi milljarða. Reuter Dole sækir á Clinton Forskot Bills Clintons Banda- ríkjaforseta á Bob Dole, verðandi forsetaframbjóðanda repúblikana, hefur minnkað síðustu vikur sam- kvæmt nýjum skoðanakönnunum. Þótt bilið milli þeirra hafi hingað til verið töluvert spá flestir stjórnmála- skýrendur vestra því að baráttan milli þeirra verði tvísýn þegar kem- ur að forsetakosningum í nóvmeber næstkomandi. í nýlegri könnun á vegum dag- blaðsins Washington Post og sjón- varpsstöðvarinnar NBC kom í ljós að Clinton hefur 53 prósent fylgi en Dole 43 prósent. Hefur dregið veru- lega saman með þeim þar sem eldri kannanir sýndu Clinton með 56 pró- senta fylgi á móti 39 prósentum Do- les. Innan Hvíta hússins er því spáð að Dole taki jafnvel forystuna í skoðanakönnunum i sumar. Reuter Fjöldagrafir skoöaöar Rannsakendur stríösglæpa á vegum Sameinuðu þjóðanna munu kanna fjölda- grafir í austurhluta Bosníu i dag þar sem talið er að lík þúsunda múslíma liggi graf- in. Kínverjum refsað Warren Christopher er að undirbúa refsiaðgerðir gagnvart Kínveijum vegna sölu þeirra á kjamorkutæknibúnaði til Pakistan. Fundaö um kúariðu Landbúnaðarráðherrar Evrópusam- bandsins funduðu í nótt um leiðir til að full- vissa neytendur um að óhætt væri að borða breskt nautakjöt. Clinton græddi Vitni í Whitewa- ter-málinu segir að Clinton forseti hafi sjálfur hagnast á láni sem vitnið seg- ist hafa verið neytt til að veita ólöglega 1986. Forsetasyni rænt Syni fyrrum forseta Kólumbíu var rænt og er hans ákaft leitað. Dauðahjálp í lagi Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að bann New York við að lækn- ar aðstoði sjúklinga að deyja með lyfjagjöf stríði gegn stjómarskránni. Aðstoð þeirra sé á engan hátt öðmvísi en þegar öndunar- vélum er kippt úr sambandi. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.