Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
Útlönd
Undirritun um ríkjasamband:
Mótmælabylgja rís
í Hvíta-Rússlandi
Mikil mótmælabylgja hefur ris-
iö í Hvíta-Rússlandi vegna sam-
komulags yfirvalda við Rússland
um rikjasamband landanna. Tutt-
ugu þúsund mótmælenda komu
saman í miðborg Minsk og
reyndu að komast að þinghúsi
borgarinnar, en lögregla staðarins
meinaði þeim innkomu. Mikil
reiði meðal þjóðernis- og lýðræð-
issinna ríkir í garö Alexanders
Lukashenkos, forseta Hvíta-Rúss-
lands, vegna málsins og þykir
mörgum sem vegið sé að ný-
fengnu sjálfstæði landsins.
Kommúnistar í Hvíta-Rússlandi
styðja hins vegar heilshugar
rikjasamband landanna.
Samningurinn er talinn vera
stórt skref í átt til sameiningar
Sovétlýöveldanna, en talið er að
hann muni koma Borís Jeltsin vel
í komandi kosningabaráttu í Rúss-
landi um forsetaembættið. Reuter
Einstök jörð til sölu
í Borgarfirði
Uppbygging og staðsetning frábær með tilliti til
starfsemi tengdri hestamennsku og ferða-
þjónustu ýmisskonar ss.:
hestaleiga, skipulagðar hestaferðir, reiðkennsla,
tamningar, þjálfun og sýning hrossa, sumar-
búðir, sala á gistinóttum, söla eða leiga á
sumarbústaðalöndum og margt fleira.
Fallegt bæjarstæði - einstakt útsýni.
Tvö íbúðarhús - 30 hesta hús -
900 m2 reiðskemma, 200 m hringvöllur -
200 ha. land - 24 ha. ræktað afgirt með
rafmagnsgirðingu.
ALLT í TOPPSTANDI!
Einungis tekið við skrifiegum fyrirspurnum sem sendist til aug-
lýsingadeildar DV fyrir 20. apríl, merkt „Fasteign 5466“.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Auðbrekku 10,
Kópavogi, sem hér segir, á eftir-
________farandi eignum:_________
Álfhólsvegur 37, þingl. kaupsamn-
ingshafi Agla Björk Róbertsdóttir,
gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús-
næðisstofnunar ríkisins, miðvikudag-
inn 10. aprfl 1996 kl. 10.00.
Ásbraut 9, 1. hæð, þingl. eig. Garðar
Guðjónsson, gerðarbeiðendur Búnað-
arbanki íslands og Lífeyrissjóður
verksmiðjufólks, miðvikudaginn 10.
aprfl 1996 kl. 10.00.___________
Dimmuhvarf 14, þingl. eig. Ásgerður
Ólafsdóttir og Sigurður R. Jónsson,
gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í
Reykjavík, Iðnlánasjóður og Toll-
stjóraskrifstofa, miðvikudaginn 10.
april 1996 kl. 10.00.___________
Engihjalli 1,1. hæð D, þingl. eig. Dað-
ey Steinunn Daðadóttir, gerðarbeið-
andi húsbréfadeild Húsnæðisstofn-
unar ríkisins, miðvikudaginn 10. apr-
fl 1996 kl. 10.00.______________
Engihjalli 9, 4. hæð D, þingl. eig. Að-
alheiður Sveinbjömsdóttir og Geir
Sigurðsson, gerðarbeiðandi Bygging-
arsjóður ríkisins, miðvikudaginn 10.
apríl 1996 kl. 10.00.___________
Gmpuheiði 7, 02.01.01., þingl. eig.
Victor J. Jacobsen og Þórhildur Jóns-
dóttir, gerðarbeiðendur húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar ríkisins og
Vátryggingafélag íslands hf., mið-
vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.
Grófarsmári 16, þingl. eig. Sigurður
Þór Sigurðsson og Sigrún Inga Magn-
úsdóttir, gerðarbeiðandi húsbréfa-
deild Húsnæðisstofnunar ríkisins,
miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl.
10.00.__________________________
Hamraborg 26, 1. hæð B, þingl. eig.
Gunnar Þorsteinn Sigurðsson, gerð-
arbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins,
miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl.
10.00.__________________________
Hamraborg 28, 1. hæð A, þingl. eig.
Fanney Sigurðardóttir, gerðarbeið-
andi húsbréfadeild Húsnæðisstoín-
unar ríkisins, miðvikudaginn 10. apr-
fl 1996 kl. 10.00.
Hamraborg 32, 1. hæð C, þingl. eig.
Ninja Kristmannsdóttir, gerðarbeið-
andi sýslumaðurinn í Kópavogi, mið-
vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.
Hlíðarhjalli 55, íbúð 0103, þingl. eig.
db. Ólafs Ólafssonar, gerðarbeiðend-
ur Byggingarsjóður verkamanna og
Húsfélagið Hlíðarhjalla 55, miðviku-
daginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.
Hh'ðarvegur 4, þingl. eig. Sigrún Sig-
valdadóttir, gerðarbeiðandi Lífeyris-
sjóður verslunarmanna, miðvikudag-
inn 10. aprfl 1996 kl. 10.00.
Hófgerði 9, þingl. kaupsamningshaf-
ar Ingvar Oddgeir Magnússon og Jó-
hanna Bjömsdóttir, gerðarbeiðandi
húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar
ríkisins, miðvikudaginn 10. aprfl 1996
kl. 10.00.________________________
Huldubraut 13, efri hæð, þingl. eig.
Jóhann S. Vilhjálmsson og Guð-
munda Ingjaldsdóttir, gerðarbeiðandi
Byggingarsjóður rfldsins, miðviku-
daginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.
Laufbrekka 22, 2. hæð og ris, þingl.
eig. Ásdís Petra Kristinsdóttir, gerð-
arbeiðandi sýslumaðurinn í Kópa-
vogi, miðvikudaginn 10. apríl 1996 kl.
10.00.____________________________
Lindasmári 39, 0201, þingl. eig. Þor-
steinn Sveinsson, gerðarbeiðandi
húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar
ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl 1996
kl. 10.00.________________________
Skeifa v/Nýbýlaveg, þingl. eig.
Viggó Dýrfjörð, gerðarbeiðandi Bún-
aðarbanki íslands, miðvikudaginn
10. apríl 1996 kl. 10.00._______
Vesturvör 26, nr. 1 nyrst, þingl. eig.
Klaki sf., gerðarbeiðandi Bæjarsjóður
Kópavogs, miðvikudaginn 10. aprfl
1996 kl. 10.00.__________________
Víðigrund 19, þingl. eig. Kristinn
Breiðfjörð Guðlaugsson og Ema
Svanhvít Jóhannesdóttir, gerðarbeið-
endur Byggingarsjóður ríkisins og
Innheimtustofnun sveitarfélaga, mið-
vikudaginn 10. apríl 1996 kl. 10.00.
Þinghólsbraut 19,2. hæð C, þingl. eig.
Gísli Björgvinsson og Nanna Hreins-
dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð-
ur ríkisins, miðvikudaginn 10. apríl
1996 kl. 10.00.
SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI
_______________________________________PV
Hrottafengin ofbeldisárás lögreglu í Los Angeles:
Kylfuhöggin dundu
á fórnarlömbunum
Hrottafengnar barsmíðar tveggja
lögreglumanna í Kaliforníuríki á
tveimur mexíkóskum smyglurum,
sem náðust á myndband sjónvarps-
stöðvar, hafa orsakað harkaleg við-
brögð víða. Mönnum er í fersku
minni fárið sem varð þegar fjórir
lögreglumenn gengu í skrokk á
blökkumanninum Rodney King í
Los Angeles árið 1991.
Vaxandi áhyggjur og reiöibylgja
hafa risið vegna ofbeldisaðgerða
lögreglunnar í Bandaríkjunum.
Málið hefur einnig verið tekið upp í
Hvíta húsinu og BOl Clinton lét hafa
eftir sér á blaðamannafundi vegna
málsins að hann hefði áhyggjur
vegna þessa máls. Mexíkósk yfir-
völd hafa harðlega gagnrýnt banda-
rísku löggæsluna og heimta að hin-
ir seku veröi látnir sæta ábyrgð.
Á myndbandinu sést þegar tveir
ungir lögreglumenn, báðir á þrí-
tugsáldri, ráðast á karlmann og
konu með lögreglukylfum og draga
konuna á hárinu. Atvikið gerðist á
þjóövegi um 16 km austan Los Ang-
eles. Haft var eftir konunni í viðtali
við sjónvarpsstöð að hún hefði ótt-
ast mjög um líf sitt. Bæði tvö eru
illa marin á skrokki og andliti en
hafa þó sloppið við stórvægileg
meiðsl. Þeim hefur báðum verið
sleppt úr haldi lögreglu og dvelja nú
í Mexíkóska sendiráðinu í Kaliforn-
íu, en lögreglumönnunum hefur
verið vikið úr starfl meðan rann-
sókn stendur yfir.
Reuter
■
Zev Greenhut, ísraelskur fornleifafræðingur, stendur hér við nokkrar steinkistur sem talið er að kunni að hafa
geymt bein Jesú frá Nasaret og fjölskyldu hans. Á kistuna í forgrunni er grafið nafnið Jesús, á kistuna til hægri
nafnið Jósep og á kistuna í miðið nafnið María. Kisturnar eru meðal þúsunda fornleifa sem geymdar hafa verið í
vörugeymslu frá 1980. Kisturnar fundust ásamt fleiri í fjölskyldugrafreit og voru þrjár kistur merktar Jesús, María
og Jósep. Greenhut segir þessi nöfn hafa verið afar vinsæl á sínum tíma og auk þess hafi beinin verið grafin á ný,
samkvæmt ísraelskum lögum, eftir að kisturnar fundust. Þau sé ómögulegt að finna í dag. ísraelskir fornleifafræð-
ingar segja nær óhugsandi að beinin séu af Jesú og fjölskyldu en væri svo myndi kenning kristinna manna um
upprisuna hrynja, svona rétt fyrir páskana. - Sjá ítarlega umfjöllun á bls. 62 Símamynd Reuter
Lögsókn á hendur tóbaksframleiðendum: Stuttar fréttir
Tóbaksrisarnir
reyna að verjast
með kænsku
Yfirheyrslur vegna lögsóknar
hundraða einstaklinga gegn tóbaks-
framleiðendum eiga nú hug allrar
bandarísku þjóðarinnar. Þeir sem
lögsækja bandaríska tóbaksfram-
leiðendur er fólk sem neytt hefur tó-
baks og glímir nú við alvarlega
kvilla vegna reykinganna, krabba-
mein eða aðra alvarlega sjúkdóma.
Tóbaksfyrirtækin reyna allt til að
verjast ásökunum. Lögmenn sækj-
enda segja að aðalbaráttuaðferðir
þeirra sé að þvinga einstaklinga til
að sækja hvert einstakt mál. Risa-
fyrirtækin í tóbaksiðnaðinum eiga
meiri möguleika á að verjast ein-
staklingum en sameinuðum hópi,
sem reynst gæti þeim skeinuhættur.
Ásakanirnar á hendur framleið-
endum tóbaks byggjast fyrst og
fremst á því hvort þeir hafa allan
tímann vitað af skaðsemi nikótíns
og ávanabindandi áhrifum þess.
Takist sækjendum að fá tóbaksfyrir-
tækin til að viðurkenna þá stað-
reynd blasir við að milljónir reyk-
ingamanna geta lögsótt fyrirtækin
fyrir heilsutjón með fjárkröfum upp
á tugi milljarða.
Reuter
Dole sækir á Clinton
Forskot Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta á Bob Dole, verðandi
forsetaframbjóðanda repúblikana,
hefur minnkað síðustu vikur sam-
kvæmt nýjum skoðanakönnunum.
Þótt bilið milli þeirra hafi hingað til
verið töluvert spá flestir stjórnmála-
skýrendur vestra því að baráttan
milli þeirra verði tvísýn þegar kem-
ur að forsetakosningum í nóvmeber
næstkomandi.
í nýlegri könnun á vegum dag-
blaðsins Washington Post og sjón-
varpsstöðvarinnar NBC kom í ljós
að Clinton hefur 53 prósent fylgi en
Dole 43 prósent. Hefur dregið veru-
lega saman með þeim þar sem eldri
kannanir sýndu Clinton með 56 pró-
senta fylgi á móti 39 prósentum Do-
les. Innan Hvíta hússins er því spáð
að Dole taki jafnvel forystuna í
skoðanakönnunum i sumar. Reuter
Fjöldagrafir skoöaöar
Rannsakendur stríösglæpa á vegum
Sameinuðu þjóðanna munu kanna fjölda-
grafir í austurhluta Bosníu i dag þar sem
talið er að lík þúsunda múslíma liggi graf-
in.
Kínverjum refsað
Warren Christopher er að undirbúa
refsiaðgerðir gagnvart Kínveijum vegna
sölu þeirra á kjamorkutæknibúnaði til
Pakistan.
Fundaö um kúariðu
Landbúnaðarráðherrar Evrópusam-
bandsins funduðu í nótt um leiðir til að full-
vissa neytendur um að óhætt væri að borða
breskt nautakjöt.
Clinton græddi
Vitni í Whitewa-
ter-málinu segir að
Clinton forseti hafi
sjálfur hagnast á
láni sem vitnið seg-
ist hafa verið neytt
til að veita ólöglega
1986.
Forsetasyni rænt
Syni fyrrum forseta Kólumbíu var rænt
og er hans ákaft leitað.
Dauðahjálp í lagi
Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hefur
úrskurðað að bann New York við að lækn-
ar aðstoði sjúklinga að deyja með lyfjagjöf
stríði gegn stjómarskránni. Aðstoð þeirra
sé á engan hátt öðmvísi en þegar öndunar-
vélum er kippt úr sambandi. Reuter