Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 11 SÁÁ að Staðarfelli til frambúðar Eins og margir muna var með- ferðarheimili SÁÁ að Staðarfelli í Dölum til umræðu þegar rætt var um niðurskurð ríkisútgjalda vegna heilbrigðismála. Við af- greiðslu fjárlaga 1994 var tekin ákvörðun um fjárveitingar svo tryggja mætti reksturinn, jafn- framt þeirri ákvörðun að heimilt væri að semja við SÁÁ um yfir- töku eigna á Staðarfelli þannig að meðferðarheimilið fengi húsakost og land til umráða fyrir starfsemi sína. Hæfileg einangrun Með þeirri samþykkt var því leitast við að tryggja starfseminni aðstöðu tO frambúðar. Þann 26. þ.m. var undirritaður samningur milli fjögurra ráðuneyta og SÁÁ um Staðarfell. Með honum er lok- ið því verki sem hafið var með heimildinni í 6. grein fjárlaga 1994. Ber að fagna þeim mikilvæga áfanga sem felur í sér ákvarðanir um viðgerðir húsanna og fram- kvæmdir sem nauðsynlegar eru á staðnum svo starfsemi SÁÁ á Staðarfelli megi ganga sem best. Samkvæmt upplýsingum for- svarsmanna SÁÁ hefur þýðing Staðarfells aukist til muna við meðferð þeirra fjölmörgu sem þurfa á hjálp að halda vegna of- neyslu fíkniefna sem virðist enn vera vaxandi vandi í þjóðfélagi okkar. Staðsetning Staðaifells, að- staða, umhverfi og hæfileg ein- angrun og fjarlægð frá þéttbýlinu skiptir þar miklu máli. Frá því hefur verið greint í fréttum að fjórir ráðherrar hafi skrifað undir samninginn við SÁÁ, auk þess sem heilbrigðisráð- herra hefur skrifað um þau ánægjulegu tíðindi. Af því tilefni er nauðsynlegt að rifja upp að- draganda þessa máls. Kjallarinn Sturla Böðvarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi Eftirgjöf skuldara Reksturinn á Staðarfelli hafði verið eins og fyrr segir í óvissu, m.a. vegna þess að SÁÁ hafði ekki tryggan samning um staðinn og takmarkaða fjármuni. Eftir mikið þóf í þinginu og ráðuneytum tók meirihluti fjárlaganefndar af skar- ið með tillögu um fjárveitingu til rekstrar og með því að samþykkt var í 6. grein fjárlaga 1994 „að fjár- málaráðherra væri veitt heimild til þess að semja við Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið um yfirtöku og afnot eigna ríkis- sjóðs að Staðarfelli í Fellsstrandar- hreppi, að höfðu samráði við menntamálaráðherra og fjárlaga- nefnd“ eins og segir í fjárlögum. Samningar fóru þá þegar af stað á vegum fjármálaráðuneytis og er nú lokið með farsælum hætti. Önnur ráðuneyti en fjármálaráðu- neytið komu nánast ekki að mál- inu að öðru leyti en því að leggja til blek í penna þeirra ráðherra sem undirrituðu samninginn. Með samningnum er heimiluð eftirgjöf skuldar SÁÁ við ríkissjóð sem Alþingi á þó eftir að sam- þykkja. SÁÁ þarf að afla sér tekna eða framlaga til þess að bæta húsa- kostinn og skapa betri aðstöðu á Staðarfelli. Það er von mín að það megi takast, svo mikilvægt sem það er að bæta aðstöðu fyrir þá sorglega mörgu sem þurfa á með- ferð að halda. Meirihluti sjúklinga á Staðarfelli mun vera ungt fólk sem er að reyna að losna úr heljar- greipum vímuefnanna. Það er skylda okkar að leggja því lið. Sturla Böðvarsson „Meirihluti sjúklinga á Staðarfelli mun vera ungt fólk sem er að reyna að losna úr heljargreipum vímuefnanna. Það er skylda okkar að leggja því lið.“ ; £ ' * - •>' r r .. f L ■ Staðsetning Staðarfells, aðstaða, umhverfi og hæfileg einangrun og fjar- lægð frá þéttbýlinu skiptir miklu máli, segir Sturla m.a. Aðför að eldra fólki og réttindum þess Atlaga stjórnvalda að áunnum réttindum og kjörum eldra fólks og öryrkja við fjárlagagerð yfir- standandi árs er nýafstaðin og tæpast að blekið sé þornað á þeim gjörningi þegar næsti þáttur hefst, þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð. Hér er um að ræða þrjú lagafrum- vörp sem lögð hafa verið fram eða eru í vinnslu fyrir framlagningu á Alþingi og varða launþegahreyf- ingarnar í landinu og auðvitað áð- urnefnda hópa aldraðra og ör- yrkja. Lífróður gegn aðför Undirritaður skorar á eldra fólk að taka höndum saman við laun- þegahreyfingar opinberra starfs- manna í landinu sem róa nú líf- róður gegn þessari aðfor ríkis- valdsins að samningsbundnum réttindum og kjörum. Aðeins eitt kemur til greina, þ.e. að lagafrum- vörpin þrjú verði öll dregin til baka og í framhaldinu verði tekn- ar upp viðræður við launþega- hreyfingarnar um réttindi og skyldur samfara almennum launa- kjörum. Áríðandi er að eldra fólk geri sér grein fyrir því að það á órofa samleið með launþegasamtökum þeim sem lagt hafa grunninn að áunnum réttindum þess. Félög eldri borgara innan Landssam- bands aldraðra eru nú komin vel á Kjallarinn Hafsteinn S. Þorvaldsson, Styrktarfélagi aldraðra á Selfossi fimmta tuginn og félagafjöldi skiptir þúsundum. Áríðandi er að eldra fólk, 60 ára og eldra, fylki sér undir merki félaganna og taki þátt í þessari baráttu, sé það ekki enn virkir félagar í sínum stéttarfélög- um. Þá er vert að geta þess að Lands- samband aldraðra er til orðið fyr- ir frumkvæði launþegahreyfing- anna í landinu og þess vegna eig- um við samleið með þeim þegar vegið er að áunnum réttindum okkar og kjörum. Verum minnug þess að baráttan tekur aldrei enda og aldur skiptir þar engu máli. Réttindamál sem umræddir hópar eldra fólks berjast nú við að halda inni hafa ekki unnist baráttulaust, frekar en önnur samningsbundin og áunnin réttindamál launþega í jessu landi. Krafa okkar er skýr Mörgu eldra fólki finnst sem hyldjúp gjá sé að myndast milli ungra stjórnmálamanna og eldra fólks í þessu landi þar sem því er jafnvel haldið fram að öll auðæfi og peningaleg eign sé i eigu aldr- aðra og þangað sé fyrst og síðast rétt að sækja fé til sameiginlegra þarfa. Engu virðist skipta að með bærilegri fjárhagsstöðu sé þessum þegnum sæmilega borgið, nei, all- ir skulu niður á bónbjargamörk. Halda menn virkilega að slík aðfor auki á heilbrigði aldraðs fólks, þ.e. að skapa því slíkt óöryggi á efri árum? Krafa okkar er skýr og henni verður fylgt eftir með órofa sam- stöðu. Við ætlum að standa vörð um áunnin réttindi okkar, af- komuöryggi sem kostað hefur okk- ur alla ævina að spara fyrir. Stjórnmálamenn sem ekki skilja slíkt, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa ekki að búast við miklum stuðningi í næstu kosn- ingum. Ég þori að fullyrða að vandlega verður eftir því tekið hvort saman fara orö og efndir varðandi stuðning við okkar mál- stað, sem er varðveisla „velferðar- kerfisins" og áunninna lífeyris- og eftirlaunaréttinda. Hafsteinn Þorvaldsson „Mörgu eldra fólki finnst sem hyldjúp gjá sé að myndast milli ungra stjórnmála- manna og eldra fólks í þessu landi þar sem því er jafnvel haldið fram að öll auð- æfi og peningaleg eign sé í eigu aldraðra og þangað sé fyrst og síðast rétt að sækja fé til sameiginlegra þarfa.“ Með og á móti Á að takmarka sókn á Flæmska hattinn? Engin þörf á takmörkun „Mín skoð- un er sú að það sé engin þörf á því að takmarka sókn á Flæmska hattinn að svo komnu máli. Það byggist fyrst og fremst á því að ég er með í höndum rannsóknir á rækjustofninum á svæðinu sem ekki hafa verið birtar. Þetta er mestu rannsókn- ir á svæðinu fyrr og síðar og sýna að það er enn langt í það að stofiiinn sé fullnýttur. Eins og ég sagði hefur þessi niðurstaða ekki verið birt þannig að þeir sem eru þvi fylgjandi að fara að takmarka veiðar núna eru þeirr- ar skoðunar án þess að hún sé grundvölluð á nokkrum skyn- samlegum rökum. Að öðru leyti er það ljóst að veiðireynsla íslenskra útgerða á úthafinu á síðustu tímum hefur stækkað svo mikiö veiðimögu- leika og veiðisvæði íslenskra skipa að ef það væri frjáls sókn í nánustu framtíð á öll þessi svæði, það er að segja Barents- hafið, Síldarsmuguna, Reykja- neshrygg, Flæmska hattinn, Svalbarða og önnur Atlantshafs- svæði eins og við Azoreyjar og Suður-Reykjaneshrygginn þá er langt I frá að íslenski flotinn sé nægilega stór til að stunda þær úthafsveiðar sem hann hefur möguleika á með eðlilegum hætti. Þess vegna er langt frá því að það sé tímabært að setja skorður á nokkur af þessum veiðisvæðum fyrst um sinn.“ rækjuframleiðandi. Sverrir Leósson út- gerðarstjóri. Aflamarks- kerfi skyn- samlegt „Það liggur orðið ljóst fyr- ir að sóknin er alltaf að þyngj- ast á Flæmska hattinum. Það eru alltaf fleiri og fleiri sem stefna á þetta svæði. Ég held að það sé skyn- samlegt fyrir alla aðila að sókn þarna verði takmörkuð til að það verði tryggt að ekki verði gengið of nærri rækjustofninum. Það er alveg ijóst að þetta vegur þungt fyrir mörg íslensk útgerðarfyrir- tæki þannig að það þarf að um- gangast þennan stofn á Flæmska hattinum með mikilli varúð. Ég er mjög hlynntur aflamarkskerfi og ég tel að þaö ætti að viðhafa það þarna neðra og deila þessu á skip. Hitt er annað að það er ekki nóg að við íslendingar höfum vilja tU þess. Þarna þarf náttúr- lega að vera samstaða þjóðanna sem hafa stundað veiðiskap á þessu svæði. Það virðist nú eitt- hvað hafa lagast og við skulum vona að lendingin verði sú að til næstu framtíðar geti íslensk skip stundaö rækjuveiðar á Flæmska hattinum." Kjallarahöfundar Æskilegt er að kjallaragreinar berist á tölvudiski eða á netinu. Hætt er við aö birting annarra kjallaragreina tefjist. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.