Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 39
MIÐVKUDAGUR 3. APRIL 1996 Skák 63 Minningarmótið um Max Euwe í Amsterdam: Kasparov og Topalov deildu sigrinum DANMÖRK Verð frá kr. hvora leið með flug- vallaskatti 9.900 Saia: Wihlborg Rejser, Danmörk s. 00-45-3888-4214 Fax 00-45-3888 4215 Búlgarski stórmeistarinn Veselin Topalov náði að skrá nafn sitt á spjöld skáksögunnar með frábærri frammistöðu á stórmeistaramótinu í Amsterdam sem lauk í vikunni. Mótið, sem kennt er við VSB- bank- ann og er haldið til minningar um fyrrverandi heimsmeistara og for- seta FIDE, dr. Max Euwe, er hið sterkasta sem haldið hefur verið á árinu og verður erfitt að bæta um betur. Topalov gerði sér lítið fyrir og náði efsta sætinu með Garrí Ka- sparov. I innbyrðisskák þeirra tókst Topalov að leggja „risann" að velli með miklum tilþrifum. Með árangri sínum sýndi hann að Elo-stigatalan upp á 2700 stig er engin tilviljun. Umsjón Jón L. Árnason Kasparov lét ósigur sinn gegn Topalov í 1. umferð ekki á sig fá og tókst strax að rétta úr kútnum með vinningsskákum gegn Piket og An- and í 2. og 3. umferð. Fyrir síðustu umferð voru Kasparov og Topalov jafnir. Báðir unnu skákir sínar í lokaumferðinni, Kasparov vann Gelfand í 36 leikjum en Topalov lagði Piket í 58 leikjum. Lokastaðan varð þessi: 1.-2. Garrí Kasparov (Rússlandi) og Veselin Topalov (Búlgariu), 6,5 v. 3.-4. Nigel Short (Englandi) og Vis- wanathan Anand (Indlandi), 5 v. 5.-6. Vladimir Kramnik (Rússlandi) og Joel Lautier (Frakklandi), 4,5 v. 7. Yasser Seirawan (Bandaríkjun- um), 4 v. 8. Borís Gelfand (Hvíta-Rússlandi), 3,5 v. 9. Jeroen Piket, 3 v. 10. Jan Timman, 2,5 v. Athygli vekur hversu „gömlu áskorendumir" Nigel Short og Vis- wanathan Anand ná góðum árangri en báðir byrjuðu illa og höfðu þar að auki ekki fullkomlega náð sér á strik eftir óblíða meðferð Kasparovs í PCA-heimsmeistaraeinvígjunum. Sérstaklega á þetta við um Short sem þurfti að þola skáksvelti um tíma af hálfu FIDE. Short gæti með þessum árangri endurheimt sess sinn sem sterkasti skákmaður Eng- lendinga en sjónir þarlendra hafa undanfarin misseri fremur beinst að Michael Adams. Vladimir Kramnik, sem nú er stigahæstur á Elo-lista FIDE, hafnar einungis í miðjum hópi keppenda, sem hlýtur að vera sérstakt gleði- efni fyrir Kasparov. Innbyrðisskák þeirra lauk með sigri Kasparovs sem kærir sig vitaskuld ekki um annað en að vera áfram álitinn best- ur. Timman vermir neðsta sætið, sem varla hefur yljað heimamönn- um uni hjartarætur. Svo virðist sem yfirlýsingar Timmans hér um árið um að hann hefði ekki í hyggju að taka þátt í heimsmeistarakeppninni að nýju hafi haft slæm áhrif á metn- að hans til nýrra afreka. Þau eru orðin allmörg mótin síðasta árið þar sem Timman hefur dvalið í heiðurssætinu. Skoðum tvær skákir Kasparovs, fyrst hvernig Topalov tekst að leika á hann með því að valsa um með riddara sinn á hálfgerðu bannsvæði og síðan úrslitaskákina í síðustu umferð. Hvítt: Veselin Topalov Svart: Garrí Kasparov Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. R£3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 Rbd7 8. f4 Rc5 9. 0-0 Rcxe4 Þetta var vinsælt afbrigði á mót- inu en peðsránið er djarft. 10. Rxe4 Rxe4 11. f5 e5 12. Dh5 De7 13. Df3 Rc5 14. Rc6! Byrjunin á ótrúlegum riddara- gangi. Nú og í næsta leik má ekki þiggja riddarann því að þá fellur drottningarhrókurinn. 14. - Dc7 15. Bd5 a5 16. Bg5 Ha6? Afleikur, eins og hvítur sýnir fram á með næsta leik. Betra er 16. - Bd7. De4 Hg5+ 55. Kf4 Kd7 56. Db7+ Ke6 57. Dc8+ Kf7 58. Dc7 h5 59. gxh5 Hxh5 60. Dxa5 Bd6+ 61. Ke4 f5+ 62. Kd5 Be7 63. Dc7 Hh6 64. a5 Hd6+ 65. Ke5 Hf6 66. Dc8 - og nú gafst Kasparov upp. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Borís Gelfand Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7. Rb3 Be7 8. 0-0 0-0 9. Khl Rc6 10. f4 a5 11. a4 Rb4 12. Bf3 Db6 13. g4! exf4 14. Bxf4 Rd7 15. Rd4 g6 16. Bh6 He8 He5 27. Bg2 Rxc2? Nú og í næsta leik gerist svártur fullgírugur. 28. Rd5 Dd8? E.t.v. mátti reyna 28. - Dc5 en kóngsstaðan er orðin varhugaverð. 29. D£2! Rb4 Ef 29. - Hc8 30. Rb6 Hc6 31. Rc4. 30. Rb6 Bg4 31. Df7+ Kh8 32. Rxa8 Bxdl 33. Hxdl Dxa8 34. Df6+ Kg8 35. Hxd6 He8 36. Hd7 og svartur gafst upp. y? (/r Verð kr. 7.890 200 m vatnsvarið Blálýst stafaborð Höggvarið m/skeiðklukku, vekjara o.fl. Ókeypisi póstsending GULL-ÚRIÐ AXEL EIRÍKSSON Alfabakka 16. Mjóddinni, sími 587-0706 . Aðalstræti 22, Isafiröi, sími 456-3023 Kasparov lætur slag standa, enda er að duga eða drepast. En fómin er engan veginn ljós. 17. - gxf5 18. gxf5 Bf6 19. Hgl+ Kh8 20. Dd2 Re5 Til greina kemur 20. - Dd8 og reyna að verjast með manni meira. í stað þess kýs Gelfand að gefa riddarann til baka með góðu og nær við það frambærilegu tafli. 21. Dg2 Rg6 Nú er þetta nauðsynlegt vegna hótunarinnar 22. Bg7+ og máta. 22. fxg6 fxg6 23. Hgfl Bg7 24. Bxg7+ Kxg7 25. Hadl Bd7 26. Dg3 # I I I I ■ I I I ■ I I I I I I ■ I I ■ I ■ I * Vegna mikillar aðsóknar verða bónusdagar aftur á Hótel Örk í apríl. Þrír ævintýradagar meðan húsrúm leyfir. Verð 4.9S0 Innifalið: Gisting í 3 nætur, morgunverður af lilaðborði og þríréttaður kvöldverður síðasta kvöldið. Gestir hafa ókeypis aðgang að sundlaug, gufubaði og öðrum þægindum hótelsins. HOTEL ODK BreiSumörk 1 • S. 4834700 • Fax 483 3775 Lykillinn að íslenskri gestrisni I B I I I I I I I I I I ■ I I I ■ I ■ I I I # 17. Rd8! f6 18. RÍ7 Hg8 19. Be3 g6 20. Rg5! Hg7 21. fxg6 Hxg6 22. Bf7+ Dxf7 Kasparov kýs að láta drottning- una af hendi með góðu og freista þess að laga stöðuna. 23. Rxf7 Kxf7 24. Bxc5 dxc5 25. Hadl Svartur hefur aðeins fengið tvo biskupa í skiptum fyrir drottning- una og í raun og veru er baráttan vonlaus. Kasparov reynir þó að klóra í bakkann. 25. - Be7 26. Hd5 Bg4 27. De4 Kg7 28. Hfdl! Bxdl 29. Hxdl He6 30. Df5 Kf7 31. Hel b6 32. h4 Hg7 33. Kfl Bd6 34. KÍ2 Bc7 35. Kf3 Ke7 36. He4 KÍ7 37. Hg4 He7 38. Ke4 Hxg4+ 39. Dxg4 Bd8 40. a4 KfB 41. c3 Hg7 42. Dc8 Ke8 43. De6+ Kf8 44. g4 Hf7 45. h5 Hg7 46. h6 Hg6 47. Dd5 Be7 48. Kf5 Hxh6 49. Db7 e4 50. Db8+ Kf7 51. Dxb6 e3 52. De6+ Ke8 53. Dxe3 Hg6 54. Tilboð nr. 1 r' (Group Teka, AG) 3 stk. í pakka Irr. 37.100 (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið ítilboði: Innbyggingarofn, gerð HT490 eða HT490ME, undir- eða* yfirofn, undir-yfirhiti. Grill, mótordrifinn grillteinn. Vifta CE 60, SOG 310 rrf/klst., litir: hvítt, brúnt. Helluborð E60/4P eða SM4P, með eða án stjórnborðs, - litir: hvítt, brúnt. Vifta CE 60, SOG 310 irf/klst., litur: hvítt, brúnt. - Tilboð nr. 2 3 stk. í pakka ■ *> * r- c % kr. 07.700 (verð miðast við að keypt séu 3 stk. eða sambærilegt). Innifalið í tilboði: Innbyggingarofn, gerð HT610 eða - HT610ME, undir- eða yfirofn, blástur (þrívíddarblástur), sjálfhreinsibúinn. Grill, grillteinn, mótordrifinn, forritanleg klukka, fjölvirkur, litur: hvítt, brúnt. Vifta CE 60, SOG 310 rrf/klst., litur: hvítt, brúnt. ■* Keramikhelluborð, VTN eða VTCM, með eða án stjórnborðs, gaumljós, litir á ramma, hvítt, brúnt eða rústfrítt stál. 2 ára ábyrgð á TEKA heimilistækjum. fytir att® Síöumúla 34 (Fellsmúlamegin) S. 588 7332 • OPIÐ: MANUD. - FOSTUD. 9-18. LAUGARD. 10-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.