Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 48
72
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996
Afmæli
Davíd Kr. Jensson
Davíð Kr. Jensson bygginga-
meistari, Langagerði 60, Reykja-
vík, verður sjötugur annan í pásk-
um.
Starfsferill
Davíð fæddist í Selárdal í Arn-
arflrði og ólst upp við öll almenn
sveitastörf og sjósókn þess tíma.
Hann stundaði nám við Núps-
skóla 1942-44, hóf síðan nám í
húsasmíði hjá Ásgeiri Guðmunds-
syni, húsasmíðameistara í Reykja-
vík, lauk prófi frá Iðnskólanum í
Reykjavík og sveinsprófl 1948 og
öðlaðist meistararéttindi 1951.
Davíð vann hjá Magnúsi Odds-
syni byggingameistara í þrjú ár
að loknu sveinsprófi en starfaði
síðan sjálfstætt sem bygginga-
meistari frá 1951. Hann hefur ver-
ið byggingameistari fjölda þekktra
bygginga víða um land, s.s. Bú-
staðakirkju, Langholtskirkju og
endurbyggingar Selárdalskirkju.
Davíð varð byggingareftirlits-
maður Pósts og síma 1973 og hef-
ur starfað við það síðan. Hann
hefur útskrifað sex sveina í húsa-
smíði.
Davíð tók virkan þátt í safnað-
arstarfi Bústaðasóknar, var for-
maður Bræðrafélagsins í níu ár
og hefur m.a. setið í stjórn Styrkt-
arfélags vangeflnna í tuttugu ár.
Fjölskylda
Davíð kvæntist 30.12. 1950
Jennýju Haraldsdóttur húsmóður.
Hún er dóttir Haralds Jónssonar,
prófasts á Kolfreyjustað í Fá-
skrúðsfirði, og k.h., Valborgar
Haraldsdóttur húsfreyju.
Dætur Davíðs og Jennýjar eru
Valborg, f. 3.6. 1952, hárgreiðslu-
meistari á Akureyri, gift Ragnari
B. Ragnarssyni vélstjóra, og eru
börn þeirra íris, f. 14.9. 1976, og
Fannar Jens, f. 14.4.1984, en son-
ur Valborgar frá því áður er Dav-
íð Kr. Hreiðarsson og er sonur
hans Aron Bjarni, f. 3.9. 1994;
Kristrún, f. 8.5. 1954, lyfjafræðing-
ur i Mosfellsbæ, gift Ásgeiri Ei-
ríkssyni bæjarritara, og eru synir
þeirra Eiríkur Stefán, f. 16.7. 1977,
og Davíð, f. 6.9. 1983; Inga, f. 17.2.
1959, búsett í Sonderborg á Jót-
landi, gift Haraldi Eggertssyni
tæknifræðingi og er dóttir þeirra
Jenný, f. 13.6. 1984; Jenný, f. 10.2.
1962, tölvunarfræðingur hjá DV,
en dóttir hennar og Ómars Ing-
ólfssonar framkvæmdastjóra er
Dagný Fjóla, f. 11.6. 1989; Hildur,
f. 2.9. 1967; Elsa María, f. 25.5.
1971, nemi í rekstrarfræði.
Systkini Davíðs: Sigurfljóð, f.
10.8. 1919, gift Jóni Kristóferssyni
trésmið; Gísli, f. 12.9. 1921, versl-
unarmaður, kvæntur Ingu Hjart-
ardóttur; Benedikta, f. 16.1. 1923,
fórst með vs. Þormóði 18.2. 1943;
Teitur, f. 9.5. 1929, skrifstofumað-
ur, kvæntur Elsie Sigurðardóttur;
Ólafla, f. 28.11. 1937, húsmóðir,
var gift Gústaf Kristjánssyni sem
lést 14.2. 1986 en sambýlismaður
hennar er Hreggviður Guðgeirs-
son.
Foreldrar Davíðs voru Jens
Gíslason, útvegsb. á Króki í Selár-
dal, og k.h., Ingveldur Benedikts-
dóttir.
Ætt
Föðurbróðir Davíðs var Einar,
faðir Sigurjóns prests á Kirkjubæ.
Föðursystir Davíðs er Ragnhildur,
móðir Kristjáns Bersa Ólafssonar
skólameistara. Jens var sonur
Gísla, b. á Króki í Selárdal, Árna-
sonar, b. á Öskubrekku, Árnason-
ar, b. á Neðri-Bæ, Gíslasonar,
prests í Selárdal, Einarssonar,
Skálholtsrektors, Jónssonar,
langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs
Laxness. Móðir Árna í Neðri-Bæ
var Ragnheiður Bogadóttir, b. í
Hrappsey, Benediktssonar, ættföð-
ur Hrappseyjarættarinnar,
langafa Sigurðar Breiðíjörð. Móð-
ir Gísla á Króki var Jóhanna Ein-
arsdóttir, prests í Selárdal, Gísla-
sonar, bróður Árna í Neðri-Bæ.
Davíð Kr. Jensson.
Móðir Jens var Ragnhildur Jens-
dóttir, b. I Feigsdal, Gíslasonar.
Ingveldur var dóttir Benedikts,
b. og hreppstjóra í Selárdal, Krist-
jánssonar, b. i Holti á Barða-
strönd, Þórðarsonar. Móðir Ing-
veldar var Ragnhildur Þórðardótt-
ir, b. á Neðri-Bæ, Einarssonar,
bróður Árna á Neðri- Bæ. Móðir
Ragnhildar var Þuríður Árnadótt-
ir, systir Árna á Öskubrekku.
Davíð og Jenný taka á móti
gestum að Gullhömrum, sal iðnað-
armanna við Hallveigarstíg, ann-
Agnar Kofoed-Hansen
Agnar Kofoed-Hansen, fram-
kvæmdastjóri Upplýsingaþjónust-
unnar ehf., Asparlundi 3, Garða-
bæ, verður fertugur á páskadag.
Starfsferill
Agnar fæddist I Hafnarfirði en
ólst upp í Laugarásnum í Reykja-
vík. Hann lauk stúdentsprófl frá
MH um jól árið 1975 og lokaprófi í
vélaverkfræði (nú iðnaðar- og
vélaverkfræði) í júní 1981. Árið
1983 lauk hann M.Sc. (Civilin-
geniör) frá Danmarks tekniske
Universitet, rekstrarverkfr., og
starfaði sem verkfræðingur hjá
Þróun hf. og sumarið 1981 hjá
Til hamingju með afmælið 8. apríl
85 ára
Kristín Grímsdóttir,
Skúlagötu 40a, Reykjavík.
80 ára
Ástríður Kr. Ákadóttir,
Sunnuvegi 19, Reykjavík.
Ársæll Ársælsson,
Brekkulandi 1, Mosfellsbæ.
Bergljót Jörgensdóttir,
Austurvegi 9, Reyðarflrði.
Aðalbjörg
Sigurðardóttir húsmóðir,
Víðilundi 24, Akureyri.
Hún tekur á móti gestum I sal
Kiwanisklúbbsins Kaldbaks, í
verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð,
á afmælisdaginn, annan í páskum,
milli kl. 15.00 og 17.00.
Alda H.S. Einarsson,
Hagamel 28, Reykjavík.
Oddný Egilsdóttir,
Garðakoti I, Hólahreppi.
Sæmundur Bjarnason,
Einholti 14b, Akureyri.
50 ára
Einar Oddur Garðarsson,
Álakvísl 60, Reykjavík.
Viggó Emil Magnússon,
Heiðarási 4, Reykjavík.
Ágústa Inga Pétursdóttir,
Hjarðarlandi 3, Mosfellsbæ.
Halldór Jónasson,
Ytri-Hofdölum, Viðvíkurhreppi.
Guðlaug Magnúsdóttir,
Álfheimum 31, Reykjavík.
Bjöm Olsen,
Brekkubyggð 71, Garðabæ.
75 ára
40 ára
Óskar
Þórormsson,
fyrrv. flskmats-
maður,
Búðavegi 39a,
Fáskrúðsfirði.
Eiginkona hans
er Helga María
Snædal húsmóð-
ir.
Óskar og fjöl-
skylda hans taka á móti gestum í
félagsheimilinu Skrúð, Fáksrúðs-
firði, á afmælisdaginn, annan í
páskum, frá kl. 15.30-19.00.
Kristinn Guðjónsson,
Skúlagötu 40b, Reykjavík.
Guðriður Guðmundsdóttir,
Arnarsíðu 6b, Akureyri.
Guðríður er að heiman.
Svavar Jónatan
. Hjaltason tamningamað- Æííjk
ur, Dofrabergi 9, | m
Hafnarfirði.
.t Eiginkona hans 'r
J. er Anna Guðlaug Jg
ÆTa\l. •w Gunnarsdóttir, ~ iP'k
fliy. • táknmálskenn- ari og þroska- ..*r.É
70 ára
Þorsteinn Geirsson hreppstjóri,
Reyðará, Bæjarhreppi.
Þorteinn er að heiman.
Jón Kristinsson,
Karfavogi 27, Reykjavík.
Svavar Magnússon,
Skörðum, Haukadalshreppi.
Narfi Sigurður Kristjánsson,
Hoftúni, Ólafsvik.
Halldóra Víglundsdóttir,
Furugrund 71, Kópavogi.
60 ára
Þuríður Magnúsdóttir,
Grænumörk 5, Selfossi.
Ævar Hreinn Þórðarson,
Garðabraut 35, Akranesi.
þjálfanemi.
Þau eru að heiman á afmælisdag-
inn. .
Ómar Arinbjörn Sigfússon,
Flétturima 15, Reykjavík.
Stefán Sigurðsson,
Tjaldanesi, Mosfellsbæ.
Þorgeir Sigurðsson,
Heiðvangi 13, Hellu.
Sigurður Sveinsson,
Fagrahjalla 24, Vopnafirði.
Ragna Valborg Sveinsdóttir,
Borgarsíðu 7, Akureyri.
Elfa Heiðrún Matthíasdóttir,
Dalbraut 8, Dalvík.
Jón Gunnar Gíslason,
Hrísholti 1, Garðabæ.
Kolbrún Rósa Jónsdóttir,
Þangbakka 8, Reykjavík.
Einarína Sigurjónsdóttir,
Ásabraut 4, Keflavík.
Ólöf Auður Böðvarsdóttir,
Einigrund 1-1, Akranesi.
Sigrún Bjarnadóttir,
Grænumörk 1, Hveragerði.
Friðrik Steinn Kristjánsson,
Vesturgötu 54a, Reykjavík.
Anna Dóra Lúthersdóttir,
Brekkubraut 7, Keflavík.
Fjarhitun hf.
Agnar stundaði framhaldsnám
við MIT (Massachusetts Institute
of Technology) í Cambridge,
Massachusetts, við fjármál, frum-
kvöðlafræði og upplýsingakerfi
stjórnenda. Hann var markaðs-
stjóri hjá Þróun hf. til ársins 1987,
forstöðumaður lánasviðs Iðnaðar-
banka íslands hf. til 1989, deildar-
stjóri verðbréfadeildar Kaupþings
hf. til 1991, framkvæmdastjóri
Greiðslumats hf. til 1994, forstöðu-
maður upplýsingaskrifstofu Versl-
unarráðs Islands til 1995 er hann
tók við sem framkvæmdastjóri
Upplýsingaþjónustunnar ehf. en
það félag tók við rekstri Upplýs-
ingaskrifstofu Verslunarráðsins.
Agnar sat í stjórn Gæðastjórn-
unarfélags íslands 1989-1994 og
hefur verið í Húsráði Verkfræð-
ingafélags íslands frá árinu 1986.
Hann var við nám í fjármála-
stjórn og greiningu á lánshæfi fyr-
irtækja við Manufacturers
Hannover Trust bankann í New
York árið 1988 og lauk prófl til að
öðlast réttindi sem löggiltur verð-
bréfamiðlari árið 1991. Agnar hef-
ur ritað greinar í blöð og haldið
fyrirlestra um mat á lánshæfi fyr-
irtækja. Hann hefur enn fremur
stundað kennslustörf við Endur-
menntunarstofnun HÍ og í hag-
verkfræði við HÍ.
Fjölskylda
Agnar kvæntist 18.4. 1981 Guð-
rúnu Elíasdóttur, f. 8.3. 1954,
sjúkraliða. Hún er dóttir Elíasar
Arnlaugssonar bifvélavirkja og
kennara og Gyðu Guðnadóttur.
Þau búa í Reykjavík.
Börn Agnars og Guðrúnar eru:
Agnar Eldberg Kofoed-Hansen, f.
29.12. 1980, nemi; Emilía Björg
Kofoed-Hansen, f. 30.1. 1985, nemi,
og Elías Helgi Kofoed-Háhsen, f.
8.5. 1991.
Systkini Agnars eru: Astrid
Björg Kofoed-Hansen, f. 4.12. 1939,
húsmóðir í Garðabæ; Hólmfríður
Sólveig Kofoed-Hansen, f. 20.6.
1941, húsmóðir í Brussel, Belgíu;
Emilía Kristín Kofoed-Hansen, f.
1.5. 1943, vararæðismaður í Grikk-
landi; Sophie Isabella Kofoed-Han-
sen, f. 6.10. 1945, sérkennari í
Reykjavík; og Björg Sigríður
Anna Kofoed-Hansen, f. 18.7. 1948,
Agnar Kofoed-Hansen.
kennari og skrifstofumaður í
Reykjavík.
Faðir Agnars var Agnar Eld-
berg Kofoed-Hansen, f. 3.8.1915, d.
23.12. 1982, lögreglustjóri og síðar
flugmálastjóri, og Björg Sigríður
Anna Kofoed-Hansen (fædd Axels-
dóttir), f. 24.7. 1918, húsmóðir. Þau
bjuggu lengst af í Reykjavík.
Björg Sigríður Anna er dóttir
Axels, kaupmanns á Akureyri,
Kristjánssonar, kaupmanns á
Sauðárkróki, Gíslasonar, b. Ey-
vindarstöðum í Blöndudal. Axel
var kvæntur Hólmfríði Jónsdótt-
ur, systur Jóns, b. á Hofi, sem var
faðir Pálma heitins í Hagkaupi.
Magnús Gestsson
Magnús Gestsson rithöfund-
ur/sagnfræðistúdent, Kötlufelli 7,
Reykjavík, verður fertugur á
páskadag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Reykjavík og
ólst upp í miðbæ Reykjavíkur og í
Kleppsholtinu. Hann lauk stúd-
entsprófi frá KHÍ árið 1977 og hef-
ur stundað sagnfræðinám við HÍ
frá árinu 1991.
Magnús var bókavörður við
Borgarbókasafnið 1977-1981 og á
Bókasafni Kópavogs á árunum
1981-1983. Hann vann við ritstörf
á árunum 1983-1985, var kennari
við Egilsstaðaskóla 1985-1986, var
við ritstörf og starfaði á skjala-
safni Reykjavíkurborgar á árun-
um 1986-1987. Frá árinu 1988 hef-
ur Magnús verið í lausamennsku,
m.a. skrifað greinar og viðtöl í
Þjóðlíf, ritdóma um ljóðabækur í
Þjóðviljann, unnið við sölustörf
o.fl. Samhliða námi hefur hann
stundað ritstörf og verkamanna-
vinnu í Reykjavík.
Magnús hefur verið félagi í Rit-
höfundasambandi íslands frá ár-
inu 1986, sat í inntökunefnd rit-
höfundasambandsins 1991-1993,
hefur verið félagi í Stómasamtök-
unum frá árinu 1989 og lagt bar-
áttumálum þeirra lið. Helstu rit:
Vasabók, 1979, Samlyndi baðvörð-
urinn (ástarljóð), 1983, Laug að
bláum straumi, 1986, Ljóð, 1988,
Syngjandi sólkerfi, 1995 og auk
þess ljóð, sögur og þýðingar úr
dönsku í samvinnu við aðra höf-
unda. Jafnframt hafa ljóð og sögur
eftir Magnús birst í blöðum og
tímaritum.
Fjölskylda
Magnús Kvæntist 1986 Þorgerði
Sigurðardóttur, f. 25.10. 1967. Hún
er dóttir Sigurðar Hjartarsonar
sagnfræðings, kennara, forseta
Hins íslenska tófuvinafélags og
forstöðumanns Reðurstofu íslands,
og Jónu Sigurðardóttur leikskóla-
leiðbeinanda. Þau búa í Reykja-
vík.
Börn Magnúsar og Þorgerðar
eru Melkorka, f. 22.10. 1986; og
Embla, f. 14.6. 1991.
Systkini Magnúsar eru: Bene-
dikt, f. 29.12.1957, bókmenntafræð-
ingur í Reykjavík; Hulda Ragna, f.
20.12. 1959, húsmóðir í Reykjavík;
og Hallgerður Inga, f. 21.2. 1963,
nemi I Reykjavík. Hálfsystkini,
sammæðra, eru: William S.
Tracey, f. 28.7. 1941, bifreiðastjóri í
Mosfellsbæ; og Anna F. Birgisdótt-
ir, f. 1.6. 1947, bankamaður í
Reykjavík.
Foreldrar Magnúsar eru Gestur
Magnús Gestsson.
Hallgrímsson, f. 20.9. 1929, prent-
ari og forstöðumaður Hins ís-
lenska póstgönguminjasafns, og
Gyða Magnúsdóttir, f. 31.8. 1926,
húsmóðir. Þau búa I Reykjavík.
Hallgrímur, faðir Gests, var
prentari, sonur Benedikts Ás-
grímssonar skálds og gullsmiðs.
Magnús, faðir Gyðu, var Jónsson,
verkamaður frá Snjallsteinshöfða
í Landssveit, og kona hans var
Sigurjóna S. Sigurjónsdóttir, hús-
móðir frá Saltvík á Kjalarnesi.
Magnús verður að heiman á af-
mælisdaginn.