Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 71 Afmæli Vigfús Þór Árnason Vigfús Þór Árnason, sókn- arprestur í Grafarvogsprestakalli, Logafold 58, Reykjavík, verður fimmtugur á laugardaginn. Starfsferill Vigfús fæddist í Reykjavík og er alinn þar upp. Hann lauk kenn- araprófi frá KI 1969, stúdentsprófi frá KÍ 1970 og prófi í guðfræði frá guðfræðideild HÍ 1975, stundaði nám í trúfræði og siðfræði við guðfræðideild háskólans í Múnchen 1975-76 með styrki frá Alkirkjuráðinu og stundaði fram- haldsnám við guðfræðideild há- skólans í Berkeley í Kaliforníu í Bandaríkjunum í trúfræði, predikunarfræði og sálusorgun. Með náminu við HÍ kenndi Vig- fús í Laugarlækjarskóla en starf- aði að sumarlagi í Lögreglunni i Reykjavík. Hann var kjörinn sóknarprestur I Siglufjarðar- prestakalli 1976 og gegndi því starfi þar tU hann var kjörinn sóknarprestur í Grafarvogspresta- kalli í Reykjavík 1989. Vigfús sat í stjórn Prestafélags íslands, var formaður þess um skeið, sat í stjórn Hjálparstofnun- ar kirkjunnar, í stjórn Löngumýr- arskóla og í stjórn Æskulýðssam- bands kirkjunnar í Hólastifti. Hann hefur sótt margar ráðstefn- ur á vegum kirkjunnar, m.a. í Vestur- og Austur-Berlín, Strass- borg, Stuttgart, London, Ósló og nú síðast Evrópufund presta og prestafélaga í Búdapest og Liebe- frauberg í Frakklandi. Vigfús var formaður Æskulýðs- ráðs Siglufjarðar, sat í félagsmála- ráði þar, skólanefnd og Fræðslu- ráði Norðurlandskjördæmis vestra, sat í bæjarstjórn Siglu- fjarðar 1978-82, sat í bæjarráði sama tíma, var formaður Nor- ræna félagsins, í stjórn Rauða kross deildar Sigluíjarðar, formað- ur Lionsklúbbs Siglufjarðar og síðar formaður Lionsklúbbsins Fjörgyn í Grafarvogi. í Grafar- vogsprestakalli hefur hann unnið að uppbyggingu fjölþætts safnað- arstarfs sem á sér heimili í Graf- arvogskirkju. Fjölskylda Vigfús kvæntist 27.7. 1968 Elinu Pálsdóttur, deildarstjóra í félags- málaráðuneytinu. Hún er dóttir Stefáns Stefánssonar, iðnskóla- kennara í Reykjavík, og Bjargar Bogadóttur húsmóður. Börn Vigfúsar og Elínar eru Árni Þór, f. 4.5.1976, nemi við VÍ; Björg, f. 21.12. 1978, nemi við VÍ; Þórunn Hulda, f. 29.4. 1980, grunn- skólanemi. Systkini Vigfúsar: Gunnar Maggi Ámason, f. 24.12. 1940, prentsmiðjustjóri í Reykjavík; Halla Vilborg Árnadóttir, f. 28.10. 1948, bankastarfsmaður í Reykja- vík; Rúnar Jón Árnason, f. 19.6. 1953, framkvæmdastjóri í Reykja- vík. Foreldrar Vigfúsar voru Árni Ingvar Vigfússon, f. 10.7. 1914, d. 16.4. 1982, bifreiðastjóri í Reykja- vík, og k.h., Hulda Halldórsdóttir, f. 10.5. 1920, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Árni var sonur Vigfúsar Lúð- víks, lagermanns í Reykjavík, Árnasonar dómkirkjuvarðar Árnasonar, vinnumanns í Bisk- upstungum, Gamalíelssonar. Móð- ir Vigfúsar lagermanns var Ingi- björg ljósmóðir Gestsdóttir, b. í Múlaseli, Jónssonar. Móðir Ingi- bjargar var Ragnheiður Svein- björnsdóttir, prests á Staðar- hrauni, bróður Þórðar dómstjóra, föður Sveinbjörns Sveinbjarnar- sonar tónskálds. Móðir Ragnheið- ar var Rannveig, systir Guðrúnar, móður Vigfúsar, sýslumanns á Borðeyri, fóður Guðrúnar, langömmu Ingibjargar, móður Davíðs forsætisráðherra. Rann- veig var dóttir Vigfúsar, sýslu- manns á Hlíðarenda, Þórarinsson- ar, ættföður Thorarensenættar- innar, Jónssonar. Móðir Rann- veigar var Steinunn Bjarnadóttir Vigfús Þór Árnason. landlæknis Pálssonar og Rann- veigar Skúladóttur landfógeta Magnússonar. Móðir Árna var Vilborg Elín Magnúsdóttir, b. á Sveinsstöðum, Jóhannessonar, b. á Bjargi, Jóns- sonar. Móðir Magnúsar var Ragn- hildur Jónsdóttir. Móðir Vilborg- ar var Katrín Elínborg Guð- mundsdóttir. Hulda er dóttir Halldórs Sveins- sonar og Guðrúnar Guðmunds- dóttur. Vigfús og Elín taka á móti gest- um í Akogessalnum í Sigtúni laugardaginn 6.4. frá kl 20.30.-23.00. Lovísa Jónsdóttir Lovisa Jónsdóttir hárgreiðslu- meistari, Flyðrugranda 10, Reykja- vík, verður fimmtug á skírdag. Starfsferill Lovísa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk sveinsprófi i hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík 1965 og hefur meistara- réttindi í hárgreiðslu frá 1967. Lovísa starfaði hjá hárgreiðslu- stofunni Sóley 1963-65 en hefur starfrækt hárgreiðslustofuna Ven- us i Garðastræti 11 frá 1966. Lovísa var gjaldkeri Hár- greiðslumeistarafélags íslands 1974-76 og er formaður þess frá 1990, hefur setið í fræðslunefnd fé- lagsins, í stjóm Sambands hár- greiðslu- og hárskerameistara og formaður þess, sat í stjórn Lands- sambands iðnaðarmanna og er í fulltrúaráði Samtaka iðnaðarins, meðlimur í Intercoiffure á íslandi frá 1982 og hefur verið þar með- stjórnandi, ritari og gjaldkeri, var sæmd Cavalier-orðu fyrir störf sín hjá Intercoiffure, er meðlimur í Haute Coiffure France’s frá 1979, hefur tekið þátt í fjölda hár- greiðslusýninga hérlendis sem er- lendis og verið dómari í hár- greiðslukeppnum. Fjölskylda Maður Lovísu er Baldur Birgis- son, f. 1.4. 1954, múrarameistari. Hann er sonur Birgis Sigurðsson- Tll hamingju með afmælið 6. apríl 85 ára Jón Jónsson, Skólastíg 14a, Stykkishólmi. Vilhelm Ingvar Andersen, Stóragerði 31, Reykjavík. 75 ára Þórður Þórðarson, Pálmholti 12, Þórshöfn. Jón Jóhannsson, Hnappavöllum 1, Hofshreppi. 70 ára Sigtryggur Árnason bóndi, Litlu-Reykjum, Reykjahreppi. Eiginkona hans er Aðalbjörg Jónsdóttir. Þau taka á móti gestum í Heiðar- bæ, þann 7.4. kl. 20.30. Kristján Finnbogason Dalseli 12, Reykjavík. 60 ára Jóhannes Vilhjálmsson, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Jóhannes tekur á móti gestum í SEM-salnum, Sléttuvegi 3, Reykjavík, laug- ardaginn 6.4. milli kl. 17.00 og 19.00. Gunnar Steinþórsson, Merkjateigi 2, Mosfellsbæ. Ingveldur Finnbogadóttir, Reynihvammi 27, Kópavogi. Aðalbjöm Halldórsson, Bugðulæk 9, Reykjavík. 50 ára Björn Heimir Sigurðsson, Bleikjukvísl 14, Reykjavík. Vigfús Þór Árnason, Logafold 58, Reykjavik. Gunnlaugur Þorsteinsson, Klaufabrekknakoti, Svarfaðardals- hreppi. Jan Anton Juncker Nielsen, Breiðvangi 10, Hafnarfirði. Óskar Kristinn Ásgeirsson, Ljósabergi 10, Hafnarfirði. Arinbjöm Árnason, Finnsstöðum 1, Eiðahreppi. Helgi Bergþórsson, Eystra-Súlunesi 1, Leirár- og Mela- hreppi. 40 ára Gunnar Finnbogi Jónasson, Lindarholti 10, Raufarhöfn. Sigurður Ingi Bjarnason, Hátúni, Grimseyjarhreppi. Sigurbjöm Amgrímsson, Þórunnarstræti 113, Akureyri. Sigursteinn Guðmundsson, Hæðarbyggð 8, Garðabæ. Fanney Sigurbjörg Jóhanns- dóttir, Hvassaleiti 5, Reykjavík. Bjami Vilmundiu- Ingason, Grýtubakka 26, Reykjavík. Friðrik G. Halldórsson, Boðagranda 3, Reykjavík. Vignir Hjaltason, Vestursíðu 2b, Akureyri. Karl Jóhann Karlsson, Langholtsvegi 14, Reykjavík. ar, prentara i Reykjavík, og Aðal- heiðar Helgadóttur húsmóður. Sonur Lovísu er Gylfi Gylfason, f. 22.9. 1977, nemi. Systkini Lovísu: Guðríður, f. 24.7. 1943, matselja; Jón Sævar, f. 30.7. 1947, verkfræðingur; Ásthild- ur, f. 12.11. 1949, deildarstjóri; Stefán Ómar, f. 4.3.1955, náms- maður; Steinar, f. 24.4. 1957, bók- ari; Snorri, f. 15.12. 1959, við- skiptafræðingur; Reynir, f. 30.6. 1963, viðskiptafræðingur. Foreldrar Lovísu: Jón Magnús Sigurðsson, f. 2.9. 1922, fyrrv. kaupfélagsstjóri, og Lilja Sigur- jónsdóttir, f. 31.7. 1926, húsmóðir. Lovísa hefur stefnt vinum og vandamönnum í afmæli sitt að Hallveigarstíg 1 fimmtudaginn 4.4. Opið hús frá kl. 20.00-22.00. Lovísa Jónsdóttir. Málfríður Stefánsdóttir Málfríður Stefánsdóttir húsmóð- ir, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður níræð á laugardaginn. Starfsferill Málfríður fæddist í Æðey í ísa- fjarðardjúpi en ólst upp í Súðavík í Álftafirði. Hún hefur auk húsmóðurstarfa verið í fiskvinnu, aðallega í Hafn- arfirði, og starfað hjá Félagsmála- stofnun Hafnarijarðar. Hún veitti heimilishjálp Hafnarijarðarbæjar forstöðu um nokkurt skeið og var í tuttugu ár formaður Mæðra- styrksnefndar þar í bæ. Málfríður hefur alla tíð verið virk i félagsmálum, m.a. verið fé- lagi í Slysavarnafélaginu, Verka- kvennafélaginu Framtíðinni og í Soroptimistaklúbbi Hafnarfjarðar og Garðabæjar en hún er heiðurs- félagi hjá Soroptimistum og Verkakvennafélaginu Framtíðinni. Fiölskylda Málfríður giftist, 4.8. 1928 Axel Schiöth Gíslasyni, f. 16.10. 1896, d. 28.1. 1976. Axel var sonur Gísla Gíslasonar sjómanns og Kristínar Þórðardóttur húsmóður. Málfríður og Axel eignuðust sjö börn, þau eru: Sigríður Oddný, f. 21.1. 1925, d. 14.7. 1990, var gift Baldri Jónssyni, lækni á Akur- eyri, og átti með honum sex börn en þau skildu; Stanley Ágúst, f. 17.1.1927, ógiftur og barnlaus; Magnús Axel, f. 28.10. 1929, d. 1930; Kristjana Stefanía, f. 22.7. 1930, d. 1931; Garðar Þór, f. 23.12. 1933, hafnsögumaður í Stokkhólmi, kvæntur Evu Maríu og á með henni fjögur börn; Kristín Björk, f. 11.6. 1944, gift Matthíasi Einars- syni kaupmanni og eiga þau fjög- ur börn, og Brynja, f. 3.7. 1946, gift Birni Halldórssyni kaupsýslu- manni. Málfríður átti tvö hálfsystkini. Þau voru Petrína Stefánsdóttir, fluttist til Ameriku 1907, nú látin, og Haraldur Stefánsson, var bú- settur í Bolungarvík, nú látinn. Foreldrar Málfríðar voru þau Stefán Pétursson sjómaður og Kristjana Pálína Kristjánsdóttir, Málfríður Stefánsdóttir. húsmóðir og verkakona. Þau voru búsett á ísafirði. Fósturforeldrar Málfríðar voru Magnús Guðbrandsson sjómaður og Sigríður Oddný Hagalínsdóttir húsmóðir. Þau bjuggu í Súðavík. Málfriður tekur á móti gestum að Garðaholti í Garðabæ á laugar- daginn frá kl. 15.00-18.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Sigríður Huld Konráðsdóttir Sigríður Huld Konráðsdóttir, kennaranemi og húsmóðir, Berg- smára 4, Kópavogi, verður fertug á skírdag. Starfsferill Sigriður fæddist í Reykjavik en ólst upp þar, í Höfnum, í Kjósinni og á Hellissandi. Hún hefur átt heima í Kópavogi frá 1968 auk þess sem hún hefur dvalið ílest sumur í Ólafsvik. Hún lauk stúd- entsprófi frá MK 1990 og stundar nú kennaranám á síðasta vetri. Auk þess að vera húsmóðir á barnmörgu heimili hefur Sigríður stundað ýmis störf, s.s. öryggis- gæslu, kennslu, verið dagmóðir og starfað við vinnuskóla Kópavogs. Fjölskylda Sigríður giftist 12.8. 1978 Árna Guðmundssyni, f. 19.1.1955, deild- arstjóra hjá Securitas. Hann er sonur Guðmundar Arnar Árnason- ar og Sólveigar Runólfsdóttur. Börn Sigríðar og Árna eru Guð- mundur Örn Árnason, f. 13.5.1976, nemi; Erla María Árnadóttir, f. 3.5. 1980, nemi; íris Björk Árna- dóttir, f. 22.7.1981, nemi; Unnur Svanborg Árnadóttir, f. 1.5.1984, nemi; Sigríður Hulda Árnadóttir, f. 4.6.1987, nemi; Árni Konráð Árnason, f. 14.2. 1994. Systkin Sigríðar eru Stefán Snær Konráðsson, f. 20.12. 1958, framkvæmdastjóri ÍSÍ, búettur í Garðabæ; Sölvína Konráðsdóttir sálfræðingur, búsett í Garðabæ. Foreldrar Sigríðar eru Konráð Sigríður Huld Konráðsdóttir. Pétursson, f. 23.1. 1928, og Erla Stefánsdóttir, f. 4.4. 1930. Sigríður er að heiman á afmæl- isdaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.