Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 36
MIÐVKUDAGUR 3. APRÍL 1996 T*t ★ nlist •k * Topplag Það tók Robert Miles ekki nema tvær vikur að ná topplagi íslenska listans sem er einstak- ur árangur. Fyrir þremur vik- um var lagið Children hæsta nýja lagið, komst á toppinn fyr- ir hálfum mánuði og situr þar enn, þriðju vikuna í röð. Hástökkið Hástökk vikunnar kemur í hlut gömlu jaxlanna í hljóm- sveitinni Queen með lag sitt, You Don’t Fool Me. Það lag sat í 31. sæti listans í síðustu viku en er nú komið upp í það 16. Hæsta nýja lagið Það er ekki oft sem hæsta nýja lagið kemst í 3. sætið á sinni fyrstu viku. Það afrekar þó bandaríska rappsveitin Fugees með lagið Killing Me Softly. Út- gáfa Fugees er endurgerð sam- nefnds lags Robertu Flack, sem samið var á árinu 1973 um popp- arann Don McLean. Sex Pistols og prinsessan Sirkusinn kringum endur- komu The Sex Pistols er kom- inn á fullan skrið og Johnny Rotten og félagar eru við sama heygarðshornið þegar kemur að því að draga dár að bresku yfir- stéttinni. Þannig sendu þeir á dögunum bréf til Díönu prins- essu og buðust til að halda styrktartónleika fyrir hana ef fyrrverandi tengdamóðir henn- ár, Elísabet Englandsdrottning, skaffaði henni ekki nægjanlega mikinn framfærslueyri! Prinsessan ku kurteislega hafa afþakkað þetta góða boð þeirra Sex Pistols manna. Fastráðið í Elasticu Breska hijómsveitin Elastica er loksins búin að ráða nýjan bassaleikara en staðan hefur verið laus síðan í ágúst er Annie Holland lét af störfum. Sú sem hljóp í skarðið þá var Abby Tra- vis, bassaleikari Beck, en það átti einungis að vera tímabund- in ráðstöfun. Nú er það hins veg- ar komið á daginn að Travis hef- ur skemmt sér svo framúrskar- andi vel með Elasticu að hún hefur yfirgefið Beck og fastráð- ið sig hjá Justin Frischmann og félögum. íboði á Bylgjunni á laugardag kl. 16.00 ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKUR Á LISTANUM TOPP 4® 1 1 1 4 ... 3. VIKA NR. 1... CHILDREN ROBERT MILES O) 6 13 3 WEAK SKUNK ANANSIE a 1 ... NÝTTÁ USTA ... KILLING ME SOFTLY FUGEES NÝTT 4 2 4 4 YOU LEARN ALANIS MORISSETTE 5 3 2 7 PEACHES THE PRESIDENTS OF THE USA 6 4 3 6 AREOPLANE RED HOT CHILI PEPPERS Q> 9 10 3 CHARMLESS MAN BLUR 8 7 6 7 I WILL SURVIVE DIANA ROSS 9 5 7 6 SLIGHT RETURN BLUETONES 11 9 7 IRONIC ALANIS MORISSETTE 11 8 5 10 DON'T LOOK BACK IN ANGER OASIS 12 12 12 12 ONE OF US JOAN OSBORNE mi NÝTT 1 LEMON TREE FOOL'S GARDEN 14 14 16 4 BIG ME FOO FIGHTERS 15 10 8 5 CALIFORNIA LOVE 2 PAC & DR. DRE GD 31 2 ... HÁSTÖKK VIKUNNAR... YOU DON'T FOOL ME QUEEN 17 16 24 6 JUNE AFTERNOON ROXETTE 18 18 18 7 OPEN ARMS MARIAH CAREY 24 27 5 LET YOUR SOUL BE YOUR PILOT STING 20 19 19 12 TIME HOOTIE & THE BLOWFISH 21 21 22 4 STREET SPIRIT RADIOHEAD (5) 27 33 3 GREAT BLONDINO STAKKA BO dD 29 - 2 HOW LONG PAUL CARRACK 24 20 25 4 FALLING INTO YOU CELINE DION dD 25 26 3 THESE DAYS BON JOVI 26 15 14 7 HOW DEEP IS YOUR LOVE TAKE THAT 27 17 15 5 ÉG GEF ÞÉR ALLT MITT LÍF STJÓRNIN dD dD 30 38 3 1 HALLO SPACEBOY DAVID BOWIE & PET SHOP BOYS FIRESTARTER PRODIGY NÝTT (30) 40 - 2 ONLY LOVE (BALLAD OF SLEEPING BEAUTY) SOPHIE B. HAWKINS 31 37 - 2 DON'T WANNA LOSE YOU LIONEL RICHIE 32 33 - 2 WHATEVER YOU WANT TINA TURNER 33 23 28 4 Ó UÚFA LÍF VINIR VORS OG BLÓMA NÝTT 1 LIFTED LIGHTHOUSE FAMILY 35 22 20 6 I JUST WANT TO MAKE LOVE TO YOU ETTA JAMES (3g) NÝTT NÝTT 1 MORNING WET WET WET dz) 1 GAS FANTASÍA OG STEFÁN HILMARSSON 38 26 34 5 GIVE ME A LITTLE MORE TIME GABRIELLE 39 35 36 3 HÆTTULEGT S.S.SÓL NÝTT 1 NEVER GONNA SAY l'M SORRY ACE OF BASE Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn ersamvinnuverkefni Bylgjunnar, DZog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVi hverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist a hverjum laugardegi i DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 14.00 'á sunnudögum i sumar. Listinn er birtur, að hluta, i textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt í vali"World Chart" sem framleiddur er af Radio Express i Los Angeles. Einnig hefur hann áhrif á Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem er rekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. 989 rWBoaasiii GOTT ÚTVflRP! Yfirumsjón með skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla:,Dódó - Handrit: Sigurður Helqi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backrr og Jóhann Garðar Ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson Fjöl- skyldu- vandamál? Blessunin hún Courtney Love hefur ekki átt sjö dagana sæla síö- an Kurt Cobain stytti sér aldur. Reyndar hefur Courtney lagt sig alla fram um að klúðra því sem hægt er að klúðra en nú hefúr fað- ir hennar af öllum mönnum lagst á sveif með andskotum hennar. Hank Harrison heitir hann og hefur verið upp á kant við dóttur sína um nokkurt skeið vegna þess að hann segist ekki fá að sjá dótturdóttur sína, Francis Bean. Og til að ná sér niðri á dótturinni tók hann sig til á dögunum og seldi æskumyndir af Courtney úr fjölskyldualbúminu Melissu nokkurri Roselat sem er að skrifa ævisögu Courtney í fullkomnum blóra við viðfangsefnið. Kunnug- ir segja að Hank karlinn hafi gert sér frægð dóttur sinnar aö féþúfu árum saman. Nýtt álympíulag Fyrir nokkru var ákveðið hver fengi þann heiður að semja titil- lag Ólympíuleikanna í Atlanta í sumar. Sá sem hreppti hnossið var breski gítarleikarinn John Williams sem margir kannast við frá hljómsveitinni Sky sem lék nokkurs konar klassískt rokk á árum áður. Og Williams var ekki lengi að hrista þetta fram úr erminni; Summon The Heroes heitir lagið og kemur út í sumar á sérstakri ólympiuleikaplötu. Plötu- fréttir Neil Young er þessa dagana að leggja drög að nýrri plötu með hljómsveit sinni Crazy Horse en ekkert hefur heyrst af hugsanleg- um útgáfudegi enn þá... The Cure er með nýja plötu í smíðum sem hlotið hefur nafnið Wild Mood Swings og er væntanleg á mark- að í næsta mánuði... Ný plata frá George Michael er loksins í aug- sýn, hann er búinn að taka upp allt efni plötunnar og hún hefur fengið nafnið Older og útgáfudag- urinn verður 13. maí... Rappar- inn Ice-T er líka langt kominn með nýja plötu og gerir ráð fyrir að hún verði komin í verslanir í júní ... Stúlknadúettinn Salt N’ Pepa er að byrja upptökur á næstu plötu sinni sem þegar hef- ur hlotið nafnið Flavor in Your Ear og kemur likast til út með haustinu. Meðal þeirra sem fram koma á plötunni er söngkonan góðkunna Sheryl Crow... -SþS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.