Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 22
George Falconer bankastjóri fór ekki til vinnu á hefðbundinn hátt þennan júnídag. Árla morguns var hann sóttur á heimili sitt skammt fyrir utan Glasgow í Skotlandi. Það gerðu tveir ókunnir menn, og þeir fóru með honum í bankann. Ekki var það greiðasemi sem réð gerðum þeirra, því Falconer átti að sjá til þess að þeir kæmust í hirslur bank- ans. Síðan átti hann að fara með þeim til húss þar sem dóttir hans, Patricia, fjórtan ára, var í gíslingu, en henni höfðu félagar tvímenning- anna rænt þegar hún var á leiö í skóla fyrr um morguninn. Falconer var ekki í neinum vafa um að ræningjunum væri alvara, því rétt áður en tvimenningarnir komu að sækja hann hafði verið hringt til hans, og þá hafði Patricia sagt honum grátandi að hann skyldi gera eins og tveir menn myndu bráðlega segja honum að gera, því annars yrði hún tekin af lífi. Lífshætta? Ræningjarnir höfðu undirbúið sig vel. Alls voru þeir fimm, þar af ein stúlka. Hún og tveir mannanna höfðu rænt Patriciu, en hinir tveir áttu að sjá um að sækja föður henn- ar, bankastjórann, og fá hann til að greiða lausnargjaldið. Falconer hlustaði vel á það sem dóttir hans sagði í símann og var ekki í neinum vafa um að alvara væri á ferðinni. Hann var því við tvímenningunum búinn þegar þeir komu að sækja hann og lagði af stað með þeim til bankans. Hann gerði sér hins vegar fljótlega grein fyrir því að ekki væri víst að þau Pat- ricia héldu lífi þótt hann greiddi lausnargjaldið, því tvímenningamir voru ekki grímuklæddir, enda ekki hægt um vik að dulbúast undir stýri í morgunumferðinni. Þá hefðu þeir sem rændu Patriciu líklega ekki reynt að fela útlit sitt heldur. Ræn- ingjunum hlyti því að vera ljóst að þau mæðgin gætu gefíð lýsingu á þeim. En Falconer leit þannig á að best væri að hafa áhyggjur af einu vandamáli í einu. Á rauðu Ijósi Þau þrjú sem rændu Patriciu á leið í skólann áttu ekki von á öðru en allt gengi vel eftir að þau voru búin að koma henni upp í bílinn sem þau vom i. En ekki hafði hann verið lengi á ferð þegar hann kom að rauðu ljósi. Þar staðnæmdist hann. Á meðan hann beið græna ljóssins sneri ökumaðurinn sér við og leit á Patriciu sem sat í aftursæt- inu við hliðina á stúlkunni. „Ef þú hreyflr þig eða rekur upp óp á meðan við bíðum hér drepum við þig,“ sagði hann. „Engin heims- kupör. Sittu bara kyrr og þegiðu og þá kemur ekkert fyrir.“ Gluggar bíls mannræningjanna voru lokaðir og umferð á götunni mikil, svo enginn utan bilsins gat heyrt það sem ökumaðurinn sagði. En í bíl á akreininni við hliðina á bíl ræningjanna sat Margaret Ritchie, sextug kona. Henni varð af tilviljun litið út um gluggann hjá sér þegar ökumaður bíls ræningj- anna var að gefa Patriciu fyrirmæl- in. „Eltu þennan bíl..." Margaret Ritchie ýtti við John Downie, tuttugu og sjö ára gömlum manni sem var með henni í bílnum, en hann ýtti aftur við Donald, fer- tugum syni hennar sem sat undir stýri. Um leið kviknaði græna ljós- ið, og þá skipti Donald um akrein og ók í humátt á eftir bíl mannræningj- anna. Boð móður hans höfðu verið á þá leið að hann skyldi elta bílinn við hliðina á þeim. Donald fór varlega og leyfði öðr- Patricia Falconer. Donald Ritchie. John Downie. Margaret Ritchie. George Falconer. Hazel McCracken. um bil að komast milli bílsins sem hann elti og þess sem hann ók. Eft- ir nokkum tíma kom fyrrnefndi bíllinn að húsi, staðnæmdist og fjór- ar manneskjur stigu út. Þær gengu hratt inn í húsið. Donald ók áfram, en stöðvaði svo bílinn. Um hríð fylgdist hann með húsinu ásamt móður sinni og John Downie. Svo steig hann út, gekk að næsta síma- klefa og gerði lögreglunni aðvart. Varalestur Óheppni mannræningjanna var sú að við umferðarljósið höfðu þeir lent við hliðina á bíl konu sem var heymarlaus, en hins vegar einn fremsti sérfræðingm- Breta í því að lesa af vörum. Sumir voru reyndar þeirrar skoðunar að enginn í allri Evrópu tæki henni fram. Margaret Ritchie hafði „séð“ hvert einasta orð sem ökumaður bíls mannræn- injanna hafði sagt við Patriciu, og á fingramáli hafði hún sagt John Downie hvers hún hafði orðið vís- ari. Hann, sem var einnig heymar- laus, lét það ganga áfram á fingra- máli til Donalds, sem kunni fingra- mál en talaði jafnframt mælt mál. Ekki leið á löngu þar til þrír bíl- ar komu og voru fjórir óeinkennis- klæddir lögreglumenn í hveijum þeirra. Tveimur var lagt nokkuð frá húsinu þar sem Patricia var í haldi, en þeim þriðja við enda götunnar til að hindra að ræningjamir kæmust undan á bíl sínum. Þegar húsið hafði verið umkringt kom póstmaður að því. Einn lög- reglumannanna stöðvaði hann Qg sagði honum hvað um væri að vera. Nokkru síðar hafði einn þeirra klæðst einkennisbúningi póst- mannsins og gekk hann nú upp að dyrunum. Yfirbugaðir Venjulega eru skoskir lögreglu- menn ekki vopnaðir, en í þetta sinn vom þeir allir með skammbyssur, enda allar líkur á að harðsvíraðir menn ættu i hlut. Lögreglumaðurinn í póstmanns- búningnum hringdi dyrabjöllunni. Ungur maður kom til dyra. „Ég er með ábyrgðabréf," sagði „póstmaðurinn“ og stakk hendinni niður í töskuna sem hann var með í ól um öxlina. En hann tók ekki upp bréf, heldur skammbyssu. „Ég er lögreglumaður," sagði hann nú. „Ekki eitt einasta hljóð og hendur á hnakka.“ Félagar lögreglumannsins biðu óséðir rétt hjá, og nokkrum augna- blikum síðar var maðurinn sem kom til dyra í handjámum. Hinn mannræninginn reyndi að flýja en var gripinn í eldhúsdyrunum. í herbergi á fyrstu hæð var Pat- ricia með stúlkunni sem tekið hafði þátt í mannráninu. Patricia hljóp upp um hálsinn á lögreglumönnun- um, og þegar hún hafði sagt sögu sína og staðfest frásögn Margaret Ritchie, þótti ljóst að enn myndi mögulegt að grípa ræningjana tvo sem væru í bankanum með foður hennar. Bauð aðstoð Mannræningjamir tveir vildu enga aðstoð veita lögreglunni, en stúlkan, Hazel McCracken, tuttugu og tveggja ára, bauð aðstoð sína gegn því að refsing hennar yrði milduð. Hún skýrði svo frá áætlun- inni í einstökum atriðum. Patricia fékk leyfl til að hringja í móður sína, en svo gaf lögreglumað- ur frú Falconer þau fyrirmæli að hún skyldi hringja í bankann til manns sins og segja honum að dótt- ir þeirra hefði verið leyst úr gísling- unni. Væri best að hún hringdi, því ræningjana í bankanum granaði þá síður að nokkuð væri aö. Þegar síminn hringdi á skrifstofu Falconers í bankanum rétti annar ræningjanna honum tólið. „Það er konan þín. En gættu að því hvað þú segir.“ „Pat er- óhult,“ sagði frú Falconer við mann sinn. „Lögreglan biður þig að gera nákvæmlega það sem ræningjarnir segja þér að gera. Fylgstu svo bara vel með öllu.“ Falconer reyndi að dylja hve mjög honum var létt og svaraði: „Auðvitað, vina. Ég skal koma með það þegar ég kem heim.“ Handtaka og dómsuppkvaðning Nokkru síðar fór Falconer með mönnunum tveimur úr bankanum til hússins þar sem Patricia átti að vera í haldi, en það hafði ætíð verið ætlunin. Þegar þeir komu að því opnaði Hazel McCracken fyrir þeim, samkvæmt fyrirmælum lögreglu- mannanna. Augnabliki eftir að dyr- unum lokað vora báðir mennimir handjárnaðir. Málið kom fyrir sakadóm í Glas- gow fjórum mánuðum síðar. Þá lá fyrir vitnisburður Margaret Ritchie og Hazel McCracken gegn fjórmenn- ingunum. Hazel fékk ekki ákæru vegna aðstoðar sinnar við að hand- taka mennina tvo sem farið höfðu með Falconer í bankann. Nokkur umræða varð um hvort ræningjarnir myndu hafa drepið Falconer og Patriciu til þess að koma í veg fyrir að þau gætu gefið á þeim lýsingu. Sýndist sitt hverjum, en engin niöurstaða fékkst í þá um- ræðu, því fjórmenningamir vildu ekki tjá sig og gat Hazel McCracken ekki upplýst þann þátt áætlunarinn- ar. Afbrotið þótti hins vegar alvar- legs eðlis og báru dómamir það með sér. Elsti ræninginn, James Kirk, þrjátíu og eins árs, fékk fimmtán ára fangelsisdóm, enda var hann talinn höfuðpaurinn. Hinir þrír, Bertram Heddick, þrítugur, Edward Jarvie, tuttugu og sex ára, og Charles Bollman, tuttugu og fjög- urra ára, fengu hver um sig tólf ára fangelsisdóma. Fundarlaun Bankinn sem George Falconer stýrði fékk að sjálfsögðu allt það sem ræmingjamir höfðu komist yfir, en það voru bæði peningar og önnur verðmæti. Bankastjórnin ákvað að veita Margaret Ritchie, Donald syni hennar og John Downie fundarlaun, því án aðstoðar þeirra hefði málið tekið allt aðra og verri stefhu. Þegar Margaret gekk út úr réttar- salnum að dómsuppkvaðningu lok- inni vora fréttamenn viðstaddir, enda haföi málið fengið mikla um- fjöllun. „Þetta var í raun enginn vandi,“ sagði Margaret. „Ég get lesið varir úr nokkuð mikilli fjarlægð, og í þessu tilviki hefði maðurinn alveg eins getað verið að tala við mig. Ég náði hverju einasta orði. En hefði hann þagað hefðu þau líklega kom- ist upp með þetta.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.