Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 Hjþelkerinn Tilbreyting frá steikum um páskana: Fjórar góðar frá Pasta Basta Girnilegir pastaréttir sóma sér vel á páskaborðinu og eru t.d. mjög góð tilbreyting frá hinum hefð- bundnu stórsteikum. Þeir Ingvi Jón Rafnsson, eigandi Pasta Basta, og Ólafur Karl Ólafsson matreiðslu- maður þar gefa okkur hér girnileg- ar uppskriftir að ofnbökuðum grlsa- hnakka fylltum með skinku og feta- osti, snöggsteiktum smokkfiski með engifer og hvítlauk, steiktu kjúkl- ingakjöti í rjómasósu með Pesto og skötusel og hörpuskel í mildri sin- nepssósu. Allar miðast uppskriftirn- ar við fjóra. Ofnbakaður grísahnakki 4 sneiöar grísahnakki (180 g hver) 4 skinkusneiöar Fetaostur Mozarella-ostur 1 dós niöursoönir tómatar 2 dl rjómi 1 laukur (skorinn í sneiöar) 100 g sveppir (skornir í sneiöar) 100 g spínat Skerið vasa í grísasneiðarnar, setjið skinku og fetaost inn í og brúnið þær í olíu. Kryddið og leggið í eldfast form. Svissið (steikið án þess aö brúna) laukinn og sveppina í smjöri og kryddið með salti og pipar. Bætið tómötunum út í og sjóðið í 5 mín. Bætið þá rjómanum út í og látið sjóða. Hellið sósunni yfir kjötið í forminu, stráið spínatinu og ostin- um yfir og bakið við 170° C í 20-30 mín. Berið fram með hrísgrjónum, brauði og fersku salati og Ingvi mælir með rauðvíninu Chianti „Classico" með þessum rétti. Snöggsteiktur smokkfiskur 500 g smokkftskur 4 hvítlauksgeirar, maukaöir Örlítiö engifer 1 dós niöursoónir tómatar 500 g soöiö tagliatelle Steikið allskyns grænmeti í olíu, t. d. lauk, gulrætur og broccoli, með helmingnum af hvítlauknum. Kryddið með salti og pipar. Maukið tómatana og bætið þeim úti og síð- an engiferinu. Hreinsið smokkfísk- inn og skerið í þunnar sneiðar. Steikið hann með restinni af hvít- lauknum á mjög heitri pönnu í u. þ.b. !4 mínútu. Bætið honum þvi næst út í sósuna og hellið yfir pa- stað. Passið að bera smokkfiskinn fram strax því ef hann er látinn bíða veröur hann seigur. Berið fram með heitu hvítlauksbrauði og Ingvi mælir með hvítvíninu Pinot Grigio. Kjúklingakjöt í rjómasósu og Pesto 600 g soöiö pasta 500 g kjúklingakjöt 200 g sveppir y21 kjötsoö (t.d. kjúklingasoö) Réttirnir líta girnilega út á diskunum hjá þeim Ólafi Karli Ólafssyni, mat- reiðslumanni á Pasta Basta, og Ingva Jóni Rafnssyni, eiganda staðarins. DV-mynd ÞÖK 3 dl rjómi Pesto Skerið kjúklingakjötið í bita og sneiöið sveppina. Steikið í olíu á pönnu og kryddið með salti og pip- ar. Bætið kjötsoðinu út í og síðan rjómanum og sjóðið í 8-10 mín. Ber- ið fram með Pesto og nýbökuðu brauði. Ingvi mælir með Casanova rósavíni frá Toscana. Pesto 10 búnt ferskt basil 5 búnt fersk steinselja 6 hvítlauksgeirar 1 msk. ristaöar furuhnetur 1 msk. ferskur parmesan salt og pipar olífuolía Maukið allt saman. Þetta er stór uppskrift sem óhætt er að minnka eftir þörfum. Skötuselur og hörpuskel í mildri sinnepssósu 300 g skötuselur í strimlum 200 g hörpuskel 500 g soðið pasta 4 dl rjómi 6 dl mjólk 4-6 msk. Dijon sinnep Fiskikraftur Setjið rjómann í pott ásamt sinn- epinu og fiskikraftinum og sjóðið í smástund. Bætið mjólkinni út í soð- ið og þykkið með smávegis af maizenamjöli. Bætið loks fiskinum og hörpuskelinni út I soðið 1-2 mín. áður en borið er fram. Berið fram með fersku salati og hvítlauks- brauði og Ingvi mælir með Soave „Classico". -ingo Laxa- salat Glódís Gunnarsdóttir þolfimikennari hefur verið DV innan handar með hollar og góðar upp- skriftir og hér koma tvær ljúffengar frá henni: 3/4 dós 10% sýrður rjómi 1 msk. dill 2 msk. sætt sinnep 150 g reyktur lax 2 soöin og sneidd egg svartur pipar Sýrði rjóminn, dillið I og sinnepið er hrært saman og laxi, eggjum og pipar svo blandað saman viö. Skinku- salat 4 msk. söxuð púrra 100-150 g léttskinka 1 egg 3/4 hluti úr peru 3/4 dós sýrður rjómi 1/2 tsk. paprikukrydd 1/2 tsk karrí Peran er afhýdd og skorin í bita. Púrru, létt- skinku, eggi og peru er því næst blandað saman. Sýröi ijóminn og krydd- ið er hrært saman og síð- ast er öllu blandað sam- an. -em matgæðingur vikunnar Mikið fyrir rækjur, grænmeti og léttan mat „Þetta eru uppskriftir sem hafa þótt mjög góðar hjá mér og gestir sem hafa fengið þessa rétti hafa beðið um þá aftur. Þetta er í takt við það sem ég vinn við og við erum mikið fyrir rækj- ur, grænmeti og léttan mat á heimilinu," segir Margrét Ólafsdóttir, íjármálastjóri sjávarútvegsfyrirtækis á Akureyri, en hún er einmitt matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Margrét gefur uppskrift að Blini, laxatartar, grill- brauði og fylltum eggjum. Hún segist hafa fengið tvær uppskriftanna úr íslensku tímariti en hinar frá tengda- móður sinni. Blini 375 g bókhveiti 6 1/4 dl mjólk 3 tsk. þurrger 3 egg 125 g smjör y2 tsk. salt Margrét Ólafsdóttir, fjármálastjóri á Akureyri, gefur upp- skrift að blini og grillbrauði. Hún er matgæðingur vikunn- ar að þessu sinni. DV-mynd Sigurður Hlöðversson 125 g af bókhveiti eru sett í skál ásamt þurrgerinu og V/2 dl af volgri mjólk hrært saman við. Breitt er yfir skálina og hún látin standa á hlýjum stað í 1 klst. Eggin eru skilin og rauð- unum hrært saman við smjörið í stórri skál. Gerblöndunni er bætt út í ásamt hveitinu sem eftir er, mjólk- inni og saltinu. Síöan er breitt yfir þetta og látið standa í hálftíma til að lyfta sér. Eggjahvíturnar stifþeyttar og blandað varlega saman við deigið. Steikt á smurðri pönnukökupönnu eða sambærilegri á sama hátt og pönnukökur. Stærð svipuð og á lummum. Bliniið er síðan borið fram með grásleppuhrognakavíar og 36% sýrðum rjóma. Gott er að hafa rifinn lauk með, að ekki sé talað um reykt- an lax. Laxatartar 1 laxflak y2 tsk. salt og V2 tsk. pipar, hvort tveggja úr kvörn 2-3 dropar tabascosósa rauðlaukur, skorinn í hringi kapers maltbrauð eða ljóst rúgbrauð skorið í hringi Laxinn er roðflettur og beinhreinsaður. Maukaður í matvinnsluvél ásamt salti, pipar og tabascosós- unni. Laxmaukiö er sett á brauðið og laukhringur þar ofan á. Síðan eru 3 stk. kapers sett inn í hvem hring. Svartur pipar mal- aður yfir. Grillbrauð 254 dl súrmjólk 1 tsk. hjartarsalt 2 msk. síróp 5 dl hveiti (má vera 1 dl heilhveiti) 1/4 tsk. salt Öllu er blandað saman og látið standa í smástund. Deigið, sem er frekar blautt, er síðan mótað í litl- ar, flatar kökur. Margrét segist yfirleitt vera með nóg af hveiti við höndina við aö móta brauðið. Það er síðan grillað þar til það er ljósbrúnt á báðum hliðum. Hún segir að grilla megi annað hvort á útigrilli eða í ofni. Þetta henti með öllum mat og með áleggi. Deigið sé líka hægt aö krydda, til dæmis með jurtakryddi til að gera það ítalskt eða engiferi til að fá indverskan keim. Einnig sé mjög vinsælt að setja ost- sneið eða ost og spaghettísósu á helminginn og brjóta hinn helming- inn yfir, fletja aftur út og grilla. Margrét skorar á tengdamóður sína, Dórótheu J. Eyland, sem er „sú alsniðugasta - það kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana“. -GHS Matseðill fyrstu vik- unnar í aprílmánuði í Heimilisalmanaki Helgu Sig- (urðardóttur frá árinu 1942 kenn- ir ýmissa grasa og hefur verið vitnað í það hér á síöunni að undanfómu. í bókinni eru birtir matseðlar fyrir hverja viku árs- ins og þó að fólki í dag þyki þeir kannski ekkert ákaflega spenn- andi á matarborðið birtum við til gamans matseðil fyrstu viku aprílmánaðar. I Hrossabjúgu og kjötbrauð Sunnudagur: Kálfskjöt í rjómasósu. Sítrónu-eggja-búðingur. Mánudagur: Heit mjólk með kartöflubollum. Þorskhausar með lifur og hrognum. Þriðjudagur: Hrísmjölsgrautur með saft. Soðin hrossabjúgu með Miðvikudagur: Áfasúpa með sítrónusneiðum. Ýsa, soðin í tólg. Fimmtudagur: Kanúsúpa með hrísgrjónum. Kjötbrauð (svikinn héri) með brúnuðum kartöflum. Föstudagur: Soðinn fiskur (sil- ungur). Laugardagur: Brauðsúpa. Salt- fiskur með grænkálsjafningi, þurrkuðu káli og kartöflum. Uppskriftir Réttirnir hér að ofan sjást ekki mikið á borðum ungs fólks í dag en við gefum hér eina af þessum sjaldgæfu uppskriftum ef ein- hver skyldi grípa hugmyndina á lofti og hafa þennan mat á boðstólum í næstu viku, einmitt fyrstu vikuna í apríl og bætum nokkrum öðrum sjaldgæfum en áhugaverðum uppskriftum við. Sítrónu- og eggjabúðingur 5 egg 4-5 msk. sykur 6 blöð matarlím 11/2 sítróna Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum þar til þær eru léttar. Rifnu hýði af sígrónu er blandað út í. Þvi næst er matar- límið sett út í og síðan sítrónusafinn. Þegar búðingur- inn fer að þykkna er stífþeyttum hvítum blandað út í. Brauðgrautur V2 kg rúgbrauð vatn saft Brauðið er lagt í bleyti yfir nóttina, soðið i mauk og nuddað gegnum sigti. Saft er hellt saman við eftir smekk og jafnað með kartöflumjöli ef þörf krefur. Grauturinn er borðaður með sykri og mjólk Steiktar gulrófusneiðar Soðnar, kaldar gulrófusneiðar eru huldar með kjötdeigi. Sneið- unum er snýið upp úr brauð- mylsnu og steiktar móbrúnar í feiti eða oliu. Borðað með kart- öflurn eða gulrótum í jafningi. Snjóbúðingur y41 rjómi vanilla 3 blöð matarlim 2 msk. rabarbaramauk Matarlímið er brætt á venju- legan hátt. Rjóminn þeyttur og vanillan er látin út í eftir smekk. Þegar ekki finnst velgja á matar- líminu er því hrært út í rjómann. Rjóminn er látinn í skál. Rabarbaramaukið er látið í lög inn á ipilli- Karamellusósa Vt kg sykur Vt 1 mjólk Sykurinn er látinn í pott eða pönnu og brúnaður, þar til að byrjar að myndast hvit froða. Þá er mjólkin sett út í og hrært þar til það er jafnt. Sósan er borðuð með búðingnum, til dæmis áfa- eða hrísgrjónabúöingi. Gott er aö blanda þeyttum rjóma í sósuna. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.