Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 fé'iðsljós Vincent Lindon, fyrrverandi sambýlismaður Karólínu prinsessu af Mónakó, eyddi tveimur vikum í Karíbahafinu um daginn og átti þá í ástarsambandi við unga konu, Laurence. Þegar hann kom til baka flutti hann persónulega muni sína út úr íbúð Karólínu í Mónakó. Vincent Lindon hættur með Karólínu af Mónakó Vincent Lindon, fyrrverandi kær- asti Karólínu prinsessu af Mónakó og besti vinur um fimm ára skeið, er kominn með nýja dömu upp á arminn og sú er ekki að dragnast með hirðsiði frá Mónakó. Vincent hitti dömuna þegar hann fór í frí til eyjarinnar Antigua í Karíbahafi til að vega og meta samband sitt við Karólínu prinsessu og hvort það ætti sér einhverja framtíð meðan prinsessan var ásamt bömum sín- um á skíöum í Ölpunum. í stað þess að sitja á ströndinni í ró og næði hitti Vincent heillandi unga konu, Laurence, sem rekur kaffihús á eyjunni, og urðu þau strax ástfangin. Þau voru óaðskiljan- leg í þessar tvær vikur og kysstumst djúpum frönskum kossi þegar Vincent fór aftur heim. Hann fór beint heim í íbúðina til Karólínu prinsessu og flutti persónulega muni sina út. Það verður því tæpast boðað til brúðkaups í Mónakó í bráð. Sögurnar segja að Vincent, sem er orðinn 36 ára, hafi viljað giftast Karólínu eftir aö eiginmaður henn- ar fórst í bílslysi á kappaksturs- brautinni en hún hafi verið treg tfl. Þau hafa ekki sést á sama stað frá því um jólin þegar þau sóttu sama kvöldverð í Monte Carlo. Þá sátu þau ekki við sama borð en svo virt- ist sem Karólína hefði þó ekki gleymt Vincent sínum. Vincent virðist þó ekki vera tilbúinn að bíða lengur. Karólína prinsessa hefur verið orðuð við þýskan prins, Emst Aug- ust af Hannover, en bæði hafa þau þrætt fyrir það að eiga í sambandi. Með skæralíki á nefinu Robin Williams hefur gaman af að vekja hlátur. Bandaríski leikarinn Robin Willi- ams, sem ieikur einmitt í myndinni Jumanji sem verið er að sýna í bíó þessa dagana, er mikið fyrir að vekja athygli og hefur gaman af að vekja hlátur eins og sjálfsagt er títt með gamanleikara. Hann setti upp þessi skondnu gleraugu um daginn og hló dátt enda er hann alveg gler- fmn og tekur sig ágætlega út með þessi skæralíki á nefinu. \ 5Í LAUS STAÐA Laus er til umsóknar staða skólameistara við Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. Staðan veitist frá 1. ágúst 1996. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðu- neytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík fyrir 1. maí. Menntmálaráðuneytið 2. apríl 1996 ÞEG^R ÞÚ ÆTLAR , AÐ LITA SEM BEST UT Ráöleggingar frá sérfrœöingum No7 Atfenborough Asc. Kvöldiö áöur skaltu taka þér gott andlitsbaö. Settu skilti á huröina .trufliö ekki'. Þrífðu alltaf augnfarðann af meö sérstökum No7 augn faröahreinsi. Þrífðu húöina með hreinsimjólk og berðu svo á þig No7 nýja Sauna maskann sem hitnar á húðinni (farðu vandlega eftir ráöleggingum á pakkningu). Styrktu húðina með No7 andlitsvatni, beröu á þig Positive Action augnkremið og No7 nœturkrem. Farðu snemma að sofa því nœgur svefn fegrar útlitið. Um morguninn þrífur þú húðina og nœrir vel. No7 augnkremið naerir og eyðir þrota og bólgum kringum augun. Nýja Positive Action nceringin gefur langtímanœringu. Vandamálalausnir: Sérlega þurr húð sem fœr sjaldan naega nceringu: Berðu fyrst á þig Positive Action kremiö og síðan No7 dagkrem fyrir sérlega þurra húö. Feit og óhrein húð: Feit húð þarf rétta nœringu til aö minnka fitumyndun. Það má ekki þurrka hana upp því þá framleiðir hún bara meiri fitu: Þrífið húðina a.m.k. 2svar í viku með No7 Exfolative maskanum. Notið daglega No7 Light Moisture Fluid nœringuna og eldri en 25 ára munið að nota alltaf nœturkrem. Pokar undir augum: No7 Positive Action augnkremiö dregur augljóslega úr þeim. Hrukkótt húð: Því miður er ekki til neitt krem sem tekur burt hrukkur en No7 Positive Action kremið minnkar dýpt þeirra og meö langtímanotkun verður varanleg minnkun á hrukkunum. No7fasta púörið í lit hentar vel á slœm hrukkusvœði. Feit húð sem glansar alltaf: No7 Translucent Base heldur húöinni mattri allan daginn. Rauðir fletir/œðaslit: No7 grœna kremið hylur það. Bólur, þaugar eða aðrir húðgallar: No7 Shade Away hyljararnir fela þaö strax. Fallegri meikáferð: Notið alltaf No7 fast eða laust Ijósþrjótandi púöur yfir meikið. Föl húð: Nýju No7 kinnalitirnir eru glœrir, Ijósþrjótandi og gefa eölilegt frískt útlit. Ljótar augnabrúnir: Reynið alltaf að halda náttúrulegu útliti (ekki plokka). Notið No7 augnabrúnablýant og mótið fallega, burstiö síðan þétt yfir með greiðunni á enda þlýantsins. Lítil augu/stór augu: No7 augnskuggarnir og þlýantarnir eru frábœrir meik-uþ litir. Notaðu skugga nr. 1, 35 eða 40 og blýanta nr. 9 eða 12 ef þú ert að þreyta útllti augna. Málaðu yst út fyrir augu til aö stœkka og til aö minnka málarðu með blýantinum nœr allan hringinn og dekktu allt augnalokið. Notarðu linsur?: Þá verður þú að nota No7 maskarann fyrir linsur og þrífa alltaf augnförðunina af með No7 Super Gentle augnfaröahreinsi (sem er ilm- og olíulaus). Þunn, stutt augnhár: No7 Superiash maskarinn þykkir og lengir á sérstakan hátt. Þunnar varir: Meikaðu og þúðraðu yfir varirnar. Mótaðu með No7 varaþlýanti nr. 16 aðeins út fyrir varir. Fyrir þcer sem vilja þrúnan varalit þá er litur nr. 10 góður, fyrir ferskjulita eða þleika áferð notið nr. 200, 225 eöa 360. Varalitur fer strax af: No7 Lip Coat festir varalitinn. Neglur sem brotna eöa lakk sem flagnar af: Nýja No7 naglalakkið er fljótt að þorna, helst frábœrlerga á, er meö nœringu og er teygjanlegt svo nöglin brotnar síður. No7 áhrifin eru töfrabrögð. Með nýjustu taekni verður þú eins vel útlítandi og hcegt er. No7 fœst í þetri snyrtivöruverslunum og apótekum og verðiö kemur þér þœgilega á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.