Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 32
56 %iglingaspjall MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL 1996 Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna: „Þetta var alveg frábær keppni. Ég heyrði fólk tala um að keppnin hefði aldrei verið svona góð og krakkarnir, sem tóku þátt í henni, náðu svo vel saman að þetta var al- veg æðislegt. Þetta fór allt mjög vel fram og mjög vel að þessu staðið," segir Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir, 17 ára nemandi við Menntaskólann í Kópavogi, MK, en hún bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskól- anna sem haldin var í Laugardals- höll á fimmtudagskvöldið. Þórey sigraði söngkeppnina með A laginu Hero eftir Mariuh Carey en sama kvöld og hún tók þátt í söng- keppninni söng hún nokkur hlut- verk í söngleiknum Grænjöxlum sem frumsýndur var á árshátíð MK. í öðru sæti var Regína Ósk Óskars- dóttir, 19 ára nemandi við Mennta- skólann við Hamrahlíð, með lagið í Reykjavikurborg eftir Jóhann Helgason. í þriðja sæti var Árný Ingvarsdóttir, 18 ára nemandi í Menntaskólanum í Reykjavik, með lagið Einhvers staðar úr West Side Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir, 17 ára nemandi úr MK, bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í Laugar- dalshöll á fimmtudagskvöldið. Þórey söng lagið Hero eftir Mariuh Carey. DV-mynd GS Story. „Við styttum söngleikinn rosa- lega mikið og létum hann bara standa í klukkutíma. Ég var mamma og læknir og svo voru mörg hópatriði, leikskólakrakkar og skólakrakkar," segir hún. - En hefur hún nokkurn tíma til að læra þegar hún er svona mikiö í félagslífinu? „Jú. Mér gengur mjög vel í skól- anum. Ég er með 100% mætingu og læt skólann alltaf ganga fyrir. Mað- ur reynir að púsla þessu saman svo að þetta gangi upp,“ segir hún og kveðst vera á fyrsta ári í MK. Þórey segist ætla að klára stúdentspróf af hagfræðideild og fara svo til Banda- ríkjanna í viðskiptafræðinám. Hana langar að fara í skóla þar sem hægt er að taka leiklist og tónlist með. „Svo er ég að stefna að því að fara í Söngskólann í haust. Ég hefði gam- an af því að prófa það,“ segir hún og segist aldrei verið í neinu tónlistar- námi. -GHS rn hliðin Vil komast í keppni til Þýskalands - segir Sigurður Vignir Matthíasson Sigurður Vignir Matthíasson, tamningamaður á Stóðhestastöð- inni í Gunnarsholti, er margfaldur íslandsmeistari. Hann varð tvö- faldur heims- meistari í hestaí- þróttum í Hollandi í fyrra og var kjörinn hestaí- þróttamaður árs- ins árið 1995. Hann stefnir að því að fara í keppnisferðalag til Þýskalands í sum- ar. Sigurður Vign- ir sýnir hér á sér hina hliðina: Fullt nafn: Sig- urður Vignir Matthíasson. Fæðingardagur og ár: 17. júlí 1976. Maki: Nei. Börn: Nei. Bifreið: Nissan Sunny, árgerð '93. Starf: Atvinnu- maður í hesta- mennsku. Laun: Gef þau ekki upp. Áhugamál: Þau eru ekki mörg. Ég reyni að fylgjast með íþróttum en tíminn er af I skornuin skammti. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtileg- ast að keppa í hestamennsku á góðum hesti. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Þegar illa gengur. Uppáhaldsmatur: Ætli það sé ekki jólasteikin. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur i dag að þínu mati? Ég er mjög ánægður með íþrótta- Sigurður Vignir Matthíasson, atvinnumaður í hestamennsku, hefur náð langt í greininni og stefnir enn hærra. Hér sýnir hann á sér hina hliðina. DV-mynd E.J. mann ársins, Jón Arnar Magnús- son frjálsíþróttamann. Uppáhaldstímarit: DV. Ég er mjög ánægður með smáauglýsing- arnar. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Þær eru svo margar fallegar að ég á erfítt með að gera upp á milli þeirra. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Veit ekki. Uppáhaldsleikari: Enginn sérstakur. Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök. Uppáhaldssöngvari: Þar fórstu alveg með það. Ég er lítið inni í því. Uppáhaldsstjórn- málamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteikni- myndapersóna: Bart Simpson. Uppáhaldssjón- varpsefni: íþróttir. Uppáhaldsmatsölu- staður: Hard Rock. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga sérstaka. Hver útvarps- rásanna fínnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarps- maður: Helgi Skúli. Á hvaða sjónvarps- stöð horflr þú mest? Stöð 2. Uppáhaldssjón- varpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsskemmti- staður: Glaumbar. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fákur. að einhverju sér- Stefnir þú stöku í framtíðinni? Stefna eins langt og hægt er að komast. Hvað ætlar þú að gera í sumar- fríinu? Ég fer ekki í neitt sumar- frí því að ég ætla að reyna að fara til Þýskalands, liklegast til að keppa í hestamennsku. -GHS Andre Agassi og Brooke Shields eru búin að trúlofa sig: Brúðkaup á næsta leiti Tennisleikarinn Andre Agassi og Brooke Shields leikkona eru búin að trúlofa sig og ætla fljótlega að halda brúðkaupsveislu. Agassi tók sig til í fríi með sinni heittelskuðu á Hawaii síðasta dag febrúarmánaðar og bar upp bónorðið. Shields játað- ist Agassi og ber nú myndarlegan demantshring til vitnis um það. Sumir myndu segja að það væri kominn tími til að haldið verði brúðkaup hjá þeim skötuhjúum því að það hefur gengið á ýmsu þó að þau séu bara búin að vera saman í rúm tvö ár. „Hann var búinn að tala mikið um trúlofun en ég var búin að heyra slíkt tal áður. Það var bara dagdraumur hvað mig varðaði,“ segir Brooke Shields um bónorðið. Hún segist ekki ætla að fara að búa með Agassi fyrr en brúðkaupið er yfirstaðið. Það verði að halda smá- spennu eftir í sambandinu. Brooke Shields og Andre Agassi ættu að passa dável saman því að bæði byrjuðu þau feril sinn sem lít- il börn. Ágassi var ekki hár í loft- inu, eða aðeins fjögurra ára, þegar hann var farinn að spila við þekkta tennisleikara og hún var tveggja ára þegar hún byrjaði að leika í auglýs- ingum. Samband Brooke Shields og Andre Agassis hófst með dálítið óvenjulegum hætti því að Shields sendi honum fyndið símbréf frá Suður-Afríku í lok október 1993 eft- ir að sameiginleg vinkona var búin að reyna lengi að koma þeim sam- an. Agassi svaraði Shields og þrem- ur mánuðum seinna áttu þau fyrsta stefnumótið. Eftir hafa hlutirnir gengið hratt fyrir sig, Shields mætt á áhorfendapallana þegar hann hef- ur verið að leika og hann fylgt henni í uppskurð á sjúkrahús. Andre Agassi og Brooke Shields eru búin að trúlofa sig og ætla að halda brúðkaup fljótlega. Shields er harðákveðin í að flytja ekki inn til Agassi fyrr en eftir brúðkaupið til að halda smáspennu í sambandinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.