Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1996, Blaðsíða 46
70 MIÐVIKUDAGUR í Afmæli Júlíana Silfá Einarsdóttir Júlíana Silfá Einarsdóttir, hús- freyja í Fremri-Langey, sem nú dvelur á Hrafnistu í Reykjavík, verður hundrað ára á fostudaginn langa. Starfsferill Júlíana fæddist í Bíldsey á Breiðafirði og ólst þar upp. Hún sinnti öllum almennum sveita- störfum og hóf ung sjóróðra með föður sínum en þess hefur verið getið í innlendum og erlendum ritum að auk húsfreyjustarfans sinnti hún gjarnan sjóróðrum síð- ar á ævinni. Þá var hún liðtæk við lagfæringar á heimilinu og átti sín eigin smíðaverkfæri til þess. Hún lærði fatasaum í Reykjavík 1919-20 og var í hús- stjórnarskóla þar 1920-21. Fjölskylda Júlíana giftist 30.4. 1921 Kjart- ani Eggertssyni, f. 16.5. 1898, d. 29.7.1992, b. og kennara í Fremri- Langey. Hann var sonur Eggerts Thorbergs Gíslasonar, b. í Fremri- Langey, og k.h., Þuríðar Jónsdótt- ur húsfreyju. Börn Júlíönu og Kjartans eru Svava, f. 5.7.1923, húsfreyja í Reykjavík, gift Reyni Guðmunds- syni símamanni og eiga þau þrjú börn; Selma, f. 30.8. 1924, hús- freyja á Ormsstöðum í Klofnings- hreppi, gift Baldri Gestssyni, b. þar, og eiga þau þrjár dætur; Gunnar, f. 29.5. 1927, d. 1992, járn- smiður í Reykjavík, kvæntur Ólöfu Ágústsdóttur húsfreyju, eru dætur þeirra fjórar; andvana stúlka, f. 9.11. 1928; Unnur, f. 25.2. 1930, húsfreyja í Reykjavík, var gift Ágústi Björnssyni bifreiða- stjóra sem lést 1988 og eru synir þeirra fjórir; Eggert Thorberg, f. 20.12. 1931, múrari í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Gísladóttur ættgreini og eiga þau fimm börn; Kópur Zophanías, f. 24.5. 1933, bif- reiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Öldu Þórarinsdóttur verkstjóra og eiga þau fjögur börn; Elsa, f. 18.2. 1937, fyrrv. húsfreyja að Hnúki í Kofningshreppi, var gift Gunnari Valdimarssyni, b. þar sem lést 1996, og eru börn þeirra fjögur. Hálfsystkini Júlíönu, samfeðra, voru Kristján Hólm, f. 6.9. 1884, d. 8.9. sama ár; Ólöf, f. 28.5. 1886, d. 15.1.1967, húsfreyja i Hafnarfirði, gift Erlendi Jóhannssyni verka- manni sem einnig er látinn; Hall- dóra, f. 20.2. 1888, d. 7.7. 1927, hús- freyja á Hellu á Fellsströnd, var gift Tryggva Gunnarssyni, b. þar, sem einnig er látinn; Guðjón, f. 8.5. 1889, d. 12.5. sama ár; Pétur, f. 1.8. 1890, d. 20.4. 1974, sjómaður í Bíldsey og Fremri-Langey. Hálfsystkini Júlíönu, sam- mæðra, voru Kristjana, f. 20.6. 1901, d. 23.6. 1985, húsfreyja á Hvanná á Jökul- dal, gift Einari Jónssyni, b. þar sem er látinn; Guðmundur, f. 8.9. 1902, drukkn- aði 29.10. 1924; Hjálmtýr Ragnar, f. 7.10. 1907, drukknaðf 10-11.9. 1940, skipstjóri á Hópi í Eyrarsveit; Guðrún Sólveig, f. 11.7. 1910, d. 22.1. 1975, húsfreyja í Grundar- firði, var gift Ólafi Björnssyni sjó- manni en hann drukknaði með Hjálmtý mági sínum. Foreldrar Júlíönu voru Einar Jónsson, f. 22.10. 1847, d. 26.2. 1936, b. í Bíldsey, og Guðrún Helgadótt- ir, f. 30.3. 1873, d. 11.4. 1958, síðar húsfreyja á Hópi í Eyrarsveit. Ætt Einar var sonur Jóns, dbrm. og lóðs í Bíldsey, Bjamasonar, og k.h., Þorgerðar Björnsdóttur. Jón var sonur Bjarna Péturssonar, lóðs í Höskuldsey, og k.h., Hall- dóru Einarsdóttur, b. í Hrísakoti, Einarssonar, b. í Fagurey, Páls- sonar. Móðir Einars í Hrísakoti var Halldóra Sigurðardóttir frá Fremri-Langey, systir Orms, ætt- föður Ormsættarinnar. Móðir Halldóru í Höskuldsey var Val- gerður Ólafsdóttir, fræðimanns i Arney, Jónssonar, lrm. og annála- ritara í Purkey, síðast á Gríms- stöðum, Ólafssonar. Guðrún, móðir Júlíönu, var síð- ar húsfreyja á Hópi í Eyrarsveit. Hún var dóttir Helga, b. í Rima- búð í Eyrarsveit, Helgasonar, og k.h., Margrétar Sigurðardóttur. Helgi í Rimabúð vsir sonur Helga á Hnausum í Eyrarsveit, Helga- sonar, á Rifi, Helgasonar, á Hellnafelli í Eyrarsveit, Steindórs- sonar, sýslumanns í Hnappadals- sýslu, Helgasonar. Móðir Helga í Rimabúð var Þorkatla Bjarnadótt- ir, b. í Neðri-Lág, Kárasonar. Júlíana Silfá Einarsdóttii Móðir Þorkötlu var Sæui dóttir, b. á Harrastöðum um, Jónssonar, og k.h., I Einarsdóttur, prests í Hv Hvammssveit, Þórðarson fasts þar, Þórðarsonar. V Rimabúð var dóttir Sigui Suðurbúð og k.h., Guðrú asdóttur, formanns í Pun Eyrarsveit, Sigurðssonar Júlíana er að heiman i isdaginn. Kjartan Hörður Ásmundsson Kjartan Hörður Ásmundsson kjötiðnaðarmaður, Sólvallagötu 40, Keflavík, verður fimmtugur annan í páskum. Starfsferill Kjartan fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Drápuhlíðinni. Hann lauk barnaskólaprófi frá Austurbæjarskólanum og varð síðar gagnfræðingur frá Verk- námsskólanum í Reykjavík. Að því loknu starfaði hann hjá Olíu-” verslun íslands í nokkur ár en hóf svo nám í kjötiðnaði við Iðn- skólann í Reykjavík. Meistari hans var Sigurður Steindórsson. Kjartan var kjötiðnaðarmaður og verkstjóri hjá Sláturfélagi Suð- urlands og lauk þaðan námi sem kjötiðnaðarmaður árið 1969. Hann starfaði um tíma hjá kjötiðnaðar- fyrirtækinu Búrfelli en gegndi á árunum 1972-1983 starfi forstöðu- manns kjötdeildar Kaupfélags Austur-Húnvetninga á Blönduósi. Hann var jafnframt héraðslög- reglumaður á Blönduósi um tíma. Árið 1973 hlaut Kjartan meistara- gráðu í kjötiðnaði og starfar í dag hjá Kjötseli í eigu Kaupfélags Suð- urnesja í Keflavík. Kjartan söng um tíma með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, kirkjukór Blönduóss og kirkjukór Holtastaðakirkju. Frá árinu 1983 hefur hann verið í Karlakór Keflavíkur og var i kór Keflavík- urkirkju á árunum 1983-1994. Hann gegndi stöðu gjaldkera kórs Keflavíkurkirkju í nokkur ár og situr nú í sóknarnefnd sömu kirkju. Til hamingju með afmælið 4. apríl 80 ára 50 ára Kristjana G. Kristjánsdóttir, Mýrargötu 18, Neskaupstað. 75 ára Guðjón Magnússon, Heiðarvegi 52, Vestmannaeyjum. 70 ára Þor- Örlygur valdsson, flugumsjónar- maður, Lágmóa 1, Njarð- vík. Kona hans er Erna Agnars- dóttir. Þau taka á móti Tvíbura- systurnar Jóna Hall- dórsdóttir, Fífuseli 34, Reykjavík, og Elín Hall- dórsdóttir, Hólabergi 12, Reykjavík. Þær taka á móti gestum, ásamt vinum og vandamönnum á heim- ili sínu, milli kl. 18.00 og 21.00. á afmælisdaginn. Guðbjörg O. Valdimarsdóttir, Furugerði 9, Reykjavík. Ragnheiður Ingvarsdóttir, Aðalbraut 31, Raufarhöfn. Kári Sólmundarson, Krummahólum 8, Reykjavík. Guðbjörn Jónsson, Mávahlíð 44, Reykjavík. Herdís Erlingsdóttir, Árskógum 20b, Egilsstöðum. eiginmönnum sínum, Erlingi Run- ólfssyni og Guðna Auðunssyni í Skaftfellingabúð, Laúgavegi 178 á afmælisdaginn kl. 15.00-18.00. Gunnhildur Gunnarsdóttir, Raufarseli 5, Reykjavík. Steingrímur Hjartarson, Fossi, Saurbæjarhreppi. Guðlaug Ámadóttir, Steinahlíö 3a, Akureyri. Helgi Magnússon, Efstalandi 24, Reykjavík. 40 ára 60 ára Sigurlína Pétursdóttir, Norðurgötu 58, Akureyri. Ada Elísabet Benjamínsdóttir, Grundarvegi 2, Njarðvík. Bergur Bjarnason, Viðborðsseli 1, Höfn í Hornafirði. Guðrún Ólafía Tómasdóttir, Eyjum II, Kjósarhreppi. Steinunn Á. Þorsteinsdóttir, Álfheimum 60, Reykjavík. Þuríður Pálsdóttir, Logafold 87, Reykjavík. Helgi Þór Thorarensen, Einarsnesi 68, Reykjavík. Helga Óladóttir, Austurströnd 14, Seltjarnarnesi. Jóhannes Sigurbjörnsson, Hjarðarholti 17, Akranesi. Kristinn Sörensen, Sólheimum 3, Sandgeröi. Gústaf Garðarsson, Suðurvangi 8, Hafnarfirði. Júlíus Heiðar Haraldsson, Hraunbæ 32, Reykjavik. Rannveig Finnsdóttir, Laugavöllum, Dalabyggð. Fjölskylda Kjartan kvæntist 28.12. 1974 Margréti Hafsteinsdóttur sjúkra- liða. Hún er dóttir Péturs Haf- steins Péturssonar, b. á Gunn- steinsstöðum í Langadal, A-Hún„ og Guðrúnar Ingibjargar Björns- dóttur. Þau eru bæði látin. Systkini Kjartans eru: Ingvar, f. 1934, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Þórðardóttur forstöðumanni; Hörður, f. 1936, d. 1938; Óli Jó- hann, f. 1940, arkitekt, kvæntur Ingu Teitsdóttur hjúkrunarfræð- ingi; Þorbjörg, f. 1943, hjúkrunar- fræðingur, gift Sigurði Hreini Hilmarssyni tæknifræðingi; Ás- mundur, f. 1948, verkfræðingur, kvæntur Gyðu Baldursdóttur; og Leifur, f. 1951 d. 1961. Faðir Kjartans var Ásmundur Ólason, f. 25.10. 1911 d. 25.3. 1996, byggingaeftirlitsmaður. Móðir hans er Hanna Ingvarsdóttir, f. 6.11. 1914, húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík og Hanna býr nú að Sunnuhlíð i Kópavogi. Ásmundur var sonur Óla Ás- mundssonar múrarameistara og Jóhönnu Pálsdóttur húsmóður. Albróðir Ásmundar er Hörður, klæðskerameistari í Reykjavík. Hálíbræður Ásmundar, samfeðra, eru Sigurður Kristinn, brunavörð- ur í Reykjavik, nú látinn, og Kristján, klæðskerameistari og nú kennari við Iðnskólann í Reykja- vík. Hanna var dóttir Ingvars Þor- steinssonar, sjómanns í Reykja- vík, og Þorbjargar Sigurðardóttur. Bræður Hönnu eru Þorkell, fyrr- um stórkaupmaður í Reykjavík, Kjartan Hörður Ásmunds nú látinn, og Guðbjörn E meistari í Reykjavík. Kjartan og eiginkona h verða að heiman á afmæl Ólafur Hilmar Þorbjörnssc og Laufey Guðmundsdótt Ólafur Hilmar Þorbjörnsson steinsmiður, til heimilis að Barða- vogi 14, Reykjavík, verður sjötug- ur á föstudaginn langa. Eiginkona hans, Laufey Guðmundsdóttir, varð sjötug þann 10.3. sl. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann hefur verið steinsmiður hjá S. Helgason, steinsmiðju, um fjörutíu ára skeið og lengst af verið þar verkstjóri. Laufey, kona Ólafs Hilmars, fæddist í Ystu-Görðum í Kolbeins- staðarhreppi í Hnappadalssýslu en ólst upp í Reykjavík. Jafnframt húsmóðurstörfum hefur Laufey lengst af stundað verslunarstörf en hefur síðustu ár starfað við eldhúsið og á saumastofu Klepps- spítala. 3örn Ólafs Hilmars og Laufeyj- ar eru Guðmundur, f. 19.3. 1948, gistihúsaeigandi að Seleyri i Hafn- arskógi, kvæntur Margréti Jónu Jónsdóttur og eiga þau tvo syni og tvö barnabörn; Arndís, f. 22.5. 1951, starfsmaður Flugleiða í New York, gift Robert Ciambra og eiga þau tvö börn; Gunnhildur, f. 7.11. 1954, myndlistarmaður og mynd- menntakennari í Reykjavík, gift Geir Hafsteini Sigurgeirssyni og eiga þau þrjú böm; Benedikt, f. 1.3. 1959, verslunarmaður í Ólafur Hilmar Þorbjörnsson og Laufey Guðmundsdóttir. Reykjavik, kvæntur Sólveigu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú böm; Hilmar, f. 16.2.1963, bif- reiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Lilju Guðmundsdóttur og eiga þau tvær dætur; Ólafur, f.18.4. 1964, viðskiptafræðingur í Reykjavík, kvæntur Ástu Lindu Ingadóttur og eiga þau eina dóttur. Foreldrar Ólafs Hilmars voru Þorbjörn Pétursson, f. 3.10.1892, d. 21.5. 1965, vélstjóri í Reykjavík, og k.h., Arndís Benediktsdóttir, f. 14.10. 1900, d. 16.2. 1949, húsmóðir. Foreldrar Laufeyjar voru Guð- mundur Illugason, f. 21.6. 25.9. 1986, lögreglumaður, stjóri og ættfræðingur á S arnesi, og k.h., Halla Guði Markúsdóttir, f. 26.9. 1901, 1988, húsmóðir. í tilefni afmælanna mui hjónin, ásamt börnum sín taka á móti gestum í Gisti inu Venusi við Seleyri í H skógi, rétt við brúarsporð fjarðarbrúar, gegnt Borgai fóstudaginn langa, þann 5. kl. 15.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.