Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Side 11
Ókomnir ÞRIÐJUDAGUR. 11 JÚNÍ Fréttir 11 É Fólksflutningabíll ranglega skráöur í bifreiöaskrá: Rúta undir fölsku flaggi - krefjumst skýringa, segir fulltrúi tryggingafélagsins GSM GSM gsmHISH Samkvæmt lagabókstafnum er þessi Mercedes Benz 1319, árgerö 1975, alls ekki sá sem hann er skráður vera, heldur annar og sjö árum nýrri bíll meö allt ööruvísi vél, gírkassa, drif og hemla. DV-mynd GS „Það var skipt um undirvagn og settur nýrri en sá sem var og það er verið að vinna að endurskráningu á bílnum," sagði Gísli Friðjónsson, framkvæmdastjóri hópferðabílafyr- irtækis Hagvagna, við DV, en hóp- ferðabíU fyrirtækisins sem hefur númerið MA 099 er skráður í bif- reiðaskrá sem Mercedes Benz 1319, árgerð 1975, og eigandi Lýsing hf. Gallinn er hins vegar sá að um er að ræða svokallaðan grindarbíl þar sem undirvagn og yfirbygging eru sjálfstæðar einingar, en undirvagn- inn með vél, drifbúnaði, hjólum og hemlum telst vera sjálfur bíliinn. Samkvæmt lagabókstafnum er því þessi Mercedes Benz 1319, árgerð 1975, alls ekki sá sem hann er skráð- ur vera, heldur annar og sjö árum nýrri bíll með allt öðruvísi vél, gír- kassa, drif og hemla. Sjálfsagt betri bíll, en annar bíll. Að sögn Gísla keyptu Hagvagnar hópferðabílafyrirtæki fyrir ári síð- an og fylgdi þessi bíll með í kaupun- um og var þá búið að gera umrædd- ar breytingar, trúlega árið 1994. Bíllinn hefur allan þann tíma sem liðinn er verið á skrá og farið gegn- um skoðun a.m.k. tvisvar án þess að skoðunarmenn tækju eftir að um annan bíl væri að ræða. Gísli segir að verið sé að vinna að því að endurskrá bílinn, en einhver vandkvæði séu á því að breyta skráningunni og tengist það erfið- leikum við að rekja um hvaða bíl sé að ræða, hvort hann hafi verið af- skráður o.fl í þeim dúr. Karl Ragnars, forstjóri Bifreiða- skoðunar, segir við DV að skoðun- armenn athugi alltaf verksmiðju- númer, sem greypt er í grind bóa, og beri saman við það sem skráð er í bifreiðaskrá. Dæmi séu um að menn falsi þessi númer á einhvern hátt af ýmsum ástæðum, og hugsan- legt sé að svo hafi verið í þessu til- felli. Bíllinn MA 099 hefur verið tryggður hjá Tryggingamiðstöðinni. Ástrós Guðmundsdóttir, deildar- stjóri bifreiðatrygginga, segir að bíllinn hafi verið settur í kaskó- tryggingu árið 1993 og hafi Trygg- ingamiðstöðin þá fengið hann mats- skoðaðan hjá Nýju bílasmiðjunni. Ástrós segir að tryggingafélögin fari jafnan eftir hinni opinberu skrán- ingu, þ.e.a.s. hvernig bíllinn er skráður í bifreiðaskrá, þegar bilar eru teknir í tryggingu eða trygging- um breytt. „Ég mun nú hringja í Bifreiðaskoðun og óska eftir því að þeir taki þennan bO tO skoðunar og láti mig síðan vita hvað eiginlega sé þarna á ferðinni," sagði Ástrós. -SÁ GSM GSM GSM GSM Könnun Frjálsrar verslunar: Ólafur Ragnar með 46 prósent Samkvæmt nýlegri skoðanakönn- un Frjálsrar verslunar nýtur Ólafur Ragnar Grímsson 46 prósenta fylgis þeirra sem afstöðu tóku tO forseta- frambjóðendanna fimm. Pétur Kr. • Hafstein kemur næstur með 23 pró- senta fylgi, Guðrún Pétursdóttir með 16 prósent, Guðrún Agnarsdótt- ( ir með 12 prósent og Ástþór Magn- ússon með 3 prósent. Úrtak Frjálsrar verslunar var 580 ( manns og óákveðnir voru um 35 prósent. Þetta er svipuð niðurstaða og í könnun blaðsins í maí nema hvað Ólafur Ragnar og Pétur hafa nálgst hvom annan í fylgi. Frjáls verslun spurði jafnframt um frammistöðu frambjóðenda í þætti Stöðvar 2 í síðustu viku. Um 36 prósent aðspurðra sögðust hafa séð þáttinn. Flestir töldu Ólaf Ragn- ar hafa staðið sig best, eða 28 pró- sent. Næst kom Guðrún Pétursdótt- ir með 13 prósent, Pétur með 8 pró- sent, Guðrún Agnars með 7 prósent og Ástþór 4 prósent. Um 40 prósent töldu engan hafa skarað fram úr i þættinum. Blaðið spurði jafnframt hver hefði staðið sig verst í þætti Stöðvar 2. Flestir töldu Pétur hafa verið lakastann, eða 14 prósent, 13 pró- sent nefndu Ástþór, 8 prósent Ólaf, 6 prósent Guðrúnu P. og 4 prósent Guðrúnu A. -bjb Ólafur Ragnar Grímsson og Guörún Katrín Þorbergsdóttir, kona hans, efndu til kynningarfundar í Hellubíói á Hellu á Rangárvöllum sl. laugardagskvöld. Yfir 50 manns mættu á fundinn en sama dag höföu þau verið á fundum á Hvolsvelli og í Vík í Mýrdal. Hér sést Ólafur í kaffibollaspjalli viö Svavar Krist- insson, verslunarmann á Hellu. DV-mynd Jón Þórðarson „ ÓlafsQöröur: Ovissa með framtíðina hjá Gliti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég veit ekki hvort þessi fram- leiðsla fer í gang að nýju. Það getur verið erfitt að byrja á nýjan leik,“ segir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, um það hvort starfsemi muni hefjast að nýju í keramikverksmiðjunni Gliti sem Ólafsfjarðarbær keypti á sínum tíma. Seint á síðasta ári kom í ljós að sölumálum fyrirtækisins hafði ekki verið sinnt sem skyldi og mikill lag- er hlaðist upp hjá fyrirtækinu. Framleiðslu var því hætt tímabund- ið a.m.k., en eins og Þorsteinn segir er óvíst hvort hún hefst að nýju. -gk GSM GSM Eftirtalin lönd í Evrópu veita íslendingum möguleika á að nota GSM: Austurríki, Belgía, Bretland, Danmörk, Eistland, Finnland Frakkland, Grikkland, Holland, írland, Lettland, Litháen, Luxemborg, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tyrkland, Ungverjaland, Þýskaland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.