Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996
13
Þjóðaratkvæðagreiðslur
í málefnasnauðri kosningabar-
áttunni er það ánægjulegt að þjóð-
aratkvæðagreiðslur eru eitt af
þeim fáu málefnum sem rædd eru
af einhverju viti. Að vísu tengist
þessi umræða nokkuð 67. grein
stjómarskrárinnar sem gefur for-
setanum rétt til að neita að skrifa
undir lög og vísa þeim til þjóðarat-
kvæðis. Frambjóðendur deila um
hvernig beri að skýra þessa grein
eða hvort, og þá hvernig, nýta beri
þessa heimild.
Umræðan hefur sem betur fer
einnig snúist um gildi þjóðarat-
kvæðagreiðslna almennt og virð-
ast frambjóðendur allir sammála
um það að setja beri almenna lög-
gjöf - jafnvel ákvæði í stjórnar-
skrá - sem veita borgurunum rétt
til þess að krefjast þjóðaratkvæða-
greiðslna ef ákveðinn hluti kjós-
enda fer fram á það. Guðrún Agn-
arsdóttir hefur sérstaklega gert
þetta atriði að stóru máli í sinni
kosningabaráttu.
Vaxandi vinsældir
Stjórnmálamönnum er, almennt
talað, illa við þjóðaratkvæða-
greiðslur; sérstaklega ef þeir eru í
stjórn. Þetta gildir ekki bara um
ísland, heldur er hér um alþjóðlegt
fyrirbæri að ræða.
Vegna sérstakrar lýðræðishefð-
ar í Sviss sker það land sig úr
hvað þjóðaratkvæðagreiðslur
varðar, en um helmingur allra
þjóðaratkvæðagreiðslna í heimin-
um hafa farið fram í Sviss. Síðustu
tvo til þrjá áratugina hafa þjóðar-
atkvæðagreiðslur færst í vöxt á
Vesturlöndum og má þar nefna
sum ríki Bandaríkjanna (til dæm-
is Kaliforníu) og Ítalíu - en þar
gegndu þjóðaratkvæðagreiðslur
miklu hlutverki við að knýja fram
róttækar stjórnkerfisbreytingar.
Lýðræðislegur réttur
Lýðræðislegast væri auðvitað
að taka ákvarðanir um sameigin-
leg mál þannig að allir greiddu um
þau atkvæði. f flóknu nútímasam-
félagi er þetta ekki mögulegt, þó
að nútíma tölvutækni geri það í
sjálfu sér kleift að setja atkvæða-
hnappa inn á hvert heimili. Full-
trúalýðræði felst í framsali valds
til kosinna fulltrúa; þetta framsal
er tímabundið og alls ekki algjört.
Kjallarinn
Birgir Hermannsson
stjórnmálafræðingur
Það er því sjálfsagt - og í samræmi
við lýðræðishugmyndir okkar - að
útkljá sameiginleg mál með tleiri
aðferðum en fulltrúakosningunni
einni saman.
Meginrökin fyrir þjóöarat-
kvæðagreiðslum eru þvi þau að
þær eru taldar lýðræðislegur rétt-
ur fólks að taka beina og milliliða-
lausa ákvörðun um tiltekin mál.
Önnur mikilvæg ástæða er sú að
ákvörðun sé svo mikilvæg að hún
öðlist ekki lögmæti í hugum fólks
nema um hana sé greitt atkvæði í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Sem dæmi
má nefna ESB-aðild.
Þriðja ástæðan er sú að stjóm-
málamenn treysti sér ekki til að
taka ákvörðun í málinu og losi sig
undan þeim kaleik með þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Fjórða ástæðan er
að málið sé þess eðlis að það liggi
þvert á tlokka, gjarnan á sviði við-
kvæmra siðferðislegra deilumála.
Hér má nefna skilnaðarlöggjöf og
fóstureyðingarlöggjöf í kaþólskum
löndum og áfengisútsölur í ís-
lenskum bæjarfélögum.
Er ekki annars kominn tími til
að íslendingar greiði atkvæði um
fleira en hvort selja megi brenni-
vín í bænum?
Birgir Hermannsson
„Síðustu tvo til þrjá áratugina hafa þjóðaratkvæðagreiðslur færst í vöxt á Vesturlöndum... “ segir Birgir m.a. í grein-
inni.
„Stjórnmálamönnum er almennt talað illa
við þjóðaratkvæðagreiðslur; sérstaklega ef
þeir eru í stjórn. Þetta gildir ekki bara
um ísland, heldur er hér um alþjóðlegt
fyrirbæri að ræða.“
Nýsköpun í ráðgjöf
Gagnrýna verður framkvæmd
laga um fjöleignarhús og gerð
eignaskiptasamninga. Reglur og
aðferðir eru svo flóknar og lang-
sóttar að til vandræða horfir og
standast ekki faglega gagnrýni.
Þær eru óhóflega dýrar fyrir hinn
almenna húseiganda og munu
kosta almenning hundruð millj-
óna. Þá munu þær valda ruglingi
og óvissu í stærðarskráningu í
áratugi.
Ófaglegar aðferðir
Hér eftir miðast eignarhlutar
fasteigna í tjöleignarhúsum við
svonefnt nettórúmmál eigna. Um
langt skeið hefur útreikningurinn
miðast við flatarmál. Við mats-
störf húseigna er viðurkennt að
miða beri útreikninga við gólfflöt.
Það gildir um verðmæti, fram-
kvæmdakostnað, leiguverð og
fleira. Notkun rúmmáls hefur
lagst af í matsstörfum á undan-
förnum áratugum, nema í sértil-
fellum, vegna þess að nytsemi
eigna ræðst af gólffletinum. Til
dæmis vex notagildi 100 m2 skrif-
stofu um allt að helmingi ef gólf-
flötur hennar stækkar í 200 m2.
Hins vegar eykst notagildið ekki
þó lofthæðin aukist úr 3,5 metrum
upp í 4,0 metra og rúmmálið sem
því nemur. Notagildi íbúða ræðst
aðallega af gólffleti og herbergja-
fjölda. Aukin lofthæð mun nú
auka hlutdeild íbúða i sameigin-
legum kostnaði. Þá eru í reglunum
þættir umreiknaðir í ímyndaðar
stærðir sem ekki þykir til fyrir-
Kjallarinn
Stefán Ingólfsson
verkfræöingur
myndar í matsstörfum. Svalir eru
til dæmis umreiknaðar í „rúm-
mál“ sem bætt er við raunverulegt
rúmmál íbúðarinnar.
Ósamræmi í stærðum
í áratugi
Nú verða skilgreindar margar
stærðir sem lýsa fermetrastærð
fasteignar. Nettóflatarmál og
brúttóflatarmál hafa hlotið nýja
merkingu gjörólíka því sem fólk
hefur vanist. Þá er skilgreint inn-
rými og helsti mælikvarði á stærð
fasteignar verður „birt flatarmál".
Nýju stærðimar em ólíkar þeim
sem í dag eru skráðar í fasteigna-
skrá og eiga að koma í stað þeirra.
í skránni eru nú á annað hundrað
þúsund fasteignir með eldri stærð-
ir. Varlega áætlað liggur 50 mann-
ára vinna í útreikningi þeirra.
Stærðirnar þarf nú að endur-
reikna og skrá „birt flatarmál" í
staðinn. Á meðan endurreikning-
urinn varir koma bæði nýju og
gömlu stærðirnar fyrir í fasteigna-
skrá. Miðað við fengna reynslu
mun það taka yfir 20 ár (rétt). Á
meðan verða tvær óskyldar stærð-
ir í opinberum skrám. Fasteigna-
salar taka úr fasteignaskrá stærð-
ir til upplýsingar fyrir kaupendur.
Þeir verða þá að útskýra hvort 210
m2 raðhús samkvæmt „gömlu
máli“ sé stærra en 190 m2 hús eft-
ir „birtu flatarmáli".
Dýrt fyrir almenning
Hinar nýju reglur verða eigend-
um húsnæðis dýrar. Útreikningur
eignarhluta er orðinn svo flókinn
að miklu lengri tíma tekur að
finna þær en áðmv Reglurnar eru
auk þess svo ólikar þeim sem áður
giltu að eignarhlutar breytast nær
alltaf við endurskoðun. Margir
munu því krefjast breytinga á gild-
andi samningum. Gerð allra yfir-
lýsinga er eftir 1. júní í höndum
þrjátíu manns sem hlotið hafa
leyfi. Ýmsir þeirra hafa með því
skapað sér starfsgrundvöll í nokk-
ur ár. Þó greinarhöfundur sé í
þessum hópi hlýtur hann að vekja
athygli á þeim óhóflega kostnaði
sem velt er á eigendur. Auk kostn-
aðar við gerð eignaskiptayfirlýs-
ingar bera eigendur kostnað við
útreikning stærða sem eru eigna-
skiptunum algjörlega óviðkom-
andi. Nú þarf nefnilega að skila
byggingarfulltrúa flatarmáli allra
útveggja, glugga og útidyra á hús-
inu! Hinar nýju reglur munu
kosta fasteignaeigendur 100-200
milljónir á næstu árum. Ágætur
maður sagði í gamni þegar hann
var spurður hvers vegna þetta
væri svona flókið; „í síðustu þing-
kosningum voru gefin fyrirheit
um 15 þúsund ný störf fyrir alda-
mót. Hér er komið til móts við
tæknimenn." Lögin um fjöleignar-
hús og framkvæmd þeirra er lík-
lega ákveðin tegund nýsköpunar!
Stefán Ingólfsson
„Hér eftir miðast eignarhlutar fasteigna í
fjöleignarhúsum við svonefnt nettórúm-
mál eigna. Um langt skeið hefur útreikn-
ingurinn miðast við flatarmál. Við mats-
störf húseigna er viðurkennt að miða beri
útreikninga við gólfflöt.“
Með og
á móti
Pétur Blöndal,
þingmaður og
stærðfræðingur.
Ný lög um flatan 10 pró-
senta fjármagnstekjuskatt
Kostir upp-
hefja ókosti
„Ég hef ýms-
ar efasemdir
um skattlagn-
ingu, sérstak-
lega á vöxtum,
þar sem sparn-
aður lands-
manna er mjög
litill auk þess
sem verðbætur
eru skattlagðar
en þær eru
ekki tekjur.
Hins vegar
tókst að ná fram í þessu frum-
varpi ákveðinni samræmingu á
milli fjármagnstekna þannig að
ofsköttunin á söluhagnaði hluta-
bréfa, af arði og leigu leggst af.
Núna eru tekjur af þessum form-
um skattlagðar eins.
Það sem er eftir að gera er að
lækka og jafna eignaskattlagn-
inguna, sem enn er miklu hag-
stæðari á bankainnistæðum og
spariskírteinum. Ég tel að þessi
aðstöðujöfnun hætti að stýra
fjármagni frá atvinnulifinu til
ríkisins og bankanna og muni
gera það að verkum að fólk mun
í auknum mæli fjárfesta í hluta-
bréfum. Því er a.m.k. ekki refsað
fyrir það lengur. Þetta mun
styrkja eiginfjárstöðu íslenskra
fyrirtækja þannig að þau geti
betur staöist áfoll en þau hafa
gert til þessa.
Margir hafa tengt saman at-
vinnutekjur og fjármagnstekjur.
Þar er þó reginmunur á. Stór
hluti vaxta er td. verðbætur,
sem ekki eru tekjur, í leigunni
er fólginn kostnaður og í tekjum
af hlutabréfum er verið að skatt-
leggja tapsáhættu. Kostir þessa
frumvarps uppheija ókostina."
Gefa eigna-
fólki
„Lengi hefur
laimafólk kraf-
ist þess að
komið verði á
Oár-
magnstekju-
skatti þannig
að tekjur af
fjármagni
verði skatt-
lagðar eins og
tekjur af
launavinnu.
Einvörðungu yrði raunávöxtun
fjárins skattlögð og um þessa
tekjur myndu gilda svipaðar
reglur um skattleysismörk og
launatekjur. Þannig yrði smá-
sparendum hlíft en stórefnafólk
látið greiða til samfélagsins.
Um þetta kom fram frumvarp
á þingi en fékkst ekki afgreitt.
Þess í stað voru samþykkt lög
um að skattleggja alla vexti um
10% en á sama tíma voru skattar
af arði og söluhagnaði lækkaöir
úr 42-47 prósent niður í 10 pró-
sent. Þetta gefur efnaðasta hluta
þjóðarinnar mörg hundruð millj-
ónir króna í aðra hönd. Ekki nóg
með þetta, því á meöan skatt-
frelsismörk launamannsins eru
um 750 þúsund á ári verða skatt-
frelsismörk einstaklings, sem að-
eins hefúr tekjur af fjármagni og
eignum, um 3 milljónir króna.
Lögin gefa þannig stóreigna-
fólkinu stórkostlega forgjöf. Það
fólk heíði líka helst viljað losna
við að greiða 10% skatt á vexti
en skattalækkanirnar vega upp á
móti þeirri sorg. Enda er glatt á
hjalla í kauphöllinni eftir sam-
þykkt laganna."
-bjb
Ogmundur Jónas-
son, þlngmaður og
formaður BSRB.