Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Side 16
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 1996 DV i6 tllveran Einbeitingin skín úr andlitum þeirra sem horföu á frumsýningu Brúöubílsins í síöustu viku. Úlfurinn kom á staöinn og reyndi aö ná grísunum þremur. Ekki er ólíklegt aö hann hafi einmitt veriö aö veiöum þegar Ijósmyndari DV smeliti af. Brúöubíllinn sýnir tvisvar á dag alla daga vikunnar í júni og júlí og því ættu allir krakkar aö geta séö úlfinn, Lilla og aliar hinar skemmtilegu brúöurnar bregöa á leik. DV-myndir GVA Brúðubíilinn frumsýndi Bibi-di-babbi-di-bú í síðustu viku: Börnin trúa brúðun- um fyrir öllu Hann var ekki alveg klár á litunum á boltunum en krakkarnir hjálpuöu til þegar strákurinn lenti í vandræöum. í dótakassanum er fullt af dóti sem krakkarnir fá aö sjá. Sýningarnar eru öllum opnar Brúðubíllinn sýnir tvær sýningar í sumar, Bibi-di-babbi-di-bú í júní og Gaman á gæsló í júlí. Farið verður á um 30 gæsluvelli báða mánuðina og verður sýnt tvisvar á dag alla daga vikunnar. Hver sýning tekur um 30 mínútur. Bibi-di-babbi-di-bú segir frá Geira grallara sem sýnir krökkunum í dó- takassann sinn og þar kennir margra grasa. Trúöurinn Dúskur segir krökkunum söguna af Úlfln um og grisunum þremur, Skrúbb- urinn baöar Lilla og sung- ið er um dýrin í Afríku. Margar brúður koma fram, gamlir kunningjar og einnig nýir vinir bamanna, hanskabrúður, stangar- brúður og brúður sem leikaram- ir klæðast. Leikstjóri sýningarinnar er Sigrún Edda Björnsdóttir, handrit og búningar em eftir Helgu Steífensen, vísur sömdu Jóhannes Benjamínsson o.fl. og tónlistarstjórn er í höndum Magnúsár Kjartanssonar. Þeir leikarar sem ljá brúðunum raddir sínar eru Júlíus Brjáns- son, Vigdís Gunnarsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Helga Steffensen. Ásamt Helgu stjórna Sigrún Erla Sigurðardöttir og Frímann Sigurðsson brúðunum á sýn- ingunni. Bílstjóri er Gylfí Einarsson, tjöldin gerði Þórhallur Böðvar Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir búningana. Upp- tökustjóri er Pétur Hjaltested. Brúöu- bíllinn starfar á vegum íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkurborgar og em sýningarnar öUum opnar og aðgangur ókeypis. „Ég er búin að vera í þessu í sext- án ár og þetta er aUtaf jafn gaman. Sumar brúðumar lifa lengur en aðr- ar og sumar eru búnar að vera með mér nánast aUan tímann. Krakkam- ir eru hreinskUnir og þeir liggja ekkert á því ef þeim fmnst ekki gaman. Eftir þetta langan tíma er ég farin að vita nokkuð hvað þeim lík- ar,“ segir Helga Steffensen en hún hefur alla tíð samið handrit og búið til brúður í BrúðubUinn. Tilveran brá sér á frumsýningu BrúðubUsins í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg í síðustu viku. Börnin taki þátt Helga segir und- irbún- inginn fyrir frumsýning- una hafa staðið síðan í janú ar. Þá hafi hún sest niður tU að skrifa handrit og búa tU brúðurnar. „Sýningin byggist á því að börnin taki þátt í þessu með okk- ur. Það er mikUvægt að passa upp á að þau séu virk en samt vU ég ekki að þau séu óróleg. Þau tnega syngja með og svo finna þau hvenær þau eiga að kaUa og taka virkan þátt.“ Helga segir börn áUt frá tveggja ára aldri koma á sýninguna og síð- an aUur aldur þar fyrir ofan. Hún segir þó Uesta áhorfendurna koma frá leikskólunum og af gæslu- vöUunum. Eins og gefur að skUja byggist brúðuleikhús að mestu upp á brúðum. í - segir Helga Steffensen Bibi-di-babbi-di-bú koma leikarar fram í búningum en Helga segir brúðurnar skipta mestu máli. Þau treysta brúðunni „Það sem skiptir mestu máli er að brúðurnar höfða svo sterkt tU barn- anna. Þau treysta þeim og segja þeim aUt. Brúðan afhjúpar aUt sem heitir feimni og hlédrægni," segir Helga. Hún segir mestu hrekkju- svínum oft á tíðum fallast hendur þegar brúðurnar byrji að tala. Að sögn Helgu frnnst börnunum svo spennandi að sjá hversu dugleg brúðan er. Hún geti aUt, flogið, kom- ið ofan úr loftinu og gert svo margt sem bömin geta ekki gert sjálf. Helga segir það rosalega spenn- andi. „Hjá börnunum rennur imyndunin og raun- veruleikinn stundum saman. Þau eru kannski hrædd við úlfínn en þegar ég fer úr honum og sýni þeim að hann er bara tusku- brúða verður aUt í lagi. Síðan fer ég aftur í búninginn og þá verða böm- in kannski hrædd að nýju. Þau lifa sig svo mikið inn í sögurnar og það er svo skemmtUegt,“ segir Helga Steflensen. -sv Helga Steflensen held- ur hér á Lilla en hann hefur fylgt henni í, fimmtán ár. Þótt hann sé í raun oröinn svo gamall á hann alltaf aö vera fimm ára. Óþekkt- aranginn vill ekki láta baða sig en meö hörkunni fæst hann til aö þvo sér pínuiítiö í Brúöubilnum. • '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.