Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1996, Qupperneq 36
N G A
L«TT«
til mikjls að yinflð
\y
Mánudagur
10.6/96
®©@
KIN
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 11. JUNI 1996
2V2 árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás við Hjarðarhaga í febrúar:
Stakk mann þrisvar
sinnum í amfetamínvímu
- réðst í félagi við þrjá aðra á fórnarlambið, skallaði og kýldi í andlit
Héraðsdómur Reykjavíkur hef-
ur dæmt Kristmund Örlygsson, 25
ára Kópavogsbúa, í tveggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að hafa
stungið 27 ára karlmann þremur
hnífstungum, skallað hann í andlit
og veitt honum mörg hnefahögg í
samkvæmi í íbúð við Hjarðarhaga
að morgni sunnudagsins 11. febrú-
ar siðastliðins. Eitt hnífslagið
gekk inn í mitt hægra nýrað og
gekkst hann undir aðgerð á Borg-
arspítalanum. Samkvæmt ákæru
komst maðurinn í lífshættu vegna
árásarinnar. Kristmundi er einnig
gert að greiða fórnarlambinu tæpa
hálfa milljón króna í miska- og
skaðabætur.
Kristmundur var ákærður fyrir
tilraun til manndráps en dómurinn
taldi sönnur ekki hafa verið færðar
á að ætlun hans hafi verið að bana
umræddum manni. Hann kvaðst
hafa unnið verkið í einhvers konar
brjálæði undir áhrifum am-
fetamíns, áfengis og svefnlyfja.
Aðdragandi árásarinnar var sá
að mennimir tveir fóru í leigubíl
að Hjarðarhaga aðfaranótt sunnu-
dagsins og varð þeim þá sundur-
orða. Þegar komið var á staðinn
hringdi Kristmundur í félaga sinn
og bað hann um hjálp. Sá tók tvo
menn með sér og þegar þeir komu
á Hjarðarhagann réöust þeir i fé-
lagi á fórnarlambið. Kristmundur
stakk manninn í annan fótinn og
tvisvar í bakið og kýldi hann með
hnúanum og höfði í andlitiö.
Eftir árásina tókst þeim sem
fyrir henni varð aö komast út
ásamt félaga sínum og komust
þeir síðan á sjúkrahús. Sam-
kvæmt upplýsingum læknis fyrir
dómi þótti líklegt að maðurinn
næði fullum kröftum á ný á 5-8
vikum.
Dómurinn taldi „ekki alveg
óhætt að slá því föstu“ að Krist-
mundi hefði verið Ijóst að fórnar-
lambið hlyti langlíklegast bana af
atíögunni. Á þeim forsendum var
hann sýknaður af tilraun til
manndráps en þess í stað sakfelld-
ur fyrir stórfellda líkamsárás.
Auk skaðabótanna er Krist-
mundur dæmdur til að greiða 235
þúsund krónur í málsvarnar'- og
saksóknaralaun. Hann hefur setið
í gæsluvarðhaldi frá 23. febrúar og
dregst sá tími sem liðinn er frá
hinni dæmdu fangelsisrefsingu.
-Ótt
Frambjóðandi
í hættu
. Hurð hrökk upp á leiguflugvél
sem Pétur Kr. Hafstein og kona
hans Inga Ásta voru í yfir Snæfells-
jökli á laugardaginn. Með þeim
voru einnig sonur þeirra og vinur
hans auk flugmannsins.
Ferðinni var heitið á flugvöllinn
á Rifi til fundahalda á Snæfellsnesi.
Pétur náði taki á hurðinni og hélt
henni aftur þar til lent var tíu mín-
útum síðar og hættuástandið var af-
staðið. -GK
Grásleppuveiðar Akranesi:
Ördeyða nú eft-
ir metár í fyrra
DV, Akranesi:
T-----------------;-----------
Grásleppukarlar á Skaganum eru
ekki ánægðir þessa dagana með ver-
tíðina. Að sögn þeirra er veiðin
mjög léleg. Einn líkti vertíðinni nú
við vertíðina 1994 sem var afspyrnu-
slök.
Mun fleiri grásleppukarlar
stunda veiðar nú en á síðasta ári.
Vertíðin þá var sú besta í 10 ár.
Margir grásleppukarlar lögðu í mik-
inn kostnað við báta sína við undir-
búning vertíðarinnar og bjartsýni
var mikil eftir hinn góða árangur á
síðasta sumri. Sá kostnaður endur-
greiðist ekki nú og sumir voru svo
bjartsýnir á gang veiðanna á þess-
ari vertíð að þeir tóku sér frí frá
-^annarri vinnu. -DÓ
Nú fer tími brúðkaupanna í hönd en að sögn Arnars Guðmundssonar hjá Blómaversluninni Laufási á Akureyri fara
um 95% allra giftinga hér á landi fram á tímabilinu júní og fram í ágúst. Laufás var með sýningu í göngugötunni á
Akureyri um helgina þar sem „brúðarpar" gekk um götuna og sýndi m.a. ýmsar gerðir brúðarvanda. DV-mynd gk
L O K I
Veðrið á mogun
Víðast
léttskýjað
Á morgun verður vestan- og
norðvestangola eða kaldi og
víðast léttskýjað.
Hiti verður 6 til 15 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36.
Flosi ÍS 15:
Hæg en örugg
ferð til lands
„Það verður ekki fyrr en komið
er til lands sem við getum séð hvað
er að. Þetta gengur allt hægt en ör-
ugglega og það virðist engin hætta á
að báturinn sökkvi," segir Helgi
Hallvarðsson, yfirmaður gæslu-
framkvæmda, en varðskipið Týr er
nú á leið til lands með ísfirska sfld-
arbátinn Flosa ÍS 15 i togi.
í morgun voru skipin komin rétt
inn fyrir landhelgismörkin en Flosi
fékk mikla slagsíðu á sig á sunnu-
dagskvöldið á síldarmiðunum í fær-
eysku landhelginni. Er búist við
skipunum til Austfjarða á morgun
en þau hafa um 6 mUna ferð.
Verið var að dæla sUd úr nóta-
skipinu Berki NK yfir í Flosa þegar
báturinn lagðist á hliðina. Get
menn sér þess til að skilrúm hafi
brostið. Áhöfnin af Flosa er öll utan
skipstjórinn um borð í Berki. Hann
er i varðskipinu. Börkur er væntan-
legur til Neskaupstaðar i dag. -GK
Brotist inn í mat-
artímanum
Brotist var inn í tölvufyrirtækið
Tölvuval á Krókhálsi í matartíman-
um í hádeginu í gær. Farið var inn
um glugga og varningi stolið fyrir
um tvær milljónir króna.
Rannsóknarlögreglan fer með
málið en í morgun hafði ekki tekist
að hafa hendur í hári þjófsins eða
þjófanna. -GK