Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1996, Side 13
JDV LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1996 13 Nýr formaður sameiginlegs íþróttafélags Reykjanesbæjar: Rígurinn helst á milli félaganna - segir Hjálmar Árnason, alþingismaður og formaður fþróttabandalags Reykjanesbæjar DV. Suðumesjum: „Hægt er að líta á stofnun banda- lagsins sem síðasta liðinn í samein- ingu sveitarfélagana. Samkvæmt lög- um ÍSÍ má eitt íþróttabandalag starfa í hverju sveitarfélagi. Allt síðasta ár hefur verið unnið mjög ötullega af háifu stjórna og formanna íþróttafé- lagana hér í sveitarfélaginu að und- irbúningi þessa bandalags. Þetta er viðkvæmt mál, tilfmningamái. Ég held að ástæða sé til þess að hrósa formönnum félagana fyrir mjög skynsamlegan og góðan undirbún- ing,“ sagði Hjálmar Ámason alþing- ismaður sem var nýlega kosinn for- maður íþróttabandalags Reykjanes- bæjar. „Þetta þýðir ekki samruna íþrótta- félaga. Það verður sama spennan og sami rígurinn milli félaga í körfubol- taleikjum milli Njarðvíkinga og Kefl- víkinga en saman yrðu þau í íþrótta- bandalagi í sama sveitarfélagi. íþróttabandalag er myndað af þeim íþróttafélögum sem starfa hér í bæj- arfélaginu og þau eiga sér fulltrúa i stjóm eða varastjóm. Bandalagið er ekki beinn framkvæmdaraðili held- ur reynir að koma í veg fyrir að það verði árekstrar á milli félaga og raunar að skipuleggja megindrætti íþróttastarfs í bæjarfélaginu þannig að kraftur nýtist sem allra best. Framkvæmdaraðilinn er svo ein- stöku íþróttafélög.“ Hlakkar til starfa „Ég hlakka mjög til að starfa með því ötula fólki sem er í stjóminni og veit að formennskan verður mjög þægileg því að þetta er svo duglegt fólk sem þar situr, fulltrúar félag- anna. í fyrsta lagi hefur verið sett að markmiði að efla heilbrigt íþrótta- starf í bæjarfélaginu og þá fyrir alla, ekki bara keppnisíþróttir heldur líka almenningsíþróttir. Fulltrúar íþróttafélagana hér á svæðinu reyna að setja niður hver sé þörfin og hvemig aðstaðan til þess að stimda íþróttir er í bæjarfélaginu, jafnt keppnisíþróttir sem aðrar almenn- ingsíþróttir. Ætlunin er að setja nið- ur langtímamarkmið og reyna að ná samstarfi við bæjaryfirvöld um kerf- isbundna og markvissa uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og iþróttaað- stöðu. í öðm lagi að kynna og efla íþrótt- imar á heilbrigðum grund- velli og þar er ýmislegt í bígerð. í þriðja lagi er uppeldis- hlutverk íþrótta- hreyfíngarinnar. Til allrar ham- ingju em æ fleiri unglingar og böm sem snúa sér að íþróttum og það sýnir sig að mark- viss íþróttaiðkun bama og unglinga dregur úr óheil- brigðu lífemi. Að þvi leyti gegnir íþrótta- hreyfmgin uppeldishlutverki á sama hátt og skólar, tómstundaráð og fleiri aðilar. Eitt af þeim stóm markmiðum sem við höfum rætt og viljum vinna ötullega að er að leiða saman alla þá aðila sem sinna í rauninni uppeldi barna. í dag er það því miður þannig að aðilar eins og heimili, skólar, íþróttahreyfmg og tómstundaráð vinna alltof einangrað. Þessir aðilar tala alltof lítið saman. Við vitum að margir unglingar hafa mikinn metn- að fyrir því að ná árangri í íþróttum. Aðrir hafa áhuga á að ná árangri í skóla og svo framvegis. Okkur finnst mikilvægt að einstaklingurinn nái árangri á öllum sviðum; til þess að svo megi verða þá þurfa þessir aðil- ar allir að tala saman. Það er eitt sem við viljum vinna að og setjast niður með fúlltrúum nemendafélag- anna, foreldrafélaga, skóla, kirkju, tómstundarráðs, lögreglu og svo framvegis til þess að sefja okkur ein- hver markmið að hverju við viljum vinna með hagsmuni einstaklingsins i huga. Þetta tengist líka þeim mikla vágesti sem eru vímuefni og vaxandi áfengisneysla meðal barna og ungl- inga og þessi uppeldisþáttur á að gegna því mikilvæga hlutverki að virka sem forvöm. Vímuefni eru eins og við vitum að verða einn mesti vágestur meðal þjóðarinnar og þar verða allir aðilar að taka hönd- um saman og íþróttahreyfmgin get- ur og vill gegna þessu mikilvæga hlutverki á því sviði.“ Hjálmar segist alla tíð hafa haft áhuga á íþróttum. Hann æfði sem ungur maður knattspymu í Kópa- voginum með Breiðabliki og átti skráðan leik í íslandsmóti þar. Hann lék knattspymu með oldboysliði FH meðan hann kenndi og bjó í Hafnar- firði. Þar starfaði hann mikið með handknattleiksdeild FH og er í hand- boltanum bullsjóðheitur FH- ingur og á mjög erfitt þegar Keflavík og FH leiða saman hesta sína í knattspymu en þá heldur hann með báðum liðun- um. Formaður FH í körfubolta „Kennararnir í Flensborg í Hafii- arfirði, þar sem ég kenndi, æfðu körfubolta tvisvar í viku og ákváðu að taka þátt í firmakeppni KKÍ. Ein- ar Bollason, samkennari minn og góður vinur, var aðaldrif- fjöðrin í þessu. Þama vom einnig Geir Hail- steinsson, Ingvar Viktorsson, núver- andi bæjarstjóri, og fleiri góðir menn. Einar hringdi inn á KKÍ til að tilkynna þátt- töku þeirra í firma- keppni. Þetta hefur verið í kringum 1975. Þá var gerð sú krafa að þeir yrðu að vera í nafhi einhvers félags. Ekki gátu þeir farið sem Haukamenn því þeir Hjálmar Árnason alþingismaöur var nýlega kosinn formaöur íþróttabanda- lags Reykjanesbæjar. DV-myndir ÆMK vom með sitt lið. Einar sagði að við færum í nafhi FH og þá var ekki til körfuboltadeild. Hann stofhaði hana í símtalinu. Þá var honum sagt að það yrði jafnframt að tilkynna um formanninn. Einar er afskaplega stríðinn maður og röskur. Ég sat við hliðina á homun og ég sá að færðist ægilegt glott yfir andlit Einars. Hann tilkynnti að formaður deildarinnar væri Hjálmar Ámason og þar með var ég kominn á bólakaf í íþróttir. Við tókum þetta starf mjög alvarlega og er skemmst að segja frá því að hið sigursæla lið FH í körfubolta vann firmakeppnina. Einar Bollason var þá landsliðsþjálfari og þurfti að gegna sem slíkur skyldum við að út- breiða íþróttina og fór meðal annars vestur í Ólafsvík til að kynna körfu- bolta í litlum sal þar. Hann nennti ekki að fara einn svo hann dró hið sigursæla lið meö sér og þar var leik- inn fyrsti opinberi leikur i Ólafsvik. Einar skoraði 66 stig í þessum leik og þess þarf ekki að geta að hið sig- ursæla lið FH vann leikinn með miklum mun. Ein af ástæðum þess að deildin lagðist niður var að formanninum leiddist heldur körfubolti. Síðan fluttist ég til Suðumesja og fór þá að kynnast og hafa áhuga á körfubolta. Eins og ég var mikill handboltaaðdá- andi meðan ég bjó i Hafnarfirði þá er ekki hægt að komast hjá því að fá áhuga á körfubolta búandi á Suður- nesjum með þessi þijú topplið í ís- lenskum körfubolta hér á Suðumesj- um.“ Varð að taka afstöðu til FH eða Hauka í Flensborg þurfti Hjálmar að taka afstöðu með annaðhvort FH-ingum eða Haukum. Vinir hans, Geir Hall- steinsson og Ingvar Viktorsson, sáu til þess að hann gerðist FH-ingur. „Ég held að ég hafi séð hvem ein- asta leik með FH í handbolta í fjögur ár hvar á landinu sem hann var leik- inn. Ég gaf einnig út blöð fyrir FH og hugsa enn þá með sælu til þess tíma, allt sjálfboðastarf og hvað menn gáfu mikið af sér í stemninguna í kring- um þetta. Húmorinn og félagskennd- in var mikil. Þegar fulltrúar félaganna leituðu til mín um að taka að mér for- mennskuna í bandalaginu þá féllst ég á það að vandlega ihuguðu máli að taka upp þráðinn sem frá var horfið með starfi sem ég sinnti í Hafnarfirði fyrir iþróttahreyfinguna þar, þrátt fyrir mikið annriki í mínu starfi. Að fá að upplifa þessa skemmtilegu stemningu sem fylgir íþróttastarfi og því miður er svona sjálfboðastarf í þjóðfélaginu á undan- haldi,“ sagði Hjálmar Ámason. -ÆMK Sturtuklefar sturtuhorn og hreinlætistæki TILBOÐ Baðsett kr. 21.000 stgr. Innifalið í tilboði: SambyggtWC m/harðri setu.baðkar 170x70 cm, handlaug á vegg 55x45 cm. ATH. Sami framl. á öllum stykkjum tryggir sömu áferð og lit. Bogahorn, 80x80 cm eða 90x90 cm.Sveigt og hert öryggisgler, þverröndótt, segullæsingar á hurðum. Verðfrákr. 23.800 stgr. Heill sturtuklefi, 80x80 á kant, með botni, vatnslás, segul- læsingu á hurð, blöndunar- tæki og sturtubúnaði. Verð kr. 29.800 stgr. Sturtuhorn, hert 4 mm öryggisgler, matt eða röndótt Stærðir 69 til 90 cm á kant. Verð frá kr. 14.750 stgr. Sturtuhurðir, heil opnun, segullæsing, hert 4 mm öryggisgler, þverröndótt. Stærðir 76 til 90 cm. Verðfrákr.l 2.900 stgr. Sturtuhorn, heil hlið og heil opnun, hert 4 mm öryggisgler, segullæsing á hurð, þverröndótt. Stærðir 80x80 eða 90x90 á kant. Verðfrákr. 18.700 stgr. Sturtuhurðir, 3 skiptar renni- hurðir, hert 4 mm öryggisgler, matt eða þverröndótt, segullæs- ing, stærðir 76 til 90 cm. Verðfrákr. 16.200 stgr. WC með stút í gólf eða vegg, hörð seta fylgir. Verð frá kr. I 1.450 stgr. Sturtubotnar í stærðum frá 70 til 90 cm á kant. Emilerað stál. Verð frá 2.990,- stgr. Hanndlaugar á vegg, nokkrar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 2.630 stgr. Síðumúla 34 (Fellsmúlamegin) • Sími 588 7332 Sturtubotnar, rúnnaðir. 80 til 90 cm á kant Akrflplast eða emilerað stál. Verð frá kr. 7.660 stgr. oP'Ð' A 9-1® ,ánU«H°í\ó-\*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.